Skessuhorn


Skessuhorn - 07.07.2004, Page 14

Skessuhorn - 07.07.2004, Page 14
MIÐVIKUDAGUR 7. TULI 2004 ^ntsautiu^ 14 Tillaga að deiliskipulagi fyrir gamla miðbæinn í Borgarnesi. Borgarfjörður: Mikið skipulagt land til ráðstöfanar Ibúum í Borgarfirði fjölgaði um rúmlega sextíu manns á síðastliðnu ári og hefur verið töluverð fjölgun frá árinu 1999. Mest hefur fjölgunin verið á þéttbýlisstöðunum á Bifröst, í Borgarnesi og á Hvanneyri. Nú eru margir sem gera ráð fyrir að íbúum muni áfram fjölga í Borgarfirði og byggja það á aukinni starfsemi tengdri háskólastarfi í héraðinu og uppbyggingu sem framund- an er á Grundartanga. Ef skoð- aðar eru nýjustu fáanlegar töl- ur um fjölda íbúða í sveitarfé- lögunum Borgarfirði norðan Skarðsheiðar kemur fram að aukning milli áranna 2001 og 2001 var yfir 5% á sama tíma og aukning á Akranesi var rúmlega eitt present, hálft pró- sent á Snæfellsnesi og engin í Dölum. Stærstan hluta þessar- ar aukningar má rekja til bygg- inga nemendagarða á háskóla- stöðunum. Ingi Tryggvason lögfræðing- ur hefur rekið fasteignasölu í Borgarnesi til margra ára. Hann segir að alltaf sé einhver hreyfing í sölu notaðs íbúðar- húsnæðis, einkum í Borgarnesi. Þar er þó lítið byggt um þessar mundir en mikið til af skipu- lögðum íbúðalóðum. Ingi segir að undanfarin 2-3 ár hafi ekki verið neinar merkjanlegar sveiflur í sölunni og að verð hafi ekki hækkað mikið frá ár- inu 2002 en á árabilinu 2000- 2002 hafi það hækkað merkjan- lega á íbúðarhúsnæði í Borgar- nesi. Þannig hefur jafnvægi auðkennt markaðinn undanfar- in ár. Nemenda- og starfsmannaí- búðir hafa verið byggðar á Bif- röst og Hvanneyri í nokkru mæli og framundan eru enn meiri framkvæmdir. T.d. mun Loftorka byggja 51 íbúð í nýju rannsókna- og íbúðarhúsnæði á Bifröst og munu framkvæmd- ir vera við það að fara af stað við nýja fjögurra hæða bygg- ingu. Páll S Brynjarsson bæjar- stjóri í Borgarbyggð var inntur eftir því hvort að héraðið væri í stakk búið til að taka við aukn- um fjölda íbúa. ,Jú við erum tvímælalaust undir það búin að íbúum fjölgi. Vegna þeirrar fjölgunar íbúa sem verið hefur, og eins vegna þeirrar uppbygg- ingar sem framundan er við háskólana, á Grundartanga og víðar á Vesturlandi, hefur að undaförnu verið skipulagt tölu- vert af nýju byggingarsvæði bæði fyrir íbúða- og atvinnu- húsnæði í Borgarnesi. Að- spurður um þær lóðir sem nú þegar hafa verið skipulagðar í Borgarnesi segir Páll að á ár- unuin 2001 og 2002 hafi verið skipulagðar þrjár götur undir í- búðabyggð í Bjargslandi í Borgarnesi. „Við Kvíaholt eru 26 einbýlishúsalóðir, en þegar er byrjað að byggja við götuna. Við Stöðulsholt voru skipu- Iagðar tæplega 30 lóðir undir einbýlis- og parhús og við Arn- arklett voru skipulagðar lóðir undir fjölbýlishús og raðhús en þegar hafa verið byggð nokkur raðhús við götuna“. A síðastliðnu ári keypti Borgarbyggð land af Kaupfé- lagi Borgfirðinga í gamla mið- bænum í Borgarnesi og segir Páll að nýlega sé lokið vinnu við deiliskipulagstillögu fyrir svæðið. „Þar er gert ráð fyrir að rísi blönduð byggð, þjón- ustu-, verslunar- og íbúðarhús- næðis. Hús verða á tveimur hæðum og alls er gert ráð fyrir að um 60 íbúðir verði í þessum húsum.“ Páll bætir því við að á síðastliðnu ári hafi verið lokið við breytingar á gamla verslun- arhúsnæði KB í gamla mið- bænum og því breytt í íbúðir. Alls eru í húsinu tuttugu og ein íbúð og þar eru nú lausar tvær leiguíbúðir. Aðspurður um lóðir annars- staðar í héraðinu, utan Borgar- ness, segir hann að á síðasta ári hafi verið unnið að deiliskipu- lagi á Bifröst og þar sé gert ráð fyrir íbúðabyggð í Grábrókar- hrauni í landi Hreðavatns. „Þá verður í ár farið í deiliskipu- lagsvinnu á Varmalandi, en þar er íyrirhugað að skipuleggja í- búðabyggð. Þannig að það er nóg til af lóðum bæði í Borgar- nesi sem og í dreifbýlinu sem tilheyrir Borgarbyggð. Verið er að vinna skipulagsvinnu víðar í héraðinu og má í því sambandi nefna Reykholt og Hvanneyri sérstaklega," segir Páll. Af viðtölum við þá Inga og Pál má sjá að í Borgarnesi er nægjanlegt land skipulagt til í- búðabygginga. Helst mætti segja að skortur væri á verktök- um til að taka slíkt að sér eða öllu heldur að þeir hafi næg verkefni annarsstaðar í hérað- inu svo sem við uppbyggingu sumarhúsabyggða vítt og breitt um héraðið. Einnig er ein- kennandi fyrir svæðið að ný- framkvæmdir eru mestar á Hvanneyri og Bifröst um þess- ar mundir. Reynslan hefur sýnt að hluti starfsmanna við stór- iðjuna á Grundartanga velur Borgarnes til búsetu og því má búast við að kippur gæti færst í byggingastarfsemi í Borgarnesi og Borgarfirði innan skamms, fari einhverjir verktakar af stað í framkvæmdir innan tíðar. Á Bifröst hefur á undanförnum árum risið þorp þar sem nokkur hundruð íbúar búa allt árið um kring.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.