Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2004, Side 11

Skessuhorn - 06.04.2004, Side 11
 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRIL 2004 11 Barátta um 100 m í skriðsundi Kolbrún Ýr stóð uppi sem íslandsmethafi Það var hörð keppni á milli Kolbrúnar Ýr Kristjáns- dóttur og Rangheiðar Ragn- arsdóttur, um helgina, þó svo að þær hafi verið að keppa á sitt hvoru mótinu. Þær stöllur slógu til skiptis átta ára gamalt met í fjór- gang, Kolbrún Ýr á Amster- dam Swim Cup og Ragn- heiður á Grand Prix mótinu í Stokkhólmi. Kolbrún tók af skarið og byrjaði að fella metið um 11/100. Um klukkustund síðar stakk Ragnheiður sér til sunds í Stokkhólmi og bætti metið um 18/100, en báðar stúlk- urnar komust í úrslitasund- in. Þar bætti Kolbrún Ýr met Ragnheiðar um 04/100 en Ragnheiður gerði enn betur og sló metið þegar hún synti á tímanum 26,34 eða 12/100 betri tíma en Kolbrún Ýr. Sama spennan var á milli stúlknanna í 100 m. skrið- sundi. Kolbrún Ýr byrjaði á því að bæta eigið íslands- met í 100 m. skriðsundi, þegar hún synti á tímanum 57,92 og komst þar með í úrslit í Amsterdam. Ragn- heiður keppti í undanrásum í Stokkhólmi og bætti þar met Kolbrúnar um 05/100 ú sekúndu. Kolbrún Ýr setti svo nýtt íslandsmet þegar hún synti í B-úrslitum 100 m. skrið- sundsins, lokatími hennar 57,55 (27,69- 29,86) sem skilaði henni 3. sætinu. Hún bætti því met Ragnheiðar Ragnarsdóttur um 32/100 úr sekúndu. Þetta er gott veganesti í lokaundirbún- inginn fyrir Evrópumeistara- mótið í Madrid í maí. Kol- brún Ýr tók einnig þátt í B- úrslitum í 50 m. baksundi, en hún átti að vera í A-úrslit- um. Þar sem A-úrslitin í 50 m. baksundinu voru rétt á undan skriðsundinu fékk Kolbrún að keppa í B-úrslit- inum í staðinn. Kolbrún synti mjög vel og vann B-úrslitin á tímanum 30,95 sekúndum, sem er aðeins 19/100 frá ís- landsmeti hennar í greininni. Það má leiða að því líkum að metið hefði fallið ef Kol- brún hefði fengið meira en þær 15 mínútur sem liðu á milli sunda til að undirbúa sig. íslandsmeistaramót í badminton Góður árangur ÍA Það má segja að það hafi verið góður dagur hjá Skagamönnum á lokadegi íslandsmótsins í badminton. Drífa Harðardóttir vann tvö- falt í M. fl. er hún sigraði í tví- liðaleik, ásamt Söru Jóns- dóttur TBR og í tvenndarleik, ásamt Sveini Sölvasyni TBR. í A. fl. urðu Karitas Ósk Ó- lafsdóttir og Hólmsteinn Þór Valdimarsson tvöfaldir meistarar. Karitas Ósk vann í einliðaleik og tvíliðaleik, á- samt Hólmsteini Þór og Hólmsteinn Þórvann einnig í tvíliðaleik, ásamt Stefáni Halldóri Jónssyni. Þeir unnu Skagamennina Friðrik Veigar Guðjónsson og Sigurð Má Harðarsson í úrslitaleik. í B. fl. vann Hanna María Guð- bjartsdóttir í tvenndarleik, á- samt Daníel Thomsen TBR. Þetta er sannarlega glæsi- legur árangur hjá okkar fólki, því það unnust gullverðlaun í öllum úrslitaleikjum sem ÍA tók þátt í í dag. Laufey Sigurðardóttir var einn af aðaldómurum móts- ins og dæmdi leik í úrslitum og einnig dæmdu á mótinu Sigurður Sigurðsson og Rúnar Sigríksson, þá tóku keppendur okkar virkan þátt í línudómgæslu í úrslitum M flokks. Skagamenn leiða riðilinn í deildarbik- arnum Skagamenn lögðu Stjörnuna úr Garðabæ, með einu marki gegn engu, þegar að liðin mættust í 5. umferð deildarbik- arkeppni KSÍ í Fífunni í Kópa- vogi um síðustu hetgi. Það verður ekki sagt að um áferða- faliega knattspyrnu hafi verið að ræða hjá liðunum. Stjarnan, sem er neðsta liðið í riðiinum, hefur einungis skorað 2 mörk. Skagamenn duttu hins vegar niður á plan andstæðinganna og var leikurinn mjög tilþrifalítill. Eina mark leiksins var sjálfs- mark, en önnur tíðindi voru þau helst að Hjálmi Dór var vikið af velli eftir nokkuð vafasama tæklingu undir lok leiksins. í lið Skagamanna vantaði nokkra lykilmenn, Stefán var í banni og Þórður og Gulli voru báðir meiddir. Skagamenn leiða nú B-riðilinn, eru með 12 stig aðs 5 leikjum loknum. Keflvíkingar eru tveimur stigum undir en eiga leik til góða. Úrslitaeinvígið í körfuboltanum Á brattann að sækja fyrir Snæfell Snæfell er nú í fyrsta sinn að keppa um íslandsmeistaratit- ilinn í körfubolta og úrslitaein- vígið við íslandsmeistara Kefl- víkinga hefur farið mjög fjör- lega af stað. Nú þegar hafa farið fram 3 leikir og er staðan að þeim loknum 2-1 fyrir Keflavík. Það var gríðarlega hart barist í Stykkishólmi í fyrstu viðureigninni, sem Snæfell- ingar sigruðu með 80 stigum gegn 76. Staðan í hálfleik var 41:38 og var Snæfell með yfir- höndina í síðari hálfleik, en Keflavík gerði harða atlögu að heimamönnum undir lokin. Corey Dickerson skoraði 33 stig fyrir Snæfell og Hlynur Bæringsson var með 12 stig og 20 fráköst. Keflavík hafði betur, 104:98, í öðrum leik liðanna, sem fram fór í Keflavík. Leikurinn var mjög jafn þar til Keflavíkingar gerðu út um leikinn með góð- um leikkafla í upphafi fjórða leikhluta. Þá náðu þeir 13 stiga forskoti. Snæfellingar náðu aldrei að vinna upp þann mun þrátt fyrir hetjulega baráttu. Stigahæstu menn Snæfells voru þeir Dondrell Whitmore og Hlynur Bæringinsson með 24 stig hvor. Cory Dickerson leikmaður Snæfells var rekinn af velli undir lok leiksins sem þýðir að hann verður væntan- lega í banni þegar liðin eigast við þriðja sinn á mánudaginn. Forsvarsmenn Snæfells lögðu fram kæru til aganefnd- ar KKÍ, vegna nokkurra atvika, þar sem leikstjórnandi Kefla- víkur, Arnar Freyr Jónsson gerðist sekur um óíþróttam- anslega hegðun að mati Snæ- fells. Öll atvikin eru á mynd- bandi sem lagt er fram kærunni til stuðnings. Ef aga- nefnd KKÍ úrskurðar Arnar Frey í bann, þá tekur það gildi í fjórða leik liðanna sem fram fer í Keflavík n.k. laugardag. Þriðji leikur liðanna fór fram s.l. mánudagskvöld og lyktaði leiknum með sigri Keflvíkinga 79-64. Það verður því þungur róður hjá Snæfellingum í Keflavík nk. laugardag. -háp Sundmót á Varmalandi Fimmtudaginn 1. apríl fór fram sundmót í Varmalands- skóla. Keppni var með hefð- bundnum hætti en stigaút- reikningur var með nýju sniði. Keppt var eftir nýrri unglingastigatöflu í sundi sem einn kennari skólans er að semja. Nýja stigataflan er þannig sniðin að bekkirnir geti keppt á jafnréttisgrund- velli. Við gerð töflunnar eru héraðsmet UMSB í sundi í yngri flokknum höfð til við- miðunar. Á mótinu er keppt um far- andbikar. Fjórir bekkir tóku þátt í keppninni sem var mjög jöfn og spennandi. Sigurvegari var 6. bekkur með 3930 stig. í öðru sæti var 7. bekkur með 3697 stig. í þriðja sæti var 5. bekkur með 3638 stig. Fjórði bekkur 6. bekkur vann stigakeppnina og fekk farandbikarmn, með þeim a myndinni er kennari þeirra íris Randversdóttir. hlaut svo 3628 stig. í stiga- keppni einstaklinga sigraði Jóhanna Karen Guðbrands- dóttir, 4. bekk með 826 stig, en veitt voru verðlaun fyrir árangur úr tveimur greinum. Mynd: Ingimundur Ingimundarson. i öðru sæti var Kristinn Örn Sigurjónsson, 6. bekk, með 778 stig og í því þriðja var Bergþór Jóhannesson, 7. bekk með 754 stig. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi iðnaðarsvœðis á Grundartanga, Borgarfirði Hreppsnefnd Skilmannahrepps auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi iðnaðarsvæðis á Grundartanga 1997 - 2017, ásamt áorðnum breytingum samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr 73/1997. Breytingin á aðalskipulaginu er um stækkun hafnarsvæðisins og nær einungis til stækkunar hafnarinnar, þ.e. lengingu viðlegukants í suð-vesturátt um 250 metra ásamt nauðsynlegum grjótíyllingum við veg, við stálþil og undir og við bryggjugólf. Breytingartillagan verður til sýnis annars vegar á Hreppsskrifstofu Skilmannahrepps að Hagamel 16, Skilmannahreppi á opnunartíma skrifstofunnar og hins vegar l Markstofii ehf. Merkigerði 18, Akranesi alla virka daga frá kl. 10:00 - 16:00 frá 14. ! apríl 2004 til og með 13. maí 2004. I Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera 5 athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er til kl 16:00 fimmtudaginn 27. maí 2004 og skal skila þeim til Hreppsskrifstofu Skilmannahrepps, Hagamel 16, Skilmannahreppi, 301 Akranes. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breytingatillöguna fýrir tilskilinn frest telst samþykkur henni. ^________________________________________________________Oddviti Skilmannahrepps ^

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.