Skessuhorn - 07.07.2004, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 7. JULI 2004
7
J>£99lmui.
Stefán Orri Ólafsson kylfingur á
Akranesi.
Stefán Orri
í keppnis-
ferð
Stefán Orri Olafsson, efni-
legasti kylfingur Golfklúbbsins
Leynis um þessar mundir, var
valinn í landsliðverkefni Golf-
sambands Islands 19-21 árs og
keppir hann á Island Golf Club
í Dublin á Irlandi þessa dagana
og fram á laugardag. Þetta er
önnur keppnisferð Stefáns Orra
erlendis í sumar en hann var við
keppni dagana 18.-20. júní í
Wales fyrir hönd Islands.
MM
Æðarvarp
gengur betur
Æðarvarp hefur víða um
land gengið vel í ár og ástand-
ið er mun betra en síðustu ár,
þó það sé hins vegar misjafnt
eftir landshlutum.. Æðurinn
virðist skila sér betur í varp nú
en síðustu tvö ár en' þá voru
víða vanhöld á varpi, fuglinn
var magur og skilaði sér seint
og illa í varp. Þetta virðist á
mörgum stöðum hafa lagast og
víðast er varpið komið í meðal-
horf. RÚV hafði þetta eftir
Arna Snæbjörnssyni hlunn-
indaráðanauti hjá Bændasam-
tökunum, en Arni hefur skoð-
að stöðuna víða um land að
undanförnu. MM
Gott gengi í
þangskurði
Þangskurður hefur gengið
vel það sem af er sumri hjá
Þörungaverksmiðjunni á
Reykhólum, skv. frétt á mbl.is.
Þar segir að í fyrra hafi verið
slegin rúmlega 18.000 tonn af
þangi, sem var met, og reiknað
með svipuðu magni á þessu ári.
Þangskurður hefur gengið vel
undanfarin ár og nú er svo
komið að framleiðsla fyrirtæk-
isins annar ekki eftirspurn.
MM
80 dra afmœli
Fimmtudaginn 8. júlí verður frú
Rannveig Böðvarsson,
Vesturgötu 32, Akranesi áttræð.
Af því tilefni býður hún vinum og
vandamönnum að koma og gleðjast
meðhenni aðHótel Glyrn á
Hvalfjarðarströnd,
á afmœlisdaginn kl. 17.
Gjafir eru stranglega bannaðar en það
gleddi hana mjög að sjá sem flesta.
Þann 10. iúlí bióða Inga og
Valdi ó Sl<arði til veislu að
Skarði. Tilefnið er 60 ára
afmæli Valda þann 7. júlí.
Hátíðahöldin hefjast með
fyrstu gestum og lýkur
þegar peir síðustu fara.
Hlökkum til að sjá sem flesta
/nga og Valdi
HUNDRAÐ RAFMÖGNUÐ ÁR
ORKUVEITA REYKJAVÍKUR BÝÐUR ÞÉR AÐ SKOÐA VIRKJANIR SÍNAR
í ár minnast íslensk orkufyrirtæki þess að hundrað ár eru liðin frá því að íslendingar tóku rafmagnið í sína þjónustu. Upphaf þess
miðast við það þegar Jóhannes Reykdal hóf rekstur lítillar rafveitu í verksmiðju sinni í Hafnarfirði.Virkjanir eru svo sannarlega
mögnuð mannvirki sem spennandi og fróðlegt er fyrir alla fjölskylduna að kynnast. I tilefni af hundrað ára afmæli rafmagns á Islandi
býður Orkuveita Reykjavíkur áhugasömum gestum að skoða virkjanir sinar og kynna sér rekstur þeirra dagana l.til 15. júlí.
Virkjanir Orkuveitunnar eru þrjár og tilheyra hver sínu tímabili í rafvæðingarsögunni. Elliðarárstöð.Andakílsárvirkjun og Nesjavellir
gefa fjölbreytta mynd af sögu og þróun íslenskra virkjana í hundrað ár. Ennfremur skal minnt á sýninguna um virkjunarframkvæmdir
á Hellisheiði í Skíðaskálanum í Hveradölum en sú sýning er opin virka daga frá kl. 10:00 til 17:00.
Elliðaárstöð, 1921
Elliðaárstöð er opin alla daga kl. 13:00-17:00
Andakílsárvirkjun, 1947
Andakílsárvirkjun er opin alla daga kl. 13:00-17:00
Nesjavellir, 1998
Nesjavallavirkjun er opin alla daga kl. 09:00-17:00 nema
sunnudaga kl. 13:00-18:00