Skessuhorn - 14.01.2004, Qupperneq 9
^nisssunu...
MIÐVIKUDAGUR 14. JANUAR 2004
9
Sigurður Guðni er framkvxmdastjóri fyrirtœkjanna Skagans og Þorgeirs &
Ellerts. ÞaS erþví í nógu að snúastfirir kappann, en hann er einnig formaður
Markaðsráðs Akraness og er áhugamaður um hestamennsku í frístundum. A
myndinm er jámiðnaðarmaður hjá Skaganum að vinna við samsetningu.
getur orðið mjög stórt dæmi
og við gerum ráð fyrir að sala
til kjúklingaiðnaðarins verði
um fjórðungur af okkar veltu á
þessu ári. Við erum að aðlaga
tæki sem upphaflega eru hönn-
uð fyrir fiskvinnslu að þörfum
kjúklingavinnslunnar. Annars
vegar er það krapakerfi og
hinsvegar lausfrystir. Okkar
vélar eru þær einu sem fram-
leiða saltlausan krapa og salt-
krapi er bannaður í kjúklinga-
iðnaði sem þýðir að þar hafa
menn ekki getað notað
krapann fyrr en nú þannig að
hér er á ferðinni þónokkur
bylting. Við erum búnir að
selja eitt kerfi nú þegar og eig-
um útistandandi nokkuð mörg
tilboð. Við förum á sýningu í
Atlanta í lok mánaðarins og
væntum þess að ganga frá ein-
hverjum samningum þar. Við
erum með mjög öflugan sam-
starfsaðila í Bandaríkjunum,
fyrirtækið Food Craft sem
markaðssetur okkar vörur þar.“
Erum brattir
Sigurður Guðni segir að síð-
ustu árin hafi rekstur fyrirtæk-
isins verið í kringum núllið
þrátt fyrir að mikil orka hafi
farið í vöruþróun. Nú sé eins
og fyrr segir komið að því að
njóta ávaxtanna og því séu
menn bjartsýnir. „Við gerum
ráð fyrir mikilli aukningu á
þessu ári og reiknum með að
veltan fari í 1,5 milljarða og
það má búast við fjölgun
starfsmanna um tíu að minnsta
kosti. Við erum allavega bratt-
ir enda held ég að það hafi
aldrei verið eins bjart hjá okk-
ur og núna.“
Að sögn Sigurðar Guðna eru
ekki aðeins tímamót í rekstri
Skagans heldur Þorgeirs &
Ellerts einnig. Þar er nú verið
að vinna við fyrstu nýsmíðina í
áratug sem er ísfisktogari fyrir
Færeyinga. Hann segir ekki
liggja fyrir hvort fleiri slík
verkefni séu væntanleg en búið
sé að senda út nokkur tilboð.
Markaðsráð
Eins og fyrr segir er Sigurð-
ur Guðni formaður Markaðs-
ráðs Akraness sem stofnað var
fyrir tveimur árum. „Það vant-
aði orðið samstarfsgrundvöll
fyrir fyrirtæki á Skaganum og
menn sáu ástæðu til að gera
eitthvað í málinu. Eg held að
það megi segja að árangurinn
sé allgóður því það sem hefur
meðal annars gerst er að sam-
staða þeirra sem eru í fyrir-
tækjarekstri hefur batnað til
muna.“
Stærsta verkefni Mark-
aðsráðsins hingað til er fyrr-
nefnd Atvinnuvegasýning,
Akranes EXPO 2003. Auk þess
hefur Markaðsráðið unnið að
sameiginlegu átaki verslana í
markaðssetningu fyrir jólin og
ýmsum fleiri verkefnum sem
miða að því að bæta ímynd
Akraness og auka sóknina.
J,
verður á vegum félaga eldri borgara
Borgarnesi og nágrennis
Akranesi og nágrennis
og Borgarfjarðardala
að Hótel Borgarnesi
föstudaginn 23. janúar 2004
Húsið opnar kl. 19.
Upplýsingar og miðapantanir
Borgarnes:
Kristófer, sími 437 1307
Akranes:
Margrét sími 4311994
Borgarfjarðardalir:
Þorsteinn sími 4351516
Upplýsingarum fíkniefhi
Hafir þú upplýsingar um meðferð fíkniefna, þá vinsamlega
komdu ábendingu á framfæri í talhólf
871 1166
Lögreglan í Borgarnesi
INGI TRYGG VASON hdl.
lögg. fasteigna- og skipasali
FASTEIGNIRIB0RGARFIRÐI
BRATTAGATA 4A, Borgarnesi
Ibúð á efri hæð í
tvíbýlishúsi, 133 ferm.
Forstofa flísalögð.
Gangur og 2 samliggjandi
stofur parketlagðar. Þrjú
herbergi parketlögð.
- Eldhús parketlagt,
viðarinnr. Baðherb. allt
flísalagt, sturta. Búr, geymsla og geymsluloft. Sameiginl.
þvottahús á neðri hæð og sameiginl. geymsla undir tröppum.
Eign í góðu ástandi. Gott útsýni.
Verð: 11.500.000
GUNNLAUGSGATA 14, Borgarnesi
Ibúð á efri hæð í
tvíbýlishúsi, 106ferm.
Gangur parketlagður.
Tvær stofur, önnur
parketlögð en hin
teppalögð. Tvö herbergi
dúklögð. Eldhús dúklagt,
eldri viðarinnr. Baðherb.
dúklagt. Sturta. Geymsla. Sameiginl. þvottahús á neðri
hæð.
Verð: 9.900.000
KVELDÚLFSGATA 23, Borgarnesi
Einbýlishús ásamt
bflskúr. Efri hæð 135
ferm. og sólstofa um 12
ferm. Forstofa dúklögð.
Hol parketlagt. Stofa
teppalögð. Eldhús
dúklagt, eldri viðarinnr.
Baðherb. allt flísalagt,
kerlaug/sturta. Fjögur herb. dúklögð. Sólstofa flísalögð.
Búr og þvottahús. A neðri hæð hefur verið innr. íbúð um
90 ferm. Öll gólf dúklögð. Forstofa, hol, stofa, tvö herbergi,
eldhúskrókur, baðherbergi og geymsla. Húsið nýlega klætt
að utan með viðarklæðningu. Gluggar flestir nýlegir.
Verð: 17.800.000
ÁRBERG, Kleppjárnsreykjum
Einbýlishús 149 ferm. og
bflskúr 52,9 ferm. ásamt
leigulóð. Forstofa
dúklögð, stofa
parketlögð. Gangur og
fimm herbergi dúklagt.
Eldhús dúklagt, eldri
viðarinnr. Baðherbergi
með flísum á gólfi en veggir málaðir. Geymsla dúklögð.
Þvottahús. Bflskúr ófrágenginn að innan. Húsið þarfnast
viðhalds og tekur ásett verð mið af því.
Verð: 10.000.000
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu.
Ingi Tryggvason hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali
Borgarbraut 61, 310 Borgarnes,
s. 437 1 700, 860 2181, fax 4371017,
^jietfang: lit@isholf.is veffang: simnet.is/lit
J