Skessuhorn


Skessuhorn - 14.01.2004, Síða 11

Skessuhorn - 14.01.2004, Síða 11
t>n£saum>k.j: MIÐVIKUDAGUR 14. JANUAR 2004 11 Nýting landaðs afla mest á Akranesi Athaftiasvœði HB á Akranesi séðfi'á gamla vitanum á Breiðinni. I skýrslu sem Vífill Karlsson hagfræðingur hjá SSV þróun og ráðgjöf vinnur að, ber hann sam- an vinnsluhlutfall landaðs afla á fjórum stöðum á Vesturlandi. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Akranes, Snæfellsbær, Grundar- fjarðarbær og Stykfdshólmsbær. I ljós kemur að hlutfall afla sem unninn er á heimaslóðum af heildarafla sem á land berst er allt ífá 40-100% eftir því hvaða sveitarfélög eiga í hlut. Nýting fyrirtækja á Akranesi á lönduð- um afla sker sig úr í samanburði við aðra útgerðarstaði. I Ijósi mikillar umræðu um sölu Eim- skips á útgerðarhluta fýrirtækis- ins og tilheyrandi óvissu um framtíð Haraldar Böðvarssonar á Akranesi, birtir Skessuhorn hér hluta úr skýrslu Vífils. Þessar niðurstöður endurspegla e.t.v. betur en margt annað mikilvægi þess að heimamönnum á Akra- nesi takist að tryggja áframhald- andi rekstur fýrirtæksins í bæjar- félaginu. Starfsemi HB á Akra- nesi tryggir í dag um 350 manns atvinnu og áætlað er að 200-250 afleidd störf skapist í öðrum fyr- irtækjum vegna þeirrar starf- semi. Tilvist stórra fyrirtækja Það virðist geta skipt máli fyr- ir vinnsluhlutfall landaðs afla að stór fýrirtæki sem stunda bæði útgerð og vinnslu séu til staðar. Haraldur Böðvarsson hf. á Akra- nesi og Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði eru dæmi um slík fýrirtæki. Með því móti hafa stjórnendur tilhneygingu til að láta eigin vinnslu hafa forgang að hráefninu. Ovissa með hrá- efnisöflun þeirra fiskverkana sem versla allt á fiskmarkaði hef- ur verið þeim erfiður ljár í þúfu. Það er þeim kostnaðarsamt að vera með framleiðslueininguna verkefnalausa og mannskapinn á launum þegar hráefnisverðið fer hátt upp í gæftarleysi. Misjafhar áherslur í útgerð og vinnslu Aðstæður eru mjög misjafnar í þessum sveitarfélögum. Gróf- lega má lýsa aðstæðum þannig að á Akranesi er Haraldur Böðv- arsson hf. mjög öflugt fýrirtæki í bæði útgerð og fiskvinnslu. Snæfellsbær einkennist af mjög mikilli smábátaútgerð og mikill fjöldi aðkomubáta gerir þaðan út. I Snæfellsbæ er að finna nokkur miðlungsstór fýrirtæki sem stunda bæði útgerð og fisk- vinnslu. I Grundarfirði eru tvö stór fýrirtæki sem bæði stunda útgerð og fiskvinnslu og nokkur minni. I Stykkishólmi eru tvö stór fýrirtæki sem bæði stunda útgerð og fiskvinnslu. A því tímabili sem athugun Vífils nær yfir er algjör áhersla lögð á veið- ar og vinnslu á skelfiski í báðum fýrirtækjunum sem um ræðir í Stykkishólmi. Annað þessara fýrirtækja hefur verið að hasla sér völl í veiðum og vinnslu á bolfiski. Hvergi er hlutfall smá- báta eins hátt og í Snæfellsbæ. Fiskmarkaðir eru í öllum þess- um sveitarfélögum. Vinnsluhlutfall landaðs afla Vinnsluhlutfall landaðs afla er ætlað að gefa vísbendingu um hvort meira sé ekið af óunnum fiskafla til eða ffá tilteknu sveit- arfélagi sem honum er landað í. Þetta hlutfall er fundið með því að deila heildarmagni landaðs afla upp í heildarmagn unnins afla í viðkomandi sveitarfélagi. Þetta hlutfall var reiknað frá árunum 1993 til 2002. Almennt má segja um þetta að ekkert þessara sveitarfélaga geta kallast hráefnisinnflytjendur. Akranes er í jafnvægi ef svo má segja en hin þrjú eru öll hráefnisútflytj- endur. Almennt má segja um þessi þrjú að útflutningur hafi farið vaxandi á umræddu tíma- bili, sérstaklega ffá árinu 1996. Staðan árið 2002 var sú að í Snæfellsbæ var unnið úr 39% af lönduðum afla, 68% í Grundar- firði og 89% í Stykkishólmi. Eins má segja að í Snæfellsbæ séu menn að flytja út 61% af ó- unnum fiskafla, 32% í Grundar- firði og 11% í Stykkishólmi. Á þessu má sjá að Snæfellsbær er hlutfallslega mesti hráefnisút- flytjandi og hefur verið það allt tímabilið. Tekið skal fram að út- flutningur á óunnum fiski í gám- um hefur ekki verið dreginn frá þessum tölurn en hann er einna mestur hlutfallslega frá Grund- arfjarðarhöfn sé litið til lands- ins alls, eða tæp 19% á árunum 1995 til 2001. Aðeins eru þrjár hafnir hærri, Hauka- bergsvað, Seyðisfjörður og Vestmannaeyjar. MM. Heimild: Drög að Hagvtsi eftir Víftl Karlsson. Til sölu á Akranesi ( Til sölu er fasteignin Breiðagata 1a. Fasteignamatsnúmer er 210-2496 Húsið er upphaflega 96 m2 byggt árið 1957 en er með 192 m2 steyptri viðbyggingu frá 1982. Byggingin stendur á lóð við hafnarsvæðið. Ýmsir möguleikar eru á rekstri í þessari byggingu tengt hafnasvæðinu. Þeim sem hafa áhuga á að skoða fasteignina er bent á að hafa samband við Kristján Sveinsson í sima 6603286. Óskað er eftir tilboðum og skulu þau berast Guðmundi Tryggva Sigurðssyni hjá Olíufélaginu ehf. Sími 560 3300. —A—Akranes □ Snæfellsbær —O— Grundarfjöður —X— Stykkishólmur 120% Hlutfall unnins afla heimafyrir afþeim afla sem berst til lands á þessum stöðum. í sjálfsafgreiðslu Brúartorgi

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.