Skessuhorn - 14.01.2004, Síða 1
Tíð innbrot
á Akranesi
Nokkuð hefur verið um
innbrot á Akranesi að undan-
förnu. Brotist var inn í
Brekkubæjarskóla aðfararnótt
5. janúar, Teigasel 8. janúar og
á tannlæknastofu þann 10. Að
sögnjóns S. Olasonar yfirlög-
regluþjóns á Akranesi er nú
unnið að rannsókn á öllum
málum og m.a. verið að kanna
hvort tengsl geti verið á milli
atburðanna. Að sögn Guð-
rúnar Bragadóttur leikskóla-
stjóra þá tók mikill kuldi á
móti starfmönnum þegar
mætt var til vinnu. Búið var
að spenna upp neyðarútgang-
inn og greinilegt að farið hafi
verið um leikskólann m.a. í
lyíjaskápinn. Ekkert var þó
tekið og var umgengni til fyr-
irmyndar ef svo má segja um
innbrotsþjófa.
Aðfarirnar við Brekku-
bæjarskóla voru hins vegar
öllu verri. Þar mölvaði
spellvirkinn rúðu og braut
upp hurðir.
Sigurður Guðni Sigurðsson framkuamdastjóri Skagans ogformaður Markaðs-
ráðs Akraness hefur verið útnefndur Maður ársins á Vesturlandi fyrir árið
2003. Það er Skessuhorn sem stendur að valinu á manni ársins líkt og undan-
farin sex ár Arið 1998 var Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi fyrir valinu,
1999 Guðjón Þórðarson knattspymuþjálfari, 2000 Guðmundur Ólafsson nátt-
úrufræðingur í Stykkishólmi, 2001 Ólafur Þórðarsm knattspyrnuþjálfari og
2002 Runólfur Agústsson rektor Viðskiptaháskólans á Bifi'öst.
Sjá nánar á bls. 5 og viðtal við mann ársin bls 8 og 9.
Nú er úti veður vont
Nemendur Lýsuhólsskóla við sjálfvirku veðurathugunar-
stóðina
Veðrið hefur verið með versta
móti á sunnanverðu Snæfellsnesi
nú síðustu daga en þar á bæ eru
menn ýmsu vanir þegar hvass-
viðri er annars vegar. Skessu-
horn hafði samband vestur nú á
þriðjudaginn þegar veðurham-
urinn var hvað mestur. Lúther
Gíslason veðurathugunarmaður
á Bláfeldi sagði veðrið slæmt en
þó ekki eins og það verður al-
verst, hann hafði frétt um að
hestakerra hafi fokið sem vart er í
ffásögur færandi. Krakkarnir í
Lýsuhólsskóla urðu veðurteppt í
skólanum þann daginn og þurftu
að bíða ffam eftir degi eftir að
vind lægði. Rósa Erlendsdóttir
staðgengill skóla-
stjóra, sem dvelst
nú í veðurblíð-
unni í Tælandi,
sagði að þráast
hefði verið við að
sækja börnin í
morgun þar sem
nú væri sérstakur
leiklistarkennari í
skólanum. Rósa
sagðist að það
færi vel um alla í
skólanum og
engin léti sér leiðast þrátt fyrir að
úti væri veður vont. Ekki er langt
síðan nemendur settu upp sjálf-
virka veðurathugunarstöð við
skólann og er hægt að fylgjast
með veðrinu á heimasíðu skól-
ans. Öveðrið hefur þó sett eitt-
hvert strik í veðurmælingar.
Grandi kaupir HB
Nú hyllir undir lok hildar-
leiksins um eignarhaldið á HB.
Þegar Skessuhorn var tilbúið til
prentunar voru fféttir um að
viðræður Granda og HB fjöl-
skyldunnar við Eimskipafélagið
væru á lokastigi. Stjórnarfor-
maður Eimskips, Magnús
Gunnarsson, vildi ekki láta
neitt uppi um endanlegt verð
en gat þess þó að Eimskip gerði
sér vonir um talsverðan sölu-
hagnað. Heyrst hefur að Eim-
skip hafi þrúkkað upp verðinu
með hótunum um að selja HB í
hendur annarra aðila sem væru
tilbúnir að borga 8 milljarða
fyrir HB og skeytt lítið um
hvort stjórn og rekstur HB væri
í höndum heimamanna eins og
látið var í veðri vaka í upphafi
ferilsins. Þá má því búast við að
verðmiðinn á HB hafi hljóðað
uppá um eða yfir 8 milljarða.
Ekki náðist í þá HB bræður
og ekki ljóst hve hlutur fjöl-
skyldunnar er stór né hvernig
útgerðinni verði stýrt ef kaup-
in ganga eftir. Gísli Gíslason
bæjarstjóri sagði í samtali við
Skessuhorn að bæjarstjórnin
væri nokkuð sátt miðað við að-
stæður. „Samkvæmt þeim
fréttum sem við höfum er
verið, að okkar mati, að tryggja
að áfram verði rekið öflugt
sjávarútvegsfyrirtæki á Akra-
nesi.“ Gísli taldi að of snemmt
væri að velta vöngum um hvort
HB yrði stýrt af heimamönn-
um. Það er hins vegar rétt að
benda á að HB hefur verið
stýrt af heimamönnum með
mjög góðum árangri eins og
fram kemur annars staðar í
blaðinu þrátt fýrir að eignar-
hlutur heimamanna hafi verið
lítill.
Amór til Hollands
Arnór Smárason hin ungi og
efnilegi leikmaður yngri flokka
IA í knattspyrnu er farinn utan
til Hollands og mun dvelja þar
við æfingar og keppni hjá hol-
lenska liðinu Heerenveen.
Arnór æfði eina viku með holl-
enska liðinu nú í vetur. Holl-
endingarnir voru rnjög ánægð-
ir með ffammistöðu Arnórs og
varð því að samkomulagi að
hann færi út nú í janúar og yrði
til loka keppnistímabilsins.
Arnór er aðeins 15 ára gamall
en ekki er heimilt að ganga frá
neinum samningum við leik-
menn yngri en 16 ára. Smári
Guðjónsson, faðir Arnórs,
sagði í samtali við Skessuhorn
að það kæmi í ljós fyrir 15. apr-
íl hvort Heerenveen bjóði
honum langtíma samning.
„Aðstæður í Hollandi eru mjög
góðar og toppþjálfarar. Arnór
býr hjá hollenskri fjölskyldu,
æfir tvisvar á dag og spilar með
unglingaliðinu. Hann er í
góðu sambandi við kennara
sína hér heima og kemur svo
heim nú í vor til að taka sam-
ræmdu prófin."