Skessuhorn - 29.01.2003, Side 5
^nliSSUHUiw
MIÐVIKUDAGUR 29. JANUAR 2003
5
Hart deilt við afgreiðslu
íj árhagsáætlunar í Snæfellsbæ
Fulltrúar minnihlutans lögðu til að starf
verkefnisstjóra Staðardagskrár 21 yrði lagt niður
Hart var tekist á á fundi bæj-
arstjórnar Snæfellsbæjar í síð-
ustu viku þegar fjárhagsáædun
bæjarins, fyrir árið 2003, var tek-
in til síðari umræðu. Fulltrúar
D - lista sem er í
meirihluta bæj-
arstjórnar Snæ-
fellsbæjar, lögðu
ifam tillögu um
breytingar frá
fyrri umræðu
þess efhis að 1,5
milljónum yrði
varið í arkitekta-
hönnun á stækk-
un leikskólans
Kríubóls á Hell-
issandi. Tillagan
var samþykkt með atkvæðum
meirihlutans en fulltrúar minni-
hlutans sátu hjá.
Þá lögðu fulltrúar J-lista ffam
tillögur sem þeir kölluðu sparn-
aðartillögur og fálu meðal ann-
ars í sér að greiðslur til verkefn-
isstjóra Staðardagskrár 21 yrðu
felldar niður. I greinargerð með
þeirri tillögu sagði meðal annars
að nágrannasveitarfélögin eyddu
ekki peningum í slík verkefni.
Mikil umræða spannst um þessa
tillögu og létu fulltrúar D-lista
bóka samantekt sem unnin var af
Stefáni Gíslasyni verkefhisstjóra
Staðardagskrár 21 á Islandi. I
samantektinni segir m.a. að bæj-
arstjórn Snæfellsbæjar hafi sam-
þykkt 1. útgáfu Staðardagskrár
21 fyrst sveitarstjórna á Islandi
og jafnvel á heimsvísu. Þá segir
m.a.: „Það sem einkennt hefur
Staðardagskrárstarfið í Snæfells-
bæ hefur verið traust og stöðugt
samband milli þeirra sem vinna
verkið og þeirra sem að endingu
taka hinar pólitísku ákvarðanir.“
Þá létu fulltrúar D-lista einnig
bóka að sú mikla vinna sem
Guðlaugur Bergmann verkefn-
isstjóri Staðardagskrár 21 í Snæ-
fellsbæ hefði innt af hendi í þágu
verkefnisins væri ómetanleg fyr-
ir sveitarfélagið og
kostnaður sveitarfé-
lagsins væri aðeins
hluti af raunkostnaði.
Tillaga J-listans var
síðan felld með 4 at-
kvæðum gegn 3.
Misheppnuð
sameining
Þá var fjárhagsáætl-
un Snæfellsbæjar og
stofnana hans lögð
fram og samþykkt
með atkvæðum meirihlutans, en
fulltrúar minnihlutans sátu hjá.
Fulltrúar J-lista lögðu þá ffam
bókun í mörgum
liðum, þar sem seg-
ir m.a.: „Við teljum
það mjög alvarlegt
hvernig bæjarfélag-
ið virðist rekið að
stórum hluta til ár
eftir ár á lánum.
Það virðist sem
meirihlutann skorti
kjark til að taka á
þeim málum sem
dregið gætu úr
þeim gífurlegu út-
gjöldum sem eru ár eftir ár langt
umfram tekjur. Núverandi
meirihluti er að helja sitt þriðja
kjörtímabil og það virðist enn
eiga að fara af stað, án þess að
leita leiða til að ná niður skuld-
um. Þvert á móti virðist eiga að
gilda sú regla að ef eittlivað er
gert í Olafsvík þá verður að gera
eins úti á Hellissandi og öfugt.“
I bókuninni segir einnig: „Há-
skólinn á Akureyri rannsakaði
hvaða áhrif og afleiðingu sam-
eining sveitarfélaganna á utan-
verðu Snæfellsnesi hafi haft. Þar
kemur í ljós að flest það sem átti
að vinnast með sameiningunni
virðist hafa farið á verri veg eða í
besta falli staðið í stað.“ Asbjörn
Ottarsson, forseti bæjarstjórnar
Snæfellsbæjar, lýsti furðu sinni á
bókun J-listamanna í ljósi þess
að fulltrúar minnihlutans hefðu
setið hjá við afgreiðslu fjárhags-
áætlunarinnar. „ Það er ekki
hægt að sitja hjá við afgreiðslu
fjárhagsáætlunar og koma síðan
með bókun um það að verið sé
að sigla skútunni í strand. Það
hefði verið æskilegra og smekk-
legra að koma með greinargerð
um hvað mætti betur fara og
hvernig ætti að ffamkvæma það
frekar en að sitja
hjá. Bæjarfulltrúar
J-listans eru aldeil-
is ekki stíkkfríir í
rekstri bæjarfélags-
ins,“ sagði Asbjörn
á Skútunni. Gunn-
ar Örn Gunnars-
son, oddviti
J - lista, sagði hins-
vegar að allir vissu
að skipstjórinn
réði á skútunni en
tillögur J-lista
hefðu alltaf verið
slegnar undir borðið.
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri
Snæfellsbæjar, sagði það rang-
færslur hjá J-listamönnum að
sameiningin í Snæfellsbæ hefði
tekist illa samkvæmt umræddri
skýrslu. Þvert á mótí segir í
skýrslunni að sameining hafi
tekist betur í Snæfellsbæ en
nokkursstaðar annarsstaðar á
landinu. GE
Asbj'óm Óttarsson forseti
bæjarstjómar Snæfellsbæjar
Gunnar Om Gunnarsson
oddviti J-lista.
Gráhegramir tóra enn
Starfsfólk Náttúrustofú Vest-
urlands sá 5 gráhegra í vari fyr-
ir norðanáttinni sunnan Búða-
ness í Stykkishólmi, miðviku-
daginn 21. janúar. Að líkindum
er um sömu 5 fugla að ræða og
sáust við Landeyjarsund í fyrri
hluta nóvember.
Talið er að 20-50 gráhegrar
dvelji að jafnaði á Islandi yfir
vetrartímann (Ævar Petersen,
1998. íslenskir fuglar. Vaka-
Helgafell) og eru þeir árlegir
gestir við Breiðafjörð. ,JVIiðað
við fjölda tilkynninga um grá-
hegra á landinu í haust og vetur
er líklegt að þeir séu nokkru
fleiri en 50 þetta árið. Gaman
væri ef hegrarnir reyndu varp á
landinu en venjulega hverfa
þeir af landi brott þegar líður
að vori. Ekki er vitað til að varp
hafi nokkru sinni verið reynt en
erlendis verpa gráhegrar í
trjám,“ segir Róbert Stefánsson
forstöðumaður Náttúrustofu
Vesturlands.
TIL FASTEIGNAEIGENDA
í B0RGARBYGGÐ
Alagningu fasteignagjalda 2003 í Borgarbyggb
er lokið og er nú verib ab senda
álagningarsebla til gjaldenda.
Gjalddagar eru fimm þ.e. 15. janúar, 15.
febrúar, 15. mars, 15. apríl og 15. maí.
Vanskilavextir reiknast 30 dögum eftir gjalddaga.
Sérstök athygli er vakin á að Sparisjóbur
Mýrasýslu sér um innheimtu gjaldanna eins og
undanfarin ár.
Frekari upplýsingar um álagningu
eru gefnar á bæjarskrifstofunni.
Bœjarritari
INGI TRYGG VASON hdl.
lögg. fasteigna- og skipasali
Borgarbraut 61
310 Borgarnes
Sími: 437-1700
Fax: 437-1017
NÝTTÁ SÖLUSKRÁ
LAUGATEIGUR 1, Borgarfjarðarsveit
Einbýlishús, 100 ferm. Forstofa flísalögð. Stofaog
I gangur parketlagt. Eldhús með korkflísum, viðarinnr.
f Þijú herb., tvö dúklögð, eitt teppalagt. Baðherb. flísalagt,
jj kerlaug/sturta. Geymsla og þvottahús. Heitur pottur.
I Húsið er til afhendingar strax.
Verð: kr. 7.200.000
Sjálfsafgreiðsla
f
**! t
-4kr.
+ Safnkortsafsláttur
ESSO TILBOÐ
• Maxi tjöruhreinsir með dælu. 1 lítri
30% AFSLÁTTUR
• Þurrkublöð
30% AFSLÁTTUR
• Frostvari í rúðusprautu. 1, 2,5 og 5 lítrar
30% AFSLÁTTUR
Tiiboðin gilda í febrúar
SÉRSTAKT TILBOÐ!
• 1. febrúar verður -10 kr. afsláttur
af hverjum eldsneytislítra
Hyrnan • 310 Borgarnesi
Sími 430 5565