Skessuhorn


Skessuhorn - 16.10.2002, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 16.10.2002, Blaðsíða 5
-■.IPÍMIH... I MIÐVKUDAGUR 16. OKTOBER 2002 5 Stærri skólar ekki endilega hagkvæmari Er meðal annars niðurstaða rannsóknar Vífils Karlssonar á kostnaðarmyndun í rekstri grunnskóla Vífill Karlsson hagfræðingur, lekt- or Viðskiptaháskólans á Bifröst og at- vinnuráðgjafi hjá Atvinnuráðgjöf Vesturlands hefur imnið rannsókn á kostnaðarmyndun í rekstri íslenskra grunnskóla. Rekstur grunnskóla er í dag fjármagnsfrekasti málaflokkur sveitarfélaga. Hann var 36,8% af heildarútgjöldum allra sveitarfélaga árið 2000. I rannsókninni reifar höf- tmdur nokkrar erlendar rannsóknir sem gengið hafa út á að meta afköst, gæði og kostnaðarmyndun í grunn- skólastarfi og metur síðan áhrif fjög- urra þátta á meðalkosmað grunnskóla byggða á gögnum 108 íslenskra grunnskóla frá árinu 2000. Þessir þættir eru fjöldi nemenda, kennara- hlutfall, réttindakennarahlutfall og nemenda-kennarahlutfall. „Fjölda nemenda þarf ekki útskýra en meðalkostnaður er kosmaður á hvem nemanda, kennarahlutfall er hlutfall kennara af heildarfjölda starfsmanna, réttindakennarahlutfall fjöldi kennara með kennsluréttindi sem hlutfall af heildarfjölda kennara og nemenda-kennarahlutfall er í raun fjöldi nemenda á hvern kennara,“ segir Vífill. „Mikill mismunur er á milli þeirra 108 grunnskóla sem teknir em með í greininguna. Kostnaður á hvern nemanda er á bilinu 251,8 til 1.073,6 þúsund krónur. Fjöldi nemenda er á bilinu 18 til 825. Hlutfall kennara af heildarstarfsmannafjölda hleypur á 57,8 til 100,0 prósentustigum. Hlut- fall réttindakennara af heildarkenna- fjölda 7,5 til 100,0% og að lokum er fjöldi nemenda á hvern kennara á bil- inu 4,2 til 17,0. Nokkur munur er einnig á meðalkosmaði grunnskóla milli kjördæma en hann er lægstur í Reykjaneskjördæmi en hæstur á Vest- fjörðum," segir Vífill. Eins og sést á meðfylgjandi töflu sem tekin er úr skýrslu Vífils er Vest- urland í kringum miðjuna. Tafla: Meðalkosmaður að jafhaði eftir kjördæmum árið 2000 í þúsund- um króna. „í greiningunni kemur í ljós að mikilvægast er að horfa til nemenda- kennarahlutfalls og síðan kennara- hlutfalls af þeim þáttum sem litdð var til. Það má með öðrum orðum segja að stærri skólar séu ekki nauðsynlega hagkvæmari heldur en þeir minni ef menn gæta ekki að stærð bekkja og fjölgun annarra starfsmanna en kenn- ara. Athygli vekur að réttindakenn- arahlutfall hafði ekki marktæk áhrif á meðalkosmað grunnskóla. I þessari rannsókn hefúr ekki verið litið til gæða skólastarfs sérstaklega, þannig kunna skólar með háan meðalkosmað að hafa verið með fámennar bekkja- deildir og að sumra mati því betra skólastarf. Astæða þess að valið var að taka ekki tillit til gæða skólastarfsins heldur einskorða sig við kosmað þess er sú að það svið er mjög umdeilt og niðurstöður rannsókna á áhrifaþátt- um á gæðum grunnskólastarfs vem- lega misvísandi," segir Vífill. GE Svæði......Meðal-kostnaður að jafnaði... Staðal-frávik Fjöldi skóla Vestfirðir 556,7 ....210,6 ... .... 11 Austurland 530,1 ... .201,2 ... .... 14 Norðurland vestra 506,9 .... 133,9 .. . 7 Vesturland 479,3 ....119,3 ... .... 14 Suðurland 443,6 . ... 82,9 ... .... 14 Landið allt 440,3 .... 144,0 . .. ... 108 Norðurland eystra 438,3 . .. . 118,5 ... .... 16 Reykjavík 352,6 .... 51,7 ... .... 19 Suðurnes 332,6 . ... 54,5 ... .... 18 Skrifaði Roosevelt og vildi varðveita hreinleika íslenska kvenfólksins Rætt við bandaríska bræður af íslenskum ættum sem færðu Safnahúsinu forna Biblíu Brœðumir Bardarson ásamt Pétri Geirssyni Hótelstjára í Borgamesi. Frá vinstri, Baird, Pétur og Linne. í síðustu viku dvöldust í Borgamesi tveir Bandaríkjamenn sem er svosem ekld í frásögur færandi þar sem enn er mikið af erlendum ferðamönnum á faraldsfæti á Vesturlandi þótt vetur sé á næsta leiti. Þessir menn vom hins- vegar komnir hingað í öðrum tilgangi en flestir landa þeirra auk þess sem segja má að þeir hafi verið heima hjá sér í vissum skilningi. Blaðamanni Skessuhoms lék forvitni á að fræðast nánar um ferðir þessara manna og uppruna þeirra og kom þá meðal annars í ljós að þeir em bræður og að afi þeirra var Sigurður Bárðarson frá Þursstöðum, hreinræktaður Mýra- maður sem fluttist til Ameríku um aldamótin 1900. Skrifaði Roosevelt Blaðamaður hitti þá bræður, Linne og Baird Bardarson á Hótel Borgar- nesi á föstudagskvöldi og snæddi með þeim kvöldverð, dýrindis lamb, vænt- anlega ættað af slóðum forfeðra bræðranna enda kunnu þeir vel að meta það. Það kom fljótlega í ljós að Eldri bróðirinn, Linne var að koma til Islands í þriðja sinn en þetta var fyrsta ferð Baird. Þeir sögðust hinsvegar báðir vera eins og heima hjá sér að vissu leyti enda væm tengslin sterk þótt þeir hefðu að öllu leyti alið sinn aldur handan Atlantshafsins. Þeir sögðu ennfremur að þótt þeir teldust vera bandaríkjamenn þá hefði faðir þeirra verið rammíslenskur og afar umhugað um gamla landið og velferð þess. Því til staðfestingar sagði Linne eftirfarandi sögu og það með nokkm stolti. „Þegar heimstyrjöldin síðari var skollin á og bretar vom komnir með sitt herlið til Islands þá frétti pabbi að bandaríkjamenn væm að hugsa um að fara til Islands með hersveit og hafa þar bækistöðvar. Þessar fféttir tók gamli maðurinn afar nærri sér og hafði miklar áhyggjur af því að hans samlandar myndu hafa slæm áhrif á gamla landið hans og þá sem þar byggju. Hann tók sig því til og skrifaði Rosevelt þáverandi forseta bréf þar sem hann fór firam á að fallið yrði frá þeim áformum að hemema ísland. Rökin vom þau að hinir bandarísku hermenn kynnu að spilla hreinleika ís- lenska kvenfólksins og það gat hann ekki hugsað sér. Þótt þetta væri vel meint þá hafði það ekki tilæduð áhrif og ekki veit ég til að Rosevelt hafi nokkumtíma svarað bréfinu." Hárlausu undrin „Við vorum líka fljótir að sjá skyld- leikann þegar við komum hingað," segir þá Baird.Við emm búnir að eyða drjúgum tíma í þessari frábæm íþróttaaðstöðu sem hér er og þar fundum við til skyldleikans þar sem fólk er léttklætt í sundlauginni því við bræðumir voram á okkar skólaámm kallaðir hárlausu undrin og það segir sig sjálft af hverju. Þegar við fómm í sundlaugina í Borgamesi sáum við hvaðan við höfðum þetta. Við voram líka sannfærðir um að Islendingar væm komnir mtm lengra frá öpum en bandaríkjamenn, segir Baird. Rangir ættingjar Þegar Baird kom til landsins árið 1994 vildi hann komast í samband við ættingja sína en hafði takmarkaðar upplýsingar um uppruna sinn hér á landi. Pétur Geirsson hótelstjóri í Borgamesi kom honum þá í samband við Bjama Bachmann í Borgamesi sem var ekki lengi að beina honum á rétta braut. Baird segist hinsvegar hafa gert misheppnaða tilraun til að kynn- ast íslenskum ættingjum sínum. „Ég komst þá í samband við meinta ættingja og heim- sótti þá í Reykjavík og var vel tekið. Það kom hins- vegar í ljós nokkm seinna að sá skyldleiki var algjör- lega á misskilningi byggður en við sendum hvort öðm hinsvegar jólakort í mörg ár og þetta var hin ánægjuleg- asta heimsókn þótt hún væri byggð á misskiln- ingi. í þeirri ferð fékk ég far með geðþekkri konu þar sem ég var á puttanum. Það er svosem ekki í frásögur færandi en nokkmm árum síðar sá ég í blöðum í Seattle að þessi kona var orðin forseti. Það þótti mér mjög skemmtilegt," segir Baird. Biblía frá 1644 Tilgangur heimsóknar þeirra bræðranna nú var að afhenda Safna- húsi Borgarfjarðar ættarbiblíu Bardar- son fjölskyldunnar. „Þessi biblía var prentuð á Hólum árið 1644 og er mjög heilleg. Afi var lærður maður þótt hann færi ekki í skóla og sjálf- menntaður að mestu. Hann safnaði bókum og þessi biblía var meðal hans mestu dýrgripa. Þegar afi dó var bóka- safninu skipt upp en Leó föðurbróðir okkar fór með hluta þeirra til Islands árið 1952 og gaf háskólabókasafninu. Pabbi eignaðist hinsvegar biblíuna og þegar hann dó kom hún í minn hlut. Astæðan fyrir því að við komum með hana hingað er að við viljum tryggja varðveislu hennar til frambúðar. Við eigum mörg böm og treystum okkur ekki til að skipta bókinni á milli þeirra. Þegar ég kom héma 1994 og Pétur fékk Bjama Bachmann til að opna bókasafrúð á sunnudegi sá ég gamla biblíu ffekar lélega og hélt að safiúð myndi vilja betra eintak. Það varð úr og fyrir okkur er það heiður að þetta fallega bókasafh skuH taka við ættar- biblíunni okkar til varðveislu. Hér á hún heima þar sem forfeður okkar áttu sínar rætur,“ segir Baird. að lok- um. GE TAMINGAR OG ÞJÁLFUN Tökum aðokkur tammngu, þjálfun og alla almenna þjónustu viðhross Fagmennska og vönduö vinnubrögð FT-félagar Upplýsingar í síma: Aflnar: 899 8886 - Camilla: 866 3997 t)etrarstarf SamRórs 210ýr amanna er að hefjast fimmtudaginn 14. október kl. 21 í Lyngbrekku. Nýjir kórfélagar velkomnir í góðan felagsskap. Áhugasamir hafi samband við Steinunni Palsdóttur og Jónínu Emu Amardóttur. Auglýsing um starfsleyfi Samkvæmt ákvæðum 24. gr. reglugeröar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögur að breyttu starfsleyfi fyrir alifuglabú Móa hf. að Hurðarbaki, Hvalfjarðarstrandarhreppi. Um er að ræða stækkun á fyrirtækinu úr 39.000 fuglum í allt að 80.000 fugla bú. Starfsleyfistillögurnar liggja frammi á skrifstofu Hvalfjarðarstrandarhrepps á skrifstofutíma, frá 18. október til 15. nóvember 2002. Einnig er hægt aö nálgast . starfsleyfistillögurnar hjá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands 1 að Borgarbraut 13, Borgarnesi eöa Stillholti 16-18, | Akranesi. Athugasemdum skal skila á skrifstofu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands að Borgarbraut 13, 310 Borgarnes í seinasta lagi 18. nóvember 2002, og skulu þær vera skriflegar. Heilbrigöisnefnd Vesturlands límml INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali NÝTTÁ SÖLUSKRA HRAFNAKLETTUR 8 Tveggja herb. íbúð á 3 hæð, 62,9 ferm. Stofa og hol parketlagt, skápur í holi. Eldhús dúklagt, viðarinnr. Baðherb. dúklagt, viðarinnr., kerlaug, tengi f. þvottavél. Sér geymsla og sameiginl. geymsla í kjailara. Verð: kr. 7.000.000 Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími: 437-1700 Fax: 437-1017 Vetrarstarfið er að byrja Nýjar raddir velkomnar Áhugasamar hafi samband við Zsuzsönnu í síma 437 2399

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.