Skessuhorn - 16.10.2002, Blaðsíða 4
4
§i£gSSUIH©í!M
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002
WWW.SKESSUHORN.IS
Borgarnesi: Borgorbraut 23 Sími: 431 5040
Fax: 431 5041
Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040
Ritstjóri og óbm: Gisli Einarsson 892 4098
Blaðamenn: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228
Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228
Prófarkolestur: Anna S. Einarsdóttir
Umbrot: Guðrún Björk Fríðriksdóttir
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
skessuhorn@skessuhorn.is
ritstjori@skessuhorn.is
hjortur@skessuhorn.is
hjortur@skessuhorn.is
anna@skessuhorn.is
gudrun@skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur aualýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímamega.
Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oaí lausasölu.
Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð
i lausasölu er 250 kr.
431 5040
✓
Islenska
Algengasti frasinn úr umfjöllun um boltaspark er án vafa sá að
menn ætli sér að taka einn leik fyrir í einu. Sama hugmyndaffæði
er þekkt úr ffæðum AA manna þar sem alkóhólistar taka einn dag
fyrir í einu í sinni baráttu gegn brennivíninu. Eg hef reyndar ekki
séð tenginguna þarna á milli fyrr en núna í vikunni í tengslum við
umræðu um ffammistöðu íslenska landshðsins í landsleiknum
gegn Skotum og ffammistöðu sama landsliðs á börum borgarinn-
ar eftir leikinn.
Islenska landsliðið tekur með öðrum orðum eklá aðeins einn
leik fyrir í einu heldur tekur það einn bjór fyrir í einu en áhersl-
an virðist vera meiri og meiri memaður lagður í það síðarnefnda.
Það er að vísu karlmannlegt að skella í sig einni kollu og þó það
væru tvær og ekkert út á það að setja. Hinsvegar væri kannski
eðlilegra og í öllu falli þjóðlegra að landsliðsmennirnir myndu
velja íslenskt og kynna þá í leiðinni aðra þjóðaríþrótt. Liðið
myndi þá með réttu heita landaliðið en ekki landsliðið.
Eitt af helstu verkefnum landsliðsþjálfara íslands er að finna
viðeigandi afsakanir eftir tapleiki. Þar hefur núverandi landsliðs-
þjálfari að minnsta kosti ekki brugðist sinni skyldu. Hans helsta
skýring í þetta skiptið var að umfjöllun fjölmiðla fyrir leikinn
hefði verið alltof jákvæð og því hefðu þeir leikmenn sem lásu
blöðin haldið að þeir væru svo góðir að þeir þyrftu ekkert að hafa
fyrir því að vinna leikinn.
Nú hefði ég haldið í fávisku minni að landsliðsþjálfarinn hefði
í nógu að snúast öðru en að ritstýra íþróttadeildum íslenskra fjöl-
miðla. Miðað við leikinn á laugardag gæti manni allavega sýnst að
hans biðu önnur mikilvægari verkefni. Þá gæti maður einnig á-
lyktað sem svo að ef allt væri eins og það ætti að vera þá tækju
landsliðsmennimir meira mark á þjálfaranum en fjölmiðlum en
svo virðist ekki vera.
Það er svo sem ekkert nýtt að bjálfar eins og ég þykist vita bet-
ur en landsliðsþjálfarinn hvernig eigi að stjórna liðinu. Það breyt-
ir því ekki að þjálfarinn jafnt sem leikmenn verða að geta tekið
gagnrýninni hvort sem það snýr að því sem þeir gera inni á vell-
inum eða utan hans. Það sem mér þykir helst gagnrýnivert í þessu
sambandi er að leikmenn virðast komast upp með að gera nánast
ekki neitt á fyrmefhda staðnum en hvað sem er utan vallar.
Mér þótti það athyglisvert að landsliðsþjálfarinn skyldi ekki
kannast við að leikmenn hans hefðu farið út fyrir leikskipulagið
sem fyrir þá var lagt á kránni um kvöldið. Það var sérlega athygl-
isvert í ljósi þess að skömmu síðar dró einn landsliðsmannanna
sig út úr liðinu að eigin frumkvæði og sagðist hafa unnið fyrir
rauða spjaldinu þrátt fyrir að dómarinn tæki ekki effir því. Sá tril-
tekni landsliðsmaður á hrós skilið fyrir heiðarlega framkomu.
Hugsanlega ætti þjálfarinn að fara að fordæmi Lárasar Orra og
draga sig út úr landsliðshópnum vegna agabrots. Þá yrði það fyr-
ir brot á reglu númer eitt sem hljóðar svo að landsliðið skuli vinna
leikri eða allavega að sýna einhvern snefil af vilja í þá átt.
Vona ég hinsvegar að þessi skrif verði úrelt efrir leikinn í kvöld
og að tilefnið gleymist í sigurvímu að honum loknum.
Gleðilega hátíð og þakka Hðið, þ.e.a.s. landsHðið.
Gtsli Einarsson verðandi landsliðsþjálfari
Stríðsáradansleikur í
Búðardal
Alma Guömundsdóttir stríðsáradrós í viöeigandi félagsskap.
Um síðustu helgi var haldinn í
Dalabúð í Búðardal stríðsáradans-
leikur með öllu tilheyrandi. Dans-
leikurinn hófst með sérstakri mót-
töku gesta, fordrykk og klassískri
tónlist sem þær yngismeyjar Katrín
Hannesdóttir og Kolbrún Jónsdótt-
ir töfruðu fram.
Veislustjóri var Ingi Hans Jónsson
- aðmíráll í hernum, sem var í einka-
spæjaraklæðnaði á dansleiknum.
Glæsilegustu veitingar vom á borð-
um, svo sem sjávarréttahlaðborð,
lamb, ostar, kaffi og konfekt ásamt
viðeigandi drykkjum.
Hljómsveitin Skjem Salon Or-
Hugbúnaðarfyrirtækið Nepal
hugbúnaður ehf í Borgarnesi tók
þátt í alþjóðlegu fagsýningunni
Agora sem haldin var í Laugardals-
höll dagana 10. til 12. október.
Meðal annars ffumsýndi fyrir-
tækið nýja útgáfu Nepal vefum-
sjónar, en sú útgáfa mun koma í al-
menna notkun upp úr næstu mán-
aðarmótum.
„Það er ljóst að með nýrri útgáfu
kerfisins eram við að komast tals-
vert fram úr keppinautum okkar.“
segir Þór Þorsteinsson verkefna-
stjóri hjá Nepal hugbúnaði. „Við
kester sem er 25 manna hljómsveit
sá um hljóðfæraleik og söng. Tón-
listrin var ffá tímabilinu 1920-1960 -
eftir ýmsa lagahöfunda svo sem
Glen Miller, Kai Normann Ander-
son o.fl. Þá sló harmonikkuhljóm-
sveitin Nikkólína á léttar nótur á
dansleiknum. Yfnbragð þessarar
skemmtunar var sérlega skemmti-
legt og yfir henni hvíldi sönn sam-
kvæmisstemning. Hana sótti fólk á
öllum aldri - prúðbúið í meira lagi.
Skemmtunin var öll til fyrirmyndar
og rennur ágóði hennar til Rauða
Krossins í verkefnið „Göngum til
góðs“
eram án nokkurs vafa með not-
endavænni hugbúnað en aðrir hafa
að bjóða auk þess að vera með ýms-
ar nýjungar sem hingað til hafa
ekki þekkst í vefumsjónarkerfum.“
Núverandi notendur kerfisins
munu fá aðgang að nýja kerfinu í
næsta mánuði og hafa þá val um
hvora útgáfuna þeir kjósa að nota
hverju sinni. Sá aðlögunartími mun
standa yfir í um einn mánuð og að
þeim tíma liðnum mun nýja útgáf-
an taka yfir og áffamhaldandi þró-
un hennar hefjast að nýju.
GE
Landsliðs-
menn
Skagamennimir Grétar Rafn
Steinsson, Hjálmur Dór
Hjálmsson og Ellert Jón Björns-
son tóku allir þátt í leikjum ís-
lenska landsliðsins skipað leik-
mönnum 21 árs og yngri gegn
Skotum og Litháum á dögun-
um. Markvörðurinn Páll Gísli
Jónsson sat sem fastast á bekkn-
um í báðum leikjunum. Eins og
flestum er eflaust kunnugt töp-
uðu Islendingarnir báðum leikj-
unum en seinni leikurinn fór
fram á Akranesvelli. Olafur
Þórðarson er þjálfari landsliðs-
ins.
Þorsteinn Gíslason og Helgi
Pétur Magnússon, Ieikmenn
2.flokks IA í knattspyrnu, halda
á laugardaginn til Slóveníu með
landsliði Islands skipað leik-
mönnum 19 ára og yngri. Is-
lensku drengimir leika þrjá leiki
í ferðinni sem tekur viku. Leik-
irnir era í undankeppni EM en
sigurlið riðilsins kemst áffam í
úrslitakeppnina.
Dýpkun
Akraneshafiiar
Hafiiarstjórn Akraness sam-
þykkti á fundi sínum á þriðjudag-
inn að taka tilboði Hagtaks uppá
55,7 milljónir króna vegna fram-
kvæmda við dýpkun hafharinnar.
Alis bárust þrjú tílboð í verkið og
var tilboð Hagtaks tæpum þrem-
ur milljónum undir kostnaðará-
ætlun hafnarstjómar.
Ríkissjóður kemur til með að
borga 75% af þessum ffam-
kvæmdum en höfinin 25%. Að
auki verður sett 160 metra langt
stálþil á elsta hluta hafnargarðs-
ins þar sem að hann er orðinn
hrörlegur. Sú framkvæmd mun
kosta um 160 milljónir sem
skiptist þannig að ríkið borgar
60% en höfnin 40% eða um 64
milljónir. Samtals verður kosm-
aður hafnarinnar vegna þessara
tveggja ffamkvæmda tæplega 80
milljónir króna.
Ástæða dýpkunarinnar er sú að
borið hefur á aukningu á því að
djúprist skip taki niður í höfn-
inni.
Áætlað er að dýpkunarffam-
kvæmdimar hefjist í þessum
mánuði og ljúki í apríl á næsta
ári. Stálþilið verður síðan rekið
niður á næsta ári. HJH
Nepal hugbúnaður á Agora
I bás Nepal á Agora.
Ekkert lát hefur veriö á veiurblíðunni hér vestanlands ai undanfómu og henni jýlgja sjaldséiir gestir. Krakkamir í skólaskjólinu í
Borgamesi fundu í síiustu viku litskrúiugt fiirildi sem komii var langt frá sinni heimaslói og leitaii skjóls í skjólinu. Mynd: GE