Skessuhorn - 29.01.2003, Page 3
»&£S9UIH>k.j
MIÐVIKUDAGUR 29. JANUAR 2003
3
Ríkisstyrkir til menningarmála
langlægstir fyrir Vesturland
Fullkomlega óviðunandi ástand segir Gísli Gíslason bæjarstjóri Akraness
Forsvarsmenn
menningarstofnana á
Vesturlandi, svo og
sveitarstjórnarmenn,
eru ekki alltof kátir
með úthlutun styrkja
til menningarmála á
Vesturlandi sam-
kvæmt fjárlögum.
Samkvæmt saman-
tekt sem unnin var af
markaðsskrifstofu
Akraneskaupstaðar
úr fjárlögum, fyrir
árið 2003, eru styrk-
ir til safna á Vesturlandi 10,2 millj-
ónir á árinu. Ef borið er saman við
aðra landshluta er Vesturland
langlægst. Næst kemur Austurland
með 30 milljónir og Vestfirðir
með 44,2 milljónir. Styrkir til
safna á Norðurlandi eru 54,2
milljónir og söfii á Suðurlandi fá
63,5 milljónir. Af landshlutum
utan höfuðborgarsvæðisins eru
söfn á Reykjanesi í toppsætinu en
þau fá styrki sem nema 73,9 millj-
ónum króna. Söfn í Reykjavík fá
síðan langstærsta styrkinn eða
samtals 301,3 milljónir. Þar af fær
Þjóðminjasafnið 210 milljónir.
Mörgum þykir að
þarna sé verið að
mismuna lands-
hlutum gróflega
og þykir það
kannski ekki síst
undarlegt í ljósi
þess að gríðarleg
uppbygging hefur
verið í safna og
menningarmálum
á Vesturlandi
undanfarin ár.
„Það er alveg
ljóst af þessum
tölum og ffamlögum síðustu ára
að Vesturland fer verulega
halloka“, segir Gísli Gíslason bæj-
arstjóri Akraness. „Þetta er fúll-
komlega óviðunandi og við mun-
um taka þetta upp við þingmenn á
fundi þingmanna Vesturlands og
bæjarstjóra á Vesturlandi sem fyr-
irhugaður er í byrjun næsta mán-
aðar. Það má meðal annars nefna
að undanfarið hefur verið í undir-
búningi að ríkið geri menningar-
samning við Vesturland líkt og
gert hefur verið við Austlendinga.
Sveitarfélögin eru fús til að ganga
ffá slíkum samningi og hafa unnið
sína heimavinnu mjög vel, en þar
strandar á ríkinu að koma með
fjármagnið líkt og gert hafði verið
ráð fyrir. Þessir peningar finnast
ekki í fjárlögum þessa árs og það
eru mikil vonbrigði.Við verðum
hinsvegar að treysta á að núver-
andi og verðandi þingmenn og
aðrir sem ráða fjárveitingum bretti
upp ermarnar."
Nóg verkefini
fyrir þingmenn
Gísli segir að hugsanlega hafi
heimamenn ekki verið nógu dug-
legir að ýta á fjárveitingavaldið en
hinsvegar hafi menn treyst á að
þar á bæ ynnu menn sína vinnu.
„Það má hinsvegar geta þess að
miklum fjármunum hefur verið
varið í þennan málaflokk af heima-
aðilum og þeir peningar eru vel
nýttir. Eg er nýkominn af fundi í
Reykholti og þar skoðaði ég í leið-
inni starfsemi Snorrastofu. Það er
hreinlega með ólíkindum hversu
myndarleg starfsemi er rekin þar
með jafn lidu fjármagni og raun
ber vimi. Það eru því mikil von-
brigði að ekki skuli vera hægt að
koma til móts við þá sem þarna eru
að vinna virkilega gott starf. Það
eru heimaaðilar sem bera þessa
starfsemi uppi vítt og breitt um
Vesturland og gera það mjög
myndarlega en ríkið leggur lítið af
mörkum. Þetta er í hrópandi and-
stöðu við það sem er annarsstaðar
og deginum ljósara að þingmenn
Vesmrlands hafa nóg verkefni í
ffamtíðinni“, segir Gísli.
Horfttil
menningarsamni ngs
„Við hefðum vissulega viljað sjá
hærri upphæðir fara í hið góða
starf sem unnið er á sviði menn-
ingarmála á Vesturlandi,“ segir
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra og fyrsti þingmaður Vesmr-
lands. „Þessar tölur segja hinsveg-
ar kannski ekki alla söguna og það
má geta þess að á síðustu árum
hafa umtalsverðar upphæðir runn-
ið til menningartengdar ferða-
þjónustu á Vesturlandi í gegnum
Samgönguráðuneytið svo dæmi sé
tekið. Við horfum síðan til þess að
menningarsamningurinn geti orð-
ið að veruleika innan tíðar og ég
mun leggja mitt af mörkum til að
hægt verði að styðja ennfrekar við
uppbyggingu menningarmála í
kjördæminu,“ segir Smrla.
Fingraför stjómarliða
Gísli S. Einarsson alþingismað-
ur, sem sæti á í fjárveitinganefhd
Alþingis, segist hafa fylgt eftir
þeim erindum sem sér hafi borist
ffá menningarstofnunum á Vest-
urlandi þar til stjórnarliðar í
nefhdinni hafi slegið þau af. „Okk-
ur barst reyndar erindi ffá Steina-
ríkinu á Akranesi daginn sem fjár-
lögum var lokað þannig að það var
of seint. Oðrum erindum hef ég
fylgt eftir hvaðan af Vesmrlandi
sem þau hafa komið. Ef menn
bera saman framlög til einstakra
landshluta ættu menn að sjá að
fingraför stjórnarliða í fjárlaga-
nefhd eru mjög greinileg. Það var
sótt mjög stíft eftir menningar-
samningi en við vorum ekki í náð-
inni hjá þessu ágæta fólki. Það er
sama hversu litlar upphæðirnar
hafa verið sem sótt hefur verið um,
það hefur alltaf kostað þras,“ segir
Gísli Gíslason
Þjóðarátak um nýsköpun - námskeið á Vesturlandi
Námskeið um gerð viðskiptaáætlana verða haldin í Maríukaffi, Akranesi, fimmtudaginn 13 . febrúar
og í Hótel Ólafsvík, Snæfellsbæ, mánudaginn 17. febrúar frá kl. 17:15 - 20:30.
Fyrirlesari verður G. Ágúst Pétursson, verkefnisstjóri í Nýsköpun 2003.
Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir kaffi og léttan málsverð.
Skráning fer fram á www.nyskopun.is en skráðir þátttakendur fá sent leiðbeiningahefti og geisladisk með
reiknilíkani og fyrirlestrum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar veita starfsmenn Atvinnuráðgjafar
Vesturlands í síma 437 1318 og Markaðs- og atvinnuskrifstofa Akraneskaupstaðar í síma 433 1000
Frestur til að skila inn viðskiptaáætlun eða viðskiptahugmynd er 31. maí 2003.
Fyllsta trúnaðar er gætt.
-
■Sr
* /
H
» jA 1^*, W
4»
framkvæmdáaðilár
V
HASKÓLINN | HEYKJAVÍK
' fJT ~
íílA?*DS»AiMKI
þjóáarátak um nýsköpun
skráðu þig á www.nyskopun.is
tSYCGMSlOfmJN Píflrflnnlilntiiti
stuðningsaðilar
<33>
SÍMINN NÝHSHJI
SAMHERJI HF
EIMSKIP