Fréttablaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 2
SAMFÉLAG Ólafur Þ. Harðarson
stjórnmálaprófessor tók nýlega upp
á því að flagga hinum ýmsu fánum,
þjóðfánum og öðrum, við hvert
tækifæri sem gefst við heimili sitt í
Barmahlíðinni. Þegar hann og eigin-
kona hans, Hjördís Smith, fluttu inn
árið 1997 var grunnur að fánastöng
við húsið. „Mig hefur lengi langað í
stöng og lét það loksins eftir mér í
sumar þegar við hjónin áttum brúð-
kaupsafmæli,“ segir Ólafur.
Upphaflega ætlaði Ólafur aðeins
að hafa nokkra fána á takteinum.
En þegar hann frétti að félagi hans,
Gunnar Svavarsson fyrrverandi
þingmaður Samfylkingarinnar,
ætti yfir hundrað fána breyttust
áætlanirnar. Gunnar benti Ólafi á
netverslun í Evrópu sem selur fána
á aðeins 10 evrur, eða tæplega 1.500
krónur. „Þetta kveikti aðeins í mér,“
segir Ólafur. Hann á nú um 50 stykki.
„Ég er gamall skáti og hef lengi
verið áhugamaður um fána. Eftir að
ég byrjaði á þessu hef ég flaggað oft
og þá við eitthvert ákveðið tilefni,“
segir Ólafur. Þegar blaðamaður tal-
aði við Ólaf blakti fáni Víetnams við
hún í Barmahlíðinni vegna þjóðhá-
tíðardagsins þar. „Við hjónin höfum
verið í Víetnam og höfum mikið
dálæti á landinu.“
Enn hefur enginn ringlaður ferða-
maður bankað upp á, haldandi að
Barmahlíðin sé ræðismannsskrif-
stofa. „Nágrönnunum finnst þetta
skemmtilegt og eru farnir að líta á
þetta sem getraun dagsins,“ segir
Ólafur og hlær.
Ólafur flaggar ekki aðeins þjóð-
fánum. Hann á til dæmis svarthvítan
fána Sauðalitabandalagsins, sem er
félagsskapur hans sjálfs og Boga
Ágústssonar fréttamanns, nefnt eftir
íþróttafélögunum FH og KR. Ólafur
og Bogi hafa stýrt kosningavöku hjá
RÚV í áratugi. „Svo hef ég náð mér
í þorskafána Jörundar hundadaga-
konungs og íslenska fálkafánann frá
19. öld. Einnig fána Baska og Kata-
lóníumanna á Spáni.“ Einn fáninn
er erlendur víkingafáni með hrafni.
„Ég ákvað strax að þetta skyldi vera
fáni Hrafna-Flóka og Óðins úr ása-
trúnni,“ segir Ólafur.
Þegar Ólafur er spurður hvaða
fána hann haldi mest upp á segir
hann erfitt að velja. „Ég held upp á
þorskafánann en ég held líka mjög
mikið upp á hvítbláinn, fána Einars
Benediktssonar frá 1897. Hann fékk
ekki að vera þjóðfáni Íslands þar
sem hann þótti of líkur þeim gríska.
Hann er nú fáni Ungmennafélagsins
og þaðan fékk ég minn,“ segir Ólafur
og brosir.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Veður
Vestlæg eða breytileg átt, 3-8
m/s og lítilsháttar væta í flestum
landshlutum. Rigning með köflum
í flestum landshlutum síðdegis á
morgun, síst norðanlands. Hiti 7 til
13 stig yfir daginn. SJÁ SÍÐU 24
Skytta stendur vaktina
Gríðarleg öryggisgæsla var í kringum heimsókn Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Eftir komuna á Kef lavíkurf lugvöll var ekið
að Höfða þar sem Pence hitti forseta Íslands, utanríkisráðherra og borgarstjórann. Svæðið allt var víggirt og bæði íslenska lögreglan
og öryggissveitir varaforsetans stóðu vaktina, þar á meðal þessi leyniskytta sem faldi sig uppi á þaki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Fáni Hrafna-Flóka og Óðins blaktir
við hún í Barmahlíðinni.
Ólafur er annar helmingur Sauðalitabandalagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Flaggar við öll tilefni
Eftir að Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor eignaðist fánastöng í
sumar fór hann að flagga hinum ýmsu fánum hvenær sem tilefni gafst.
Nágrönnunum
finnst þetta
skemmtilegt og eru farnir að
líta á þetta sem getraun
dagsins.
Ólafur Þ. Harðarson
SAMGÖNGUR Hjálmar Sveinsson,
borgarfulltrúi Samfylkingarinnar,
segir vonbrigði að hlutfall einka-
bílsins hafi hækkað. Samkvæmt
nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins
hefur hlutfall íbúa á höfuðborgar-
svæðinu sem ferðast með einkabíl
hækkað úr 75 árið 2014 í 79 prósent
árið 2018.
Samgöngumálin voru aðalmálið
í síðustu sveitarstjórnarkosningum
og þá sér í lagi borgarlínan. Þá hefur
átakið Hjólað í vinnuna verið í
gangi síðan 2008. Hjálmar segir að
átakið og uppbygging hjólastíga
hafi skilað sér, í dag velji um sjö
prósent reiðhjól sem ferðamáta.
„Þó að það komi ekki fram í þessum
hlutfallstölum þá hefur verið mikil
aukning í strætisvagnaferðum,“
segir Hjálmar og telur að skýringin
geti falist í fækkun gangandi veg-
farenda.
„Undanfarin ár hafa verið miklir
efnahagslegir uppgangstímar, það
er segin saga að fleiri kaupa sér bíl
eða bæta við sig bíl,“ segir Hjálmar.
„Þetta er sveif lukennt en það er
hægt að stýra þessu.“
Markmið borgarstjórnar er að
ná hlutfalli einkabílsins niður í 58
prósent árið 2030 líkt og hlutfallið
er í Þrándheimi. Hjálmar segir að
ellefu ár eigi að duga til þess, þá
verði fyrstu leggir borgarlínunnar
komnir í gagnið. – khg
Segir vonbrigði
að bílahlutfall
hafi hækkað
Blekhylki.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind
Ódýr blekhylki
og tónerar!
Undanfarin ár hafa
verið miklir efna-
hagslegir uppgangstímar,
það er segin saga að fleiri
kaupa sér bíl
eða bæta við
sig bíl.
Hjálmar
Sveinsson,
borgarfulltrúi
+PLÚS
REYKJAVÍK Ari Matthíasson þjóð-
leikhússtjóri óskaði eftir því við
Nafnanefnd Reykjavíkurborgar
að sundið næst fyrir vestan Þjóð-
leikhúsbygginguna fengi nafnið
Egnerssund. Er það í höfuðið á
norska leikskáldinu Thorbjörn
Egner. Egner, sem lést árið 1990, á
sérstakan sess í leikhúsinu og hefur
fjöldi verka hans verið settur þar á
svið, til dæmis Dýrin í Hálsaskógi
og Kardemommubærinn.
Nafnanefnd gerði ekki athuga-
semd við tillögu Ara og vísaði henni
til skipulags- og samgönguráðs
Reykjavíkurborgar. Var henni vísað
áfram til borgarráðs. – khg
Rætt um sund
til heiðurs Egner
Egnerssund við Þjóðleikhúsið er til
umræðu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
5 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
5
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:3
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
B
5
-F
D
1
4
2
3
B
5
-F
B
D
8
2
3
B
5
-F
A
9
C
2
3
B
5
-F
9
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
4
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K