Skessuhorn - 31.03.2004, Qupperneq 14
14
MIÐVIKUDAGUR 31.MARS 2004
dotisaiinu^
Guðmundur Böðvarsson.
Aldarafinæli Guð-
mundar Böðvarssonar
Þann 1. september nk. verða
hundrað ár liðin frá fæðingu
Guðmundar Böðvarssonar
skálds á Kirkjubóli í Hvítár-
síðu. I tilefni af því verður gef-
in út glæsileg bók með hund-
rað úrvalsljóðum skáldsins og
grein um líf hans og list eftir
Silju Aðalsteinsdóttur, ævi-
söguritara hans. Bókin hefnr
hlotið heitið Ljóðöld.
Guðmundur Böðvarsson
var, með orðum Kristins E.
Andréssonar bókaútgefanda og
ritstjóra, eitt af ævintýrunum í
íslenskum bókmenntum, nán-
ast óskólagenginn sveitastrák-
ur sem skipaði sér á fremsta
bekk íslenskra skálda á 20. öld.
Með fágætlega einlægum ljóð-
um, hvort sem þau snertu sár-
an streng, ljúfan eða stríðan,
öðlaðist Guðmundur varan-
legan sess í huga og hjarta
þjóðar sinnar.
Aðdáendum ljóða Guð-
mundar sem vilja heiðra minn-
ingu hans á aldarafmælinu
býðst að setja nöfn sín á nafna-
skrá til minningar um skáldið
fremst í Ljóðöld og fá þá bók-
ina heimsenda á sérstöku á-
skriftarverði. Þeim er bent á að
hafa samband við Hörpuútgáf-
una á Akranesi fýrir 30. apríl í
síma 431-2860 eða á netfangið
bragi@horpuutgafan.is.
Arshátíð Grunnskólans í Olafsvík
Síðastliðinn föstudag var árshátíð Grunnskólans í Olafs-
vík haldin í félagsheimilinu Klifi með pompi og prakt að
vanda. Allir bekkir skólans sýndu skemmtiatriði og voru
þau afar fjölbreytt, söngur, dans, leikþættir og eftirhermur
svo eitthvað sé nefnt.
Sambandsþing UMSB
Frá sambandsþingi UMSB í Logalandi.
Þann 17. mars sl. var haldið
82. sambandsþing Ungmenna-
sambands Borgarfjarðar. Þingið
var vel sótt af ríflega 50 þing-
fulltrúum auk stjórnar UMSB
og góðum gestum, þeim Ásdísi
Helgu Bjarnadóttur og Birgi
Gunnlaugssyni stjórnarmönn-
um í UMFI og Eggerti B.
Schram og Stefáni Konráðssyni
frá ISI. Asdísi Helgu Bjarna-
dóttur var veitt gullmerki
UMSB fýrir vel unnin störf í
þágu sambandsins og Irisi
Grönfeldt var afhent bókargjöf
í tilefni fertugsafmælis á síðasta
ári. Þá var eftirfarandi aðilum
veitt viðurkenning fýrir Is-
landsmeistaratitil í fyrsta sinn:
Benedikt Líndal, Umf. Skugga,
Helga Sveinssyni, Umf. Kveld-
úlfi og Trausta Eiríkssyni, Umf.
Skallagrími.
Af málum sem þingið af-
greiddi má nefna að ákveðið var
að gera sérstakt átak í íþrótta-
starfi eldri borgara, meðal ann-
ars með því að stofna starfs-
nefnd á vegum UMSB til að
sinna þessum málaflokki. Þá var
samþykkt að halda áfram þátt-
töku í verkefnunum Göngum
um ísland og Fjölskyldan á
fjallið. Fjall okkar að þessu sinni
er Varmalækjarmúlinn og á vor-
dögum verður hópganga á múl-
ann þar sem póstkassa og gesta-
bók verður komið fýrir á toppi
fjallsins. Einnig var samþykkt
að efna til sérstaks Vesturlands-
móts í frjálsum íþróttum í sum-
ar og tengja það keppni ung-
linga 14 ára og eldri á Héraðs-
móti UMSB utanhúss. Þingið
fjallaði um Sparisjóðshlaup
UMSB og ákvað nokkrar breyt-
ingar á fýrirkomulagi hlaupsins.
I sumar verður hlaupið fært inn
í Borgarnes og stytt nokkuð, en
með haustinu verður haldið 25
km, 10 km og 4 km hlaup í
kringum Hvanneyri. Fleiri til-
lögur voru samþykktar en þing-
gerðin mun birtast í heild sinni
á heimasíðunni www.umsb.is
innan tíðar.
Þær breytingar urðu á stjórn
UMSB að Þórhildur Þorsteins-
dóttir lét af störfum sem vara-
sambandstjóri og Axel Vatnsdal
var kjörinn í hennar stað. Axel
var varamaður Þórhildar og
Friðrik Aspelund var kjörinn
varamaður Axels.
Herra og ungfirú
Amardalur
Árshátíð Arnardals og grunnskólanna á Akranesi var haldin í Grunda-
skóla s.l. föstudagskvöld. Árshátíðin tókst mjög vel og var unglingun-
um til fyrirmyndar. Grínarinn Pétur J. Sigfússon úr 70 mínútum var
með magnað ugpistand. Að venju voru herra og ungfrú Arnardalur
krýnd en að þessu sinni voru það Þór Birgisson og Eva Eiríksdóttir,
bæði nemendur í 10. bekk Grundaskóla.