Skessuhorn


Skessuhorn - 14.07.2004, Síða 8

Skessuhorn - 14.07.2004, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 14. IULI 2004 jnlásijnu^ Þær höfðu í nógu að snúast fyrir og um helgina. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Rakel Óskarsdóttir markaðsfulltrú- ar Akraneskaupstaðar báru hita og þunga af skipulagningu Irskra daga. Bæjarhátíðin írskir dagar fór fram á Akranesi um sl. helgi. I stuttu máli má segja að hátíðin hafi tekist ífábærlega vel enda fór saman viðamikil og fjöl- breytt dagskrá, ágætt veður og góð stemning um allan bæ. Sigrún Osk Kristjánsdóttir átti sæti í undirbúningsnefnd Irskra daga en með henni í nefhdinni voru þau Rakel Osk- arsdóttir markaðsfulltrúi, Aðal- steinn Hjartarson sviðsstjóri, Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri og Hugi Harðarson verslunar- stjóri, en hann sat í nefndinni sem fúlltrúi Markaðsráðs Akra- ness. Aðspurð sagðist Sigrún Osk vera í senn stolt og glöð fyrir hönd nefndarinnar með hvernig til tókst. „Þetta gekk allt saman eins og best verður á kosið. Það var mikil stemning um allan bæ og hvarvetna var fólk sem skemmti sér vel, enda var dagskráin fjölbreytt og höfðaði til flestra aldurshópa. Götugrillið sló í gegn á föstu- dagskvöldinu og það var grillað bókstaflega út um allan bæ. Víða myndaðist stemning sem hafði jákvæð áhrif á aðra dag- skrárliði síðar um helgina. Allt sem minnti á frændur okkar Ira seldist upp fyrir föstudags- kvöldið, svo sem skreytingar, fánar og flögg og skilst mér að í Pennanum hafi t.d. selst yfir 3 þúsund blöðrur í írsku fánalit- unum“, sagði Sigrún Osk. Svo virðist sem Irskir dagar séu rækilega búnir að festa sig í sessi en þetta er í 5. skipti sem hátíðin er haldin. Að sögn Sig- rúnar er gert ráð fyrir að 8-10 þúsund gestir hafi heimsótt bæ- inn og er það vafalítið met. Þar af voru um 2500 manns vegna Skagamóts 7. flokks í fótbolta sem fram fór á Jaðarsbökkum. Aðspurð segir hún að ekkert eitt standi uppúr, þegar hún er ynnt eftir viðbrögðum við einstökum dagskrárliðum. „Þó má nefna nokkur atriði. Það mættu hátt í tvö þúsund manns á Iopapeysu- ball með Pöpunum og Sh'ta- móral í Sementsskemmunni á laugardagskvöldinu og er það vafalítið eitt stærsta ball sem haldið hefur verið í bænum. Við fengum 40 manns til að keppa um titilinn rauðhærðasti Islend- ingurinn, 30 lið kepptu í sand- kastalakeppninni, það var met- þátttaka í dorgveiðikeppninni og færri komust að en vildu í markaðs- og menningartjaldinu okkar. Allt þetta lýsir góðum viðbrögðum og frábærri stemn- ingu hjá okkur. Veðrið var líka ágætt alla helgina; besti dagur sumarsins á föstudaginn en ör- lítið svalara á laugardeginum. Það voru allir í hátíðarskapi og fólk kom víða að; vinir, burt- fluttir Skagamenn og margir fleiri. Ef eitthvað hefði e.t.v. mátt betur fara var það að eng- inn fékkst til að halda dansleik fyrir unglingana sem ekki máttu fara á lopapeysuballið þar sem aldurstakmark var 18 ár. Við verðum bara að bæta úr því á næsta ar, lokum. sagði Sigrún Ósk að MM Þessar stúlkur sigruðu i sandkastalakeppnmm. Það er öllum bæjarfelogum nauðsyn að eiga góða Ijós- myndara sem festa slíka við- burði á filmu. Þeir létu sitt ekki eftir liggja; Hilmar Sigvaldason og Guðni Hannesson. Það mátti sjá marga í írsku fánalitunum. Sturta eftir sandmn. Þessi tók þátt í kepþni um rauðhærðasta Islendinginn. Verðlaunahaf- inn; Sara 11 ára Garðbæingur, fékk flugmiða til írlands í verðlaun.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.