Skessuhorn


Skessuhorn - 28.01.2004, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 28.01.2004, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. JANUAR 2004 Mikil vinna, en öll þess virði Ungir badmintonspilarar frá Akra- nesi hafa staðið í ströngu að undan- förnu. Skagamenn áttu fjóra spilara sem fóru með U-17 og U-19 lands- liðinu til Noregs um miðjan mánuð- inn. Tveir þeirra, Karitas Osk Olafs- dóttir og Hólmsteinn Þór Stefánsson fóru svo með U-19 landsliðinu til Austurríkis. Karitas Osk er gestur skráargatsins að þessu sinni. Hún lenti í 3. - 4. sæti í kjöri íþróttamanns Akranes, landaði m.a. þremur Islandsmeistaratitlum á síðasta ári. Nafn: Karitas Osk Olafsdóttir. Fæðingadagur og ár: 8. apríl 1987. Staif: Nemandi á náttúrufræðibraut í FVA. Fjölskyldnhagir: Bý heima hjá mömmu, pabba og Snerru (hund- inum mínum). Hvernig bíl áttu: Eg á engan bíl. Uppáhalds matur: Londonlamb, brúnaðar kartóflur og rósakál. Uppáhalds drykkur: Sprite. Uppáhalds sjónvarpsefni: Nágrannar ogjudging Amy. Uppáhalds sjónvarpsmaður: Otnar Ragnarsson. Uppáhalds leikari innlendur: Helga Braga. Uppáhalds leikari erlendur: Jennifer Aniston. Besta bíómyndin: Leagally blond. Uppáhalds íþróttamaður: Zidane. Uppáhalds íþróttafélag: ÍA. Uppáhalds stjórnmálamaður: Ég er mi voða lítið farin að spá í stjórnmálin. Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Það er hún litla frænka mín sem heitir Harpa Kristný, þegar hún er í sturtu syngur hún alltaf svo mikið. Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Le Ann Rimmes. Uppáhalds rithöfimdur: Dave Pelzer. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórninni: Spurðu mig eftir 10 ár. Hvað meturðu mest ífari annarra: Heiðarleika. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra: Þegar fólk hlustar ekki. Hver er þinn helsti kostur: Vinnusóm. Hver er þinn helsti ókostur: Mérfinnst stundum of gott að liggja í leti. Hvernig var í Austurríki: Það var mjög gaman, krakkarnir sem voru með íferðinni voru mjög skemmtileg og þegar við vorum ekki í íþróttahúsinu að keppa þá vorum við uppá hóteli að spila þannig að við höfðimi alltaf eitthvað að gera. Er alltafjafn gaman í badminton: Já mér finnst það, þetta er náttúrulega mjög mikil vinna en hún er öll þess virði. Hvað er svo framundan: Núna um helgma er ég aðfara að keppa í deildarkeppni í Reykjavík svo í byrjun mars verður lslandsmót unglinga og í byrjun apríl Islandsmót fullorðinna þar sem ég keppi í A flokki og inn á ??iilli býst ég við að verði einhver minni mót. Eitthvað að lokum: Lifðit líftnu í dag því þú veist ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Upplýsingar um fíknieftii Hafir þú upplýsingar um meðferð fíkniefna, þá vinsamlega komdu ábendingu á framfæri í talhólf 871 1166 Lögreglan í Borgamesi aivtíðLm/u. Eignir á Akranesi hækka hlut- fállslega meira en í Reykjavík Einbýlishúsin rísa hvert aföðru í Flatahverfi á Akranesi. Fasteignir á Akranesi hafa hækkað nokkuð á undanförn- um árum. Arið 2001 var með- alfermetraverð einbýlishúsa á Akranesi 68% af því sem var í Reykjavík. I lok árs 2003 var það hins vegar komið í tæp 74% af Reykjavíkurverði sam- kvæmt upplýsingum frá Fast- eignamati ríkisins. Meðalverð á hvern fermetra hefur hækkað nokkuð meira á einbýlishúsum en fjölbýlishúsum eða 17% á móti 14% á síðasta ári. Soffía Magnúsdóttir fast- eignasali á Fasteignamiðlun Vesturlands staðfesti í samtali við Skessuhorn að einbýlishús hefðu hækkað umfram önnur í verði. Að sögn Soffíu kom rnikill kippur í fasteignasöluna þegar viðbótarlánin komu til sögunnar. Frá þeim tíma hafi eftirspurn eftir einbýlishúsum aukist og verðið því hækkað að sama skapi. „Það hefur verið mjög mikið um fasteignavið- skipti á síðustu árurn. Meðal- aldur kaupenda hefur lækkað því nú hefur ungt fólk mögu- leika á að kaupa sér húsnæði á frjálsum markaði með 90% lánum. Þó að það hafi ekki fjölgað hér í bænum á síðasta ári þá búa orðið færri í hverju húsi en áður var. Fólk hefur efni og getu til að vera áfram í sínum húsum eftir að börnin eru flutt að heiman. Við erum þó að sjá í auknum mæli að ungt fólk ættað frá Akranesi er að flytja aftur heim eftir að hafa lokið námi og stofnað til fjöl- skyldu. Þau sækja í þetta góða umhverfi sem er hér fyrir börn- in.“ Soffía sagðist vera bjartsýn með fasteignasölu á nýbyrjuðu ári og að salan hafi rokið upp nú í janúar eftir rólegan desem- bermánuð. Hún telur að Akur- nesingar þurfi ekki að hafa áhyggjur að verðlækkun líkt og er í umræðunni í Reykjavík. Vífill Karlsson viðskipta- fræðingur hjá Samtölum sveit- arfélaga á Vesturlandi er að vinna úttekt á áhrifum Hval- fjarðarganga á búsetuþróun og búsetuskilyrði á Vesturlandi. I þerri úttekt kemur m.a. fram þróun fasteignaverðs á Vestur- landi í samanburði við höfuð- borgarsvæðið. Niðurstöður út- tektarinnar munu liggja fyrir síðar í vetur og verður þá greint frá þeim í Skessuhorni. ----------------p--- Söngvakeppni Oðals Um 70 þátttakendur tóku þátt í um þrjátíu söng- og dansatriðum á söngvakeppni 5. - 7. bekkjar sem fram fór í félagsmiðstöðinni Oðali sl. fimmtudag. Um 150 manns mættu til að horfa á keppnina þar sem aðalatriðið var jú bara að taka þátt og vera með. Það var Karítas Oðinsdóttir Varmalandsskóla sem var hlutskörpust að þessu sinni hjá dómnefndinni. Margir aðrir hlutu viðurkenningar fyrir framgöngu sína.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.