Skessuhorn


Skessuhorn - 14.01.2004, Side 15

Skessuhorn - 14.01.2004, Side 15
D&tsautiui.. MIÐVIKUDAGUR 14. JANUAR 2004 15 Stúlkurnar í IA náðu mjög góðum árangri á unglinga- meistaramóti TBR um síðustu helgi, einnig stóðu strákarnir sig ágætlega en þar var við ramman reip að draga þar sem mjög sterkir badminton- spilarar frá Danmörku voru gestaspilarar á mótinu og sópuðu að sér verðlaunum. Helstu úrslit Skagamanna og nágranna voru sem hér segir: U-13 hnokkar: Einliðaleikur annað sæti, Trausti Eiríksson UMSB Aukaflokkur: Einliðaleikur annað sæti, Eiríkur Henn IA Tvíliðaleikur: Fyrsta sæti, Egill Guðlaugsson IA/ Trausti Eiríksson UMSB U-13 tátur: Einliðaleikur, fyrsta sæti Karitas Eva Jónsdóttir IA, annað sæti Líf Lárusd. IA (áður UMSB). Aukaflokkur: Einliðal. annað sæti, Marianne Caprita Tvíliðaleikur: Fyrsta sæti, Karitas Eva Jónsdótt- ir/Líf Lárusdóttir Hnokkar/tátur: Fyrsta sæti, Líf Lárusd./ Trausti Eiríksson UMSB U-15 meyjar: Einliðal. Þarátti IA alla 4 spilarana í undanúrslitum og þar léku til úr- slita Hulda Einarsd. og Una Harð- ardóttir þar sem Una sigraði í oddalotu. Tvíliðaleikur: Fyrsta sæti hlutu Hulda Einarsd./ Una Harðard. sæti eft- ir spennandi úrslitaleik með oddalotu við Mari- anne Sigurðard./Aníta Elídóttir allar úr IA. U-15 sveinar: Einliða aukafl. Annað sæti Kristján Aðalsteinsson. Sveinar/meyjar tvenndarleikur: Fyrsta sæti Ftobert Þór Henn/ Hulda Einarsdóttir og annað sæti systkinin Ftagnar og Una Harðarbörn. í U-17 og U-19 flokkum hafði landsliðsþjálfari látið breyta upp- stillingum þannig að margir spiluðu með nýjum meðspilurum í tvíliða- og tvendarleikjum. Þetta var gert með fyrirhugaðar landsliðsferðir í huga og gafst þetta vel. U-17 einliða, telpur: Fyrsta sæti Birgitta Rán Ásgeirs- dóttir, annað sæti Hanna María Guðbjartsdóttir. Aukaflokkur telpur einliða: Fyrsta sæti Lilja Jónsdóttir. Drengir/telpur tvendarl.: Fyrsta sæti, Daniel Thomsen/- Hanna María Guðbjartsd. U-19 piltar einliða aukafl.: Annað sæti, Stefán Jónsson IA Piltar, tvíliðal.: Annað sæti, Hólmsteinn Þór Valdimarsson/ Stefán Jónsson. U-19 stúlkur tvíliða: Fyrsta sæti, Karitas Ósk Óiafsd./ Snjólaug Jóhannsd. TBR. Sigursælar stúlkur Hulda, Una, Marianne og Anita allar úr ug IA. Annað sæti Birgitta Rán/ Hanna María. Piltar/stúlkur, tvenndarleikur: Annað sæti, Karitas Ósk/ Hólmsteinn Þór. Þá skal minnt á Grislingamót IA um næstu helgi og eru for- eldrar og aðrir hvattir til að mæta og fylgjast með spenn- andi keppni yngstu badmint- onspilaranna sem koma víða að til þess að taka þátt í skemmtilegu móti. Heilsuhelgi á Jaðarsbökkum Snæfellingar í undanúrslit Snæfellingar eru aðeins skrefi frá því að jafna góðan árangur sinn í bikarkeppninni í körfuknattleik en þeir eru komnir í undanúrslit keppn- innar eftir góðan útisigur gegn Tindastóli á fimmtudag. Leikurinn var jafn og spenn- andi og skiptust liðin á að hafa forystu. Tindastólsmenn byrjuðu betur og höfðu þriggja stiga forystu eftir fyrsta leikhluta en dæmið snerist við í hálfleik og þá var staðan 38 - 41 Snæfelli í vil. Eftir þriðja leik- hluta höfðu gest- irnir tíu stiga for- ystu en heima- menn náðu fljótt að minnka muninn og var endasprett- urinn æsispenn- andi. Stólarnir fengu gott tæki- færi til að tryggja sér sigurinn en klúðruðu því og Snæfell- ingar því komnir áfram. Snæfellingar fengu heima- leik gegn Njarðvíkingum í undanúrslitunum og fer hann fram næstkomandi laugar- dag. Spurningin er síðan sú hvort úrslitaleikurinn í bikar- keppninni hafi áhrif á þorra- blótshald í Stykkishólmi líkt og gerðist síðastliðinn vetur en þá var blótinu frestað vegna bikarkeppni. Tölurnar - Nr Nafn Snæfell Mín HF STOSTIG 4 Hlynur E Bæringsson 29 6 8 4 5 Andrés M Heiðarsson 14 1 1 2 6 Corey Dickerson 39 1 12 22 8 Lýður Vignisson 22 1 0 17 9 Hafþór 1 Gunnarsson 17 2 1 3 11 Sigurður Á Þorvaidss 30 10 1 10 15 Dondrell Whitmore 34 5 6 28 Þreksalurinn Jaðarsbökkum Síðasta hönd lögð á breytingarnar í þreksalnum Opnum 15. janúar Þau hjónin Jónatan Pálsson og Margrét Jóns- dóttir sjá um að mála þreksalinn. Þreksalurinn á Jaðarsbökkum verður opnaður á ný næsta fimmtu- dag eftir gagnger- arendurbætur. Að því tilefni verður haldinn sérstakur heilsudagur nk. laugardag með fjölbreyttri dag- skrá. Þjálfarar munu kynna það sem þreksal- urinn hefur uppá að bjóða, hægt verður að fá staðfestingu á góðri eða slæmri heilsu með mælingum hjá Heilsustöðinni. Einnig gefst kostur á að hlýða á heilsufyrirlestra og fá kynningu á fæðubótarefnum. Gjaldskráin í þreksalinn hækkar um 20% við þessar breytingar en hægt verður að kaupa miða á gamla verðinu út laugardaginn nk.. Aðalsteinn Hjartarson sviðs- stjóri æskulýðs og forvarnar- sviðs sagðist í samtali við Skessuhorn að um gjörbyltingu á allri aðstöðu væri að ræða. Al- menningur mun fá meira næði með þjálfara sem verður til taks milli kl. 17 - 20 og íþróttahópar verða ekki í þreksalnum á milli kl. 17 - 19. „Það hafa verið á- rekstrar á milli þessara tveggja hópa en við viljum með þessu tryggja að sem flestir sjái sér hag í að koma og nota þessa frábæru aðstöðu sem hér er“ sagði Aðalsteinn að lokum. Skallar enn efstir Skallagrímur heldur efsta sæt- inu í 1. deild karla í körfuknatt- leik eftir leiki síðustu viku en þá heimsóttu Skallarnir Þór á Akureyri og sigruðu með sex stiga mun 86 - 80. Skallarnir hafa 20 stig eftir 11 umferðiraf 18 en næst koma Fjölnismenn með 18 stig. Stig Skallagrfms á Akureyri skoruðu Steven Howard 41, Egill Ö Egilsson 14, Davíð As- grímsson 11, Sigmar P Egils- son 6, Ari Gunnarsson 9, Ragnar M Steinsen 3 og Valur Ingimundarson 2. Þreksalurinn Jaðarsbökkum opnar aftur fimmtudaginn 15. janúar kl. 18:00 eftir gagngerar breytingar í tilefni að því verður síðan haldinn Heilsudagur laugardaginn 17. janúar frá kl. 14:00-18:00 í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum. Dagskrá Leiðsögn: Leiðbeinendur verða á svæðinu kynna þreksalinn og veita ráðgjöf varðandi þjálfun Mælingar: Heilsugæslan sér um ýmiskonar mælingar frá kl. 14:00-15:00 Breyttur lífsstíll: Fyrirlestur frá kl: 15:00 - 16:30 þar sem Sölvi Fannar Viðarsson einkaþjálfari og framkvæmdastjóri Heilsuráðgjafar fer yfir helstu þætti lífsstílsbreytingar þar sem hámarksárangur er hafður að leiðarljósi, kynnir Heilsudagbókina og svarar spurningum. Fæðubótarefni: Söluaðilar fæðubótaefna kynna vörur sínar Krakkaþrautir: Þrautir í íþróttasal fyrir krakka Tilboð á árs- og 30 miða kortum: Ný verðskrá tekur gildi frá og með sunnudeginum 18. janúar, eldri verð gilda fram að þeim tíma. Eldra verð Nýtt verð Stakur miði fullorðnir Þrek 250 300 Stakur miði fullorðnir Þrek & Sund 300 350 1 30 miða kort fullorðnir Þrek og Sund 6.000 7.000 | Arskort Þrek og Sund 20.000 25.000 2 Heilbrigð sál í hraustum líkama! V.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.