Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2003, Síða 6

Skessuhorn - 29.01.2003, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 29. JANUAR2003 jatasun^... Nýjir eigendur að veislu- þjónustunni Fortuna Þeir félagar, Jónas (t.v.) og Hilmar voru á fullu aö imdirbúa hádegismatinn þegar blaðamaður Skessuhom leit við. Egill Ragnarsson seldi á dög- unum fyrirtækið sitt, Fortuna veisluþjónusta og hafa nýjir eig- endur þegar tekið til starfa. Nýju eigendurnir heita Hilmar Olafsson og Jónas Björgvin O- lafsson og eru þeir báðir lærðir kokkar. Þeir námu saman á Hótel Borg fyrir nokkrum árum og hafa komið víða við síðan, ineðal annars var Hilmar í Noregi í tvö ár og Jónas var yfirkokkur á Hótel Borg. Þeir félagar hyggjast halda allri þeirri þjónustu áfram sem Egill sinnti auk þess útiloka þeir ekki að fært verði út kvíarnar. En fyrst og fremst mun fag- mennskan verða hér eftir sem áður í fyrirrúmi. Egill Ragnarsson vildi koma á framfæri þakklæti til allra sinna viðskiptavina í gegnum tíðina um leið og hann óskaði nýjum eigendum velfarnaðar í starfi. HJH Akraneskaupstabur Eigendur fasteigna á Akranesi athugib! Álagningu fasteignagjalda fyrir árib 2003 er nú lokib. Álagninga- og grei&sluseolar hafa verið sendir út til grei&enda. Gjalddagar eru 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní og 15. júlí. Dráttarvextir reiknast 30 dögum eftir gjalddaga. Eins og sí&astliðin ár sér Landsbanki íslands, Akranesi, um innneimu fasteignagjalda á Akranesi fyrir árið 2003. Þeir sem nutu tekjutryggingar 1. janúar 2003 hafa þegar fengið lækkun skv. reglum fyrir elli- og örorkulífeyrisþecja á fasteigna- og holræsagjaldi. Bent er á að þeir sem komast inn á tekjutryggingu á árinu 2003 eiga rétt á hlutfallslegri lækkun gjaldanna. Kærur vegna álagningar skulu vera skriflegar og studdar fullnægjandi rökum og sendar bæjarskrifstofunni Stillholti 16-18. Frekari upplýsingar um álagningu gjaldanna veitir starfsfólk fjárreiðudeildar Akraneskaupstaðar. Skólaheimsókn á Náttúrustofima Krakkar í 1,- 5. bekk Grunn- skólans í Stykk- ishólmi heim- sóttu Náttúru- stofu Vestur- lands miðviku- daginn 22. janú- ar. Þar sýndi starfsfólk Nátt- úrustofunnar brot af því lífríki sem finna má á botni Breiðafjarðar og ffæddu börnin um lifnaðarhætti dýr- anna. Þarna mátti sjá krabba, krossfiska, samlokur, sæbjúgu, sæsnigla, burstaorma, fiska o.fl. Stærstum hluta dýranna höfðu skipverjar á Kristni Friðrikssyni safnað deginum áður en hluta dýranna söfnuðu starfsmenn Náttúrustofunnar við Stykkis- hólm. Lifandi dýrin vöktu kátínu og hrifhingu unga fólksins. Brúðarvöfflur Uppábiíin og með ný- lagað hár kynnir glæsta gæsin Kristrím sínar bragðgóðu brúðarvöffl- ur í versluninn Nettó á Akranesi fóstudaginn 31.janúar kl. 1 S:4S. Vöfflur þessar þykja einkar auðveldar og fljótlegar í vinnslu og eru því tilvalin nýjung inn á hvert heimili í hröðu nútímasamfélagi þar sem allt á helst að gerast ekki seinna en í gær. Vöfflumar eiga upp á pallborðið hvort sem um er að ræða bamaafmæli eða einalt teboð á miðjumfóstu- degi því krakkarmr eru æstir í þær, herr- amir elska þær og dömumar dá þær. Styttíst í hitaveitu í Grundarfirði Bæjaryfirvöld í Grundarfirði ætla að bjóða út á næstunni frekari jarðhitarannsóknir í Laugaskerum á Berserkseyrar- odda. „Við erum að bjóða út rannsóknarboranir til að finna út legu sprungustefnunnar á jarðhitasvæðinu. Ut ffá þeim rannsóknum verða vinnsluhol- ur síðan væntanlega staðsettar,“ segir Björg Agústsdóttir bæjar- stjóri Grundarfjarðar. Björg segir allt benda til þess að hitaveita í Grundarfirði verði að veruleika á næstu árum þótt ekki sé búið að tímasetja það neitt nánar. „Vísindalegar niðurstöður benda til að það sé raunhæfur kostur og við höfum miklar væntingar til þessa verk- efhis,“ segir Björg. GE Athugið að veittur er 5% staðgreiðsluafsláttur verði gjöldin að fullu greidd í síðasta lagi 15. febrúar n.k. Vatnsgjald er lagt á og innheimtfyrir Orkuveitu Reykjavíkur og skulu kærur vegna þess senaar til Orkuveitu Reykjavíkur, c/o Olafur Jonsson. n Fjárreibudeild Akraneskaupstaðar. 2. flokkur til Færeyja 2. flokkur karla í knatt- spyrnu hjá IA hyggur á æfinga- ferð til Færeyja í kringum páskana f apríl næstkomandi. Um 25 manna hópur mun fara í ferðina sem mun taka fjóra daga, frá föstudegi til mánu- dags. Drengirnir vinna þessa dagana hörðum höndum við fjáröflun fyrir ferðinni og liður í því er að bjóða upp á þrif og bón sunnudaginn 2. febrúar nk. Allar frekari upplýsingar veitir Magnús í Bílás í síma 431 2622. HJH

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.