Skessuhorn - 31.03.2004, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 31.MARS 2004
jtttaauno...
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Simi: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501
SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi:
Ritstjóri og ábm:
Blaðamaður:
Auglýsingar:
Umbrot:
Framkvæmdastjóri:
Prentun:
Skessuhorn ehf
433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Gísli Einarsson 899 4098
Hrafnkell Proppé 892 2698
íris Arthúrsdóttir 696 7139
Guðrún Björk Friðriksdóttir 437 1677
Magnús Magnússon 894 8998
Prentmet ehf.
ritstjori@skessuhorn.is
hrafnkell@skessuhorn.is
iris@skessuhorn.is
gudrun@skessuhorn.is
magnus@skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á
L ' "gum. Auglýsendum er bent a ab pqnta auglýsingaplass tímanlega.
Skiíafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum.
Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með
greiðslukorti. Verð i lausasölu er 250 kr.
433 5500
Æviminn-
ingar eplis
Eg hef alla tíð verið mikill áhugamaður um epli enda var slíkt
hnossgæti mikið fágæti þegar ég var að alast upp í afdölum Borg-
arfjarðar. Var fæða þessi helst á boðstólum á stórhátíðum og voru
aldin þessi þá höndluð í stórum kössum í Kaupfélaginu.
Þar sem epli voru munaðarvara þá man ég til þess að hafa
hneykslast mjög á Vilhjálmi litla tell sem gerði sér það að leik að
skjóta epli á færi með boga sínum og gjörspilla þannig þessum á-
gætu ávöxtum.
Lítið vissi ég um ættir eða uppruna þessara epla sem ég át í
minni heimasveit, gjarnan við kertaljós, annað en að ég taldi víst að
þau hefðu verið plokkuð af tré einhversstaðar í öðru landi. Eg man
reyndar að á kössunum stóð gjarnan Washington sem gæti bent til
þess ávextimir hafi verið uppmnnir í Bandaríkjahreppi. Það olli
mér heldur ekki miklum höfuðverk þó ekki fylgdu ættbókarvott-
orð með eplakössunum. Annað hvort vom þau skernmd eða
óskemmd, æt eða óæt og annað skipti hreinlega ekki máli.
Mér varð hugsað tíl þess þegar ég sá auglýsingu í ágætu dagblaði
nú í vikunni þar sem verslun nokkur bauð til sölu epli sem merkt
vom með einhverskonar kennitölu. Með því að fletta kennitölunni
upp á heimasíðu verslunarinnar átti að vera hægt að fá allar upp-
lýsingar um viðkomandi epli alveg frá því eplatréð sem það hýsti
var bara lítið fræ. Þar átti einnig að vera hægt að lesa ævisögu epl-
isins í smáatriðum, meðal annars ýtarlega ffásögn af því þegar það
var orðið fullþroska og tilbúið að hleypa heimdraganum. Einnig
var boðið upp á upplýsingar um týnandann, þ.e.a.s., þann sem
týndi eplið af trénu, með eigin hendi og þá að sjálfsögðu einnig
hvort það var sú vinstri eða hægri. Loks var ferðasaga eplisins til-
tæk frá því það yfirgaf tréð og þar til það lenti í lúkunum á neyt-
andanum.
Allar þessar upplýsingar áttu að tryggja að viðkomandi epli væri
margfalt hollari fæða en önnur epli sem ekki geta státað af ættar-
tölu. Ekki dreg ég það svo sem í efa og sem áhugamaður um epli,
svo sem fyrr segir, þá fannst mér það geta verið forvitnilegt að
ffæðast um einstaklinga af þessari tegund fyrst þess var kosmr. Eg
er hinsvegar þeirrar gerðar að ég ét þegar ég er svangur og þá þol-
ir sú aðgerð helst enga bið. Eg er því ekki viss um að það henti mér
að eyða jafnvel einhverjum klukkutímum í að lesa æviminningar
hvers einasta eplis sem ég japla á. Því hvers virði er sú vitneskja ef
fórnarkostnaðurinn er hungurdauði? Auk þess er ég þeirrar skoð-
unar að það borgi sig ekki að stofna til náinna kynna við það sem
maður ætlar að éta.
Verði hinum samt að góðu.
Gísli Einarsson, eplafræðingur.
Samstarf á milli
VeiðimálastoÉaunar og LBH
Arsfundur Veiðimálastofn-
unar var haldinn á Hvanneyri
s.l. föstudag. Er þetta í fyrsta
skipti sem stofnunin heldur árs-
fund sinn utan Reykjavíkur. I
lok fundarins var skrifað undir
samstarfssamning á milli Veiði-
málastofnunnar og Landbúnað-
arháskólans á Hvanneyri.
Samningurinn gerir m.a. ráð
fyrir að sérfræðingar Veiði-
málastofnunar muni sinna
kennslu á sviði ferskvatnsnýt-
ingar og vatnalíffræði og end-
urmenntunar og unnið verði að
sameiginlegum rannsókna- og
þróunarverkefnum í landbún-
aði.
Sigurður Már Einarsson,
deildarstjóri Vesturlandsdeildar
Veiðimálastofnunar sagði í
samtali við Skessuhorn að aukin
verkefni myndi skjóta sterkari
stoðum undir starfsemina og ef
vel takist til er möguleiki að
bætt verði við starfsmanni í
deildina. Auk þess segir Sig-
Sigurður Guðjónsson framkvæmdastjóri Veiðimálastofnunar og Magn-
ús B. Jónsson rektor Landbúnaðarháskóians á Hvanneyri handsöluðu
samkomulagið.
urður það mikinn styrk að
koma í það akademíska um-
hverfi sem hefur myndast við
Hvanneyri og möguleikar séu á
samstarfi við nemendur sem
hafa áhuga á að vinna verkefni á
sviði vatnalíffræði og
ferskvatnsnýtingar. Vestur-
landsdeild Veiðimálastofnunar
mun flytja svo í kjölfarið í skrif-
stofuhús Hvanna nú í vor.
Snæfellsnesverkefiiið
kynnt á Nýja Sjálandi
Eins og flestum er kunnugt
vinna sveitarstjórnirnar á Snæ-
fellsnesi nú að því að fá vottun
frá Green Globe 21 fýrir Snæ-
fellsnes sem sjálfbært samfélag
með aðaláherslu á umhverfis-
væna ferðaþjónustu. Stjórn
undirbúnings að þessu verkefni
er í höndum Leiðarljós ehf. og
Umís ehf., en fýrirtækin hafa
notið aðstoðar stýrihóps frá
sveitarfélögunum.
I nóvember á síðasta ári
komu til Snæfellsness þau
Cathy Parsons alheimsforstjóri
Green Globe 21 og Sir Frank
Moore stjórnarformaður
Green Globe 21. Þau buðu
fulltrúa frá Snæfellsnesi að
koma til Kaikoura á Nýja Sjá-
landi á fýrstu ráðstefnu Green
Globe 21 um sjálfbæra ferða-
Sameiningarnefnd Borgar-
byggðar, Borgarfjarðarsveitar,
Hvítársíðuhrepps og Skorra-
dals hélt fýrstu kynningarfund-
ina um hugsanlega sameiningu
þessara sveitarfélaga í vikunni.
A mánudag var haldinn fundur
á Varmalandi og annar í Brún í
Bæjasveit í gærkvöld. Fundirnir
voru þokkalega sóttir og nokk-
ur umræða um kosti og galla
sameiningarinnar. Frarn kom
þjónustu til að kynna Snæfells-
nesverkefnið. Fóru þau Guð-
rún og Guðlaugur Bergmann
frá Leiðarljósi ehf. á Hellnum á
ráðstefnuna og kynntu það sem
verið hefur að gerast á Snæ-
fellsnesi.
Gestir á ráðstefnunni voru
um 130 og vakti erindi og önn-
ur kynning á Snæfellsnesverk-
efninu mikla athygli. „ Ljóst er
af því sem fram kom á ráðstefn-
unni að sveitarfélögin á Snæ-
fellsnesi eru í algjöru forystu-
hlutverki hvað varðar vottun
sveitarfélaga/samfélaga. Fram-
tíðarstefna sveitarfélaganna
vakti mikla athygli, einkum og
sér í lagi fýrir það hversu víð-
tæk og framsækin hún er,“ seg-
ir í ítarlegri umfjöllun um ráð-
stefnuna á heimasíðu Snæfells-
bæjar.
að skiptar skoðanir eru um á-
gæti þess að þessi sveitarfélög
gangi í eina sæng. Umræðan
snerist ekki síst um verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga og
hvernig hún muni breytast í
framtíðinni. Þá var mikið rætt
um skólamál, samgöngumál og
fjárhagsstöðu sveitarfélaganna.
Síðast fundurinn að sinni
verður í Borgarnesi í kvöld.
Hæsti
styrkur
Landnámssafn í Borgar-
nesi hlaut hæsta styrk úr
Menningarborgarsjóði þetta
árið eða eina milljón króna.
Undirbúningur verkefhisins
stendur nú sem hæst undir
stjórn Kjartans Ragnarsson-
ar leikstjóra. Stefnt er að því
að safnið verði sýnilegt strax
á næsta ári.
Rekstrarað-
ilar á Eiríks-
stöðum
Samið hefur verið við
hjónin á Vatni í Haukadal,
þau Helgu Agústsdóttur og
Sigurð Jökulsson, um að þau
taki að sér rekstur Eiríks-
staða í sumar. Ferðamönn-
um, sem heimsækja slóðir
þeirra feðga Leifs heppna og
Eiríks rauða, hefur fjölgað ár
frá ári og má búast við mik-
illi gestanauð á Eiríksstöð-
um í sumar þar sem nú er
Brattabrekkan er orðin
þokkalega greiðfær.
Leiðrétting
I ffétt, í síðasta tölublaði,
um stuðning Bílás og BogL
vantaði nafn Einars Guð-
leifssonar. Við biðjumst vel-
virðingar á þessum mistök-
urn.
Fundað um
sameiningarmál