Skessuhorn - 07.07.2004, Blaðsíða 22
22
MIÐYIKUDAGUR 7. JULI 2004
Víkingar í annað sætið
Víkingur Ólafsvík tyllti sér í
annað sæti annarar deildar-
innar með góðum sigri á KFS
síðastliðinn laugardag. Þegar
mótið er rétt tæplega hálfnað
eru Víkingar m.ö.o. í sæti sem
gefur rétt á 1. deildarsæti á
næsta ári. Víkingar eru með
16 stig, jafn mörg og KS sem
er í þriðja sæti en Leiknir úr
Reykjavík trónir á toppnum
með 21 stig.
Mörk Víkings í leiknum
gegn KFS skoruðu þeir Elin-
bergur Sveinsson, Hallur
Kristján Ásgeirsson og Pre-
drag Milosavljevic. GE
Stórsigur
Skallagríms
Skallarnir þúrftu ekki að
hafa mikið fyrir sigrinum gegn
Afríku í a riðli þriðju deildar-
innar í knattspyrnu á föstu-
dag. Mesta vinnan fólst í því
að telja mörkin en þau urðu
ellefu áður en flautað var til
leiksloka og öll Afríkumegin.
Sveinbjörn Geir Hlöðversson
var iðnastur við kolann en
hann skoraði fjögur mörk.
Sigurjón Jónsson gaf honum
lítið eftir og setti boltann
þrisvar í netið en þeir Valdi-
mar Sigurðsson, Ragnar Lúð-
vík Rúnarsson, Guðmundur
Lúther Hallgrímsson og Finn-
bogi Llorens skoruðu sitt
markið hver.
Skallagrímur er sem fyrr í
efsta sæti riðilsins og stefnir
hraðbyri á úrslitakeppnina. GE
Skagamenn
fengu skell
Óhætt er að segja að fæst-
ir bjuggust við að Víkingar,
neðsta liðið í úrvaisdeiid-
inni yrðu mikii fyrirstaða
fyrir Skagamenn þráttt fyrir
að þeir síðarnefndu hafi
verið nokkuð brokkgengir.
Annað kom þó á daginn
þegar iiðin mættust á
þriðjudag í síðustu viku á
Akranesvelli. Strax á 7.
mínútu skoruðu Víkingar
og Skagamenn náðu sér
aldrei á strik. Þeir sóttu að
vísu allan lelkinn en höfðu
ekki erindi sem erfiði. Þeg-
ar tíu mínútur voru eftir
fengu þeir síðan náðar-
höggið þegar gestirnir
bættu við öðru marki.
Slæmt tap á slæmum tíma
og í sjálfu sér ekki meiru
við það að bæta nema að
eitthvað þarf að gerast í
sóknarleik Skagamanna ef
þeir ætla sér að enda ofan
við miðja deild.
SÝNINGAR AÐ HEFJAST
Ur hug og hirslum
Næstkomandi laugardag, 10. júlí, hefst í
Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi sýning
Gæflaugar Björnsdóttur sem ber yfirskrift-
ina „Ur hug og hirslum.“
Um er að ræða fjölbreytta sýningu þar
sem Gæflaug sýnir 96 verk sem unnin eru
með kol, krít, vatnslitum, olíu og með fjöl-
tækni.
Gæflaug hefúr búið á Akranesi ffá árinu
1978 og vann lengi sem leikskólakennari en
snéri sér alfarið að myndlist á árunum 1995-
96. Vann þá með börnum í myndlist á leik-
skólum á Akranesi. Arið 2001 gaf hún út
bókina Orvandi myndlist.
Gæflaug hefúr haldið eina einkasýningu
og árið 1997 hélt hún sýningu með föður
sínum Birni Halldórssyni, gullsmið. Hún
hefur lagt stund á vefnað, keramik og mynd-
list með margs konar tækni. Sýningunni lýk-
ur 25. júlí og er Listasetrið opið alla daga
nema mánudaga frá kl. 15-18.
Draumkenndar fantasíur
Aðalheiður Skarphéðinsdóttir sýnir graf-
íkmyndir, unnar í þurrnál og vatnsliti í
Fjöruhúsinu á Hellnum á Snæfellsnesi.
Myndirnar eru draumkenndar fantasíur um
hafið og tilveruna og flestar unnar á árinu.
Aðalheiður hefur haldið 9 einkasýningar og
tekið þátt í fjölda samsýninga heima og er-
lendis. Sýningin stendur firam til 1. ágúst.
Ahrif í stofunni heima
Systumar Jóhanna og Margrét Olgu- og
Leópoldsdætur halda sölusýningu á verkum
sínum á Irskum dögum á Akranesi. Sýning-
una kalla þær „AHRIF“. Jóhanna hefur gert
vamslitamyndir þar sem hún túlkar þau áhrif
sem annars vegar Snæfellsjökull og hins veg-
ar Grábrókarhraun hafa haft á hana, en þær
systur em aldar upp í Hreðavatnsskála, sem
er í miðju Grábrókarhrauni eins og kunnugt
er.
Margrét hefúr unnið textfiverk, dúka og
löbera og notar meðal annars íslenskar lækn-
ingajurtir, sem flestar em auk þess úr Grá-
brókarhrauni, í verkin. Þannig sameinar hún
að vera hvort tveggja læknir og myndlistar-
maður. Báðar hafa þær áður haldið sýningar
á verkum sínum á Vesturlandi, í Reykjavðc
og í Sandgerði.
Sýningin er haldin heima í stofú hjá Jó-
hönnu, Bakkatúni 20 á Akranesi og opnar
föstudaginn 9. júlí kl. 13:00. Opið verður
föstudag, laugardag og sunnudag kl. 13:00 -
18:00. Allir em velkomnir og heitt á könn-
unni allan daginn. Heimasíða glöggra systra
er: www.leopold.is/gloggarsystur
Þrjár sýningar
Um síðustu helgi vom tvær einkasýning-
ar opnaðar í Safnaskálanum að Görðum á
Akranesi. Páll Guðmundsson listamaður á
Húsafelli opnaði sýningu á höggmyndum og
líbarítverkum í anddyri og á gangi Safnaskál-
ans. Þar sýnir Páll 28 verk, flest unnin í lí-
baríthellur auk nokkurra höggmynda. Sýn-
ing Páls verður opin til 15. september. Jó-
hanna Sveinsdóttir, listakona opnaði sama
dag sýningu á grafíkverkum á veggjum Mar-
íukaffis. Þar sýnir hún grafíkverk unnin með
ýmissi tækni, svo sem stálætingu, ferrotintu,
rafmagnsþurmál og dúkristu. Sýning Jó-
hönnu stendur út júlímánuð.
Auk þessara tveggja sýninga verður fram-
hald á sýningu Þórarins Helgasonar, ham-
skera á ýmsum uppstoppuðum dýmm, svo
sem fiskum, fúglum, dádýmm og fleiri
skepnum.
Aldrei fyrr hafa svo margir listamenn
haldið sýningar í Safnaskálanum í einu.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga
Grundargötu 44 - 350 Grundarfjörður - Sími: 430 8400
Þroskaþjálfi/sérkennari
Laus er til umsóknar heil staða þroskaþjálfa eða sérkennara
við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Starfið felst í kennslu á
starfsbraut og umsjón með nemendum brautarinnar.
Samkvæmt 17. gr. laga nr. 86/1998 um lögvemdun á
starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara,
framhaldsskólakennara og skólastjóra þurfa umsækjendur
að hafa kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Laun greiðast
samkvæmt gildandi kjarasamningi Kennarasambands Islands
og fjármálaráðherra.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga tekur til starfa í ágúst 2004 og
verður hann staðsettur í Gmndarfirði. Skólinn verður leiðandi
í breyttum kennsluháttum og skipulagi skólastarfs á
framhaldsskólastigi, m.a. með hagnýtingu upplýsingatækni
í staðbundnu námi, dreifnámi og fjamámi. Hugmyndafræði
skólans gerir ráð fyrir einstaklingsmiðuðu námi með áherslu
á hópa- og verkefnavinnu. Leitað er að starfsfólki sem hefur
áhuga á að taka þátt í þróunarstarfi í kennsluháttum og í
nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi.
Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2004. Gert er ráð
fyrir að allir starfsmenn skólans sitji námskeið áður en
skólastarf hefst þar sem nýir kennsluhættir og
vinnubrögð verða þjálfuð. Námskeiðið verður haldið 9.
-13. ágúst í Grundarfirði.
Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og
fyrri störf skulu hafa borist Guðbjörgu Aðalbergsdóttur
skólameistara (gudbjorg@fsn.is) eða Pétri Inga
Guðmundssyni aðstoðarskólameistara (petur@fsn.is) í
síðasta lagi 26. júlí 2004. Umsóknir þurfa ekki að vera á
sérstökum eyðublöðum. Öllum umsóknum verður svarað
þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar um skólann má finna á
www.menntagatt.is, undir Sérverkefni MRN og hjá
skólameistara (sími: 864-9729) eða hjá
aðstoðarskólameistara (sími: 868-3618).
Skólameistari