Fréttablaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 38
BÍÓ
Edda Karítas Baldursdóttir
eddakaritas@frettabladid.is
Kvikmyndahátíðin í Fen-eyjum er í fullum gangi og í ár keppa 21 mynd um Gullna
ljónið, aðalverðlaun hátíðarinnar,
en myndir sem sýndar eru þar hafa
ríka tilhneigingu til þess að hreppa
tilnefningar til allra helstu kvik-
myndaverðlaunanna. Það er því
ekki seinna vænna en að rýna í
hvaða kvikmyndir gætu orðið verð-
launamyndir næsta árs.
Joker
Joaquin Phoenix hefur hlotið
mikið lof
fyrir túlkun sína á
erkióvini Leður-
blökumannsins
í þessari mynd
sem fjallar
um hvernig
misheppnaði
grínistinn Arthur
Fleck varð að
alræmdasta
illmenni DC-
myndasöguheimsins.
The King
Er önnur stórmynd frá Netflix sem
gagngrýnendur keppast við að
ausa lofi. Leikar-
inn ungi Timot-
hée Chalamet
fer þar listavel
með hlutverk
konungs sem
þarf að takast
á við nýfengin
völd í stríðs-
hrjáðu konungs-
íki. Robert Pattinson og Lily-Rose
Depp fara með önnur veigamikil
hlutverk.
Marriage Story
Streymisveitan Netflix herðir
enn róðurinn
í framleiðslu
kvikmynda
og kemur að
þremur myndum
á þessum lista.
Stórleikararnir
Scarlett Johans-
son og Adam
Driver fara með
hlutverk hjóna á
barmi skilnaðar í þessari ljúfsáru
mynd frá leikstjóranum Noah
Baumbach.
The Laundromat
Óskarsdrottningin Meryl Streep
fer fyrir flokki einvalaliðs leikara
í þessari mynd
sem er lauslega
byggð á afhjúpun
Panama-skjalana
og leynimakki
lögfræðistof-
unnar Mossack
Fonseca. Þessi
Netflix mynd
þykir einstak-
lega vel gerð og
gamansöm þrátt fyrir alvarleg
efnistök.
Seberg
Myndin byggir á sönnum atburð-
um en í henni fer
Kristen Stewart
með hlutverk
leikkonunar
umdeildu Jean
Seberg. Seberg
var ofsótt af FBI
fyrir stuðning
við öfgahópa á
borð við NAACP
og The Black Panther Party. Seberg
gæti notið þess að sannsögulegar
kvikmyndir hafa löngum verið vin-
sælar hjá dómnefndum.
Verðlaunaspá
frá Feneyjum
Stephen King er rithöfundur margra orða og hryllings-sögur hans telja oftar en ekki þúsund blaðsíður eða svo. Doðranturinn It, sem hann sendi frá sér 1986,
er þar engin undantekning þannig
að afráðið var að afgreiða þær 1100
síður í tveimur kvikmyndum; It sem
kom út 2017 og It Chapter Two sem
er frumsýnd á Íslandi í dag.
Þessi skipting hentar ágæt-
lega þar sem skáldsagan gerist á
tveimur skeiðum í lífum aðalper-
sónanna. Fyrri myndin náði upp
býsna góðum hrolli þar sem greint
var frá baráttu krakkanna sjö í Lús-
eraklúbbnum við gasalega forynju
sem stundar með reglulegu milli-
bili, jafnan í gervi dansandi trúðs-
ins Pennywise, að slátra börnum í
Derry í Maine í Bandaríkjunum.
Frumgelgjunum gekk merki-
lega vel að kveða óværuna niður
en sóru þess þó dýran eið að snúa
bökum saman á ný ef ófétið myndi
láta aftur á sér kræla. Og það gerir
skrattakollurinn þegar börnin eru
orðin fullorðinn. Hefst þá seinni
kaflinn með ekki síðri djöfulgangi
en í þeim fyrri.
Allir vilja King kveðið hafa
King hefur notið slíkra vinsælda í
fjóra áratugi eða svo að nánast allt
sem hann hefur sent frá sér á prenti
hefur verið kvikmyndað, ýmist
fyrir bíó eða sjónvarp. Rétt eins og
verk höfundarins hafa þær afurðir
verið mjög misjafnar að gæðum og
leikstjórum hafa verði mjög mis-
lagðar hendur.
Segir þó sitt um slagkraftinn í
King að fjöldi þungavigtarleikstjóra
hefur sótt í smiðju Kings, til dæmis
Stanley Kubrick, Brian De Palma,
John Carpenter, George A. Romero,
Lawrence Kasdan, David Cronen-
berg og Bryan Singer.
Frank Darabont og Rob Reiner
eiga að öðrum ólöstuðum heiður-
inn af fjórum af allra bestu aðlög-
unum verka Kings og hafa meira að
segja hvor sótt sér sína nóvelluna úr
safninu Different Seasons með frá-
bærum árangri. Darabont með The
Shawshank Redemption og Reiner
föndraði hina sígildu Stand By Me
upp úr The Body.
Darabont fór ekki síður vel með
framhaldssöguna The Green Mile
en hökti aðeins þegar hann tók
smásöguna The Mist og hefur ekki
rótað í bókasafni Kings síðan hann
gerði hana.
Illt er við
Það að eiga
Seinni hálfleikurinn í baráttu sjömenning-
anna í Lúseraklúbbnum við hinn yfirnátt-
úrulega barnamorðvarg, tannhvassa holræ-
satrúðinn Pennywise, hefst á Íslandi í dag
þegar sýningar hefjast á It Chapter Two.
Sjömenningarnir í Lúseraklúbbnum eiga varla orð yfir hið illa sem mætir þeim í gervi trúðsins Pennywise og kalla það bara Það.
„Ég blessa þessa mynd!“ King brá
sér í hlutverk prests í Pet Sematary.
1983 fór John Carpenter þeysireið á Christine, andsetna tryllitækinu. Bókin
er ferlega góð og myndin virkaði á unglinga síns tíma en eldist frekar illa.
King skrifaði Running Man 1982 og fimm árum síðar trommaði Schwarzen
egger upp í ljótasta 80’sgalla sögunnar í heldur hallærislegri bíóútgáfu.
Reiner tók sinn seinni snúning
á King þegar hann kvikmyndaði
Misery 1990 en þar fóru Kathy Bates
og James Caan með himinskautum í
hlutverkum stórslasaðs rithöfundar
sem er upp á náð og miskunn hjúkr-
unarfræðings og mesta aðdáanda
hans. Illu heilli er hún snarbiluð
og hikar ekki við að hafa áhrif á
ritstörfin með eggvopnum og ofsa-
fengnu of beldi.
Blóðug byrjun
Brian De Palma reið á King-vaðið
þegar hann kvikmyndaði fyrstu
skáldsögu Kings, Carrie, 1976 og
sjálfur Stanley Kubrick tók alk-
ahrollinn The Shining sínum ein-
stöku tökum 1980. Óumdeilt meist-
araverk en King hefur þó alla tíð
hatast við mynd Kubricks og ekki
enn tekið úrvinnslu hans í sátt.
Það stappar nærri sturlun að
reyna að f lokka og velja bestu
myndirnar sem byggja á verkum
Kings enda eru mælikvarðarnir
margir og ólíkir þar sem jafnvel í
draslinu leynist stundum einhver
undarlegur galdur.
Þó er óhætt að ráða fólki ein-
dregið frá því að halla sér frekar að
þessum nýja tvíleik sem kenndur
er við It frekar en samnefndri míní-
sjónvarpsþáttaseríu frá 1990. Þau
ósköp eldast að vísu ekki jafn illa
og ætla mætti og þótt Tim Curry
standi fyrir sínu sem Pennywise er
þetta aðeins fyrir forvitna og allra
harðasta King-fólkið.
toti@frettabladid.is
5 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R30 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
5
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:3
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
B
5
-F
D
1
4
2
3
B
5
-F
B
D
8
2
3
B
5
-F
A
9
C
2
3
B
5
-F
9
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
4
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K