Skessuhorn - 07.07.2004, Qupperneq 6
6
MIÐVIKUDAGUR 7. TULI 2004
jnimunu,.
Svipmyndir frá Færeyskum dögum
Færeysku dagarnir voru
haldnir hátíðlegir í Olafsvík
síðustu helgina í júní. Mikill
fjöldi gesta og heimamanna
tók þátt í hátíðahöldunum
þrátt fyrir að veðurguðirnir
hafi oft verið hressari. Þokka-
legt veður var þó á kvöldin og
ágæt stemning ríkti í bænum.
MM.
Ljósmyndir: Jón Eggertsson.
Danshópurinn Snæstjörnurnar og eldri borgarar sýndu kántrýdansa á
sviðinu.
Brottfluttir Ólsarar fjölmenntu. Hér eru nokkrir þeirra á
tali við heimamenn.
Erla Höskuldsdóttir og Olga Gunnarsdóttur þöndu
raddböndin.
Bryggjuball fór fram við fiskmarkaðinn á föstudagskvöldinu.
Fjórtán umsækjendur
Magnús B Jónsson er meðal umsækjenda um
stöðu rektors Landbúnaðarháskóta Islands. Hér
er Magnús við útskrift Landbúnaðarháskólans á
Hvanneyri fyrr í vor.
1. júí rann út
frestur til að
senda inn um-
sóknir til land-
búnaðarráðu-
neytisins um hina
nýju stöðu rekt-
ors Landbúnað-
arháskóla Is-
lands. Eins og
kunnugt er verða
Rannsóknar-
stofnun landbún-
aðarins, Land-
búnaðarháskól-
inn á Hvanneyri
og Garðyrkju-
skólinn á Reykj-
um færðar undir
eina stjórn í
nýrri stofnun um næstu áramót.
Eins og fram kemur í fréttatil-
kynningu frá landbúnaðarráðu-
neytinu sóttu eftirtaldir íjórtán
aðilar um stöðuna:
1. Agúst Sigurðsson, lands-
ráðunautur í hrossarækt og
ráðunautur í erfða- og kyn-
bótafræði hjá Bændasamtök-
um íslands, hrossaræktandi
og bóndi.
2. Arni Bragason, forstöðu-
maður Náttúruverndar- og
útivistarsviðs Umhverfis-
stofnunar.
3. Áslaug Helgadóttir, aðstoð-
arfostjóri Rannsóknastofn-
unar landbúnaðarins.
4. Björn Steinbjörnsson, hér-
aðsdýralæknir í Austurlands-
umdæmi nyrðra, fram-
kvæmdastjóri Dýraspítala
Austurlands á Egilsstöðum.
5. Eiríkur Blöndal, fram-
kvæmdastjóri Búnaðarsam-
taka Vesturlands.
6. Ingibjörg S. Jónsdóttir, pró-
fessor við háskólasetrið á
Svalbarða.
7. Ingileif Steinunn Kristjáns-
dóttir, kennari við Vallaskóla
á Selfossi.
8. Ivar Jónsson, prófessor í við-
skiptafræðideild Háskólans á
Bifröst.
9. Kristín Vala Ragnarsdóttir,
prófessor í umhverfisjarð-
fræði við háskólann í Bristol
í Bretlandi.
10. Magnús B. Jónsson, rektor
Landbúnaðarháskólans á
Hvanneyri.
11 .Olafur Melsted, aðstoðar-
skólameistari við Garð-
yrkjuskóla ríkisins.
12.Róbert Hlöðversson, fram-
kvæmdastjóri Nýju skoðun-
arstofunnar hf.
13.Sveinn Aðalsteinsson, skóla-
meistari Garðyrkjuskóla rík-
isins.
14.Þorsteinn Tómasson, for-
stjóri Rannsóknarstofnunar
landbúnaðarins.
MM
<7 {.'{/‘(uuun'
Umsjón: lris Arthúrsdóttir.
Kanilsnúðar með marsípani
Þetta eru algjörir sælusnúð-
ar ! Þeir smakkast best volgir
með ískaldri mjólk. Reyndar
er líka alveg hægt að nota
bolludeig úr pakka fyrir þá sem
eru að flýta sér eða vilja ein-
falda þetta. Eg hef prófað það
og það er bara mjög gott. Ekki
vera nísk á marsipanið og
kanilinn því það gerir
gæfumuninn. Það er líka gott
að setja smá kardimommuduft
út í deigið til að fá meira
bragð.
50 gr pressuger eða 1 pk þurrger
100 - 150 gr. Smjör/ smjörlíki
5 dl ylvolg mjólk
1/2 tsk salt
1 1/2 dl sykur
Ca 12 - 13 dl hveiti
Fylling
Brætt stnjörlíki
Kanilsykur
Marsipan
1. Blandið gerinu
samna við ylvolga
mjólkina.
2. Blandið þurrefn-
unum saman í skál,
myljið smjörið út í
og hellið síðan ger-
blöndunni saman
við. Gott er að
hnoða öllu saman í
hrærivélarskál eða
einfaldlega með
höndunum. Látið
hefast undir rökum
klút í minnst 30 - 60 mín.
3. Fletjið deigið út á hveitist-
ráðu borði eða plastdúk ( ekki
allt í einu ) . Skerið kantana
þannig að þeir séu allir jafnir.
4. Penslið yfir deigið og stráið
kanil þar yfir. Þekið vel.
5. Myljið marsipanið í skál og
stáið yfir kanilinn. Rúllið
deiginu jafnt upp og skerið í
hæfilega bita.
6. Best er að setja bitana í
muffinsform, þrýsta aðeins
ofnan á þá og láta hefast í 30
mín á hlýjum stað.
7. Penslið snúðana með þeyttu
eggi og bakið við 250°C þar til
þeir eru fallega gullnir.
HUSRAÐ
Leysigeisli er prýðilegur
blettahreinsir á hvítt tau. Spreyið á
flíkina áður en hún er þvegin.
Ath. Ekki nota á lituðfót
Baggaheyskapur
Nú orðið heyrir það til undantekninga að menn bindi hey i bagga,
eins og algengt var hér fyrir innreið rúlluheyskapar. Einstaka bænd-
ur halda þessari heyskaparaðferð þó við líði. Myndin er af túni hjá
Kristjáni Sæmundssyni bónda á Neðri Brunná. Bærinn Efra Holt er í
baksýn.
MM