Skessuhorn


Skessuhorn - 07.07.2004, Side 12

Skessuhorn - 07.07.2004, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2004 Fasteignamarkaðurínn kannaður: Hlutfallslega mesta hækkun fasteignaverðs er á Vesturlandi Undanfarin ár hefur mátt merkja tals- vert jákvæðar væntingar fólks á Vestur- landi til búsetu á svæðinu. Þó svo að skipulögð mæling væntingarvísitölu eða ánægjustuðuls af einhverju tagi hafi ekki farið ffarn meðal íbúa, fyrirtækja eða stofnana, er ljóst að menn trúa á að vöxt- ur verði á svæðinu með tilheyrandi fjölg- un íbúa næstu árin. Þetta má m.a. merkja á því að sveitarfélög skipuleggja íbúða- hverfi, verktakar byggja og víðast hvar er góð efrirspurn efrir lóðum og íbúðarhús- næði, sala hefur því aukist og verð hefur víða hækkað. Ein marktækasta mæling á væntingum fólks til tiltekinna svæða landsins er fast- eignaverð og eftirspurn eftir íbúðarhús- næði. Hjá Fasteignamati ríkisins er hægt að nálgast upplýsingar um þróun fast- eignaverðs eftir landshlutum. Ef litið er til landsins alls, allt aftur til ársins 1990, kemur í ljós að fasteignaverð hefur hlut- fallslega hækkað mest á Vesturlandi, því næst á Reykjanesi og loks á höfuðborgar- svæðinu. Ef litið er nær í tíma, eða til ár- anna 1997 til 2003 hækkaði fermetraverð íbúðarhúsnæðis um 60% á Vesturlandi. Hækkun á sama tímabili á Suðurlandi var 70% og 80% á höfuðborgarsvæðinu. Á öðrum svæðum landsins var hún minni og var minnst á Vestfjörðum þar sem fasteignaverð stóð í stað á þessu árabili. Þannig má segja að höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Vesturland lúti svipuðum lögmálum varðandi þróun fasteignaverðs og helst það e.t.v. í hendur við stærri at- vinnusvæði samhliða bættum samgöng- um og því sé nágrenni höfuðborgarinnar að verða vænlegri fjárfestingakostur en áður. Skessuhorn tók púlsinn á fasteigna- markaðnum á Vesturlandi, ræddi við nokkra fasteignasala, kannaði verðþróun og annað er snýr að fasteignaviðskiptum á svæðinu. Akranes: Verð hækkar og mikil eftirspum Ibúum á Akranesi fjölgaði merkjanlega á þeim árum sem uppbyggingin var mest á Grundartanga og Hvalfjarðar- göng voru opnuð eða á árunum frá 1998 til 2001. Síðan hefur í- búafjölgun verið smærri í snið- um og jafnvel staðið í stað. Engu að síður hafa miklar íbúðabygg- ingar staðið yfir síðari árin og heilu hverfin risið. Bæði bygg- ingaverktakar á staðnum og úr Reykjavík virðast veðja á fólks- fjölgun og aukna eftirspurn. Góðar horfur eru því á fast- eignamarkaði á Akranesi. Þorvaldur Vestmann er sviðs- stjóri tækni- og umhverfissviðs hjá Akraneskaupstað og er því deildarstjóri skipulagsmála. Hann segir mikla eftirspurn hafa verið eftir öllum þeim lóð- um sem skipulagðar hafi verið undanfarin ár. „Nokkrir verk- takar eru að bíða efrir lóðum og menn virðast hafa trú á að byggja hér,“ segir Þorvaldur. Hann segir að undanfarið hafi mest verið byggt í Flatahverfi. „Næsta deiliskipulag er í vinnslu og verður um að ræða klasa 5 og 6 í Flatahverfi. Við stækkuðum jafhvel svæðið fyrir íbúðabyggð í þessum klasa og tókum hluta af verslunar- og þjónusmsvæði í þessum byggingaklösum undir íbúðabyggð. Um verður að ræða bæði fjölbýlis- og einbýlishúsa- lóðir í næstu áföngum Flata- hverfis eða samtals með ca 150 íbúðum. Auk Flatahverfis er framundan bygging tveggja stórra íbúðablokka á Miðbæjar- reit með 70-80 íbúðum, bygg- ingar á Hvítanesreit, Stdllholtí 2, Suðurgötu 47-51 og víðar,“ seg- ir Þorvaldur Vestmann. Þannig má segja að lóðir fyrir allt að 250-300 íbúðir muni verða til- búnar til bygginga á næstu miss- erum á Akranesi og ljóst að miklar væntingar eru í gangi því margir tugir íbúða eru í bygg- ingu og söluferli um þessar mundir. Fasteignasalar á Akranesi láta því eðlilega vel af ástandinu á markaðinum. Bæði Soffía Magnúsdóttir hjá Fasteigna- miðlun Vesturlands og Daníel Elíasson hjá Fasteignasölunni Hákoti segja eftirspurn viðvar- andi eftir íbúðarhúsnæði og verð fari hækkandi. Daníel Elí- asson áætlar að verð á íbúðar- húsnæði sé um 80-85% af fast- eignaverði á höfuðborgarsvæð- inu og hefur bilið því minnkað ef borið er saman við tölur ffá árinu 2002 en þá var fasteigna- verð á Akranesi mælt 71% af verði sambærilegs húsnæðis í Reykjavík, skv. óútgefinni skýrslu Vífils Karlssonar, hag- ffæðings hjá SSV þróun og ráð- gjöf. Soffía Magnúsdóttir segir spennandi tfma framundan í fasteignasölu og telur hún, líkt og Daníel, að Akranes sé í mik- illi sókn og merkir hún þetta af hækkandi verði fasteigna og Mörg ný, stór og smá hús eru nú að rísa í fíatahverfi á Akranesi. mikilli effirspurn eftir góðum eignum. Daníel Elíasson segir söluna hjá sér meiri en á sama tíma í fyrra. „Eg er t.d. núna með í söluferli nýja 17 íbúða blokk og á fokheldisstigi eru 14 íbúðir seldar og einungis stærstu íbúðirnar í húsinu óseldar. Það virðist vera vöntun á ákveðnum flokki íbúða 2.-3. berbergja sem ekki eru mikið yfir 100 fermetr- ar að stærð og hafa helst bíl- geymslu í kjallara. Það er mikil hreyfing á eldra fólki sem vill minnka við sig húsnæði en einnig er yngra fólk sem er að leita eftir nýju og góðu húsnæði, en þó ekki of stóru,“ segir Dan- íel. Bæði segja þau að stærð fjöl- skyldna sé að minnka og það skýri mikla fjölgun íbúða á sama tíma og íbúafjölgun hafi nánast staðið í stað. Daníel skýrir einnig mikla hreyfingu á fólki vegna aukningar viðbótarlána þar sem fólki gefst kostur á að taka allt að 90% lán. „Sveitarfé- lagið hefur verið ötult og já- kvætt í garð umsókna um við- bótarlán hér á Akranesi en það gefur tekjulægri fjölskyldum tækifæri á að fjárfesta. Þetta skýrir e.t.v. að minni eftirspum er eftir leiguhúsnæði en oft áður,“ segir hann. Daníel gerir þó ráð fyrir að kippur komi aft- ur í leigumarkaðinn þegar áhrifa af stækkun Norðuráls fari að gæta á Akranesi. Ef litið er til verðs á íbúðar- húsnæði, fjölda íbúða í smíðum, fjölda byggingaverktaka og nýju skipulagi lands til íbúðabyggðar á Akranesi er ljóst að jákvæðar væntingar eru ríkjandi á svæð- inu. Skýrist það efalaust af vissu um stækkun Norðuráls og vænt- ingum um aukin umsvif á Grundartanga kringum hafn- sækna starfsemi og nýjar verk- smiðjur þar Fjöldi sölusamninga vegna íbúðarhiísnæðis Ar Akranessvæði Borgarfjarðarsv. Snæfellsnes Dalir 3000- 3504 3506 - 3609 3701 - 3714 3809 - 3811 1994 171 20 54 3 1995 119 25 36 1996 158 38 64 1 1997 168 32 73 2 1998 164 62 82 4 1999 273 49 58 5 2000 220 67 107 6 2001 191 60 71 6 2002 195 48 84 4 Fasteignasalar tala flestir um fjölgun undanfama mdnuði d' fasteignaviðskiptum. Ostaðfestar tölurfrd Fasteigna?tiati ríkisins styðja það einnig. Heimild: Vífill Karlsson, SSVþróun og rdðg/öfog Fasteignamat ríkisins.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.