Skessuhorn


Skessuhorn - 14.01.2004, Síða 4

Skessuhorn - 14.01.2004, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. JANUAR 2004 WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 437 1677 Fax: 437 1678 SkRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Færðin á vegum hér vestanlands hefur verið æði misjöfn og viðsjárverð í um- hleypingunum að undanfómu. Mikil hálka, krapi og snjór hefiir oftar en ekki einkennt aðstæður vtða. Þessir tveir bílar lentu í árekstri síðastliðinn laugardag á Stillholtinu á Akranesi, gegnt Stjómsýsluhúsinu. Ekki urðu slys áfólki en híl- amir voru háðir illa farnir. Breytingar hjá Olís í Borgamesi Útgefandi: Skessuhorn ehf Ritstjóri og óbm: Gísli Einorsson Blaðamaður: Hrofnkell Proppé Auglýsingor: Guðrún Björk Friðriksdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentun: Prentmet ehf. 437 1677 skessuhorn@skessuhorn.is 899 4098 ritstjori@skessuhorn.is 892 2698 hrofnkell@skessuhorn.is ougl@skessuhorn.is gudrun@skessuhorn.is Á næstu dögum verður farið í umtalsverðar breytingar á lóð Olís við Brúartorg í Borgarnesi. Að sögn Gunnars Sigurðssonar umboðsmanns Olís á Vestur- landi hefur verið samið við Borgarverk í Borgarnesi um að byggja svokallaðan ramp eða að- rein ffá þjóðvegi 1 inn á lóðina. Ljóst má þykja að með bættri Á fimmtudag og föstudag verður haldin umfangsmikil ráðstefna að Laugum í Sæl- ingsdal þar sem umfjöllunar- efnið er: „Samspil skógarþekju og lífs (þ.m.t. veiði) í ám og vötnum“. I fréttatilkynningu vegna ráðstefnunnar segir: „Lítið hefur verið fjallað urn þetta tvennt í samhengi og þá Dregið hefur verið í réttum innsendum lausnum á jólakrossgátu Skessuhorns og Myndagátunni. Mjög góð þátttaka var í hvoru tveggja, en alls bárust á annað hundrað lausnir. Vinningshafi í Myndagát- unni er Björk Emilsdóttir, Hraunbæ 89, 110 Reykjavík. Lausnin var: „Enn eitt árið er nú liðið, er rétt að líta til baka, horfa álengdar út yfir sviðið, er aðkomu að bensínstöðinni ætlar Olís sér stærri hlut af þeirri köku sem þar er í boði en þrjár bens- ínstöðvar berjast um þann mikla fjölda ferðamanna sem fer yfir Borgarfjarðarbrúna. Gunnar segir að fyrst verði ffamkvæmd- um lokið og síðan hugað að hugsanlegum breytingum en ýmislegt sé í athugun. helst undir þeim formerkjum, að lífi í (Þingvalla) vatni stafi hætta af skógrækt. En Ari fróði greinir okkur frá því, að við landnám hafi ár allar verið fullar af veiðiskap. Kannski er skógrækt síður en svo af hinu illa í þessu tilliti, en þarf að gæta að tegundasamsetningu með ám og lækjum?“ þessi myndagáta falin staka.“ Björk fær senda bókina Island í aldanna rás, 1900-2000. Vinningshafi í jólakrossgát- unni er Svanborg Magnús- dóttir, Miðdal í Kjós, 270 Mosfellsbæ. Rétt lausn var: „Einhver á von á góðu:“ Svan- borg fær senda bókina Seiður lands og sagna. Vinningshöfum er óskað til hamingju og þátttakendum öllum fyrir að vera með. s----------------- Ibúar í Snæ- fellsbæ ósáttir við snjómokstur Ibúar Snæfellsbæjar eru óhressir með snjóinokstur vega í sveitarfélaginu, sér- staklega veginn um Staðar- sveit og um Fróðárheiði. „Það hafa margir íbúanna haft samband við mig og kvartað. Vegna þess hvernig staðið hefur verið að snjó- mokstri á þessari leið hafa margir valið að fara Vatna- leiðina frekar þrátt fyrir að það sé lengri leið,“ segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæféllsbæjar. Samkvæmt reglum Vega- gerðar ríkisins, varðandi snjómokstur, er vegakerfinu skipt í flokka eftir umferðar- þunga og hækkar þjónustu- stigið í samræmi við bíla- fjölda sem fer um vegina. „Það má náttúrulega segja að það gerist sjálfkrafa að um- férðin er meiri þar sem þjón- ustustigið er hærra ef tvær eða fleiri leiðir eru í boði. Það er því spurning hvort er á undan hænan eða eggið í þessu tilfellí. Eg er ekki að segja að þjónustan hér sé slæm en hún er ekki sam- bærileg við Vatnaleiðina t.d. og að ég tali ekki um þegar sunnar dregur á Snæfellsnes- vegi,“ segir Kristinn. Högni kvaddur Högni Bæringsson bæjar- verkstjóri í Stykkishólmi lét af störfum um áramót eftir rúmlega 30 ára starf fyrir Stykkishólmsbæ. Af því til- efni var haldið kveðjuhóf til heiðurs Högna í byrjun mánaðarins þar sem honum var m.a afhent innrömmuð mynd af Stykkishólmsbæ. Bæjarritari í Hólminum Þór Orn Jónsson hefur verið ráðinn í nýtt starf bæj- arritara í Stykkishólmi. Þá hefur Daði Sigurþórsson verið ráðinn bókari hjá sveitarfélaginu í 50% starfi. Þór er þegar kominn til starfa hjá Stykkishólmsbæ en hann hefur starfað sjálf- stætt síðastliðin misseri en áður var hann sveitarstjóri á Hólmavík. Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 ú þriðjudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass tímanlega. Skilafrestur smúauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum. Blaðið er gefið út i 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og i lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. ó mánuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 437 1677 Lands- banka- spilið Fyrir jólin íjárfesti ég í forláta fjölskylduspili til heimilis- og einkanota. I kynningu fyrir slík spil segir yfirleitt að þau séu til þess fallin að styrkja íjölskylduböndin þar sem fjöl- skyldan sitji sameinuð og sæl og glöð við spilaborðið. Auðvitað er þetta haugalygi því þegar einn vinnur í spilum þá tapar einhver annar og í öllum alvöru íjölskyldum endar slíkt með uppþoti. Kosturinn er hinsvegar sá að spil af þessu tagi geta orðið til þess að heimilserjurnar eru einangraðar við eitt tdltekið viðfangsefni sem er vissulega kostur. Hvað um það. Þetta ágæta spil snýst um að nema land og eignast bæi og borgir þar sem spilarinn drottnar yfir manni og mús. Sá sem er búinn að hrifsa til sín sem mest völd, hann vinnur, þetta er ekki flóknara en það. Einu sinni bar ég sigur úr býtum sem gerist reyndar ekki oft og þykir það því tíðindum sæta. Þá átti ég flesta bæina og flestar borgirnar og enginn gat sig hrært nema með mínu leyfi. Eg neita því ekki að sigrinum og völdunum, jafnvel þótt þau næðu ekki útfyrir spilaborðið, fylgdi ákveðin sælutilfinn- ing. Það vottaði meira að segja fýrir hroka þegar ég leit yfir veldi mitt þarna á borðstofuborðinu. Til frekari glöggvunar held ég að það megi segja að mér hafi liðið eins og Lands- bankanum enda staða okkar svipuð. Landsbankaspilið lýtur nefnilega svipuðum leikreglum. Það snýst um að hafa und- irtökin í heilu byggðarlögunum með eignarhaldi á atvinnu- fyrirtækjum sem skipta sköpum um hvort bæirnir eru tdl eða ekki tdl. Síðan er haldið uppboð á heilu héröðunum og ábyrgðin er svipuð og hjá mér þegar ég pakka spilinu saman og set það ofan í skúffu og þarf ekki að haffa frekari áhyggj- ur af bæjunum mínum eða borgunum. Munurinn er sá að ég fæ enga milljarða í sigurlaun. Ein- ungis ánægjuna af því að hafa valtað yfir mína nánustu með klækjum við spilaborðið, sem er reyndar þónokkuð. Eg get hinsvegar farið að sofa með nokkurnveginn hreina samvisku því enginn bar verulegan skaða af á þessu spila- kvöldi. En hverju skiptir það svosem? Gengið á hreinni sam- visku er nefnilega ekki mjög hátt um þessar mundir. Gísli Einarsson, spilari Tré og lax Urslit í jólagetraunum Skessuhoms

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.