Skessuhorn - 18.12.2002, Blaðsíða 24
24
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002
jn±,33Utlu...
Landbúnaðarprófessor, sögngrúskari, safitiari, gítarleikari, söngvari lagahöfundur og teiknari
Viðurkenni að ég er gamaldags í hugsun
segir þúsundþjalasmiðurinn Bjarni Guðmundsson prófessor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri
Velflestir Borgfirðingar og
margir Vestlendingar aðrir og
þótt víðar væri leitað hafa haft
einhver kynni af Bjarna Guð-
mundssyni, prófessor við
Landbúnaðarháskólann á
Hvanneyri. Þeir sem stundað
hafa nám á Hvanneyri við
Bændaskólann og síðar Land-
búnaðarháskólann eða hafa
sótt þangað einhver námskeið
þekkja hann sem kennara og
rannsóknarmann. Þeir sem
heimsótt hafa búvélasafnið á
Hvanneyri hafa margir séð
Bjarna þar sem ástríðufullan
safnara og einn þann fróðasta
um forna búskaparhætti og
tæknivæðingu í íslenskum
landbúnaði. Aðrir kunna að
hafa séð hann í Reykholti þar
sem hann hefur verið í forsvari
fyrir Snorrastofu sem stjórnar-
formaður þeirrar stofnunar.
Einnig hafa fjölmargir barið
manninn augum þar sem hann
hefur komið fram við hin og
þessi tækifæri sem skemmti-
kraftur, hvort sem það hefur
verið veislustjórn, söngur, þá
hann einn eða í stærri hópum,
við gítarslátt eða sem sagna-
maður. Síðast en ekki síst hafa
margir séð eftir hann teikning-
ar sem gjarnan hafa birst með
texta sem hann hefur sett á
blað af ýmsum ástæðum.
Þótt þarna gætu verið á ferð-
inni margir ólíkir einstaklingar,
allt hæfileikamenn, þá er þetta
einn og sami maðurinn en það
býsna fjölhæfur svo ekki sé
fastara að orði kveðið. Því
flaug blaðamanni Skessuhorns
í hug að reyna að gefa lesend-
um einhverskonar heildar-
mynd af þessum manni sem
birtist mönnum svo gjarnan í
hinum ólíkustu hlutverkum.
Sjónvarpið til ama
Þegar blaðamaður hafði fyrst
samband við Bjarna, vegna
hugsanlegs viðtals, kvaðst hann
vera hálf fastur undir sófa í
stofu sinni hvar hann var að
aðstoða annan þúsundþjala-
smið, Eyjólf Hjálmsson frá
Þingnesi. „Eg er búinn að
humma það fram af mér árum
saman að koma einhverju lagi á
sjónvarpsmálin á heimilinu og
lét loksins undan miklum
þrýstingi og fékk Eyjólf til að
koma á þetta einhverri mynd.
Það er akkúrat að takast núna,
öðrum heimilismönnum til ó-
mældrar ánægju en mér til
hálfgerðrar armæðu. Það má
segja að þetta hafi eiginlega
verið mátulega mikið bras því
við sem þekkjum Eyjólf, snill-
inginn þann, vitum að honum
líkar frekar illa ef hlutirnir eru
of einfaldir. Það sem helst er
hægt að gera til að gleðja þann
mann er að færa honum vanda-
mál sem virðast óleysanleg en
þetta slapp sum sé fyrir horn í
þetta sinn,“ segir Bjarni.
Þessi takmarkaði áhugi
Bjarna á móttökuskilyrðum
sjónvarpsins lýsa í raun þeim
andstæðum sem einkenna
þennan mann því hans aðal-
starf felst í því að uppfræða
verðandi bændur um nýjustu
tækni og vísindi í landbúnaði
og ýmislegt sem nýtast má
þeim sem best í starfi í nútíð og
framtíð. Ahugamálin snúa
hinsvegar að miklu leyti að
fjarlægri fortíð. Þessu forspjalli
líkur hinsvegar á því að Bjarni
biður um að viðtalið snúist
ekki upp í algjöra forneskju svo
hann líti ekki út fyrir að vera
mörg hundruð árum á eftir
sinni samtíð.
Fánýti
menntunarinnar
Þegar blaðamaður mætir síð-
an á staðinn daginn eftir þá er
öllum sjónvarpsviðgerðum lok-
ið og Bjarni bíður upp á kaffi
og árgang 2002 af jólasmákök-
um.
Bjarni er fæddur á Kirkjubóli
í Dýrafirði, árið 1943, sonur
hjónanna Asdísar Bjarnadóttur
og Guðmundar Jónssonar.
Kona Bjarna er Ásdís B.
Geirdal og eiga þau þrjár
dætur: Asdísi Helgu, lektor við
LBH, Þórunni Eddu, nema við
LBH og Sólrúnu Höllu leik-
skólakennara.
„Eftir hefðbundinn barna-
skóla lenti ég hjá þeim góða
manni sr. Eiríki J. Eiríkssyni í
héraðsskólanum í Núpi í Dýra-
firði og var þar í eina tvo vetur.
Eg kom síðan hingað suður að
Hvanneyri þar sem ég tók bú-
fræðingspróf og fór síðan í
framhaldsdeildina eins og há-
skólahlutinn hét þá. Eg kláraði
það árið 1965 og stuttu seinna
héldum við til Noregs og vor-
um þar í tæp fimm ár.“
I Noregi var Bjarni við nám
við Landbúnaðarháskólann í
Asi og tók bútækni og fóður-
verkun sem aðalfög. Bjarna lík-
aði vistin meðal frænda okkar
Norðmanna allvel og segist
hafa búið að henni alla tíð síð-
an. „Háskólinn í Ási er meðal
bestu skóla sinnar tegundar eða
ég held að Norðmönnum þyki
það í það minnsta. Þetta er
svona eitt risavaxið sveitaþorp
og það má kannski segja að
Hvanneyri sé nokkurs konar
míníútgáfa af Asi. Það var mjög
gott að búa þarna, ég lærði
helling af þessari dvöl og hafði
gaman af. A þessum árum var
uppi gríðarleg hagnýtingar-
krafa og bútækni og vinnufræði
var nokkurs konar poppgrein
og því tók ég hana sem annað
aðalfag. Það má hinsvegar
segja að hluti af náminu hafi
orðið úrelt um leið og ég kom
heim því breytingar á vinnu-
brögðum í fóðurverkun hafa
orðið miklar síðan. Það sýnir
líka svolítið fánýti hlutanna að
þegar ég kom heim þurfti ég að
taka víxil og þótt ég hafi lært
ótal andstyggðar formúlur úti í
Noregi þá kunni ég ekki að
fylla út víxilinn. Eg þurfti því
sérstaka leiðsögn hjá Friðjóni
heitnum sparisjóðsstjóra en
eyðilagði áður tvö eða þrjú víx-
ilblöð. Eg hef stundum notað
þetta sem dæmi um að lang-
skólanám er ekki alltaf allt sem
þarf. Eg sé hinsvegar ekki eftir
þessum tíma og mér finnst
námið hafa nýst mér vel. Eg
legg hinsvegar ekki minna upp
úr að hafa kynnst viðhorfum og
menningu Norðmanna en það
er það sem situr mest eftir þótt
ég hafi gleymt einhverjum
kennisetningum. „
Rannóknarmaðurinn
Þegar Bjarni og Asdís komu
aftur heim til Islands eftir Nor-
egsdvölina settust þau að á
Hvanneyri, þar sem Bjarni fékk
fljótlega kennarastöðu við
Bændaskólann sem nú er orðin
að prófessorsstöðu við Land-
búnaðarháskólann. „Eg hef
verið á launaskrá hjá skólanum
síðan, utan það að ég var um
fimm ára skeið farandverka-
maður í Reykjavík, frá 1983 -
1988, en þá var ég aðstoðar-
maður hjá Jóni Helgasyni þá-
verandi landbúnaðarráðherra.
Þegar hann lét af ráðherratign
kom ég aftur hingað og tók
upp fyrri iðju.“
Hluti af kennarastarfinu á
Hvanneyri felst í rannsóknum
tengdum landbúnaði og hefur
Bjarni lagt drjúgan skerf í þann
sjóð. „Það má segja að þetta sé
sambland af rannsóknum og
leiðbeiningum, en við höfum
ekki skilið þetta úr samhengi.
Við höfum ekki haft efni á allra
fínustu rannsóknum þannig að
þetta hefur verið meira það
sem við kjósum að kalla hag-
nýtar rannsóknir. Framan af
snerust mínar rannsóknir mik-
ið um nýtingu fóðurefna og
fóðurfræði en á seinni árum
hef ég lagt meiri áherslu á
kostnaðarþáttinn og hagfræði
bútækninnar."
Sérviska bænda
Margir halda því fram að
hvergi þrífist meiri sérviska en
í bændastétt og að bændur séu
ekki hrifnir af öðrum breyting-
um en þeim að fjárfesta í nýj-
ustu, flottustu og dýrustu tækj-
unum burt séð frá þörfinni. „-
Þetta kann að eiga við einhver
rök að styðjast en ég held að
það hafi orðið breyting á allra