Skessuhorn - 18.12.2002, Side 47
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002
47
cFikfissUtlCMtxI
Góður árangur
Karatemanna af
Skaganum
Reykjanesmót Aftureldingar í
karate var haldið laugardaginn
30. nóvember. Afturelding,
Breiðablik, Víkingur og Karate-
félag Akraness (KAK), tóku þátt
í mótinu.
Mótið byrjaði á keppni yngri
iðkenda í einstaklingskata og
átti KAK þar 5 keppendur sem
allir stóðu sig mjög vel. Bene-
dikt Valur Árnason, Svana Mar-
ía Friðriksdóttir og Ása Katrín
Bjarnadóttir komust í 6 manna
úrslit í sínum flokkum. Ása
Katrín komst svo á verðlauna-
pall þegar hún fékk silfurverð-
laun í flokki barna f. 1990.
Eldri iðkendur hófu keppni
seinnipart dags og þar átti KAK
8 keppendur. Kepptu flestir í
einstaklingskata. Þeir Tómas
Ævar Ólafsson og Arnar Hjart-
arson unnu gullverðlaun í sínum
flokkum. Hafþór Guðmunds-
son og Ramona Hedberg hlutu
svo silfurverðlaun í sínum flokk-
um. KAK átti eitt hópkatalið á
mótinu og hlaut það bronsverð-
laun í flokki unglinga. í því liði
voru Guðrún B. Ásgeirsdóttir,
Tómas Árnason og Tómas
Ævar Ólafsson.
Kolbrún Yr stóð sig
vel á Evrópu-
meistaramótinu
Sunddrottning Skagamanna,
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, stóð
sig vel á Evrópumeistarmótinu í
25 metra laug sem fram fór
Riese í Þýskalandi í síðustu
viku. Kolbrún keppti í fimm
greinum á mótinu, þar af einu
boðsundi, bætti sig í tveimur
þeirra og setti eitt íslandsmet.
Þá sló boðsundssveitin fimmt-
án ára gamalt íslandsmet í 4x50
metra fjórsundi.
Kolbrún byrjaði mótið mjög
vei og setti íslandsmet í 100 m
baksundi, þegar hún synti á
tímanum 1:03,67. Þessi tími
skilaði henni í 20. sæti í grein-
inni.
í næstu grein, 50 metra
flugsundi, náði Kolbrún sér ekki
á strik, synti á 28,55 sem er
töluvert frá (slandsmeti hennar
frá í fyrra sem er 27,79. Kolbrún
byrjaði sundið reyndar mjög vel
og synti fyrstu 25 metrana á
12,91 sem er 0,24 sekúndum
hraðar en þegar hún setti metið
í fyrra. Heldur dró af Kolbrúnu á
síðustu metrunum og dugði
tíminn hennar ekki inn í 16
manna úrslitin.
Þriðja grein Kolbrúnar var 50
m baksund og synti hún á tím-
anum 29,67 sem er ekki langt
frá íslandsmeti hennar. Þessi
tími skilaði henni í 21. sæti.
Fjórða greinin var boðsunds-
grein íslensku sveitarinnar sem,
eins og fram kemur hér að ofan,
setti glæsilegt íslandsmet.
Kolbrún lauk keppni með
sundi í 50 m skriðsundi, þar
sem hún bætti sinn besta tíma
um 9 hundraðshluta úr sek-
úndu, lokatíminn var 26,35.
Heilt yfir ætti Kolbrún Ýr að
vera ánægð með frammistöðu
sína á mótinu. Kolbrún synti
undir skráningartímum í öllum
greinunum sínum sem táknar
að þetta eru allt bestu tímar
hennar í ár. Kolbrún fór í tvær
hjartaþræðinga í byrjun árs en
virðist nú vera búin að ná sér að
fullu sem eru gleðitíðindi fyrír
þessa frábæru iþróttakonu.
HJH
Óvæntur sigur Snæfellinga
Snæfellingar unnu óvæntan
en afar dýrmætan útisigur á ÍR
í Intersportdeildinni í körfu-
bolta sl. föstudag. Það var að-
eins I upphafi leiks sem ein-
hver munur var á liðunum, en
Snæfellingar hófu leikinn af
krafti og leiddu um tíma með
átta stigum. ÍR-ingar minnk-
uðu muninn jafnt og þétt og
komust yfir skömmu fyrir leik-
hlé. Staðan I hálfleik 48-47,
heimamönnum I vil. Jafnt var
á flestum tölum allan seinni
hálfleik og réðust úrslitin ekki
fyrr en á lokasekúndum leiks-
ins. Hlynur Bæringsson gull-
tryggði Snæfellingum sigurinn
með því að skora úr tveimur
vítaskotum þegar innan við
mínúta var til leiksloka. ÍR-
ingum tókst ekki að brúa bilið
á þeim tíma sem eftir var og
fögnuðu gestirnir sigri. Loka-
tölur 88-86, Snæfelli I vil.
Stig Snæfells
Clifton Bush 36
Hlynur Bæringsson 13
Helgi Guðmundsson 13
Jón Ólafur Jónsson 11
Lýður Vignisson 6
Georgi Bujukliev 5
Sigurbjörn Þórðarson 4
Hiynur Bæringsson
Skallagrímsmenn
ekki langt frá sigri
Skallagrímur var ekki langt
frá því að bæta sigri við þann
eina sem þeir hafa náð I
Intersportdeildinni I vetur
þegar þeir mættu Hamars-
mönnum I Þorlákshöfn á
föstudaginn. Lokatölur leiks-
ins urðu 104-99.
Fátt benti til annars á fyrstu
mínútunum en að Hamar
myndi vinna tiltölulega fyrir-
hafnarlítinn sigur á máttlaus-
um Borgnesingum. Staðan
eftir fyrsta leikhluta var 28-17
og I hálfleik 60-44, en mestur
var munurinn 21 stig á liðun-
um.
Valur Ingimundarson, þjálf-
ari og leikmaður Skallagríms-
manna, hefur að öllum líkind-
um „rnessað" duglega yfir
sínum mönnum I leikhléi því
Borgnesingar komu mun
grimmari til leiks I síðari hálf-
leik. Gestirnir minnkuðu
muninn óðfluga með Val I far-
arbroddi sjóðheitann.
Minnstur varð munurinn,
fjögur stig, undir lok leiksins
en lengra komust Skalla-
grímsmenn ekki, lokatölur
104-99.
Stig Skallagríms
Valur Ingimundarson 29
Hafþór Gunnarsson 23
Pétur Már Sigurðsson 25
Isaac Hawkins 14
Ari Gunnarsson 4
Finnur Jónsson 2
Pálmi Þór Sævarsson 2
Bikarkeppni KKÍ
Snæfellingar auðveldlega áfram
Snæfellingar unnu sinn
annan sigur á tæpum tveimur
sólahringum þegar þeir slógu
út Þór Þorlákshöfn I 16 liða
úrslitum bikarkeppni KKÍ.
Snæfellingar höfðu tögl og
haldir allt frá upphafi til enda
þó var aðeins eins stigs
munur á liðunum eftir fyrsta
leikhlutann. Eftir það juku
Snæfellingar muninn jafnt og
þétt og þegar upp var staðið
skildu 35 stig liðin að, 95-60.
Dregið var í átta liða úrslit
keppninnar á þriðjudaginn og
fá Snæfellingar lið Tindastóls í
heimsókn. Leikurinn fer fram
9. eða 10.janúar.
HJH
Stig Snæfells
Clifton Bush 23
Georgi Bujukliev 20
Sigurbjörn I Þórðarsson 13
Andrés M Heiðarsson 10
Guðlaugur I Gunnarsson 10
Jón Ó Jónsson 7
Helgi R Guðmundsson 5
Lýður Vignisson 4
Baidur Þorleifsson 3
Clifton Bush