Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2003, Side 4

Skessuhorn - 29.01.2003, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 29. JANUAR 2003 ^Atsaunu... WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Simi: 431 4222 SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Ritstjóri og óbm: Blaðamaður: Auglýsingar: Prófarkolestur: Umbrot: Prentun: Tíðindamenn ehf 431 Gísli Einarsson 892 Hjörtur J. Hjartarson 864 Hjörtur J. Hjartarson 864 Inga Dóra Halldórsdóttir Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentmet ehf. 5040 skessuhorn@skessuhorn.is 4098 ritstjori@skessuhorn.is 3228 hjortur@skessuhorn.is 3228 hjortur@skessuhorn.is gudrun@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út allo miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 ó briðjudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass timanlega. Skilafrestur smóauglýsinga er til 12:00 ú priðjudögum. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til úskrifenda oa í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. ó mónuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Verð- könnun Gísli Einarsson, ritstjóri. Fyrir 200 milljónir getur maður keypt sér 668.979 nef- háraklippur á tilboði, 117.647 flöskur af Gammeldansk, 134 Lada Sport bifreiðar, 51.282 olíufyllta raffnagnsofna, 29 einbýlishús í Búðardal, 111.112 pör af gúmmískóm, 33.899 lambgimbrar á fæti, 100 þúsund flöskur af fjósalykt frá Þorkatli í Ferjukoti, 50.126 nuddtæki með infrarauðu ljósi eða 20.202 geisladiska með indversku prinsessunni Le- oncie. Fyrir sléttar 200 milljónir íslenskra króna gæti maður fjárfest í um það bil 66.667 lítrum af háreyðingarkremi, 105 tonnum af sviðasultu, 678 tonnum af saltketi, 95.238 hosuklemmum eða 2.666.667 túlipönum. Fyrir 200 milljónir króna gæti maður verið áskrifandi að Skessuhorni samfleytt í 20.202 ár en eftir þann tíma væri síðan hugsanlegt að semja um ellilífeyrisþegaafslátt. Fyrir 200 milljónir gæti maður keypt allt knattspyrnulið IA fimmtíu sinnum. Maður gæti legið í ljósabekk í þrjú ár samfleytt eða verið enskunámskeiði í 2.982 ár í beit. Fyrir 200 milljónir gæti maður boðið 57.143 vinum sín- um á þorrablót í Brautartungu. Fyrir 200 milljónir gæti maður keypt 3.000.000 smokka eða 125 þúsund lítra af íslenskri kjötsúpu á Brúartorgi. Fyrir 200 milljónir gæti maður keypt sér 168.068 nylon- sokkabuxur, 11.174 orbitrek þrekhjól eða 8.000 teinótt jakkaföt. Fyrir 200 milljónir gæti maður ffamleitt 4 -5 íslenskar kvikmyndir eða sett upp þrjá gervigrasvelli. Fyrir 200 millj- ónir gæti maður keypt 40.000 jólatré og farið fjórum sinn- um með Eiði Smára í spilavíti. Síðast en ekki síst þá gæti maður, ef maður væri með 200 milljónir í vasanum, fengið 1. stkíslenskan tryggingafélags- forstjóra til að láta af störfum. Fyrir 200 milljónir væri ég hinsvegar tilbúinn að semja um dagleg starfslok í fjörtíu ár. Eg tæki afturámóti mjög nærri mér ef ég væri metinn það ömurlegur starfsmaður að það væri talið 200 milljóna króna virði að reka mig aðeins einu sinni. Gísli Einarsson, fulltrúi verðlagseftirlitsins. Mæðrastyrksnefiid Akraness á götunni Málið hefar ekki verið afgreitt segir bæjarstjóri A fundi stjórnar Mæðrastyrks- neíndar Akraness fyrir skömmu var rætt um húsnæðisvanda nefndarinnar sem stofnuð var fyr- ir síðustu jól. Að sögn stjórnar- kvenna var nefndinni synjað um Jjárstyrk frá Akranesbæ til að greiða húsaleigu og segja þær að ekki hafi heldur fengist afnot af húsnæði í eigu bæjarins sem stendur samt ónotað. „Það er al- veg ljóst að bæjaryfirvöld telja sig ekld þurfa að aðstoða slíka starf- semi og að þeim þykir eldd vera þörf á henni þrátt fyrir íjöldann sem sótti um aðstoð til mæðra- styrksnefnar fyrir jól. Viðtökur hjá fólki og fyrirtækjum voru ó- trúlega góðar og viljum við þakka þeim allshugar fyrir. 1 dag er fólk að koma til okkar með fatakassa ofl. en við erum í vandræðum að taka á móti þessum gjöfum þar sem við erum húsnæðislausar," segir í tilkynningu frá Mæðra- styrksnefnd. F.kki haftiað „Sviðsstjóra fjölskyldusviðs og bæjarstjóra var falið að ræða við stjórn Mæðrastyrksnefndarinnar en bæjaryfirvöld töldu sér ekki fært að leggja fram fjárstyrk vegna leigu,“ segir Gísli Gíslason bæjarstjóri Akraness. „Það lá heldur ekki ljóst fyrir hvernig þær hugsuðu sér að standa að málum í framtíðinni. Við höfum hinsvegar lofað á- kveðnu samstarfi sem meðal ann- ars fælist í að aðstoða þær við að útvega húsnæði. Við lítum ekki svo á að þeirra málaleitan hafi ver- ið hafnað og við vonumst til að geta fundið lausn á þeirra vanda. Við bentum m.a. á að það væri á- stæða að leita til fleiri aðila eins og Rauða krossins t.d.“ GE Fjárhagsáædun Borgarbyggðar samþykkt samhljóða Fjárhagsáætlun Borgarbyggð- ar fyrir árið 2003 var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar þann 23. janúar s.l. Samkvæmt fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að skatttekjur ársins 2003 nemi 662 milljónum króna sem er um 8% hækkun á milli ára. Þær skiptast þannig að útsvars- tekjur eru áætlaðar 427 milljónir króna, fasteignaskattur 81 millj- ónirkróna, framlög úr Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga 145 milljónir króna og lóðaleiga 9 miljónir. Aðrar tekjur er áætlaðar um 240 milljónir króna. Heildarkostnaður við rekstur málaflokka nemur tæpum 780 milljónum króna og þar af er kostnaður við rekstur leikskóla og grunnskóla tæpar 450 miljón- ir. Veltufé frá rekstri er rúmar 76 miljónir. „Rekstraráætlunin ein- kennist annars vegar af hækkun launakostnaðar, en hins vegar af því að áætlunin gerir ráð fyrir að fylgt verði ýtrustu aðhaldssemi í rekstri sveitarfélagsins," segir Páll Brynjarsson bæjarstjóri Borgarbyggðar.. Til framkvæmda og fjárfest- inga eru áætlaðar um 110 millj- ónir króna á árinu 2003. Þar vega þyngst áform um að leysa hús- næðisvanda grunnskólans á Varmalandi, en mikil fjölgun nemenda við skólann kallar á stærra húsnæði. Fjölgun nem- enda á Varmalandi er tilkomin vegna þeirra miklu uppbyggingar sem verið hefur í tengslum við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Þá hefur sveitarfélagið keypt eignir og lóðir af Kaupfélagi Borgfirðinga í gamla bæjarhlut- anum í Borgarnesi, en þar er fyr- irhugað að skipuleggja íbúðar- hverfi. Samkvæmt fjárhagsáætlun Borgarbyggðar eru lántökur á ár- inu 2003 áætlaðar um 170 millj- ónir króna en að afborganir eldri lána nemi um 97 milljónum króna og skuldbreyting skamm- tímaskulda rúmum 40 miljónum. Fjárhagsáætlun Borgarbyggð- ar fyrir árið 2003 var unnin sem rammaáætlun, en það er í fyrsta skipti sem slík aðferðafræði er notuð við gerð áætlunarinnar. jáVIarkmiðið með nýjum vinnu- brögðum er að þau skili betri ár- angri í rekstri sveitarfélagsins, stjómendur stofnana verði með- vitaðri um útgjöld og að þeir beri meiri ábyrgð og hafi jafnframt meiri áhrif,“ segir Páll. GE Landsmót Idrkjunnar Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar 2003 verður að ölluni líkindum haldið í O- lafsvík. Bæjarstjórn Snæfells- bæjar tók jákvætt í erindi þess efnis á síðasta fundi sínum og var bæjarstjóra falið að ræða við þá sem koma að lands- mótinu. GE Bátaabær í Hvalfirði Uppi em hugmyndir um uppbyggingu tómstunda- byggðar á Hvítanesi í Kjósar- hreppi með því að finna úrelt- um skipum nýtt hlutverk. Landeigendur Hvítaness hafa uppi hugmyndir um að nýta legu landsins að sjó og er um þessar mundir unnið að deiliskipulagi að nýstárlegri útfærslu á tómstundabyggð. Hugmyndin byggir á því að skip og bátar sem em í þokka- legu ástandi verði tekin upp á land og þau skorðuð þar sem þau fái tengingu við landkerfi svo sem rafmagn, vam, hita og frárennsli. Skipin yrðu síð- an nýtt til gistingar og fyrir ýmsa þjónustu fyrir ferða- menn. (Morgunblaðið sagðifi'á) Brotist inn í Brekkubæiarskóla Þrír ungir piltar voru staðnir að verki er þeir bmtust inn í Brekkubæjarskóla aðfaranótt miðvikudags í .síðustu viku. Gmnsemdir höfðu vaknað um að innbrot yrði reynt þessa nótt og var starfsmönnum Oryggis- miðstöðvar Vesturlands gert við- vart. Þeir komu sér því fyrir í skólanum og biðu eftir innbrots- mönnunum. Skömmu fyrir mið- nætti urðu öryggisverðirnir varir við þmsk og mannamál á einum gangi skólans og því ljóst að gransemdirnar höfðu reynst á rökum reistar. Þegar innbrots- þjófarnir áttuðu sig á því að fyrir þeim væri setið tóku þeir til fót- anna og hugðust flýja af vett- vangi. Oryggisverðirnir náðu tveimur gestanna strax en sá þriðji komst undan á hlaupum. Lögreglan var þegar í stað boðuð á staðinn sem nú hefur málið til rannsóknar en það mun að mestu leyti vera upplýst þegar þetta er ritað. HJH

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.