Skessuhorn


Skessuhorn - 16.10.2002, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 16.10.2002, Blaðsíða 6
6 Stefán Jónsson er gestur skráargat- sins þessa vikuna en hann er nýráðinn útibússtjóri Búnaðarbankans í Búðar- dal. Stefán er Flateyringur og fluttist á Vesturland árið 1998 en hann var sveitarstjóri í Dalabyggð árið 1998- 2000. „Eg flutti þá frá Haínarfirði þar sem við höfðum átt heima í 16 ár. Eg starfaði þar í 12 ár á endurskoðunar- stofú og var síðan sjálfstætt starfandi ráðgjafi í nokkur ár, aðallega í tengsl- um við útgerðir og fiskvinnslu. Eg á ekki ættir að rekja í Dali en ættir núnar hggja aðallega úr Hvalfirði Stefán Jónsson Kjós og Borgarfirði. Þær tengingar sem ég get helst bent á er að langafi minn var Jón Sigurðsson hreppstjóri , bóndi í Kalastaðakoti á Hvalfjarðar- strönd." Nafit: Stefán Jónsson Fœðingadagur og ár: 20.01.1951 Starfi Utisbússtjóri Búnaðarbanka Islands hf. í Búðardal. Fjölskylduhagir: Kvæntur Guðrúnu G.Halldðrsdóttur, frá Hnífsdal og eigum við tvö böm, Ingu Dóru 21 árs ogjón Gunnar 12 ára. Hvemig bíl áttu? Toyotu Touring 1989. Uppáhalds matur: Lambakjöt í brúnni sósu ( beinasteik). Uppáhalds drykkur: Gin og tónik. Uppáhalds sjónvarpsefni: Allt fréttatengt efiii. Uppáhalds sjónvarpsmaður: Egill á Skjá 1 Uppáhalds leikari innlendur: Ingvar Sigurðsson Uppáhalds leikari erlendur: Liam Neeson Besta bíómyndin: Schindlers List Uppáhalds íþróttamaður: Guðni Bergsson. Uppáhalds íþróttafélag: Ungmennafélagið Grettir á Flateyri. Uppáhalds stjómmálamaður: Einar Oddur Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóminni? Hlynntur Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Jakob Magnússon Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Van Morrison Uppáhalds rithöjundur: Snorri Hvað meturðu mest ífari annarra? Areiðanleika. Hvaðfer mest í taugamar áþér ífari annarra? Oáreiðanleiki Hverþinn helsti kostur? Vilji til að vera áreiðanlegur. Hver erþinn helsti ókostur? Gleymskan. Hvemig leggst nýja starfið í þig ? Vel. Hver er hin hliðin ápeningnum ? Eins báðum megin slétt oggárótt til skiptis eins og lífið jálft. Smálúða m/grænmeti Hrönn Hafliðadóttir er gestgjafi Matargatsins þessa vikuna. Hrönn er Skagamönnum kannski best kunn sem unnusta knattspyrnuhetjunnar fyrrverandi Haraldar Hinrikssonar. Uppskrifrin sem Hrönn ber á borð fyrir lesendur Skessuhorns núna segir hún ætíð slá í gegn hjá þeim hjónaleysum. Smálúða m/grænmeti fyrir fjóra 4 flök smálúða 1 rauð paprika 1 gul paprika 1 blaðlaukur 1 rauðlaukur smjör og nóg af því kartöflur (eða hrísgrjón) brokkolí, gulrœtur eða annað grænmeti Krydd, Aromat, sítrónupipar, hvílaukskrydd frá Pottagöldrum og bara það sem fólki finnst gott Best er að byrja á að skafa roðið á smálúðunni, leggja hana síðan í ofnskúffu og krydda (mikilvægt að krydda roðið líka) Þá er grænmetinu raðað smekklega ofan á til að skreyta. Eg set svo smjörklípur ofan á flökin og undir þau líka til að fá sem mest af smjörfloti. Þetta sett inn í ofn í 25-35mín á 200° Ég ber þetta fram með soðnum kartöflum, brokkolí og gulrótum sem ég krydda svo með Herbamare salti Við höfum yfirleitt enga sósu með þessu en fyrir þá sem það vilja er mjög gott að hafa sýrðan rjóma 10% og setja út í hann „græsk dressing" frá Knorr, það passar mjög vel með. Verði ykkur að góðu www.skessuhom.is -H MIÐVIKUDAGUR16. OKTÓBER 2002 SifigSSliHÖBM snssiiHÖiæi Angurvær og lágstemmdur Orri Orri Harðarson aftur fram í sviðsljósið Skagamaðurinn Orri Harðarson sendi á dögunum frá sér nýja plötu sem hefur fengið nafnið Tár. Þetta er hans fyrsta plata í ein sjö ár og hans þriðja á ferlinum þrátt fyrir að vera aðeins rétt tæplega þrítugur. Þegar að fyrsta plata Orra, Drög að heimkomu, kom út árið 1993 hafði hann verið viðloðandi tónlist í mörg ár. Orri hafði þá þegar skapað sér nafn innan tónlistarheimsins á Is- landi sem einn af efhilegri tónlistar- mönnum landans. Það má með sanni segja að plötu hans hafi verið beðið með eftirvæntingu þrátt fyrir að Orri hafi tæpast verið orðinn 21 árs gam- all en þar með varð hann yngsti tón listarmaður Islands til að gefa út sólóplötu með ffumsömdu efni. Það met hefur reyndar síðar ver- ið slegið. Drög að heimkomu var fádæma vel tekið bæði af gagn- rýnendum sem og öðrum tónlist- arunnendum. I kjölfar plötunnar var Orri útnefndur nýliði ársins á íslensku tónlistarverðlaununum. Tveimur árum síðar kom svo Stóri draumurinn út. Sú plata seldist ekki eins vel en fékk engu að síður betri dóma hjá poppskríbentum hvað svo sem það segir um gæði gripsins. Engu að síður voru flestir sammála um að laga- og textasmíðar Orra höfðu tekið stórstigum framförum frá fyrri plötunni. Fljótlega eftir útkomu Stóra draumsins dró Orri sig útúr sviðsljósi popplífsins enda fann hann fljótlega að áhugi hans lá á öðrum sviðum. „Það má eiginlega segja að ég hafi spilað yfir mig. Ég var að þvælast einn um allt land spilandi á krám allt að fjórum til fimm sinnum í viku þannig að ég keyrði mig hreinlega út,“ segir Orri. „Það að spila fyrir drukkið fólk sem vildi ekkert heyra nema einhverja rútubílaslagara átti ekki og á ekki enn við mig. Ég var farinn að drekka mig í það ástand fyrir hvert kvöld að ég kæmist hreinlega í gegnum þessi leiðindi. Þegar að það dugði ekki til varð ég bara að hætta þessu.“ Orri segir að það hafi ekki varið átakalaust að vera orðinn þjóðþekkt andlit á einni nóttu eftir útkomu fyrstu plötu sinnar Drög að heimkomu. Eins og vanalega þykir fólki eftirsóknarvert að vera í kringum þá sem eru þekktir í þjóðfélaginu. Hinsvegar þegar að Orri dró sig útúr hringiðunni fljót- lega eftir útkomu Stóra Draumsins, fóru ýmsir sem sótt höfðu í félags- skap Orra fljótlega að leita fanga annars staðar og einhverjir þeirra lém ekki þar við sitja heldur hófu að bera út ýmsan óhróður um Orra. Þær sögur kvisuðust út að stuttu eftir að Orri flutti til Danmerkur ‘98 að hann væri langt leiddur í fíkniefna- neyslu og væri ekki við- bjargandi. Aðspurður um þessar sögur svarar Orri því til að eina vímuefnið sem hann hafi misnotað sé áfengi. Þá seg- ir hann að fólk sem breiðir út lygar af þessu tagi um náung- ann hljóti að vera sjálft í miklum vanda statt; í það minnsta hljóti það að lifa afar viðburða- snauðu og leiðinlegu lífi. Lifað á rúg- brauði A þessum sjö árum frá útkomu Stóra draumsins hefur Orri síður en svo set- ið auðum höndum. Orri hef- ur með einum eða öðrum hætti komið að útgáfu hvorki fleiri né færri en 26 platna. Allt frá því að spila á gítar í einu lagi upp í það að stjóma upptökum á heilli breið- skífu. Þá rak Orri í félagi við danskan vin sinn hljóðver í Danmörku um skeið en höfðu lít- ið upp úr krafsinu þar sem að Orri leit á starf sitt sem mikil- vægt að því leytinu til að gefa ungum og fátækum tónlist- armönnum tæki- færi á að taka upp plötur án mikils til- kostnaðar. Eftir 18 mánaða dvöl þar sem lifibrauðið var nær ein- göngu rúgbrauð fékk Orri nóg og kom heim. Nú um jólin kemur síðan út þýðing Orra á sjálfsævisögu knatt- spymugoðsins George Best. Orri segir sjálfur að það hafi verið fjarri huga hans fyrir ekki svo löngu síðan að gefa út sína þriðju sóló- plötu. „Ég hafði aldrei hætt að semja þó að halda mætti annað. Engu að síður var ekki á stefnuskránni að gefa þau lög sem ég átti til út á plötu. Það var ekki fyrr en kona úr stjórn Dauf- blindrafélags Islands hafði samband við mig og furðaði sig á því að ég hafði ekki gefið neitt út í langan tíma. Því næst spurði hún mig hvort ég væri ekki til í að gera sólóplötu sem þau myndu kosta og gefa út. Hagnaðurinn myndi þá renna allur til þeirra félags. Þetta var of gott til- boð til hafna því og því sló ég til.“ Sólóplata með stóru S-i En hvernig er platan Tár? „Tár er angurvær og lágstemmd plata eins og reyndar tvær fyrri plöt- ur mínar hafa verið. Yrkisefnið er sem fyrr á persónulegum nótum og að mörgu leyti persónulegri en sú síðasta þar sem að nú sem ég aftur í 1. persónu á meðan Stóri draumur- inn fjallaði að mestu um gamlan fé- laga. Hluta laganna hafði ég þegar samið áður en ég réðist í gerð plöt- unnar. Elsta lagið samdi ég þegar ég var 19 ára en það nýjasta er síðan í á- gúst á þessu ári. Það má eiginlega segja að þetta sé svona „best of‘ af ó- útgefnu efni síðustu 11 ára. I raun má samt segja að elsta lagið á plöt- unni sé að verða 30 ára gamalt, í það minnsta grunnurinn í því. Þannig er mál með vexti að sem barn söng ég mig alltaf í svefn á hverju kvöldi. Eitt skiptið þegar ég var að fara að sofa laumaði faðir minn upptökutæki inn til mín og tók upp þetta söngl í mér. Þessar upptökur nota ég síðan á plöt- unni og bæti smá píanói og úr verður svona lýrísk músík. Andrea Jónsdótt- ir, útvarpskona á Rás 2, sagði að lag- ið minnti óneitanlega á Sigurrós, hvort sem það er rétt eða ekki. Ég á- kvað að hafa lagið sem aukalag á plötunni, einskonar leynilag og er því hvergi minnst á lagið á albúminu né disknum sjálfum.“ Ohætt er að segja að plata Orra sé sólóplata með stóru S-i. Ekki nóg með að semja öll lög og alla texta, stjórna upptökum, hljóðblanda og útsetja, þá spilar hann á öll hljóðfæri í mörgum laganna. Birgir Baldursson trommar í fimm lögum en annars sér Orri sjálfur um að spila á önnur hljóðfæri s.s. kassagítar, rafgítar, bassa, píanó og hin ýmsu ásláttar- hljóðfæri. Að auki fær Orri til sín tvær óþekktar söngkonur til að að- stoða sig í tveimur laganna. Orri segir að sú fjölbreytta vinna sem hann hefur unnið undanfarin ár hafi gert honum kleift að vinna plöt- una svona mikið einn. „Ég hefði ekki treyst mér í þetta fyrir nokkrum árum. Ég hef hinsvegar þroskast mikið sem listamaður og er því mun betur í stakk búinn að takast á við svona verkefni. Auknum þroska fylg- ir einnig meiri sjálfsgagnýni og því var sú spurning stöðugt að plaga mig við gerð plötunnar „er þetta nógu gott hjá mér“. Núna get ég verið viss um að svarið við þeirri spurningu sé „já.“ Er Tár þín besta plata? ,Já, ég held ég geti sagt það. Ann- ars er erfitt að svara þessu svona stuttu eftir útgáfú plötunnar. Ég tel að maður þurfi ákveðna fjarlægð frá verkum sínum til að geta dæmt af einhverju viti um það. Nær væri að spyrja mig að þessu eftir nokkur ár.“ En hvar finnst þér platan standa núna í samanburði við hinar tvær? „ Ég tel hana standast samanburð og vel það. Þó að ég sjái ekki beinlínis eftir því hvernig útkoman var á Drög að heimkomu er samt margt þar sem ég myndi gera öðruvísi í dag. Platan var ansi poppuð og mörg lögin voru á henni af þeirri ástæðu einni að þau voru talin „útvarpsvæn“, ef svo má að orði komast. Stóri draumurinn var framfaraskref þó hún sé ekki galla- laus frekar en allt annað.“ Orri Harðarson er stigin aftur á sviðið sem hann gekk svo hljóðlega útaf fyrir nokkrum árum. Ovíst er að hann komi með álíka hvelli og hann gerði fyrir um áratug síðan enda skiptir það engu máli. Orri segir að neistinn sé kveiktur á nýjan leik og frekari plötuútgáfa sé á teikniborð- inu. Þó er engin hætta á að Orri sé að fara að hella sér útí einhverja fjölda- framleiðslu. „Það er engin hætta á því að frá mér komi plata fyrir hver jól“, segir Orri Harðarson. HJH Gagnvirk umræða um bækur á netinu Bókasafn Snæfellsbæjar hefur opn- að nýja heimasíðu á slóðinni http://www.snb.is/bokasafn. A síð- unni er m.a. hægt að fylgjast með nýjustu bókakaupunum, sögustund- um og fá upplýsingar um útlánsregl- ur og opnunartíma. Þá er líka hægt að taka þátt í gagnvirkri umræðu um bækur og lesa og senda inn ritdóma. Það er von bókavarðar að lestrar- hestar bæjarins nýti sér þennan vett- vang fyrir skemmtilega umræðu. A heimasíðunni er líka að finna krakka- síðu með áhugaverðum krækjum, ýmsum upplýsingum og umfjöllun- um um nýjar bækur og myndbönd safnsins. Höfundur og umsjónar- maður síðunnar er Elín Una Jóns- dóttir og er ætlunin að uppfæra hana reglulega. Mikil aukning í aðsókn að safnasvæðinu að Görðum Mun fleiri gestir hafa komið á Byggðasafnið að Görðum það sem af er þessu ári heldur en allt árið 2001. í lok september höfðu ríflega 10 þúsund manns heimsótt safnasvæðið en í lok ársins í fyrra höfðu tæplega 4000 manns komið. Reiknað er með að allt að 15 þúsund manns hafi komið á svæðið í lok ársins. Jón All- ansson, forstöðumaður Byggðasafns- ins, sagði í samtali við Skessuhorn að fyrst og fremst mætti þakka aukinni aðsókn góðri markaðsetningu og fjölgun sýninga innan svæðisins. MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 7 VESTURLANDSSLAGUR Intersportsdeildin í körfuknattleik SKALLAGRÍMUR - SNÆFELL sunnudaginn 20. október kl. 19:15 íþróttamiðstöðinni Borgarnesi Allir á völlinn - Áfram Skallagrímur Til leigu nýjar og glæsilegar íbúðir Eins, tveggja, þriggja, fjögurra og fimm herbergja Upplýsingar í síma 892 2175

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.