Skessuhorn


Skessuhorn - 05.02.2003, Síða 1

Skessuhorn - 05.02.2003, Síða 1
Ný samgöngnáætlun Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra mælti í gær fyrir þings- ályktunartillögu um nýja sam- gönguáætlun fyrir tímabilið 2003 - 2006. Einnig mælti hann fyrir þingsályktunartillögu fyrir langtímasamgönguáætlun sem nær til ársins 2014. Stærstu framkvæmdir í vega- gerð á Vesturlandi á tímabilinu 2003 - 2006 eru, samkvæmt þinsályktunartillögunni, brúar- gerð og vegfylling yfir Kolgraf- aríjörð á Snæfellsnesi. Fram- kvæmdir eiga að hefjast á þessu ári og gert er ráð fyrir að þeim sé að mestu lokið árið 2005. Þá er gert ráð fyrir að endurbyggður verði kafli á hringveginum frá Borgarfjarðarbraut að Hrauná á árunum 2004 - 2006. Fram- kvæmdir við bundið slitlag frá Stóra-Asi í Hálsasveit eiga einnig að hefjast á næsta ári og ljúka árið 2005. Ennfremur er gert ráð fyrir að framkvæmdir við Vestfjarðaleið um Svínadal heíjist árið 2006. Samkvæmt samgönguáætlun- inni verður 106 milljónum varið í ferðamannaleiðir á Vesturlandi á tímabilinu 2003 - 2006 og að auki verður 145 milljónum varið í endurbætur á Uxahryggjaleið en fyrir er í sjóði 80 milljóna fjárveiting í það verkefni sem ekki hefur verið nýtt. Sjá nánar á bls. 5 Hækkun leikskóla- gjalda mótmælt A fundi foreldrafélags leik- skólans Klettaborgar í Borgar- nesi í síðustu viku var hækkun- um á leikskólagjöldum og leng- ingu sumarlokunar harðlega mótmælt. Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar hækka leikskóla- gjöld í Borgarbyggð um 5% og sumarlokun lengist úr tveimur vikum í fjórar. „Við höfum einnig fengið bréf frá einu af stærstu vinnuveitendunum í Borgarbyggð, Vírneti-Garða- stáli, þar sem gerð er athuga- semd við þessar breytingar. Akvörðunin stendur hinsvegar út þetta ár en menn hafa lýst yfir vilja til að bæta þjónustu gæslu- vallarins með það í huga að þannig sé hægt að mæta sumar- lokuninni. Einnig eru menn sammála um að fara yfir málið í lok árs ef tilefni þykir til,“ segir Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri Borgarbyggðar. Páll segir hækkun leikskóla- gjaldanna vera í lægri kantinum miðað við hækkanir hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. „Með hækkuninni er verið að mæta auknum kostnaði við reksturinn en laun leikskólakennara hækk- uðu um 3% um áramót. Hins- vegar má geta þess að það eru aðeins leikskólagjöldin sem hækka en ekki fæðisgjaldið. Varðandi lengingu sumarlokun- arinnar þá liggja faglegar for- sendur þar á bakvið. Félag leik- skólakennara hefur lagt áherslu á að leiksólastarfið hafi upphaf og endi og við teljum okkur því vera að koma á móts við faglegar á- bendingar. Einnig erum við með þessu að hagræða í rekstri en með fjögurra vikna lokun í stað tveggja sparar sveitarfélagið eina og hálfa milljón króna,“ segir Ólsarar blótuðu þorra um síðustu belgi og var að vanda vel tnætt til blótsins í Klifi. Gríðarlegur jógaábugi Olsara var meðal þess sem fjallað var um í skemmtidagskrá og á myndinni sjást nokkrir Ólsarar í innbverjri eða úthverfri íbugun. Mynd: PSJ Aðalfundurinn stóð í sex tíma en var síðan frestað -aðeins tveir dagskrárliðir afgreiddir Ohætt er að segja að aðalfund- ur Verkalýðsfélags Akraness, sem haldinn var sl. laugardag í sal Verkalýðsfélagsins, hafi verið tíðindalítill sé miðað við lengd hans. Fundurinn stóð í tæpa sex klukkutíma, en þrátt fyrir það tókst aðeins að afgreiða tvo aug- lýsta dagskrárliði, þ.e. skýrslu formanns og framlögn ársreikn- inga félagsins. Þessa tvo dag- skrárliði tók innan við tvo tíma að afgreiða. Fyrstu þrír klukkutímarnir fóru í þrjár leynilegar atkvæða- greiðslur. Sú fyrsta var um hver skyldi vera fundarstjóri, Jón Karlsson, sem var tilnefndur af stjórninni og Pétur Ottesen, en tillaga um hann kom frá einum fundargestanna. Svo fór að Pétur var kjörinn fundarstjóri með 76 atkvæðum gegn 63. Næstu tveir tímarnir fóru í atkvæðagreiðslu um breytta dagskrá fundarins og voru þær báðar samþykktar. Þegar hér var komið höfðu margir fundargestir horfið á braut enda útséð að fundurinn stæði nokkra klukkutíma í við- bót. Það var því ekki fyrr en rúm- lega þremur tímum eftir að fundurinn byrjaði sem fyrsti dagskrárliðurinn hófst. Skýrsla formanns var með hefbundnum hætti, þar sem Hervar Gunnars- son fór yfir helstu atriði í starfi VLFA á liðnu starfsári. Eftir að endurskoðandi félagsins hafði farið yfir ársreikninga tóku Vil- hjálmur Birgisson stjórnarmað- ur, og Hervar til máls og töluðu samtals í ríflega klukkustund auk fárra annarra sem í pontu stigu. Að þessum dagskrárlið af- greiddum var borin upp sú til- laga að fresta fundinum og boða til framhaldsaðalfundar innan tíu daga. Þessi tillaga var samþykkt með miklum meirihluta við- staddra, 60-20. Af þeim tölum má sjá að fundargestum hafði fækkað úr 139 í 80 frá því fund- urinn hófst sex tímum áður. Framhaldsaðalfundur Verka- lýðsfélags Akraness hefur verið boðaður mánudaginn lO.febrúar næstkomandi. HJH

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.