Skessuhorn - 14.01.2004, Side 10
10
MIÐVIKUDAGUR 14, JANUAR 2004
7^en/únn~*X.
Sturla Böðvarsson,
samgönguráðherra ogfyrsti þingmðaur Vesturlands
Skrifum Jóhanns Arsælssonar um
Hvanneyri og RALA svarað
Afstaða Jóhanns Arsælssonar
þingmanns Samíylkingarinnar í
Norðvesturkjördæmi til land-
búnaðarmála hefur stundum
verið undarleg, ekki síður en
skoðanir hans í sjávarútvegs-
málum. Jóhann skrifar grein í
blað Samfylkingarinnar á
Norðvesturlandi um ,JVIiðstöð
rannsókna í landbúnaði“. Fer
hann mikinn í tilraunum sínum
til þess að snúa út úr orðum
mínum í ræðy, sem ég flutti við
opnun nýja skrifstofuhússins á
Hvanneyri nú nýverið. Þar lýsti
ég því hversu vel hafi verið að
verki staðið hin síðustu ár, und-
ir forystu Magnúsar B. Jónsson-
ar, við að byggja upp háskóla og
rannsóknasamfélag á Hvann-
eyri. Lýsti ég þeirri skoðun
minni að færa ætti allar rann-
sóknir í landbúnaði að Hvann-
eyri. Aðstaða og umhverfi væri
þar til staðar til þess að taka við
starfseminni sem nú væri á
Keldnaholtinu. Höfuðborgar-
svæðið væri nánast í túnfætin-
um á Hvanneyri og því ætti
færsla rannsókna að Hvanneyri
að geta verið hagkvæm fyrir
borgina. Með flutningi RALA
að Hvannejtri mundi losna land
til bygginga. Það gæti frelsað
okkur ffá því að Vatnsmýrin
væri tekin undir byggð og þar
með Reykjavíkurflugvöll. Sem
samgönguráðherra væri ég því
fylgjandi að létta pressunni af
byggingarlandi í Vatnsmýrinni.
Hvatti ég þingmenn til þess að
standa saman um þá stefnu að
efla Hvanneyri með uppbygg-
ingu rannsókna. Eg er, og hef
verið, viss um að þingmenn
norðvesturkjördæmis myndu
standa saman um það að efla
Hvanneyri með því að færa
rannsóknir þangað. Það fólst
engin ógnun í orðum mínum
gagnvart þingmönnum líkt og
Jóhann lætur í veðri vaka,
hvorki í ræðunni né í viðtali í
Skessuhorninu, enda hafði ég
ekki rætt þetta mál sérstaklega
við þingmenn. En ræða mín var
hvatning til allra sem að málum
koma um að efla Hvanneyri,
sem ég hef raunar milda trú á.
En Jóhann tekur sér skáldaleyfi
og setur upp kenningu um
hvernig lesa megi samsæri úr
orðum mínum og telur sig
verða að bregðast við og bjarga
sínum heiðri og annarra þing-
manna með því að boða til
flutnings á þingsályktunartil-
lögu um málið. Auðvitað er það
aðferð Jóhanns til þess að gera
ráðherrann í þingmannaliðinu
tortryggilegan. Eins og þekkt
er þá er það heldur óvenjulegt
eða nær fátítt að menn skori á
sjálfan sig. Þingsályktanir
ganga venjulega út á það að Al-
þingi skorar á ríkisstjórnina eða
einstaka ráðherra. Tillaga Jó-
hanns felur það í sér að „Fela
ríkisstjórninni að flytja hluta af
starfsemi Rannsóknarstofhunar
landbúnaðarins við Keldnaholt
til Landbúnaðarháskólans að
Hvanneyri samkvæmt sérstakri
áætlun sem ríkisstjórnin skal
gera þar um“. Það er í fyllsta
máta óeðlilegt að bjóða mér,
sem ráðherra í ríkisstjórninni,
að vera meðflutningsmaður að
slíkri tillögu. Þannig geta menn
séð hver alvaran er í þessu upp-
hlaupi Jóhanns Arsælssonar.
Færsla RALA og rannsókna til
Hvanneyrar verður ekki unnin
með þingsályktunartillögum.
Það verk verður að vinna skipu-
lega innan landbúnaðarins og á
vettvangi landbúnaðrráðuneyt-
isins með því að efla Hvanneyri
á öllum sviðum og búa í haginn
á staðnum. Fyrsta skrefið ætti
að vera að fella RALA undir
starfsemina á Hvanneyri og
þróa starfsemina saman.
Þannig mundi það gerast, en
ekki með aðferðum Jóhanns Ar-
sælssonar. Þess ber þó að geta
að þetta mál er ekki nýtt. Sá á-
gæti fyrrverandi þingmaður,
Davíð Aðalsteinsson ffá Arn-
bjargarlæk, flutti um það tillögu
á Alþingi á sínum tíma. Við Jó-
hann erum því ekki fýrstu á-
hugamennirnir um að efla
Hvanneyrarstað sem rann-
sókna- og háskólasetur.
l/ísMthewúd
(X hvílík dýrð, er dagsins sól
Gleðilegt
ár lesendur
mínir og þökk
þeim sem hafa
haft samband
við mig vegna
endurkomu
minnar.
Enginn veit
nú með vissu
hvað árið 2004
kann að bera í
skauti sér eða hvað okkur tekst að gera úr
þeim tækifærum sem það býður okkur.
Dagurinn í gær er okkur glataður og þeir
sem voru á undan honum og til lítils að
iðrast þess sem þá hefði betur mátt fara
þó við getum kannske dregið af því
nokkurn lærdóm. Morgundaginn eigum
við ekki vísan en líðandi stund eigum við
og getum nokkru um ráðið hvað við ger-
um við hana. Eg man ekki betur en það
hafi verið sá ágæti Björn Runólfsson sem
orti:
Frá því lífs mínsfjör var vakið
ogfór að stríða.
Aleiga mín var andartakið
sem er að líða.
Jökuldælingar segja að vísu að það sé
allt í lagi með tímann, það komi meira af
honum en við eigum það ekki víst að
verða til staðar fýrir þá viðbót. Effirfar-
andi kvæði mun upphaflega vera ort á
ensku en snúið á íslensku af Jóni
Bjarklind:
Þú ert sá garpur góði minn,
sem gumaðir afþví hvert eitt sinn
að afrek þín skyldu öllum kunn
einhvern tíma - síðar.
Þú vildir okkur sína með sann
hinn sigurdjaifa og vitra mann
er vissi svo margt og vildi -
og skyldi -
vinna sín afrek - SIÐAR.
Tíminn veitti þér óskaár,
ertu ekki þreyttur og fótasár?
Hvar eru dáðirnar drengur minn,
dugir þér túlinn enn um sinn,
eða munum við sjá þœr - SIÐAR.
Enn hefur liðið árafjöld,
óskirnar breytast í syndagjöld.
Egfinn þig ekki á afrekaskrá,
útskýrðu fyrir mér staðreynd þá,
eða geturðu sannfært mig SÍÐAR.
Þú varst ekki óheppinn vinur minn,
viljandi svœfðir þú manndóm þinn
og sneyddir hjá veraldarvanda.
Æfin þín langa var ekkert böl,
þú áttir svo margra kosta völ,
EN GLEYMDIR AÐ
HEFJAST HANDA.
Hitt verður svo hver og einn að meta
lýrir sig hvaða störf eru betur unnin en ó-
unnin og gildir engin algild regla þar um.
Fyrir allmörgum árum var sett upp í
Reykjavíkurtjörn stytta af hafmeyju effir
Nínu Sæmundsson. Stytta þesi var væg-
ast sagt mjög umdeild og urðu það enda-
lok hennar að hún var sprengd í loft upp
þegar liðnar voru 30 mínútur af árinu
1960. Líklega hefur Auður Auðuns verið
borgarstjóri á þeim tíma, allavega var
kveðið um þetta leyti og grunar mig að
höfundur hafi verið Karl Kristjánsson al-
þingismaður:
Omynd býður eyðing heim,
Auður brást með vörnina,
enginn hefur upp á þeim
sem afmeyjaði tjörnina.
Reykvíkingar hafa alltaf verið ffekar
viðkvæmir fýrir hönd tjarnarinnar og
löngu síðar þegar gosbrunnurinn var
settur í tjörnina ortí Ragnar Ingi Aðal-
steinsson:
Tjörnin kœra, ann þér enginn lengur?
Er öllum sama um þig í bráð og lengd?
Var virkilega ekkert púður eftir
um árið þegar hafmeyjan var sprengd?
Hátíðarnar hafa löngum verið notað-
ar tíl að staðsetja ýmsa merkisviðburði
mannsævinnar og Guðmundur Sigurðs-
son sendi vini sínum sem giffi sig á að-
fangadagskvöld eftírfarandi heillaskeyti:
Ó, hvílík dýrð, er dagsins sól
í djúpið leitar heims um ból
og blómarós á brúðarkjól
oss boðar náttúrunnar jól.
Ekki er Ijóst hvað Þuru í Garði þótti
aðfinnsluvert við hjónabandið en eitt-
hvað mun það hafa verið, allavega lagði
hún ekki sjálf í svo örlagaríkt spor en ortí
þö:
Gaman er að gifta sig
gefi saman prestur
þó er fyrir fleiri en mig
frestur á illu bestur.
En Þura orti líka:
Ævin verður eins og snuð
eða svikin vara
þeim sem ekki góður Guð
gefur meðhjálpara.
Aldraður maður sem verið hafði nokk-
uð uppá kvenhöndina á yngri árum var
spurður að því í níræðisafinælinu sínu
hvort hann væri ekkert farinn að dofna til
kvenna og svaraði: „Nei, nei, blessaður
góði ég er í fullu fjöri ennþá, rétt eins og
um sjötugt", þannig að líklega hefur það
ekki verið hann sem orti eftírfarandi:
Var mér stundum veröldin
viðsjál eins og gengur.
nú kvíði ég mest að kvensemin
kitli mig ekki lengur.
Ekki veit ég hvort sá ágæti maður hef-
ur alltaf farið nákvæmlega eftir ströng-
ustu ritúölum við meðhöndlun mann-
fjölgunardropanna en ekki ætla ég að
fella neina dóma í þeim málum. „Sá yðar
sem syndlaus er“ osffv. Kristján Guð-
jónsson Schram orti um sjálfan sig og
bresti sína sem munu raunar ffekar hafa
lotið að meðhöndlun áfengis:
Það ég tel mér á við auð
að eiga brot og galla,
œvi þeirra er yndissnauð
sem aldrei hrasa og falla.
Við lát Kristjáns Schram orti Ingþór
Sigurbjömsson og er óvíst að þeir sem
töldu sig þó ofar honum í lifanda lífi hafi
allir fengið betri eftírmæli:
Grínið eins og gróðrarskúr
grceddi sár og hressti veika.
Gullkorn sem hann grófupp úr
grjóti hversdagsörðugleika.
Stundum finnst mér örla á þeirri tril-
hneigingu trúaðs fólks að hengja sig of
mikið í smáatriði en gleyma því sem er
þó samkvæmt mínum skilningi höfuð-
inntak trúarinnar, að vera einfaldlega
góður maður og enda þótt allir vilji bæta
heiminn dettur fæstum í hug að byrja á
sjálfum sér. Væri líklega nokkru ffiðvæn-
legra í austurlöndum nær og kannske
víðar ef það væri haft í huga. Hálfdan
Björnsson orti:
Þaðfinnast enn Farisear,
frœðanna totta snuð,
trúa á trúarbrögðin
taka þau fyrir guð
Að endingu skulum við taka til íhug-
unar vísu Jóns Bjarnasonar ífá Garðsvík
og verða það lokaorðin að sinni:
Alvörunni helst ég hef
hafnað öðrufremur
þó hún reynist ágœt ef
til alvörunnar kemur.
Með þökkfyrir lesturinn.
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S 435 1367 - dd@binet.is