Skessuhorn - 14.01.2004, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 14. JANUAR 2004
anissainu^
Maður ársins á Vesturlandi tekinn tali
Aldrei verið eins bjart framundan hjá okkur og nú
segir Sigurður Guðni Sigurðsson framkvæmdastjóri Skagans & Þorgeirs og Ellerts
Sigurður Guðni Sigurðsson
framkvæmdastjóri Skagans og
Þorgeirs & Ellerts á Akranesi
er Vestlendingur ársins árið
2003. Hann er einnig formað-
ur Markaðsráðs Akraness sem
m.a. hélt vel heppnaða at-
vinnuvegasýningu á síðasta ári.
Sigurður Guðni er innfædd-
ur Skagamaður, frá Melbæ.
Hann er kvæntur Margréti Jak-
obsdóttur og eiga þau þrjú
börn.
Sigurður Gu.ðni er eðlis-
fræðingur að mennt. Hann
starfaði í Reykjavík um langt
árabil og síðan á Egilsstöðum í
eitt ár en kom þaðan aftur á
Skagann þar sem hann starfaði
fyrst sem framleiðslustjóri hjá
Járnblendifélaginu. Síðastliðin
fjögur ár hefur hann síðan stýrt
Skaganum og Þorgeiri & Ell-
ert.
Skaginn er eitt af öflugustu
fyrirtækjunum á Vesturlandi í
dag og má segja að í því tilfelli
hafi eggið vaxið hænunni yfir
höfuð því upphaflega var Skag-
inn aðeins ein deild innan Þor-
geirs og Ellerts en er núna
mun stærra, velti á síðasta ári
um 900 milljónir á meðan velta
Þorgeirs & Ellerts var um 400
milljónir. Hjá Skaganum starfa
ríflega 70 manns en um 45 hjá
Þorgeiri & Ellert. Rekstur fyr-
irtækjanna tveggja er aðskilinn
að öðru leyti en því að skrif-
stofuhald og yfirstjórn er sam-
eiginlegt. „Skaginn var upp-
haflega stáldeildin í Þorgeiri &
Ellert en árið 1998 sameinaðist
stáldeildin IA smiðju sem
Ingólfur Arnason átti og
þannig varð Skaginn til. Fyrir-
tækið framleiðir fiskvinnslu-
búnað og hannar og smíðar allt
úr ryðfríu stáli en Þorgeir &
Ellert er í svarta stálinu,
skipasmíði, hefðbundinni
járnavinnu og þjónustu við
stóriðjuna og skipaflotann.“
Uppfinningar Ingólfs
Sigurður Guðni segir að
starfsemi Skagans byggist að
miklu leyti á uppfinningum og
þróun Ingólfs Arnasonar í fisk-
vinnslutækni. „Vöruþróun hjá
fyrirtækinu er gríðarlega mikil
en það má segja að núna sé að
verða áherslubreyting. Við
erum að fara meira út í að selja
staðlaðar vörur sem við höfum
verið að þróa síðustu árin,
frysta, krapakerfi, staðlaðar
vinnslulínur, vigarkerfi ofl. Við
höfum orðið breiða vörulínu
sem er okkar hönnun alla leið
en núna er komið að því að fara
að mjólka kúna eftir að hafa
lagt kostnað og vinnu í að ala
upp kálfinn."
Bylting í vinnslu
Grunnurinn að starfsemi
fyrirtækisins í upphafi voru
svokallaðar flæðilínur sem
unnar voru í samstarfi við Mar-
el og seldar undir merkjum
þess fyrirtækis. Sigurður
Guðni segir þær vera aðeins
lítinn hluta af veltu fyrirtækis-
ins í dag. „Það má skipta fram-
leiðslunni í dag í tvennt, ann-
arsvegar uppsjávarkerfi fyrir
síld, makríl og loðnu þar sem
við getum boðið heildarlausnir
á sjó og landi, heilar verksmiðj-
ur ef því er að skipti. I því kerfi
er móttaka, vigtarkerfi, fryst-
ing og sjálfvirk stöflun á bretti
eða allt sem þarf fyrir vinnslu á
fiski frá 'því hann kemur inn og
þar til hann fer út. I öðru lagi
er síðan svokölluð roðkæling
sem við kölluðum reyndar roð-
frystingu í upphafi, fyrir bol-
fisk. Það er einnig heilstætt
kerfi, flæðilína með krapakerfi,
kælingu og pökkun. Roðkæl-
ingin er mikil bylting að okkar
mati og svarið við kínafiskinum
svokallaða. Það hefur verið
erfitt fyrir evrópsk fyrirtæki að
keppa við Kínafiskinn, þ.e. fisk
sem er sjófrystur og fluttur til
Kína, unninn þar, frystur aftur
og settur á markað. Vinnulaun-
in hjá Kínverjunum eru það lág
að mismunurinn gerir meira en
að borga upp flutninginn. Við
ráðum því ekki við Kínverjana í
vinnslu á frosinni afurð en
hingsvegar er okkar svar að
Vestlendingur ársins 2003 tneð blóm og verðlminagrip frá Skessuhomi, tilbúinn til að takast á við skemmtileg og ögrandi
verkefni á nýju ári.
koma afurðinni ferskri á mark-
að. Fólk er tilbúið til að borga
hærra verð fyrir ferska fiskinn
og galdurinn er í því fólginn að
lækka kostnaðinn við ferskvör-
una og lengja líftímann þannig
að varan sé lengur á markaðn-
um. Roðkælingin gerir það að
verkum að hægt er að selja fisk-
inn ferskan allt að 14 dögum
frá vinnslu. Það þýðir að hægt
er að flytja afurðirnar með
skipum til Evrópu sem sparar
gríðarlegar fjárhæðir í flutn-
ingum. Reynslan sem þetta
kerfi hefur fengið í Tanga á
Vopnafirði sýnir að flutnings-
kostnaður lækkar um 60 - 80
krónur á kíló. Það gjörbreytir
hagkvæmninni í vinnslunni og
gerir það líka að verkum að við
erum með bragðbetri fisk sem
þolir betur meðferðina í
vinnslunni. Með roðkæling-
unni verður styrkurinn í flak-
inu það mikill að hann
skemmist ekki við roðdrátt og
beintöku og nýtingin verður
þannig mun betri.“
Landvinningar
erlendis
Sigurður Guðni segir að
reynslan frá Tanga sýni þá ótví-
ræðu niðurstöðu að kerfið sé
hagkvæmt. „Þróuninni er ekki
að fullu lokið en samt er kom-
ið að því að markaðssetningin
geti hafist. Við gerum ráð fyrir
að roðkælingin verði ein af
okkar helstu söluvörur. Fram
að þessu höfum við reyndar
einungis kynnt þetta innan-
lands. Við erum búnir að setja
upp eitt kerfi og annað er í
smíðum og í þessari viku erum
við að fara af stað með herferð
hér innanlands. Noregur er
síðan næsti markaður og þang-
að förum við í næsta mánuði.
Við höfum verið að selja mikið
til Noregs og þótt Norðmenn
gleypi ekki við neinu þá erum
við bjartsýnir enda hentar þetta
kerfi fyrir þá. Við horfum
einnig til þess að geta selt þetta
kerfi fyrir fisktegundir eins og
Heik og Hokie sem eru mikið í
Suður Ameríku og Suður
Afríku. Þetta er stór markaður
þannig að væntingarnar eru
miklar.“
í kjúklinginn
Skaginn er ekki eingögnu í
framleiðslu á fiskvinnslutækj-
um því nýlega var byrjað að
markaðssetja tæki fyrir
kjúklingaiðnaðinn og er það
gert með Bandaríkjamarkað í
huga. „Vð erum að byrja
markaðssetninguna og fyrstu
samningarnir eru í höfn. Þetta
Sjónvarpsbrunar
eru með verstu brunum
sem upp koma.
NÚ ER KOMIN LAUSN
ÞAR Á.
Verndaðu þig og þína
og sýndu fyrirhyggju.
Sjálfvirku slökkvitækin eru komin aftur!
ísetning innifalin
Pantaðu strax í dag
- á morgun er það
kannski of seint
Ekkert viðhald
- virkt í minnst 10 ár
Oryggismiðstöð Vesturlands
sími 431 5100 - www.omv.is ”