Skessuhorn - 31.03.2004, Qupperneq 10
10
MIÐVIKUDAGUR 31.MARS 2004
Ef ég vœri vitur
Með kveðju til hennar Margrétar á
I Melteignum á Akranesi. Aldrei leiðist
henni blessuninni að láta ljós sitt skína á
landbúnaðarmálin, þó birtan af ljósi því
sé reyndar lítil en ósreykurinn til rnuna
I meiri.
Ein er kona orðagleiö
ýmsir pistlar vitna um það,
Margrét virðist raunar reið
ef rœðir hún um landbúnað.
Sér hún flest í sauðarlit
segir bœndur versta lýð,
löngum sýna lítið vit
og landníðingar alla tíð.
Fagnar mjög ef fœkkar þeim,
finnst svo eflaust prýði þar
að mega að bœjum horfa heim
á huggulegar rústirnar.
Ekki vantar gáfnagnótt
glaðnar hugur Margrétar,
trjám vill planta títt og ótt
til að fela sveitirnar.
Dregur nokkurn dýrðleik frá
draumnum sem þœr vonir bar.
Roiiuflokkar ráðast á
runnagróður allstaðar.
Martröð af því Margrét fœr
minnst ef er á sauðarfót.
Henni er ekki kindin kær
með kjaft sem nagar allt að rót.
Okkur hefur á því frœtt
einlœg mjög í sinni trú
að lambakjöt sé ekki œtt
og aflögð skulu sauðfjárbú.
Allir þeir sem ala fé
eigi strax að hœtta því
Kostafœði kjarngott sé
kjúklingar og ,,svínarí. “
Það er margt sem Margrét veit
miklu betur en við hin.
Þó hún ekki sé úr sveit
samt er víðtæk þekkingin.
Viska siík ef veittist mér
vœri ég af mestu náð,
lögreglunni og lœknum hér
líkast til að gefa ráð.
Ég er sem sagt bara fyrrverandi sauð-
fjárbóndi, vildi samt að ég væri ekki fyrr-
verandi.
Heiðnín Jónsdóttir
Skarðsbraut 17 Akranesi
Hugfangin af sauðkindinni.
Asrán Matthíasdóttir
Fjamám við Háskólann
í Reykjavík
Fjarnám í háskólum eykur
sveigjanleika í námi og skapar
mörgum möguleika til að
stunda nám sem að ella gætu
það ekki. Fjarnám er góður
kostur fyrir einstaklinga sem
vilja afla sér aukinnar mennt-
unar án þess að þurfa að flytja
og hætta vinnu eða vilja vera
heima og sinna börnum
samhliða námi.
Fyrir þá sem vilja eiga
möguleika á störfum í tækni-
væddu samfélagi nútímans er
tölvunarfræði góður kostur
enda býður fagið upp á góða
undirstöðumenntun sem nýt-
ist vel á ýmsum sviðum. Tölv-
unarfræðideild Háskólans í
Reykjavík (HR) býður upp á
nám í kerfisfræði (60 eining-
ar) í fjarnámi. Kerfisfræðingar
eiga kost á fjölbreyttum störf-
um sem henta jafnt konum
sem körlum, s.s. við alla þætti
hugbúnaðargerðar, en einnig
við önnur störf s.s. stjórnun,
ráðgjöf, rannsóknir og
kennslu.
Fjarnámið í HR er tekið á
hálfúm hraða; tvö námskeið á
haustönn og tvö námskeið á
vorönn ásamt verklegu nám-
skeiði á vorönn sem krefst
þess að nemendur vinni verk-
efni í skólanum í þrjár vikur.
Námsefni fjögurra anna er því
tekið á fjórum árum í stað
tveggja í staðbundu námi.
Námsefni og námskröfur í
fjarnámi er eins og í staðar-
námi og fer fjarnám deildar-
innar fer fram í sérhönnuðu
kennsluumhverfi sem skólinn
hefur þróað á undanförnum
árum og byggir á internet-
tækni.
Fyrirlestrar í kennslustund-
um í staðarnámi er teknir upp
og eru þessir hljóðfyrirlestrar
settir á netið fyrir fjarnema
sem geta sótt þá og hlustað á
þegar þeir vilja og eins oft og
þeir vilja. A hverri önn eru
tvær tveggja daga vinnulotur
um helgi í HR þar sem fjar-
nemendum gefst tækifæri til
þess að hitta kennara sína og
aðra fjarnemendur, hlusta á
fyrirlestra og vinna að verk-
efnum. Spjall í beinni er viku-
lega í flestum námskeiðum
þar sem kennari og nemendur
tengjast samtímis inn á inter-
netið til að spjalla þar saman
um námsefhið. Spjall í beinni
kemur í stað hefðbundinna
símatíma kennara. Að auki
eru nýttir umræðuþræðir í
kennslukerfi skólans þar sem
nemendur ræða námsefnið,
leggja fram spurningar og
taka þátt í að svara spurning-
um annarra.
Æskilegur undirbúningur
fyrir háskólanám er stúdents-
próf en í HR skoðum við um-
sóknir frá nemendum sem
ekki hafa lokið stúdentsprófi
og metum hvort við teljum
viðkomandi hafa nægan
þroska og undirbúning, s.s.
annað nám eða starfsreynslu,
sem gerir umsækjanda hæfan
til að stunda háskólanám.
Nánari upplýsingar er að
finna á www.ru.is og þar er
hægt að sækja um skólavist.
Asrún Matthíasdóttir
lektor og verkefnisstjóri
fjamáms
Háskólanum í Reykjavík.
„Frá fikti til dauða“ í
Starfsmenn Vinnustofunnar
Ás eru í dag að ljúka við að
pakka bæklingnum Frá fikti til
dauða, sem Ungmennafélag Is-
lands dreifir til foreldra allra
barna og unglinga 11-15 ára.
Bæklingurinn er sendur út til
foreldra 20.000 barna og ung-
linga.
Frá fikti til dauða er fræðslu-
bæklingur fyrir foreldra um rétt
viðbrögð við fyrstu einkennum
af fíkniefnanotkun. Bæklingur-
inn var unnin í samstarfi við
forvarnadeild lögreglunnar og
var liður í verkefninu Fíkn er
fjötur sem UMFI og Kam-
merkór Reykjavíkur stóðu fyrir
á sl. ári.
Ungmennafélag Islands og
Kammerkór Reykjavíkur stóðu
á sl. ári fyrir tónleikum Fíkn er
fjötur á sex stöðum á landinu.
Tónleikarnir voru haldnir á
Suniiu-
dags-
skólinn
Mig langar að segja ykkur
eina sögu úr
sunnudagaskólanum..
Það er ýmislegt gott kennt
í sunnudagaskólanum og
ekki alls fyrir löngu þá var ég
að kanna þekkingu barnanna
á frelsuninni , þ.e. hvernig
komumst við til himna, svo
ég spurði þau;
Ef ég seldi húsið mitt og
bílinn og seldi allt sem ég
ætti og gæfi það til
kirkjunnar, myndi ég komast
til himna?
Nei. svöruðu krakkarnir.
Ef ég myndi þrífa kirkjuna
á hverjum degi og passaði
upp á að allt væri hreint og
fallegt, myndi ég þá komast
til himna?
Nei svöruðu krakkarnir
aftur.
Ég brosti með sjálfri mér
því þetta gekk bara mjög vel.
Jæja, ef ég væri góð við öll
dýr og gæfi öllum börnum
nammi og elskaði öll börn
og manninn niinn
skilyrðislaust, myndi ég þá
komast til himna?
Nei svöruðu þau öll sömul
Ég var að springa úr stolti
yfir þeim og mér auðvitað
fyrir að hafa kennt þeim
svona vel!
Svo ég hélt áfram, jæja
hvernig kemst maður þá til
himna, spurði ég krakkana
Og þá hrópaði ein 5 ára.
Nú þú verður að vera
DAUÐ.!!!
dreifingu
Selfossi, ísafirði, Ólafsvík, Ak-
ureyri, Reykjavík og Egilsstöð-
um, í umsjón Þjónustumið-
stöðva UMFI sem starfa á þess-
um stöðum. Fjöldi kóra og
tónlistarmanna úr heimabyggð
sem og gestir tóku þátt í tón-
leikunum. Alls tóku þátt í
þessum tónleikum tugir kóra og
á annað þúsund tónlistar-
manna.