Skessuhorn


Skessuhorn - 28.01.2004, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 28.01.2004, Blaðsíða 5
 MIÐVIKUDAGUR 28. JANUAR 2004 5 Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Rannsóknarstofhun landbúnaðarins í eina sæng Sameina á yfirstjóm og styrkja starfsemina Landbúnaðarháskóli Islands öflug miðstöð landnýtingar í Borgarfirði Landbúnaðarráðherra hefur skipað verkefnisstjórn með það hlutverk að gera tillögur um hvernig best verði staðið að stofnun sameiginlegrar yfir- stjórnar Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins. I neíndinni sitja Magnús Stefáns- son formaður fjárlaganefndar, Drífa Hjartardóttir formaður landbúnaðarnefndar, Eysteinn Jónsson frá landbúnaðarráðu- neytinu, Jón Magnússon frá fjár- málaráðuneytinu og Sigurgeir Þorgeirsson frá Bændasamtök- um Islands. Markmiðið er að með sameig- inlegri stjórn og aukinni sam- þættingu starfsemi RALA og LBH á að styrkja starfsemina svo hún megi þjóna hlutverki sínu enn betur. Nefndin var stödd ásamt land- búnaðarráðherra á Hvanneyri s.l. fimmtudag og fundaði þar með starfsmönnum skólans þar sem farið var yfir þau markmið sem stefna beri að við sarnein- ingu stofnananna. Nefndinni er ætlað að skila tillögum um hvernig staðið verði að samein- ingu þessara tveggja fagstofnana í lok febrúar n.k. og málið unnið áfram á vorþingi. Landbúnaðarháskóli Islands Guðni Agústsson sagði í sam- tali við Skessuhorn að ekki væri gott að dreifa þjónustu landbún- aðarins á marga staði og betra væri fyrir rannsóknarstofnun að starfa við lifandi háskóla. „Allt hefur þetta eitt markmið; að þjóna landbúnað- inum sem best, það er spurt eftir landi til nýrra nota og tækifærin fjöl- mörg fyrir fólkið sem vill byggja landið“. Guðni segir að ætlunin sé að gera hlut LBH sem allra stærstan svo skólinn geti haft á sínum snær- um færasta fólkið á öllum sviðum. LBH hefur þá tækifæri til að þró- ast sem heildstæð- ur raungreinahá- skóli. Guðni segist vilja að í framtíðinni verði talað um Landbúnaðarháskóla Is- lands, enda verði urn mikla og öfluga stofnun að ræða sem skjóti sterkum stoðum undir alla landnýtingu framtíðar. Styrking, efling og tækifæri Magnús B. Jónsson rektor Landbúnaðarháskólans segir skólann vera tilbúinn til að takast á við þetta verkefiti. Hann segir sameiginlega stefnumörk- un hafa verið unna af LBH og RALA árið 2002. Unnið hafi verið markvisst eftir þeirri stefnumörkun, starfsfólk verið ráðið sameiginlega, vinnuað- staða verið nýtt af báðum stofn- unum svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta hefur orðið til þess að starfsfólkið er mjög jákvætt í umræðunni um aukið samstarf. „Starfsfólk beggja stofnana er orðið rnjög meðvitað um að með auknu samstarfi má sækja aukinn styrk og að þetta hafi eflaust ein- faldað Guðna þessa ákvörðun.“ Magnús segir einnig að hin nýja skrifstofubygging sem sveitarfé- lagið byggði hafi einnig hjálpað til við að skapa gott umhverfi þar sem stofnanir landbúnaðarins geti sótt styrk í aukna samvinnu. Að sögn Magnúsar skiptir það öllu máli hvernig nefndin inuni afgreiða málið. Mikilvægt sé að hún velji rétta leið og að mark- miðið sé ekki spamaður og nið- urskurður heldur styrking, efling og tækifæri líkt og Landbúnað- arráðherra hefur sagt. „Ef vel tekst til mun þetta tvímælalaust auka ffamboð á háskólanámi á Hvanneyri, bæði verður um aukna sérhæfingu að ræða sem og fleiri námsbrautir. Starfsfólk mun einnig fá tækifæri til að sinna fjölhæfari verkefnum eða sérhæfðari rannsóknum þannig að styrkur hvers og eins mun njóta sín fyrir heildina.“ Borgaríjörður mið- stöð landnýtingar Það fara spennandi tímar í hönd fyrir Landbúnaðarháskól- ann á Hvanneyri og Vestlend- inga alla. Aukin uppbygging á Hvanneyri mun hafa ýmis af- leidd áhrif og bjóða upp á ný tækifæri í atvinnusköpun sem byggir á rannsóknum og þróun- arvinnu. Það hefur komið fram að ekki er ætlunin að flytja RALA með manni og mús í Borgarfjörðinn en þó er ástæða til að reikna með því að sameig- inleg stofnun muni gera Borgar- fjörð að miðstöð landbúnaðar og landnýtingar á Islandi þegar ffani Iíða stundir. LandbúnaðarráSherra var ásamt verkefnisstjóminni á Hvanneyri í síóustu viku aö funda með starfsm'ónnum skólans. Það gafst þó tími til að gæða sér á krásum Sesseljit Bjamadóttur í mötu- neytinu á Hvanneyri. Nýstandsettar íbúðir til leigu að Höfðabraut 14-16 Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni á Skaganum að er að endurbyggja fjölbýlishúsið að Höfðabraut, bæði að innan og Nú eru lausar ellefu glæsilegar íbúðir með frábæru útsýni. Allar upplýsingar veitir Eignaumsjón f síma 585 4800.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.