Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2003, Page 8

Skessuhorn - 29.01.2003, Page 8
MIÐVIKUDAGUR 29. JANUAR 2003 ^&iissunu^ Nýjir eigendur veislu- þjónustarinnar Fortuna, þeir Hilmar og Jónas eru umsjónarmenn Eldhús- króksins þessa vikuna. Lesendum Skessuhorns er boðið upp á sinneps- marineraðann kjúkling með sætkartöflumús. Fyrír fjóra. 4 kjúklingabringur 3 lauf hvítlaukur (fínt saxaður) 11/2 matskeið dijon sinnep 1 dl matarolía (grœnmetis) Sinnepi og hvítlauki blandað saman og olíunni þeytt samanvið í mjórri bunu. Kjúklingurinn er marineraður í þessu í amk. eina nótt. 1 msk. olía Hitið laukinn, hvítlaukinn og kartöflur upp úr olíunni. Bætið 1/2 dl af vatni útí pottinn setjið þétt lok á svo kartöflurnar gufusjóði við vægan hita í 20 mínútur. Maukið með kartöflustappara og bragðbætið með smjörinu, saltinu og piparnum. Sætkartöflumús 800 gr. sætar kartöflur (skrældar) skomar í grófa teninga 4 lauf hvítlaukur (gróft saxaður) 1/2 laukur (saxaður) svartur pipar og salt 1 msk. smjör Marineringin er skafin af kjúklingnum, hann brúnaður á pönnu og kryddaður með salti og pipar. Hann er svo kláraður í ofni við 180° í ca. 15 mínútur. Berið fram með salati. Verði ykkur að góðu! Gunnar Leifur Stefánsson er Skagamönnum vel kunnugur enda komið víða við í fyrirtækjarekstri á Akranesi. A dögunum opnaði Gunnar nýjan veitingastað við Stillholt og hafa viðtökurnar verið ffamar vonum að sögn Gunnars. Gunnar er gestur Skráargatsins þessa vikuna. Nafn: Gunnar Leifur Stefánsson Fæðingardagur og ár: 28.jiíní 1956 Starf: Það erflókið að segjajrá því, athafnamaður er ágætt orð Fjölskylduhagir: Maki er Þórunn Asgeirsdóttir og eigum við 3 börn Hvemig bíl áttu: Bens Uppáhalds matur: Londonlamb Uppáhalds drykkur: Whiský Uppáhalds sjánvarpsefni: Fréttir Uppáhalds sjónvarpsmaður: Jón Arsæll Uppáhalds leikari innlendur: Öm Amason Uppáhalds leikari erlendur: Steve McQueen Uppáhalds íþróttamaður: Úlafur Stefánsson, handboltakempa Uppáhalds íþróttafélag: Liverpool Uppáhalds stjórnmálamaður: Jón Baldvin efhægt er að telja hann með Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Bubbi Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Bruce Springsteen Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjórninni: Andvígur Hvað meturðu mest ífari annarra: Hreinskilni Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra: Tvöfeldni Hver þinn helsti kostur: Bjartsýni Hver erþinn helsti ókostur: Það er þrjóskan Hvað hyggstu gera við gamla húsnæði Pizza 67: Breyta því í tbúðir sem verða til sólu og leigu Hvað verður í boði á nýja staðnum: Pizzur númer eitt, síðar hamborgarar og kjúklingar og seinna meir einhverjir nýstárlegir réttir. Svo verður þetta líka kaffthús. Hvemig hafa viðtökurnar verið: Mjög góðar Eitthvað að lokum: Eg held bara ekki Fundað um skel- fiskveiðar Rætt um lagningu gervigrasvaUar á Akranesi Knattspyrnufélag IA og Akraneskaupstaður munu á næstu dögum hefja viðræður um lagningu gervigrasvallar á malarvöllinn við Jaðarsbakka. Beðið er eftir skýrslu frá nefnd sem knattspyrnufélagið skipaði fýrir skömmu til að draga sam- an ýmis atriði er varða fram- kvæmd slíks verks. Samkvæmt heimildum Skessuhorns hljóðar gróf kostnaðaráætlun nefndar- innar upp á um 70 milljónir króna fyrir völl í fullri stærð. Það gervigras sem áætlunin gerir ráð fyrir er af svokallaðri þriðju kynslóðar grasi og er það samskonar gras og er í nýjustu knattspyrnuhöllunum í Reykja- vík, Kópavogi og á Akureyri. I kostnaðaráætluninni er ekki gert ráð fyrir að völlurinn verði upphitaður en sé vilji til að hafa þann útbúnað með kostar það um 20 milljónir aukalega. Að sögn Harðar Helgasonar, formanns Knattspyrnufélags IA, hefur Akraneskaupstaður tekið vel í að koma að fram- kvæmdinni ef af henni verður og munu fulltrúar þessara aðila setjast að samningaborðinu á næstu dögum. HJH I gær fóru fulltrúar skel- fiskverkenda í Stykkishólmi og Grundarfirði, auk bæjar- fulltrúa frá þessum stöðum, á fund Sjávarútvegsnefndar Alþingis. A fundinum var rætt um skerðingu skelfisk- kvótans og horfur fyrir fisk- veiðiárið 2003 - 2004 sem munu ekki vera mjög bjartar. Stærstur hluti hörpuskel- vinnslunnar í landinu er á Snæfellsnesi og hinn mikli samdráttur sem orðið hefur í skelfiskveiðum nú þegar hefur umtalsverð áhrif á at- vinnulífið á svæðinu. GE Tréiðndeild Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi tók í síðustu viku í notkun tvær nýjar véla í tækjasal deildarinnar við Vesturgötu. Tækin eru Steton þykktarhefill og fræsari og nemur kostnaður kaupanna um tveimur milljónum. 1 tilefrii 25 ára afrmælis skólans afhenti formaður iðnsveinadeildar Verkalýðfélags Akraness, Bjöm Guðmundsson, fyrir hönd VLFA og fimm fyrirtækja í byggingaiðnaðinum á Akranesi, skólanum peningagjöf til tækjakaupa að upphæð 120 þúsund krónur. A myndinni má sjá Hörð Helgason, skólameistara FVA, taka við ávísuninni úr hendi Björns. S Lionsklúbbur Olafsvíkur þrjátíu ára Afmælisbamið gefur stórgjafir Lionsklúbbur Olafsvíkur hélt upp á þrjátíu ára afrnæli sitt fyrir skömmu í félagsheimilinu Klifi. A afmælishátíðinni gáfu klúbb- félagar gjafir fyrir rúmlega þrjár og hálfa milljón. Klúbburinn af- henti Snæfellsbæ nýtt sýningar- tjald í Félagsheimilið í KJifi en tjaldið er fellt inn í stokk yfir sviðinu og dregið upp og niður með rafmotor. Þá gaf klúbbur- inn félagsheimilinu einnig skjáv- arpa, myndbandstæki, DVD spilara og viðbót við hljóðkerfi hússins. Þá afhentu Lionsmenn Ólafsvíkurkirkju 500.000 kr. sem eiga að renna til kaupa á húsbúnaði fyrir safhaðarheimili kirkjunnar. Þá fékk félagsstarf eldri borgara 50.000 kr. að gjöf fyrir sína starfsemi. PSJ Í-V Fv,.Jón Guðmundsson formaður afmælisnefndar, Kristján Helgason formaður Lionsklúbbsins og Magnús Steingrímsson umdæmisstjóri Lionsumdæmis 109b. Mynd:Þröstur Albertsson

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.