Skessuhorn


Skessuhorn - 16.10.2002, Side 8

Skessuhorn - 16.10.2002, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 jkttuunu^.1 ^_______________ Geimverur og stjómsýsla Löngum hafa menn velt því fyrir sér hvort líf þrífist annarsstaðar í al- heiminum en hér á jörðinni. Hefur þetta orðið mönnum tilefni til að skrifa ódauðleg leikrit og sögur, all- ir kannast sennilega við leikrit Or- sons Wells um innrás Marsbúa á jörðina. A síðari tímum hafa menn reynt að ná sambandi við meintar lífverur utan sólkerfis okkar með því að senda útvarpsbylgjur út í geiminn og samtímis að hlusta eftir merkja- sendingum er kynnu að berast utan úr víðemum alheimsins. Hingað til hefur þetta ekki borið árangur en flestir vísindamenn er fjalla um eðli alheimsins og þrótrn lífs em þó sammála um að lífið sé regla en ekki undantekning við myndun sólkerfa og að jörðin sé því ein af milljörð- um reikistjama sem hýsi líf. Við skulum allavega gefa okkur að svo sé. Kynni ég nú til sögunnar vits- munaveru frá reikistjömu í fjar- lægu sólkerfi, köllum hana X49. X49 kemur til jarðarirmar, nánar tiltekið Islands, til þess að skipu- leggja hér stjóm- kerfið enda kvik- indið sérfræðing- ur á því sviði í sínu heimalandi og fært um að vinna úr upplýsingum á meiri hraða en þekkist hér í mannheimum. X49 kom frá fjarlægri reiki- stjömu í óþekktu sólkerfi í Vetrar- brautinni! (Af heimasíðu NASA) X49 fær allar þær upplýsingar sem það biður um fljótt og öragg- lega, eins og við er að búast, ffá þeim ráðuneytum og stofnunum sem hún leitar til. Upplýsingamar lúta að íbúadreifingu, tekjuskipt- ingu, samgöngum, landaffæði Is- lands, aldursdreifingu íbúanna og fleiri hagnýtum atriðum er lífveran telur sig þurfa. Hún biður hins veg- ar ekki um upplýsingar um ríkjandi stjórnskipulag. Með gögnin í höndunum sest X49 niður og býr til skipurit fýrir stjómsýslu Islands. A skipuritinu kemur fram að stjóm- sýsíán skuli skiptast í tvö þrep; ríkis- stjóm og sveitarstjóm. Þar koma einnig ffam reglur um það hvernig skuli velja lífvemr til stjómsýslunn- ar, hvemig skuli afla tekna, hvernig verkaskiptingin skuli vera milli þessara stjómsýslueininga og hvaða landffæðilegu mörk þau skuli hafa. Nú skulum við gefa okkur að menn hafi valist til að skipa þetta stjómsýsluapparat X49 og að ein ríkisstjóm og nokkrar sveitarstjóm- ir hafi átt að fara með stjómsýsluna. Strax er þó ljóst að greinarhöfúndur gefur sér ýmsar for- sendur sem ekki er víst að umrædd geimvera hefði verið sammála en skítt með það! Skoðum fyrst hlut- verk þessara stjóm- sýslustiga. Hver hefðu þau verið í kerfi X49? Eins og áður sagði er gestur okkar sérfræð- ingur í stjómsýslu, sá alfærasti í þeim hluta Vetrarbrautarinnar sem hann kemur úr! Hann leggur því megináherslu á að verkaskipting milli ríkis- stjórnar og sveitarfélaga sé skýr, ljóst sé hver eigi að gera hvað. Við ríkjandi aðstæður má að vísu segja að sveitar- stjómarmönn- um sé nokkuð ljóst hvað ligg- ur fýrir í dag en hvað morg- undagurinn ber í skauti sér er næsta á huldu. Samn- ingar og prútt um verka- skiptingu milli ríkis og sveitarfélaga virðist eiga að verða eitt af megin viðfangsefnum í íslenkri stjómsýslu ef marka má umræður um sveitarfélög undanfar- in ár. Hugum þvf næst að því með hvaða hætti líklegt er að tekjustofh- ar hefðu verið ákveðnir. Er líklegt að X49 hefði ákveðið að ríkistjóm- in ætti að skammta sumum sveitar- félögum stóran hluta tekna þeirra í gegnum einhverskonar bjargráða- sjóð (hér er átt við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga) sem nær engin vissi með hvaða hætti væri úthlutað úr? Sennilega ekki. Líklegra er að hinn framandi sérfræðingur hefði reynt að skipa málum þannig að tekju- stofhar endurspegluðu þá tekjuþörf sem væri á hvom stjómsýslustigi fýrir sig. Að lokum skulum við kanna hreppamörk í stjómskipulagi X49. Er líklegt að veran hafi ákveðið að sveitarfélögin ættu að vera 100, að í einu þeirra myndu búa tæpur helm- ingur þjóðarinnar og í öðm væm 5 sveitabæir? Að á Vesturlandi skyldu vera 9 sveitarfélög með íbúafjölda frá örfaum upp í rúmlega fimmþús- und? Og að það sveitarfélag sem fjölmennast er skildi sett niður á ör- lítið nes (sennilega nær óbyggilegt séð með augum skynsamrar geim- vem!) en allt um kring skyldu vera víðlend en fámenn sveitarfélög? Eg minni enn á að X49 var mikill sérffæð- ingur í sínu fagi. Hiín (hér er átt við X49) hefði haft sveitarfélag í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu eitt hið mesta, hugsanlega sett það inn í enn stærri heild! Skipan sveitarfélaga á Vesturlandi er slæm fýrir stjómsýslu á svæðinu. Sveitarstjómarmenn eyða tíma og orku í að deila hver við annan og ýmis samtök og stofnanir reyna að leggja stein í götu „samkeppnisað- ila“ í nágrannasveitarfélaginu. í stað þess að þjóna hagsmunum íbúa á Vesturlandi em menn oft á tíðum að reyna að tryggja hagsmuni íbúa í Skorradalshreppi, Borgarbyggð, Hvalfjarðarstrandarhreppi eða hvaðeina, oft með þeim afleiðing- um einum að allir tapa jafnt - sem vissulega er bróðurlegt. Otal dæmi mætti líka nefna um það að stjóm- völd em leynt og ljóst að reyna að þvinga fram sameiningu. Sömu stjómmálamennimir og segjast ekki vilja þvinga ffam sameiningu sveit- arfélaga, samþykkja lög um bama- vemdarráð sem skulu þjóna hið minnsta 1500 manns, en heyra und- ir sveitarfélög. Nýjar reglur tun bú- fjáreftirlit gera ráð fýrir að Vestur- land allt sé eitt eftirlitssvæði og síð- ast en ekki síst hafði flutningur grunnskólanna ffá ríki til sveitarfé- laga það í för með sér að sveitarfé- lög tóku að bindast samtökum um rekstur skóla í enn ríkari mæli en verið hafði. Og þar sem rekstur grunnskóla hirðir megnið af tekjum lítilla sveitarfélaga er vandséð að margar sveitarstjómir þurfi til að útdeila fé til eins og sama skólans. Sagan um X49 er draumsýn. Ekki er líklegt að slíkur sérfræðing- ur birtist okkur og greiði úr vanda mannanna - það er enda okkar sjálffa að leysa þau vandamál sem við höfum skapað okkur sjálf. Það sem X49 vissi ekki en íbúar á Vest- urlandi vita er að Akumesingar hafa ekkert að sækja í Borgames, Borg- nesingar ekkert að sækja á Skagann; Skagamenn gína yfir öllu, dreifbýl- ið blóðmjólkar þéttbýhð og þéttbýl- ið ætlar að hirða sjóði sveitahrepp- anna til að borga niður sukkið í þéttbýlinu undanfarinn áratug! Gamlir Skagamenn vita að auki að Halldór E. gerði ekkert meðan hann var ráðherra annað en að mylja undir Borgames. Eins vita Borgnesingar að þingmenn af Skaganum þora ekki norður fýrir Hafnarfjall af því að þeir em svo hræddir um að fjúka! Af þessu sjá menn svo að ekki er mikið vit í að sameinast „þessum andskotum"! Staðreyndin er hinsvegar sú að kostnaður við stjómsýsluna er of hár og það sem mestu skiptir er að stjómsýslan er ómarkviss meðan menn koma fram sem keppinautar í stað þess að sameinast um sameig- inleg hagsmunamál. Það er fleira sem sameinar íbúa í Borgarfirði en skilur þá hvem frá öðmm. Þetta ættu menn að hafa í huga, vinna saman að atvinnuuppbyggingu og því sem til framfara má horfa í byggðarlaginu - allir sem einn. Finnbogi Rögnvaldsson formaður bœjarráðs Borgarbyggðar Búvélasafnsins á Hvanneyri „Er hún ekki bara bensínlaus?“ - á Alþjóðadegt kvenna t landbúnaði 15. október Það gerð- ist á bæ ein- um skömmu fýrir 1950. Nýkominn var gljáandi Farmall A. Synir bónda, báðir innan tvítugs, vora afar áhugasamir um dráttarvél- ina og önnuðust hana að mestu. Dag einn á að fara að slá. Þar sem dráttarvélin stendur heima á hlaði neitar hún hins vegar með öllu að fara í gang. Piltam- ir fitla í ýmsum tökkum, reyna að snúa vélinni í gang; era meira að segja komnir með leiðarvís- inn á loft og hafa orðið sér úti um ýmis áhöld til viðgerðarinn- ar. Móðir piltanna á í þessu ieið fram hjá með þvott út á snúra. Verður vör vandræðanna og spyr hvort eitthvað sé að. Piltar ansa því engu en halda áfiram að stumra yfir Farmalnum. „Er hún ekki bara bensínlaus?“, spyr móðir þeirra um leið og hún hverfúr fýrir bæjarhornið með þvottinn. Þá fá piltar málið en til þess eins að fjalla í fáum en meitluðum orðum um vit kven- fólks á nýmóðins búvélum - kvenfólki sé betra að halda sig við eldhúsbekkinn. En af rælni og eftir að ýmis- legt annað hafði verið reynt kík- ir annar piltanna í bensíntank- inn ... Stundu síðar er Farmall- inn kominn út í slægju; fyrsti hringurinn náðist fyrir mat. Það vora fámálir menn sem snæddu hádegismatinn sinn þann daginn. Hlutur kvenna í landbúnaði hefur löngum verið vanmet- inn... Bj.Guðm. Jón nokkur og konan hans era á mjög fi'nu veitingahúsi að borða þegar allt í einu birtist gullfalleg stúlka við borðið þeirra og gefur manninum svakalegan koss, beint á munn- inn, segist ætla að hitta hann seinna og hverfúr jafn skyndi- lega og hún birtist. Konan hans starir á hann og segir: „Hver í veröldinni var þetta?" „O, þessi ? Þetta var viðhald- ið mitt,“ segir hann rólegur. ,Jæja já !! Þetta fyllir mæfinn. Eg heimta skilnað.“ „Eg get skilið það,“ svarar eiginmaðurinn, „en mundu eitt, ef við skiljum þá þýðir það að þú ferð ekki fleiri verslunar- ferðir til Parísar, ekki fleiri vetrarferðir til Barbados, ekki fleiri sumarferðir til Toscana og það verða ekki lengur BMW og Porsche í bílskúrnum þínum. Þú missir klúbbskírteinið í skútuklúbbnum og þú þarft ekki að mæta meira í golf, en ákvörðunin er þín.“ Einmitt þá kemur inn sam- eiginlegur vinur þeirra inn á veitingahúsið með rosa gellu upp á arminn. „Hver er þessi kona með Svenna?" spyr konan. „Þetta er viðhaldið hans,“ svarar eiginmaðurinn. Þá segir konan: „Okkar er sætari!“ Sannleikurinn um salinn Af gefnu tilefni langar mig til að gera athugasemd við skrif Astríðar Andrésdóttur í síðasta tölublaði. Sem stjórnarmaður í Verka- lýðsfélagi Akraness á Astríður að vita að það vora tvö félög sem vildu hætta rekstri salarins. Það vora Sveinafélag málmiðnaðar- manna og Verslunarmannafélag Akraness. Astæða þess var ekki fjárhagsleg staða félaganna heldur þótti rekstur salarins of dýr miðað við notkun og reynsla af samstarfi við Verkalýðsfélagið hvatti ekki til frekara samstarfs. Ein spurning til umhugsunar; „A stéttarfélag að standa í sam- keppni um rekstur á sal við at- vinnurekendur í bænum ?“(sem dregur jafhvel úr vinnu fýrir fé- lagsmenn). Svari nú hver fýrir sig. Það hefúr verið ósk Verslunar- mannafélags Akraness í mörg ár að salurinn yrði leigður út, en hins vegar er rétt að við vildum ekki bakka með sölu á salnum þegar óskin kom um leigu hans til eldri borgara. Við töldum hag- kvæmara að eiga eingöngu það húsnæði sem við þurfum undir starfsemina. Mér líkar ekki þegar menn eru að upphefja sjálfan sig á verkum annarra. Eg vil benda á að nánast var búið að ganga frá leigusamn- ingi á því húsnæði sem Verkalýðs- félagið hafði til umráða þegar hugmynd um að setja upp þjón- ustuver kviknaði. Þannig að „óaf- vitandi“ hefur Verkalýðsfélag Akraness ekki fjölgað umræddum störfum kvenna. Það gerði enginn annar en Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Þessi störf era bein afleiðing af samstarfi milli Versl- unarmannafélags Akraness og Verzlunarmannasfélag Reykjavík- ur. Eg vil svo benda greinarhöfundi á að Verkalýðsfélag Akraness rýmdi ekki húsið fýrir okkur. Verkalýðsfélagið var búið að selja húsnæðið sem það var í og þurfti að rýma það af þeim sökum. Það má einnig benda á að við eigum sömu möguleika inn á fasteigna- markaðinn og aðrir. Me ð kveðju, Júnía Þorkelsdóttir Formaður Verslunarmannafélags Akraness. Að lokum skulum við kanna hreppamörk í stjóm- skipulagi X49. Er líklegt að veran hafi ákveðið að sveitar- félögin ættu að vera 100, að í einu þeirra myndu búa tæpur helmingur þjóðarinnar og í öðru væru 5 sveitabæir? Að á Vesturlandi skyldu vera 9 sveitarfélög með íbúafjölda frá örfaum upp í rúmlega fimmþúsund? Og að það sveitarfélag sem fjölmennast er skildi sett niður á örlítið nes (sennilega nær óbyggi- legt séð með augum skyn- samrar geimvem!) en allt um kring skyldu vera víðlend en fámenn sveitarfélög? Finnbogi Rögnvaldsson

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.