Skessuhorn


Skessuhorn - 28.01.2004, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 28.01.2004, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. TANUAR 2004 ^nC.S9Utlu> WWW.SKESSUHORN.TS Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi SkRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Sími: Fox: 437 1677 437 1678 Skóflan vmnur mál gegn ríkinu Útgefandi: Skessuhorn ehf Ritstjóri og úbm: Gisli Einarsson Blaðamaður: Mrafnkell Proppé Auglýsingar: íris Arthúrsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentun: Prentmet ehf. Fromkvæmdastjóri: Magnús Magnússon 437 1677 skessuhorn@skessuhorn.is 899 4098 ritstjori@skessuhorn.is 892 2698 hrafnkell@skessuhorn.is 696 7139 iris@skessuhorn.is gudrun@skessuhorn.is 894 8998 mognus@skessuhorn.is Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað verktakafyrirtæk- ið Skófluna á Akranesi af sam- tals fimm kröfum sýslumanns sem risu vegna þess að fyrirtæk- ið neitaði að greiða Vegagerð- inni fyrir rekstrarleyfi til flutn- inga á landi. Að sögn Kristrúnar Heimis- dóttur lögfræðings Samtaka Iðnaðarins er um að ræða tíma- mótaniðurstöðu því að Samtök iðnaðarins hafa mótmælt gjald- tökunni og eftirliti Vegagerðar- innar ffá því það komst á árið 2002 og fjölmörg aðildarfyrir- tæki Samtakanna hafa neitað í lengstu lög að greiða gjaldið. Ný lög nr. 73/2001 um fólks- flutninga, vöruflutninga og efnisflutninga á landi tóku gildi þann 1. september 2001. Skv. þeim þarf leyfi Vegagerðarinn- ar til að stunda hvers konar vöru- og efnisflutninga á landi í atvinnuskyni, sbr. reglugerð nr. 983/2001. Með lögunum var innleitt nýtt eftirlit og íþyngj- andi eftirlitskerfi sem í fram- kvæmd Vegagerðar hefur verið Loðnuvinnslan í HB er nú í fullum gangi. Um síðustu helgi var landað rúmlega 4600 tonn- um af loðnu. Skip Granda, Faxi RE 9 landaði fullfermi í fyrsta sinn á þessari vertíð. Víkingur og Ingunn hafa einnig komið með afla að landi .Vinnslan fer vel af stað og er brætt á milli 1000 og 1100 tonn á sólahring. Ljóst er að Faxi RE mun landa reglulega á Akranesi á þessari vertíð. Haft er eftir Arna Vilhjálmssyni stjórnarformanni Granda í Fiskifréttum að ljóst sé að Þegar Sementsverksmiðjan var seld var gengið frá sam- komulagi um að Akraneskaup- staður fengi hluta af skelja- sandsþrónni til yfirráða. Nú hefur verið ákveðið að gera ráð fyrir íbúðabyggð á horni Faxa- látið bitna á iðnfyrirtækjum og verktakafyrirtækjum en ekki einungis eiginlegum flutninga- fyrirtækjum. „Þrátt fyrir mikil og ítrekuð mótmæli Samtaka iðnaðarins hafa stofnanir framkvæmda- valdsins haldið upp ströngu eft- irliti og refsað fyrir brot með sektargreiðslum. Ljóst er að niðurstaða Héraðsdóms Vest- urlands í máli ákæruvaldsins gegn Guðmundi Guðjónssyni leysir iðn- og verktakafyrirtæki undan þessu ólögmæta eftirliti. I dómsniðurstöðunni felst að fyrirtæki í mjólkuriðnaði, sorp- hirðu eða jarðvinnuverktöku, sem starfsemi sinnar vegna flytja hráefni, úrgang eða ann- að, verða ekki framar krafin um að leggja fram á skrifstofu Vegagerðarinnar ársreikninga sína til tveggja ára, rekstrará- ætlanir, sakavottorð og vottorð um réttar efndir opinberra gjalda, enda hefur það verið samdóma álit atvinnurekenda á þessum sviðum að gjaldtakan og eftirlitið væri hrein firra,“ segir Kristrún. Akranes verði forgangsstaður fyrir vinnslu á bræðslufiski. Verksmiðjan á Skaganum sé mun fullkomnari en sú í Þor- lákshöfn og afkastameiri en Faxamjöl í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að þegar mest á geng- ur verði brætt bæði í Reykjavík og Akranesi. Arni segir enn- fremur að þegar fram líði stundir verði sérhæfing í fisk- vinnslunni á þá leið að áhersla á karfa verði í Reykjavík en þorsk og ýsu á Akranesi. Ekki er þó farið að ræða þessa hluti af neinni alvöru. brautar og Jaðarsbrautar og þeim hluta sandþróarinnar sem skilað hefur verið til bæjarins. Skipulags- og umhverfisnefnd hefur verið falið að hefja deiliskipulagsvinnu á umræddu horni fyrir íbúðabyggð. Skeljung- ur hættir við Viðræður standa yfir milli Skeljungs hf. og Borgar- byggðar um að sveitarfélag- ið leysi til sín lóðarstækkun sem fyrirtækið hafði fengið úthlutað við Brúartorg og látið fylla upp í. Skeljungur heíúr hætt við fyrirætlanir um byggingu nýs húsnæðis við Brúartorg. Breyt- ingar Samkvæmt heimildum Skessuhorns verða tillögur um breytingu á Tækni- og umhverfissviði Akranes- kaupstaðar ræddar á bæjar- ráðsfundi n.k. fimmtudag. Eins og greint hefur verið frá vann IBM úttekt á svið- inu og gerði tillögur að breytingum í nóvember á síðasta ári. Annir vegna af- greiðslu fjárhagsáætlunar komu í veg fyrir að málið væri tekið upp fyrir áramót, sala á hlutafé í Brimi setti svo strik í reikninginn. Nú hins vegar lítur út fyrir að sú óvissa sein starfsfólk Tækni- og umhverfissviðs hefur búið við fari senn að ljúka. Knörr flytur Bátasmiðjan Knörr á Akranesi keypti nýverið eignir úr þrotabúi Báta- smiðju Guðgeirs og mun flytja starfsemi sína á næstu dögum í nýlegt húsnæði að Smiðjuvöllum, sem áður hýsti starfsemi Bátasmiðju Guðgeirs. Seljandi er Landsbanki Islands. Að sögn Gunnars Leifs Stef- ánssonar eins af eigendum Knarrar eru góðar horfur í rekstri fyrirtækisins en svo virðist sem markaðurinn sé heldur að taka við sér nú eftir nokkra lægð undan- farna mánuði. „Við erum nýlega búnir að ganga frá einum sölusamningi og eig- um von á að fleiri bátar selj- ist á næstu vikum“, segir Gunnar. Nánar verður sagt frá flutningi Knarrar og horfum í bátaframleiðslu á Akranesi hér í blaðinu í næstu viku. Skessuhorn kemur út olla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á Sudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass tímanlega. ifrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 437 1677 Drullu- sokks- Ein af mínum merkustu uppgötvunum í gegnum tíðina held ég megi segja að sé kenningin um gildi þess að vera drullusokk- ur. Eg uppgötvaði þessa kenningu ungur að árum og þróaði hana í samvinnu við bróður minn og í sameiningu hagnýttum við okkur hana í uppvextinum. Kenningin byggir á þeirri einföldu staðreynd að enginn ger- ir neinar kröfur til þeirra sem eru yfirlýstir drullusokkar. Ef drullusokkurinn vinnur einhver afrek, sama hversu lítilfjörleg þau eru, kemur það alltaf á óvart og vekur mun meiri athygli heldur en sambærileg stórvirki þeirra sem eru annálaðir at- orkumenn. Til þeirra eru ávallt gerðar þær kröfur að þeir standi sig eins og þeir hafa alltaf gert. Með því að dreifa afrek- unum með skipulögðum hætti að slá í gegn með jöfnu millibili getur líf drullusokksins orðið samfelld sigurganga. Þetta er vissulega einföld kenning en gengur fullkomlega upp. Við bræðurnir sannreyndum það á systrum okkar sem þóttu til mikillar fyrirmyndar ekki síst hvað varðaði fram- kvæmdir innanhúss og almenna hegðun. Svo mjög að allir voru fyrir löngu hættir að veita því nokkra athygli. Það vakti hins- vegar verðuga athygli þegar við bræðurnir tókum til hendi eða höguðum okkur skikkanlega og með góðu skipulagi tókst okk- ur iðulega að skyggja nokkuð vel á okkar dyggðum prýddu systur. Kúnstin er nefnilega sú að fara ekki framúr sér í dugnaðin- um til að afrekin verði ekki of tíð. Þá fara væntingarnar að hlaðast upp alveg um leið og þá er leikfléttan ónýt. Það undrar mig svo ekki sé meira sagt að Handknattleiks- samband Islands skuli ekki fyrir löngu hafa kynnt sér og hag- nýtt drullusokkskenninguna. Ef það hefði verið gert þyrftu ís- lensku handboltakapparnir ekki að laumast niður landganginn í Leifsstöð úthrópaðir sem klúðrarar af verstu sport fyrir það eitt að hafa tapað þremur vesælum kappleikjum í íþrótt sem fljótt á litið virðist vera hönnuð með tilliti til þeirra sem hafa gaman af að láta aðra karlmenn káfa á sér. Þannig lítur þetta allavega út í mínu sjónvarpi. Ef íslensku handboltamennirnir stæðu sig í því að markaðs- setja sig sem drullusokka fyrst og fremst þá yrði engin fyrir vonbrigðum og því meiri hetjur væru þeir ef þeir slysuðust til að vinna leik. Væri ég spurður ráða væru hlutirnir almennt ekki svona erf- iðir. Gísli Einarsson, drullusokkur Gísli Einarsson, ritstjóri. Byrjað að bræða Faxi RE 9 landaSi fullfermi 1450 tonnum. d Akranesi s.l. fóstudag. Ibúðabyggð í þrónni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.