Skessuhorn


Skessuhorn - 14.01.2004, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 14.01.2004, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. JANUAR 2004 ^oisssunu^ Þörf á nýju orgeli í Stykkishólmskirkju „Ég söng þar út öll jól“ Laugardaginn 10. janúar sl. voru haldnir fjölbreyttir og skemmtilegir tónleik- ar í Stykkishólms- kirkju til ágóða fyrir orgelsjóð kirkjunnar. A tónleikunum var boðið upp á glæsilega tónlistarveislu, þar sem flutt var fjöl- breytt tónlist, bæði kirkjuleg og veraldleg. Meðal flytjenda, auk kórs kirkjunnar, var barnakórinn Þ'rumur, kvartettinn Smala- drengirnir, kennarar og nemendur úr tón- listarskólanum, með einsöng, tvísöng og hljóðfæraleik. Einnig lék organisti Grundar- fjarðarkirkju, Friðrik Vignir Stefánsson, orgelverk eftir J.S Bach á gamla orgelið og lagði þannig málefninu lið. Organisti kirkjunnar Jóhanna Guð- mundsdóttir, sem þennan dag átti merkisafmæli, bauð upp á veitingar í lok tónleikanna, á- samt vinum og ættingjum. Vel á annað hundrað gestir sóttu tón- leikana. Hin nýja og stóra kirkja þeirra Hólmara er í dag með átta radda orgeli, sem keypt var fyrir gömlu kirkjuna árið 1958. Þá þótti mikil bót að því að fá orgelið og það passaði vel fyrir gömlu kirkjuna, en í dag hæfir svo lítið orgel engan veginn þessu glæsilega húsi, sem býður upp á mikla möguleika í tón- leikahaldi. Reikna má með að kirkjan þurfi á að halda 15 til 20 radda orgeli, sem getur kostað hátt í 20 milljónir. A tónleikun- um var tekið við frjálsum fram- lögum í orgelsjóð kirkjunnar og safnaðist töluvert, eins og á íýrri tónleikum kirkjukórsins. Ljóst er hins vegar að til þess að nýtt orgel í Stykkishólmi geti orðið að veruleika, er nauðsyn- legt að bæjarbúar, fýrirtæki í bænum og aðrir velunnarar kirkjunnar leggist á eitt um að safna fé fýrir orgeli, sem getur orðið bænum og kirkjunni til sóma. Svanhildur Bogadóttir Öðravísi Dagatal hiá UMSB Asdís Helga Bjamadóttir kynnir dagatalið. Hjá Ungmennasambandi Borgarfjarðar hefur verið unnið að gerð dagatals að undan- förnu. Svanur Steinarsson hjá Framköllunarþjónustunni hef- ur verið dreginn vítt og breitt um Borgarfjörðinn og hefur sést víða í Borgarnesi við myndatökur af fólki í hinum furðulegustu gerfum. Meðal fýrirsæta má nefna þá banka- bræður, Kristján og Skúla í KB banka, Sveinbjörn Eyjólfsson og Lindu sveitarstjóra í Borgar- fjarðarsveit í sundi í Snorralaug og Unni á Shell og Georg á Hyrnunni í sínu besta pússi. Dagatalið verður til sölu hjá KB, Bónus og á skrifstofu UMSB. Sama verð á öllum stöðum 1.500 kr. Þar er einnig að fá nánari upplýsingar og panta má í síma 437 1411, 699 3315 eða á netfanginu umsb@mmedia.is. Enwal KeraKmgfttiey m« j RowjtfiAtkifíSCWí mmiQhy Geri við sjónvörp, MYNDBANDSTÆKI OG HLJÓMFLUTNINGSTÆKI Hafið SAMBAND í SÍMA 892 8376 Þjónustu uuglýsi i iga i Einangrunargler * Öryggisgler * Speglar Tvöföld líming - 5 ára ábyrgð Gæðavottað frá RB Fljót og góð þjónusta Sendum á staðinn á GLER I 0LLIN Ægisbraut 30 • Akranesi • Sími 431 2028 • Fax 431 3828 Gerum föst verðtilboð í hönnun, umbrot, prentun, textagerð og umsjón slíkra verkefna Þóntluo o(j( (jóoýjónmtu i' 6 ór Skessuhorn ehf Sími 437-1677 1 Öryggismiðstöð Vesturlands 864 5507 ÍM latstofan Restaurant FiHpiHO FoodS Brákarbraut 3 - Borgarnesi Heit súpa í hádeginu 350,- Nautakjöt 200 gr. með frönskum og fersku grænmeti 1.490,- THE UmMATfc rOMANTIC COMEOV loveactually Sunnudaginn 18. janúar kl. 20 Mánudaginn 19. fanúar kl. 20 Fimmtudaginn 22. januar kl. 20 FYRIRTÆKI - HEIMILI SUMARHÚS Þetta fyrirtæki er vaktað ! Oryggisþjonusta Borgarness NÆTURSÍMI 690 3900,6903901,6903902

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.