Skessuhorn - 05.02.2003, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRUAR 2003
j&uwnukti
Söngleikurinn Frelsi í Grundaskóla
Kraftur og leikgleði
Frelsi. Söngieikur eftir
Gunnar Sturlu Hervarsson og
Flosa Einarsson. Leikstjóri:
Gunnar Sturla Hervarsson.
Tónlistarstjóri: Flosi Einars-
Son. Umsjón með lýsingu: Jón
Eiríkur Jóhannsson. Fram-
kvæmdarstjóri: Einar Viðars-
son. Yfirumsjón með verkefh-
inu: Sigurður Amar Sigurðs-
son. Sýningarstaður: Grunda-
skóli á Akranesi.
Það má kannski segja að hóp-
urinn sem stendur að þessari sýn-
ingu hafi að sumu leyti farið fram
úr sjálfum sér því svo mikið geng-
ur á í sal Grundaskóla á Akranesi.
Sýningin er óvenju umfangsmikil
og greinilegt að margir hafa þurft
að leggja mikið á sig til að gera
hana að því sem hún er. Kraftur
og leikgleði einkenna þessa metn-
aðarfullu sýningu sem óhætt er að
mæla með.
Raunveruleiki
unglingsins
Söguþráður söngleiksins Frels-
is er ffaman af ekki flókinn en
engu að síður þokkalega jarð-
tengdur við frekar einfaldaða
mynd af raunveruleika unglinga
dagsins í dag. Unglingsstúlkan
Fríða frá Fomahvammi gengur
inn í nýjan bekk í ónefndum bæ -
ólánleg í klæðaburði miðað við
tísku samtímans, öryggislaus jafnt
sem GSM-laus og verður um-
svifalaust fyrir aðkasti nýrra
bekkjarfélaga. Bekkurinn er þrí-
klofinn, eins og stundum vill
verða - í gellugengi, töffaragengi
og nördana tvo, Onnu og Leó
sem taka Fríðu upp á arma sína.
Fyrir vikið virðist Fríða horfa upp
á áframhaldandi útskúfún úr „vin-
sælunni" sem hún þó greinilega
þráir. Svo gerist það að súpersjar-
mörinn Ísak gengur óvænt inn í
líf Fríðu með tilboð um að leysa
allan hennar vanda. Hann lofar
henni að hún muni falla í kramið
hjá hópnum, en það er gegn því
að „hún verði hans“ á lokaballinu.
Sá sem er útskúfaður og lagður í
einelti tekur því fegins hendi þeg-
ar harm fær „break“ og gengur í
lið með kvölumm sínum - selur
sálu sína eins og það er sett fram í
verkinu. Með Isaki rofnar jarð-
sambandið og sagan tekur óvænta
stefhu eða öllu heldur þá klofhar
sagan í tvennt því ísak er ekki af
þessum heimi - hann er sá vondi
sjálfur, Kölski kominn á sálna-
veiðar auk þess sem hann á harma
að hefna því í ljós kemur að Fríða
er hugsanlega síðasti afkomandi
Sæmundar fróða. Nútíminn á hér
stefnumót við þjóðsagnaarfinn og
tekst það „date“ í raun þokkalega
en þó helst í krafti söngleikja-
formsins. I „lokasöngs-uppgjör-
inu“ tekst Fríða á við höfuðóvin-
inn, henni kippir í kynið í þessu
rímeinvígi upp á gamla mátann
og hefur betur. Tölvu- og gemsa-
tilvera unglinga dagsins í dag er
auðvitað orðin fjarlæg þjóðsagna-
arfinum sem sótt er í og þótt und-
irritaður treysti sér ekki til að af-
skrifa þann vonda sem tilbúning
og firm fólks í sálarkröm þá em
það alkunn sannindi að mjög hef-
ur dregið úr draugagangi síðan
landið var raflýst.
Hreinræktaður
unglingaheimur
Utskúfun og einelti er alltaf
grimmilegt og vissulega em verið
að takast á við þau mál í þessu
verki þótt átökin risti ekki djúpt.
Eins og þeir vita sem hafa komist
tiltölulega klakklaust í gegnum
unglingsárin þá em þessi undar-
legu ár á köflum hreint ekk-
ert grín. Leitin að ásættan-
legri sjálfsmynd gemr
reynst töluverð þrautar-
ganga og áreiti umhverfis-
ins stöðugt og oft særandi,
jafnt frá jafnöldrum sem
kynslóð foreldranna, svo
ekki sé minnst á hin myrku
markaðsöfl sem em óþreyt-
andi að tæla ungdóminn
með alls konar óþarfa og
drasli.
„Frelsi" lýsir að mesm
“hreinræktaðum“ unglinga-
heimi, því foreldrarnir em
hvergi sjáanlegir. Kennar-
inn, staðgengill þeirra, er
tölvustýrt vélmenni sem
hefur fátt fram að færa ann-
að en að minna nemendur á
samræmdu prófin á milli
þess sem það frýs að hætti
mrkrósoft. Góðlátlegt grín
er gert að tísku- og gemsa-
fárinu en undir skopstæl-
ingunni og alþekkmm erkitýpun-
um í unglingahópnum glittir í
raunvemlegt fólk.
Hin besta skemmtun
Sýningin er í heild hin besta
skemmmn. Strax í fyrsta söngat-
riðinu kemur í ljós að hér er á
ferðinni kraftmikill hópur sem
tekst óhræddur á við verkefni sitt
undir ömggri handleiðslu stjórn-
endanna í leik og sönglist. Gunn-
ar Sturla og Flosi em báðir sjóað-
ir, hvor á sínu sviði, ekki síst Flosi
í músíkinni, en hér við bætist að
Gunnar sýnir ágæt tök í þessu
fyrsta stóra leikstjórnarverkefni
sínu. Lagasmíðarnar henta efninu
ágætlega og söngvararnir standa
sig alveg prýðilega. Leikurinn er
heilt yfir góður, þegar tekið er til-
lit til aldurs og reynsluleysis
flestra leikenda.
Sigurbjörg Halldórsdóttir leik-
ur Fríðu og Þór Birgisson tekst á
við hlutverk Ísaks/Kölska. Á
herðum þeirra hvílir meginþungi
atburðarásarinnar og árangurinn
lofar góðu, því þau fara bæði vel
með hlutverk sín, dyggilega smdd
af hópnum. Jón Ingi Þrastarson
uppskar mikinn hlámr sem hinn
óborganlegi Leó og skapaði að
öðmm ólöstuðum fínt kómískt
jafnvægi í sýningunni. Trúðshlut-
verkið (sem slaufan alþekkta und-
irstrikar) er vandmeðfarið og
byggir ekki síst á góðri líkams-
tjáningu sem Jón býr yfir nægri.
Heiðrún Arna Friðriksdóttir var
röggsöm og jarðbundin sem
Anna, til mótvægis við sprelligos-
ann. Gellugengið er leikið af Evu
Eiríksdótmr, Heiði Sif Heiðars-
dótmr, Ylfu Flosadóttur og Frið-
mey Jónsdótmr. Gengið átti oft
góða spretti í leik og þær náðu
mjög vel saman í söngnum.
Töffarahlutverkin em í hönd-
um Jóns Vals Olafssonar, Birkis
Arnar Gylfasonar, Axels Más
Karlssonar, Birkis Snæs Guð-
laugssonar og Elis Veigars Ingi-
bergssonar. Þar kveður mest að
Sigga svarta, semjón Valur Olafs-
son leikur en þeim tekst saman að
draga upp lúnkna mynd af
frekar álappalegum en góð-
hjörmðum drengjum sem
óttast stelpur meira en flest
annað í lífinu. Sumir þeirra
gæm þess vegna átt framtíð
fyrir sér í rappinu, ef ekki í
dansinum.
Ragnheiður Smáradóttir,
Tinna Ósk Grímarsdóttir og
Unnur Ósk Magnúsdóttir
em skvísumar í bakradda-
sveitinni „Chicks“. Þær
syngja vel og hefði að ósekju
mátt virkja þær meira í
leikköflum sýningarinnar.
Kennarinn er leikinn af
Kristbjörgu Smáradóttur og
stóð hún ágætlega fyrir sínu.
Einar Viðarsson átti
skemmtilega innkomu í
tveimur stuttum atriðum - í
hinu fýrra sem sóðakokkur-
inn Einsi á Einsaborgumm
(og sýndi aðdáunarverða
fótamennt meðan hann söng aug-
lýsinguna fyrir versm búllu bæjar-
ins) og aftur í dómarahlutverkinu.
Hópatriðin vom vel kompóneruð
og hefðu dans og fjölmenn söng-
atriði þess vegna mátt vera fleiri
því útfærslan sýndi að leikstjórinn
hefur haft góð tök á hópnum.
Krafturinn í sýningunni skap-
ast kannski fyrst og fremst af leik-
gleði hópsins - það skín í gegn
hversu gaman þeim finnst að vera
á sviðinu og það smitar auðveld-
lega út í salinn til áhorfenda sem
fögnuðu vel í leikslok. KK
Alyktun um
stækkim Norðuráls
Eftirfarandi ályktun var
samþykkt á aðalfundi Verka-
lýðsfélags Akraness:
„Aðalfundur Verkalýðsfélags
Akraness, haldinn laugardaginn
1. febrúar 2003, skorar á stjórn-
völd að standa við gerða samn-
inga við Norðurál og tryggja að
Norðurál fái þá orku sem fyrir-
tækið þarf, til þess að geta hafið
stækkun sem fyrst.
Rétt er að minna á að þegar
samið var um byggingu Norð-
uráls var gert mat á umhverfisá-
hrifum og gefið út starfsleyfi til
10 ára fyrir 180.000 tonna
álfJamleiðslu. Fyrirtækið hefur
nú 90.000 tonna framleiðslu-
gem og hefur ítrekað lýst áhuga
á stækkun að gefnum ákveðnum
forsendum. Þessi áhugi hefúr
legið fyrir síðan 1997 og er það
furðulegt að nú, meira en 5
ámm síðar liggur ekki enn fyrir
áætlun um hvernig mæta á
orkuþörf fyrirtækisins. Vinnu-
brögð stjórnvalda era, að mati
aðaliúndarins, ámælisverð enda
mætti ætla að ef undirbúnings-
vinna hefði verið með eðlilegum
hætti væra framkvæmdir þegar
hafnar og atvinnuleysi minna.
Fundurinn lýsir yfir veraleg-
um áhyggjur af vaxandi at-
vinnuleysi og aukinni fátækt. At-
vinnuleysi á Vesmrlandi hefúr
aukist stórlega og era nú yfir
300 manns atvinnulausir á Vest-
urlandi. Stjórnvöld geta með
góðum vilja og markvissum að-
gerðum snúið þessari óheilla-
þróun við. Því er mjög nauðsyn-
legt fyrir allt atvinnulíf á Vestur-
landi að hafist verði handa við
stækkun Norðuráls.“
Yfirlýsing
frá Verslunarmannafélagi Akraness og Sveinafé-
lagi málmiðnaðarmanna á Akranesi
í tilefini af orðum formanns
Verkalýðsfélags Akraness, í
kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í
gær, viljum við koma eftirfar-
andi athugasemdum á fram-
færi.
Meintar skuldir era óröksmdd-
ar og ósannaðar þar sem Verka-
lýðsfélag Akraness, sem sá um
samreksmr félaganna á árunum
1991 til 1998, hélt ekki bókhald
og ársreikninga um starfsemi fé-
laganna. Þrátt fyrir marg ítrekað-
ar beiðnir um röksmðning fyrir
meintum skuldum, nú síðast með
bréfi lögfræðings félaganna dags.
11. apríl sl. hefur Verkalýðsfélag-
ið ekki gert grein fyrir meinmm
skuldum. I bréfi lögmannsins
segir:
Hér með er farið fram á að
VFLA sendi undirrimðum eftir-
farandi upplýsingar:
1. Sundurliðun á hinum
meinm skuldum VA og/eða SAIA
við VLFA vegna samrekstrar fé-
laganna.
2. Gögn um hvenær til hverrar
skuldar var stofnað.
3. Gögn og upplýsingar sem
sýni heimild VFLA til að greiða
viðkomandi reikning eða kosmað
sem VA og /eða SMA hafi átt að
greiða hlutdeild í.
4. Upplýsingar og gögn sem
sýni hvenær VA og eða SMA hafi
verið krafin um endurgreiðslu og
með hvaða hætti.
Ekkert svar hefur borist.
Við þetta bætist að Verkalýðs-
félagið tók út úr samrekstrinum
allar greiðslur fyrir umsýslu með
atvinnuleysisbómm á árunum
1991 til 1998, en sú upphæð nam
rúmum 12 milljónum á tímabil-
inu. Verkalýðsfélagið hefur held-
ur ekki svarað kröfú lögmanns
um að gerð verði grein fyrir
hvaða starfsmenn störfuðu fyrir
Stéttarfélögin- Vinnumiðlun á
hverjum tíma, hvaða vinnu þeir
innm af henti og hvaða laun þeir
fengu. Varðandi skuld þeirra
stéttarfélaga sem stóðu að kjara-
samningi við Norðurál þar sem
starfandi var sameiginlegur trún-
aðarmaður þegar verksmiðjan var
byggð, skal upplýst að aldrei hef-
ur verið rætt um skiptingu kostn-
aðar og engir reikningar borist
frá Verkalýðsfélaginu sem var
framkvæmdaaðili málsins.
Akranesi 4. febníar 2003.
Júnía Þorkelsdóttir,
formaður VA.
Heivnann Guðmundsson,
fonnaður SMA.