Skessuhorn - 28.01.2004, Page 2
2
MIÐVIKUDAGUR 28. JANUAR 2004
L>n£S9Utl\/»..
Til minnis
Við minnum á námskeiðið
Hvað ertu tónlist? í Reyk-
holtskirkju 31. jan. Kl. 14.00.-
Ennfremur á eitt og annað á
döfinni á bls. 13 í Skessuhorni
og svo á Skessuhornsvefnum.
Var þetta ekki
bara öruggt?
Ég bjóst ekki
við að vinna
en ég var
mjög ánægð.
Ég er vön að
vera stressuð
áður en ég
syng á sviði
en ég var það ekki núna,
þannig jú, jú þetta var bara
öruggt.
Rakel Pálsdóttir er ungur söng-
fugl frá Akranesi sem sigrað hef-
ur hverja söngkeppnina á fætur
annarri. Fyrst Hátónsbarkann,
svo söngkeppni Samfés sem
haldin var s.l. laugardag.
Veðwrhorfyr
Kalt verðu í veðri fram eftir
vikunni með hægri norðan átt
og bjartviðri. Um helgina má
búast við að hann snúi sér til
austurs og veður fari hlýnandi
og hiti fari eitthvað örlítið yfir
frostmark og jafnvel einhverri
ofnan komu.
SpMrnín^ vih-Mnnar
Vestlendingar höfðu greinilega
ekki miklar væntingar um ár-
angur íslenska landsliðiðsins í
handbolta á EM. Það vantraust
reyndist á rökum rétt.Aðeins
1,4% spáði íslendingum l.sæti
en 50,7% spáði þeim 13-16
sæti.
I pessari viku er spurt: Hvaða
ráðherra I ríkisstjórn Islands
hefur staðið sig best pað sem
af er kjörtímabilinu?
Takið afstöðu á
skessuhorn.is
Vesilendiníjtvr
viRnnnar
Er Bárður
Eyþórsson
þ j á I f a r i
körfuknatt-
I e i k s I i ð s
S n æfe 11 s .
Hans menn
lögðu bæði
Grindvíkinga og KR-inga í
sömu vikunni og eru komnir í
2. sæti úrvalsdeildarinnar.
Hvítanesreit úthlutað
A Hvítanesi'eitmim eru áfarm um að reisa 3-4 hæða hiis með hlandaðri starfssemi.
Bæjarráð Akraness samþykkti
á síðasta fundi sínum að heimila
bæjarstjóra að ganga til við-
ræðna við Sveinbjörn Sigurðs-
son byggingarverktaka um upp-
byggingu á Hvítanesreit. Eins
og greint var frá í Skessuhorni
fyrir skömmu höfðu tveir aðilar
sýnt reitnum áhuga, Sveinbjörn
og Skagatorg ehf. sem er með
áform um uppbygg-
ingu á Skagaverstúni.
I samtali við Skessu-
horn sagð Sveinbjörn
að hugmyndin væri að
byggja 3-4 hæða hús
um 450 fermetra að
grunnfleti með bíla-
kjallara, verslunum á
jarðhæð og íbúðum á
efri hæðum. „Ef allt
gengur upp förum við
af stað með vorinu.
Okkar bjartsýnustu
spár gera ráð íyrir að
byrja með uppgröft nú
í vor.“ Sveinbjörn
segist vera í forsvari
fyrir hóp góðra og
gegnra Skagamanna
en vildi ekki láta uppi
hverjir það væru.
Samkvæmt heimildum Skessu-
horns er um sama hóp að ræða
og stóð að byggingu á Garða-
braut 2.
Bygging Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Iðnaðarmenn á
Snæfellsnesi óánægðir
Iðnaðarmenn á Snæfellsnesi
komu saman á veitingastaðn-
um Krákunni í Grundarfirði
síðastliðinn miðvikudag þar
sem samþykkt voru mótmæli
vegna verksamnings um bygg-
ingu skólahúss fyrir Fjöl-
brautaskóla Snæfellinga.
Samið hefur verið við
Loftorku í Borgarnesi um
byggingu hússins og hafa iðn-
aðarmenn á Snæfellsnesi mót-
mælt því að verkið skuli ekki
hafa verið boðið út. Þá kröfð-
ust þeir svara við því hvers-
vegna ekki hefði verið rætt við
iðnaðarmenn á Snæfellsnesi
fýrst.
A síðasta fundi bæjarstjórnar
Grundarfjarðar bar Emil Sig-
urðsson upp tillögu þess efnis
að bæjarstjórn tæki undir með
iðnaðarmönnum á Snæfells-
nesi og beitti sér fyrir því að
hætt yrði við samning við
Loftorku og gengið til samn-
inga við iðnaðarmenn á Snæ-
fellsnesi á sömu forsendu. Til-
lagan var felld með fimm at-
kvæðum gegn 2.1 framhaldi af
því var samþykkt tillaga Sig-
ríðar Finsen þess efnis að bæj-
arstjórn teldi að stjórn Jera-
túns beri að efna þann samn-
ing sem gerður hafi verið við
ríkið um að sveitarfélögin
skuldbindi sig til að útvega
húsnæði fyrir skólann fýrir
skólaárið 2004 - 2005.
Leiðrétting
Ranglega var greint frá í
síðasta Skessuhorni að gert
hafi verið samkomulag um
að Borgarbyggð færi með
barnaverndarmál hrepp-
anna sunnan heiðar. Hið
rétta er að hin nýja félags-
málanefnd hreppanna mun
sjá um öll félagsmál þ.m.t.
barnaverndarmál. Til að
uppfylla lagaskilyrði sem
kveða á um að minnsta kosti
1500 manns skulu vera á
bak við hverja barnavernd-
arnefnd hafa hrepparnir
sótt um að gerast aðilar að
barnaverndarnefnd Borgar-
byggðar. Þar til að frá verð-
ur gengið mun Akranes-
kaupstaður sjá um barna-
verndarmálin líkt og gert
var áður en samningur rann
út um síðustu áramót.
Geca flytur að Höfðaseli
Tarfur ehf, eigandi húseign-
arinnar að Höfðaseli 3 á Akra-
nesi (sem áður hýsti Vélsmiðju
Akraness), hefur nú gert leigu-
samning við húseiningaverk-
smiðjuna Geca hf. Samningur-
inn er til 5 ára og er áætlað að
stækka húsið um rúman helm-
ing, úr 540 fermetrum í 1090
fermetra. I stækkuninni verður
m.a. aðstaða fyrir nýja fræsi-
og sögunarlínu fýrirtækisins.
Fyrirtækið Geca var stofnað
fyrir nokkrum árum til að þróa
nýja framleiðsluaðferð við
gerð sjálfberandi húseininga.
Hráefni til framleiðslunnar er
sement, trjákurl og koltvísýr-
ingur, en efnið er pressað sam-
an undir miklum þrýstingi.
Þróunarstarf Geca hefur geng-
ið vel og er nú byrjað að reisa
og selja hús úr þessum eining-
um á nokkrum stöðum um
landið. Undanfarin ár hefur
fyrirtækið haft aðstöðu í hluta
af skipasmíðastöð Þorgeirs &
Ellerts á Akranesi en sökum
vaxandi verkefna er brýn þörf á
auknu athafnarými m.a. til að
hýsa nýjan og endurbættan
tækjakost. Verkefnastaða fýrir-
tækisins er góð, eða sem nem-
ur 8 mánaða framleiðslu.
Þess má geta að atvinnu-
málanefnd Akraneskaupstaðar
tilnefndi á liðnu ári Geca sem
Sprotafýrirtæki ársins í bæjar-
félaginu. Vegna óvissu um
framtíðarstaðsetningu fyrir-
tækisins sagði fyrirtækið upp
starfsmönnum þess á Akranesi
sl. haust. Nú er því ljóst að fyr-
irtækið verður áfram á Akra-
nesi og starfsmönnum mun
fjölga.
Samþykkt
að kanna
kosti sam-
einingar
Fulltrúar Skilmanna-
hrepps, Innri-Akranes-
hrepps, Hvalfjarðarstrandar-
hrepps og Leirár- og Mela-
hrepps hittust á fundi um
miðja síðustu viku þar sem
athugað var hvort ekki væri
grundvöllur til að kanna kosti
sameiningar sveitarfélaganna
fjögurra. Niðurstaðan var sú
að farið skyldi í viðræður skv.
90 gr. sveitarstjórnarlaga sem
varða sameiningarmál og
sameiningarviðræður sveitar-
félaga. Félagsmálaráðuneyt-
ið mun því veita sveitarfélög-
unum leiðsögn og vera þeim
til halds og trausts. Hallffeð-
ur Vilhjálmsson oddviti
Hvalfjarðarstrandarhrepps
var rnjög ánægður tneð þessa
þróun mála. „Þetta er það
lengsta að mínum dómi sem
sveitarfélögin hér hafa
komist til þess að sýna vilja til
sameiningar. Við sjáum auð-
vitað öll í hvað steínir, það er
vitað að skipan sveitarfélaga
verður ekki óbreytt í nánustu
ffamtíð," sagði Hallfreður.
Fulltrúar félagsmálaráðu-
neytisins inunu funda með
sveitarfélögunum um næstu
skref um miðjan febrúar og
skýrist þá fljótlega hvert
þessar viðræður leiða.
Rættum
Skagahof
Jóhanna Harðardóttir, f.h.
áhugahóps um byggingu hofs
í fornum stíl á Akranesi,
hefur óskað eftir fundi með
bæjarstjórn Akraness til að
kynna hugmyndir hópsins.
Bæjarráð Akraness samþykkti
á síðasta fundi sínum að boða
Jóhönnu til viðræðna.
Leita að fé-
lagsmála-
þjónustu
Reykhólasveit og Saurbæj-
arhreppur hafa sent Borgar-
byggð erindi í þriðja sinn og
óskað eftir því að fjölskyldu-
svið Borgarbyggðar veiti
sveitarfélögunuin þjónustu
vegna barnarverndarmála.
Bæjarstjóra var falið að ræða
við fulltrúa hreppanna
tveggja en ffam til þessa hafa
ekki náðs samningar um um-
rædda þjónustu.