Skessuhorn - 29.01.2003, Síða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 29.JANÚAR2003
oiktssunu^
Eydís Lóndal Finnbogadóttir
Tengsl byggðastefmi og iðnnáms
„Eg var að hugsa um að fara í
iðnnám, en mig langar ekki að
flytja til Reykjavíkur." Svona
hljómar umræðan á göngum
efstu bekkjar grunnskólanna
víða um land nú þegar tíundu
bekkingarnir fara að huga að á-
framhaldandi námi.
Á undanförnum áratugum
hefur iðnnemum fækkað á sama
tíma og nemum í framhalds-
námi og háskólanámi er að
fjölga. Iðnnám hefur lengi vel
ekki þótt jafn „merkilegt“ og
stúdentsnám, en slíkum við-
horfum verður ekki breytt í
einni svipan, heldur þarf al-
menningur að gera sér Ijóst
mikilvægi iðnaðarmanna í þjóð-
félaginu. Fækkun nema í iðn-
námi er ekki einungis vegna
neikvæðra viðhorfa heldur hefur
niðurskurður í skólakerfinu
mikil áhrif, ekki síst í minni
skólunum. Sett hefur verið fram
reiknilíkan fyrir framhaldsskól-
ana varðandi nemendafjölda og
kosmað. Þar kemur frarn að til
þess að fá fullt framlag frá rík-
inu, til að reka framhaldsdeild í
iðngreinum þarf, tólf nemendur
í hóp í verklegum greinum. Ef
nemendur eru færri tapa skól-
arnir á því að halda úti náminu,
því kostnaður við kennslu og
aðstöðu er jafn mikill fyrir stóra
sem litla hópa.
Staða iðnnáms á
landsbyggðinni
I Fjölbrautarskóla Vestur-
lands á Akranesi, sem einnig er
verknámsskóli, hefur fram til
þessa m.a. verið boðið upp á
nám í grunn og framhaldsdeild
vélvirkjunar. Vegna fækkunar
nemenda í framhaldsdeildinni,
nú í haust, var ekki talinn fjár-
hagslegur grundvöllur fyrir því
að bjóða upp á slíkt nám. Þetta
hefur orðið til þess að þeir nem-
endur sem hugðust sækja námið
hafa orðið að leita til höfuð-
borgarsvæðisins, taka sér frí eða
fara í annað nám. Vegna þessar-
ar óvissu veigra nemendur sér
við að fara í iðnnám í framhalds-
skólum landsbyggðarinnar þar
sem óljóst er hvort þeir hafi
tækifæri á að ljúka því við skól-
ann. Nemendur hafa því þurft
að flytjast til höfuðborgarsvæð-
isins, þar sem framboð á iðn-
námi er meira en úti á lands-
byggðinni.
Flótti ungs fólks
af landsbyggðinni
I nýútkominni skýrslu Hag-
fræðistofnunar segir m.a. „
Landsbyggðin virðist hafa lítið
aðdráttarafl fyrir menntað fólk.
Vesturland, Vestfirðir, Norður-
land eystra hafa misst ffá sér
60%-70% af þeim sem fæddust
á árunum 1968-1972, bjuggu
þar árið 1988 og tóku lán hjá
LIN til framhaldsmenntunar".
Þessar tölur eru sláandi en á-
stæðan er ekki sú að ungt fólk
vilji ekki búa á landsbyggðinni.
Grundvöllur þess að ungt fólk
kjósi að búa á landsbyggðinni er
fjölbreytt atvinnulíf og tryggt
aðgengi að ijölbreyttu námi á
öllum skólastigum. Hver er þá
byggðastefna stjórnvalda ef litið
er til framboðs á iðnnámi? Sam-
kvæmt könnunum kemur rneiri-
hluti iðnnema af landsbyggð-
inni. Því er einkennilegt að
hugsa til þess að stærstur hluti
iðnaðarmanna útskrifist frá
skólum á höfuðborgarsvæðinu,
þar sem reiknilíkanið góða get-
ur hugsanlega gengið upp.
Nauðsynlegt er að endurskoða
reiknilíkan framhaldsskólanna,
enn frekar, það er stórt byggða-
mál og mikilvægt til að viðhalda
iðnmenntun í landinu.
Megináhersla
byggðastefnu
á menntun
I áðurnefhdri skýrslu Hag-
ffæðistofnunnar er sett ff am eft-
irfarandi tillaga: „ Megináhersla
byggðastefnunnar ætti að vera á
menntun, bæði með tilliti til
uppbyggingar menntasetra á
landsbyggðinni og til þess að
styrkja menntunarsækni ein-
staklinga á landsbyggðinni“.
Almenningur ekki síður en
stjórnvöld þurfa að huga vel að
mikilvægi og stöðu iðnmennt-
unar í landinu, viðhorf til ið-
náms þurfa að breytast og fjár-
magn til þess að aukast, sérstak-
lega á landsbyggðinni. Ef ekkert
verður að gert verða íslenskir
iðnaðarmenn tegund í útrým-
ingarhættu.
Akranesi 23.janúar 2003
Eydís Líndal Finnbogadóttir,
MSjarófrœði
4. sæti á lista Framsóknar-
jlokksins í NorðvesturkjörcLemi
l/tuuíhe'iwd
Hér er égfullur aðflœkjast
Mörgum hag-
yrðingi hefur orðið
það á að spyrja sjálf-
an sig til hvers hann
sé eiginlega að
troða þessum orð-
um inn í fyrirffam
ákveðið form og
sjálfsagt hafa fengist
álíka mörg mis-
munandi svör við
þeirri spurningu. Yngvi M. Gunnarsson
orti um sjálfan sig og skipti sín við skálda-
gyðjuna:
Við að smíða vísumar
var ég aldrei slyngur,
og það erfarið það það var
að þykjast hagyrðingur.
Enn ég sigli á sama skerið
söltum lífs á bárunum,
ég heflöngum vitlaus verið
versna þó með árunum.
Jónas í Grjótheimi taldi sig hafa aðra
sögu að segja:
Um margt má neita manninum,
margt er honum lánað.
Eg hefnú með aldrinum
ofurlítið skánað.
Kvæðasyrpa Einars Beinteinssonar virð-
ist hinsvegar hafa haft tilhneigingu til svip-
aðra viðhorfa gagnvart framleiðanda sín-
um og Yngvi til sjálfs sín enda orti Einar:
Vtð mig sagði kvœðakverið
kaldri meður ró:
„Þú hefur alltaf vitlaus verið,
versnar heldur þó“.
Aftur kjaftinn upp ég þandi
öskraði með kraft:
„Skaltu þora skruddufjandi
að skœla við mig kjaft".
Skruddan þagði, það var lóðið,
þóttist viljafrið.
Annars hefði ég hana og Ijóðið
haft í eldivið.
Sólarlandaferðir hafa átt vaxandi vin-
sældum að fagna á undanförnum árum og
dreifast nú á lengri hluta ársins en áður var
enda var haft eftir einum ágætum Snæfell-
ingi að þetta væri nú svo lítið mál eftir að
göngin komu. Steinn Steinarr sat eitt sinn
suður á Spáni og orti ljóðabréf þar sem má
finna þetta erindi:
Ýtar detta oft á tur
ei þófréttist heima.
Hér eru nettar hefðarfrúr.
hér eru kettir breima.
Undir áhrifum (ffá Steini) orti hinsveg-
ar Guðmundur Þorsteinsson á Skálpa-
stöðum staddur á sólarströnd:
Hér er égfullur að flækjast
„með framandi jörð við il“
en það gerir auðvitað ekki
andskoti mikið til.
Sumir telja mér sœmra
að sitja við mjólkurglas
„en mér er að sjálfsögðu sama“
um svoleiðis kvennajjas.
Fljótlega fer ég til norðurs
aðfást við skepnur og hey,
„þú mikli eilífi andi
Ókei“.
Stundum var haft orð á því að sólar-
strandafarar hefðu gaman af að beita
mannfjölgunargræjunum þar syðra, en
það er að sjálfsögðu eintómur rakalaus
þvættingur enda mörg ullabjökk heimsins
sem betra er að vera laus við en Steinn
Steinarr vissi samt að það sakar nú ekki að
gægjast aðeins og orti:
Einni kvon að unna mjeg
ekki er von ég kunni,
mörg er konan liggileg
lífs á skonortunni.
Annars hefur fólk nú getað elskast hér
heima á skerinu og hefur sú aðferðin orð-
ið íslendingum drýgst til fjölgunar í gegn-
um árin og sparar að auki kyndingarkostn-
að. Þórariim Sveinsson í Kílakoti orti um
samdrátt tveggja persóna:
Hverfur bölvun, titrar taug,
tístir ífölvum runnum,
þegar Sölvi og Sigurlaug
saman hvölva munnum.
Þó Káinn gamli væri lítt við konur
kenndur stóð ekki á honum að gefa góð
ráð þegar honum fannst það eiga við og
gaukaði þessu að vini sínum:
Hœttu að dansa og gœtni gleym,
gríptu sénsið maður!
Taktu kvensu og töltu heim.
„Tell yourfriends to do the same“.
Samt er nú eins og Káinn gamli sé dálít-
ið á varðbergi þegar hann yrkir:
Heyri ég pilsa geystan gust,
grípur hjartað ótti:
Sú mér reyndist svikulust
sem mér vœnst um þótti.
Mér er ekki svo fullkunnugt um höfund
eftirfarandi vísna að ég þori að fullyrða þar
um en vissulega hef ég Böðvar Guðlaugs-
son sterklega grunaðan um að hafa sett
þetta saman við mannlífsáhorf á einhverju
öldurhúsi. Gaman væri þó ef einhver gæti
annaðhvort staðfest það eða leiðrétt:
Eigi er sœld í sekkjum mœld,
sífrar, bœld og kúskuð,
dyggðasnœldan tvígang tœld
timbruð spœld og sjúskuð.
Allra handa örvar þrá
asnablandan veika,
úr þvífjandinn eiga má
allan grandvarleika
Sprœk er býfa, sperrt er skott,
sporlétt vífin þrá hann,
raunakífið rýkur brott,
rommið svífur á hann.
Ég þóttfátt og alltofsmátt
œtti þrátt að bjóða,
taka máttu mig í sátt,
mál er að hátta góða.
Það hefur lengi verið mönnum um-
hugsunarefni hvar gæfuna sé að finna og
margir hafa leitað hennar á skemmtistöð-
um eða í áfengisflöskum og jafnvel í töflu-
formi eða sem sprautulyf en ekki hafa allir
haft erindi sem erfiði úr þeirri leit. Eftir
Olaf Sigfusson frá Forsæludal er þessi á-
gæta vísa:
Stundum vonir bjartar bera
blik um víðan sjónarhring.
En gœfan ekki virðist vera
til viðtals - fyrir almenning!
Látum svo þessu lokið að sinni með
annari ágætri vísu eftir Olaf:
Þráin er böl þegar vonin erfallin í valinn.
Vel getur eldurinn lifað, í öskunni falinn.
Heitasta dagsins að kveldi er sárbitur
svalinn.
Sestu eifunanum nœrri efveistu þig
kalinn.
Með þökkjýrir lesturinn.
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S435 1367
dd@binet.is