Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2003, Qupperneq 14

Skessuhorn - 29.01.2003, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2003 MINNING MAGNUS KRISTINN KRISTJÁNSSON Magnús Krist- inn Kristjánsson fæddist að Hreðavatni í Norðurárdal í Mýrasýslu þann 28. júní 1916. Hann lést á Landspítala-há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi þann 20. janúar 2003. Foreldrar hans voru Kristján Eggert Gestsson ffá Tung^u í Hörðudal í Dala- sýslu f. 21.desember 1880, d. 22. september 1949 og Sigur- laug Daníelsdóttir frá Stóru- gröf í Stafholtstungum í Mýrasýslu f. 7. febrúar 1877, d. 8. febrúar 1974. Bræður Magnúsar voru: Daníel f. 25. á- gúst 1908, d. 24 apríl 1982. Gestur f. 3. nóv- ember 1910, d. 26. nóvember 2000. Ingi- mundur f. 24 maí 1912, d. 7. apríl 2000. Haukur f. 3. september 1913, d. 8 maí 2001. Þórður f. 8. júní 1921. Uppeldisbróðir Magnúsar er Reynir Asberg Níelsson f. 26. apríl 1931. Þann 20. september 1942 kvæntist Magnús Andreu Davíðsdóttur ffá Ambjargar- læk í Þverárhbð f. 9. nóvem- ber 1916, d. 24. apríl 1999. Foreldrar hennar voru Davíð Þorsteinsson ffá Ambjargar- læk f. 22. september 1877, d. 1. október 1967 og Guðrún Erlendsdóttir ffá Sturlureykj- um í Reykholtsdal f. 3. júní 1887, d. 14. júní 1968. Böm Magnúsar og Andreu em: Þorsteinn f. 6. apríl 1943, á hann eina dóttur. Bamsmóðir hans er Björk Emilsdóttir f. 2. september 1954. Magnús f. 13. nóvember 1944, giftur Björgu Ólafsdótt- ur f. 13. maí 1959. Magnús var kvæntur Inger Oddffíði Traustadóttur f. 13. janúar 1951 og eiga þau fimm böm. Þau skildu. Sigurlaug f. 10. júlí 1947, giff Skúla Bergmann Hákon- arsyni f. 13. janúar 1940 og eiga þau þrú böm. Guðbjörg f. 4. nóvember 1952, giff Hreini Heiðari Amasyni £31. mars 1949, d. 24. september 1972, eignuð- ust þau eina dóttur. Guðbjörg á einnig dóttur með Ingólfi Kristni Þorsteinssyni f. 7. október 1956. Davíð f. 31. mars 1956 giff- ur Margréti Guðjónsdóttur f. 7. janúar 1962 og eiga þau þrjú böm. Dóttir Andreu af fýrra hjónabandi og stjúpdóttir Magnúsar er Hrafnhildur Sveinsdóttir f. 28. maí 1936, giff Sigurði Magnússyni f. 2. mars 1933 og eiga þau sex syni. Magnús og Andrea bjuggu fýrstu tvö hjúskaparár sín á Ambjargarlæk en búskap hófú þau á Hreðavatni árið 1944. Þau keyptu síðan jörðina Norðtungu í Þverárhlíð árið 1948 og bjuggu þar alla sína búskapartíð. Utfor Magnúsar fer ff am ff á Reykholtskirkju fimmtudag- inn 30. janúar og hefst athöfn- in kl. 14. Jarðsett verður í Norð- tungukirkjugarði. Ég minnist Magnúsar tengdaafa míns með söknuði í hjarta og innilegu þakklæti fyrir þau ár sem ég og Magnús barna- barn hans ásamt drengjunum okkar þremur, Skúla, Magnúsi og Jóhannesi, áttum með honum og Andreu heitinni konu hans í Norðtungu. Þegar ég flyt að Norðtungu er Magnús orðinn nokkuð fullorð- inn. Þá vissi ég löngu fýrr af af- spurn að hann væri höfðingi heim að sækja og bærist á í sín- um búskaparstörfum heima sem og út á við í félagsmálum. Magnúsi fýlgdi sérstakur hressileiki, hvað hann hafðist að eða hvar hann kom, þá skildi hann einatt efdr sig litla minn- ingu eða sögubrot. Hann var mikill atorkumaður og vildi láta hlutina ganga. Hann var stjóm- samur í eðli sínu og ósjaldan rak hann á effir þeim sem vom í kringum hann. En hann hlífði heldur aldrei sjálfum sér. Það lýsir kraftinum og hvernig hug- urinn bar hann ávallt áfram að síðasdiðið vor var hann byrjaður að líta tíl ánna löngu fýrir burð og minntí drengina á að nú gæti farið að bera. Yfir heyarmir var hann yfirleitt órólegur ef ekki var vél í gangi. Hann tók þá daginn snemma og undi sér vart hvíldar eða hafði ró í beinum sér fyrr en heyskapi lauk. Síðustu sumrin var það helst að Magnús vildi slá. Við á torfunni vomm að vonum stundtun áhyggjufull yfir því að þessi aldraði maður of- gerði sér en hvað hugsar maður horfandi á hann álengdar klöngrast niður úr dráttarvél all- an stirðan og þreyttan á skrokk- inn en skynjar þessu sælu og á- nægju sem fylgir því að skila góðu dagsverki. Magnús vildi alltaf hafast eitt- hvað að. Hann afrekaði ótrúleg- ustu hluti með aðstoð drengj- anna eða annarra barna og ung- linga sem algengt var að dvöldu hjá afa sínum og ömmu á vorin eða hluta úr sumri. Alltaf var það gert af góðum hug tíl að létta undir eða flýta fýrir verkum okk- ar hinna á bænum en ósjaldan urðu tíl sögur um afa þegar hann festi sig eða misstí hrossin yfir ána eða hvað það var. Þessar sög- ur munu lifa í minningunni um verkin þar sem mættust bams- lófinn eða unglingshöndin og Iúin hönd gamals manns tíl að hjálpast að. Það hafa reyndar alltaf verið tíl sögur um Magnús. Hann var kappsfullur maður og slapp oft nauinlega ffá vandræð- um. Ég hugsaði oft að það væri einn sérstakur verndarengill sem fýlgdi Magnúsi eftir og gætti hans. Magnús, ásamt því að vera bóndi, tók í gegnum árin mikinn og virkan þátt í félagsmálum fýr- ir sína sveit og sitt hérað. Hann gegndi ýmsum ábyrgðarstörfum í stjórnum og félögum, hann var jatssunui.. m.a. oddviti Þverárhlíðar tíl fjölda ára. Hann fýlgdist alla tíð vel með stjómmálum og allri þjóðmálaumræðu. Hann var mikið á ferðinni og hitti marga. Hann ræddi oft um ýmis þjóðmál og hafði sínar skoðanir á því sem var að gerast í kringum hann. Undir brynju þessa manns sem alla sína ævi barst mikið á, var síðan tílfinningarík- ur og viðkvæmur inaður. Hann áttí margt fýrir sig sem kannski aldrei var sagt en það var gott og honum var innilega annt um hag barna sinna og fjölskyldna þeirra. Magnús var sterkur maður líkamlega og hlífði sér lítt þótt síðustu misserin hafi á stundum kennt sér meins. Þegar leið á sl. haust var auðsjáanlegt að farið var að ganga á þrekið, það var hljóðara í návist hans. Magnús kenndi sér meins í lungum og var orðinn alvarlega veikur þeg- ar hann var lagður inn á sjúkra- hús 3. janúar sl. Hann lést síðan á Landspítala-háskólasjúkrahúsi þann 20. janúar. I heimsóknum á spítalann máttí allt ffam undir það síðasta greina sama sterka Magnús, hugurinn var til staðar en hann var orðinn mikið þreyttur, baráttan við veikindin tók á hann og þessi atorkumaður þráði hvíld eftir langt og mikið ævistarf. Hann naut elsku barna sinna allt ffam í andlátið og átti með þeim góðar stundir sem ég veit að munu aldrei gleymast. Það er sjónarsviptir að Magnúsi í Norðtungu sem hverfur nú til Andreu konu sinnar og annarra horfinna ástvina, guð blessi minningu þessara öðlingshjóna. Ég votta öllum afkomendum og ástvinum Magnúsar mína innilegustu samúð. Kolfinna J óhannesdóttir Hrói Höttur Bréftil ungafólksins Frjálslyndi flokkurinn er flokk- ur alþýðunnar og lýsir andúð sinni á stjómmálalegum áhrifum sérhagsmunaaflanna. Undirritaður er formaður Ungra Frjálslyndra. í þessum stutta pisdi er að finna hugrenn- ingar undirritaðs um heit mál í ís- lensku þjóðlífi í dag. Skrifað er um mannauðinn og sjávarauð- lindina, tvær af okkar stærsm auð- lindum. Mannauðurinn Þolinmæðisstíflur þeirra sem hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn á síðustu árum em flestar brostnar eða við það að bresta. Nýfrjálshyggja Sjálfstæðiflokksins með Hannes Hólmstein Gissurason sem hug- myndafræðing og siðapostula þeirrar hreyfingar f fararbroddi er ógnvænleg. í nýfrjálshyggjunni er félagshyggjan blótsyrði. Sú stefha stjórnvalda sem er við lýði í dag er ekki heilbrigð ffjálshyggju- stefna. Heldur er hún er blanda af slæmum kommúnisma og léns- fýrirkomulagi gamla Englands. Þessi stefna er svo krydduð með löstum sem valdagræðgi og ofúr- efnishyggju. Það er ekki góð hagfræði sem felst í samþjöppun ofúrblokk- anna. Hin ójafna dreifing auð- lindarmassans leiðir til milljarð- arleka úr íslensku efnahagslífi, stórauknu atvinnuleysi og hrika- legri nýtingu á því hæfileikafólki sem ungt fólk á Islandi er. Hygl- um meðalstórum fyrirtækjum ( að ráði OECD ) og setjum lög er útiloka myndun fýrirtækja með lokaðan viðskiptahring. ( Sbr. Eimskipafélag íslands). Styðjum unga fólkið og gefúm þeim tæki- færi til athafna í heilbrigðu og réttlátu viðskiptaumhverfi. Eitt af allra helstu baráttumál- um Frjálslynda flokksins eru mál- efni aldraðra. Auk þess að opna tækifæri fýrir unga fólkið og leiða það inn í harða lífsbaráttuna þá er hún einnig virðingarverð sú stefna Frjálslyndra að ætla fólki allt okkar örlæti þegar að þeirra ævikveldi kemur. Frjálslyndi flokkurinn mun berjast af öllum mætti fýrir kjarabótum aldraðra. S j ávarauðlindin Það er ffumskilyrði að allir hafi jafnan rétt í þessa auðlind. Styðj- um drifkraftinn sem fýlgir upp- boðskerfinu, innköllum veiði- heimildirnar á fimm ára aðlögun- artíma breytinga og bjóðum út daga í nýju sóknarstýrðu fisk- veiðistjórnunarkerfi. Félagslegt andrúmsloft landsmanna spilar stóran þátt í afrakstri lands- manna. Ef ekki er góður mórall í liðinu þá verða aldrei glæstir sigr- Gunnar Orn Örlygsson ar ofan á. Jöfnum rétt lands- manna og leyfúm byggðunum að lifa. Allir liðsmenn vilja réttlæti þjálfarans og réttiætanlegt hlut- skipti í kappleiknum með tilliti þess erfiðis sem á undan hefúr gengið. Heilbrigð sjávarútveg- stefna að mati virtustu hagffæð- inga nútímans er þessi : Ríki og sveitarfélög eiga sjávarauðlindina. Auðlindin er boðin upp til allra landsmanna í svæðisskiptum út- boðum en svæðiskiptingin trygg- ir þá byggðarstefnu sem verður að vera í okkar stærsta iðnaði. Af- rakstur uppboðanna mun renna til ríkis og sveitarfélaga og þaðan áffam til íslenskra velferðamála. Sóknarkerfi og uppboð á sóknar- dögum útilokar brottkast á fiski, opnar fýrir nýliðun og hyglir rétt- látri samkeppni. Mórallinn mun lagast og möguleikar á glæstum sigrum verða að veruleika. 'Að mati færustu hagfræðinga þjóðar- innar er um að ræða 20-30 millj- arða íslenskra króna sem árlega myndu streyma inn til ríkis og sveitarfélaga af slíkum uppboð- um. Hvernig er farið með sjávar- auðlindina í dag ? Hún er færð á silfurfati til örfárra aðila. Þessi misskipting er alls ekki hagræð- ing fýrir land og lýð. Höfum við efni á því að horfa á sægreifafjöl- skyldur stinga milljörðum undan eftir að hafa selt aflaheimildir sín- ar í fang risafýrirtækja ? Þetta er „prinsipp“ mál og stærsta kosn- ingarmálið. BURT MEÐ KVÓTAKERFIÐ. Þakka þeim sem lásu. Gunnar Orlygsson Forsvarsmaður Ungra Frjálslyndra

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.