Skessuhorn


Skessuhorn - 14.07.2004, Síða 10

Skessuhorn - 14.07.2004, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 14. TULI 2004 oiii.s3unui.. Jón Bjamason I höndum þjóðarinnar Hinn 2. júní sl. beitti forseti lýðveldisins heimild í 26. grein stjórnarskrárinnar og synjaði lagafrumvarpi staðfestingar. I þessari grein stjórnarskrárinn- ar stendur: „Nú synjar forseti lagafrum- varpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til . samþykktar eða synjunar með leynilegri at- kvæðagreiðslu. Þessi ákvæði eru einföld og skýr. Með ákvörðun forseta var staðfesting þessara laga sett í hendur þjóðarinnar. Sú ákvörðun er óafturkræf, þjóð- aratkvæðagreiðslan skal fara fram. Þing um atkvæða- greiðsluna I samræmi við þessa ákvörð- un forseta lýðveldisins var gef- ið út svohljóðandi forsetabréf og forsætisráðherra las við upphaf þingfundar mánudag- inn 5. júlí sl. „Forseti Islands gerir kunn- ugt: Forsætisráðherra hefur tjáð mér að nauðsyn beri til að kveðja Alþingi saman til að fjalla um tilhögun atkvæða- greiðslu þeirrar sem ákveðið hefur verið að fram skuli fara um frambúðargildi laga um breytingu á útvarpslögum nr. 53/ 2000 og samkeppnis lög- um nr. 8 1993 , sem samþykkt voru á stjórnskipulegan hátt á Alþingi hinn 24. maí sl. Fyrir því hef ég ákveðið samkvæmt tillögu forsætisráð- herra að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda mánudaginn 5. júlí 2004 kl. 15.“ Það er því ljóst að fýrir þessu þingi liggur einvörð- ungu að kveða á um tilhögun boðaðrar þjóðaratkvæða- greiðslu. Verjum kosninga- réttínn Það frumvarp sem ríkis- stjórnin nú flytur miðar ein- göngu að því að koma í veg fýrir boðaða þjóðaratkvæða- greiðslu. Til þess hefur ríkis- stjómin engan rétt og Alþingi ekki heldur. Með vinnu- brögðum sínum er ríkisstjórn- in með valdi að vanvirða kjós- endur og vega að lýðræðinu. Þjóðin á samkvæmt skýrum ákvæðum stjórnarskrárinnar að kveða upp dóm um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hlut- verk stjórnmálamanna í þessu sambandi er einungis að greiða fýrir að svo megi verða. Málið er því afar einfalt og hreinir útúrsnúningar að þyrla um framkvæmdina því mold- viðri sem nú er reynt. „Með lögum skal land vort byggja“ Þjóðin hlýtur að mótmæla harðlega þeirri gerræðislegu ætlan ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks að hafa af þjóðinni stjórnarskrár- varinn kosningarétt með belli- brögðum. Hrokinn og yfir- gangurinn á sér engin tak- mörk. Væri þeim nær að minnast orða Njáls á Bergþórshvoli að „með lögum skal land vort byggja“- Jón Bjamason Þingmaður vinstrihreyfmg- arinnar grans framboðs Brjósta- haldarar Miðaldra kona kom inn í kvenfataverslun. Hún ætlaði að fá brjósta- haldara. Afgreiðslustúlkan spurði hvaða gerð það ætti að vera: "hjálp- ræðisherinn", "einræðis- herrann" eða "blaða- maðurinn"? En konan skildi ekkert og spurði hver munurinn væri á þessum gerðum. Jú, sagði afgreiðslustúlkan, "hjálp- ræðisherinn" lyftir þeim föllnu, "einræðis- herrann" sankar að sér eins miklu og hann getur og "blaðamaðurinn" gerir úlfalda úr mýflugu. Með öngul í rassinum, argur og sár Laxveiði hefur átt stöðugum og sívaxandi vin- sældum að fagna á undanförnum árum og margir veiðimenn sem hugsa með mikilli tilhlökkun til sumarsins og velta fyrir sér hvort hægt sé að fá að bleyta öngul ein- hversstaðar. Valgeir heitinn Runólfsson orti einhverntíma í tilhlökkunarkasti: Æfi mín er yndissnauð ef engan fœ ég laxatitt. Hún er löngu, löngu dauð, löngunin að gera hitt. Oðru sinni var Valgeir upptekinn við skrifstofustörf en vissi af veiðfélaga sínum í laxveiðitúr: Misjöfn eru manna kjör, að mörgum setur leiða, en aðra rekur eðlisfjör upp í sveit að veiða. Krota ég beiðni og klóra mér, kaffærður í skjölum, en Bjössi laxabani er að beita vestur í Dölum Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Berghyl í Fljótum orti þetta erfiljóð um þá sem oftast hafa fórnað lífi sínu fýrir laxveiði- mennina: Laxinn sér leikur á grynning - það lygnir í nótt eftir spánni - blessuð sé maðkanna minning sem mennirnir drekktu í ánni. Því miður man ég ekki í svipinn hver það var sem heyrði prest nokkurn segja frá langri og harðri baráttu sinni við stór- lax en grun hef ég um að sá hafi velt fýr- ir sér kenningum kristninnar um dýra- vernd og jafnvel þörf þess að aflífa skepn- ur fljótt og mannúðlega: Það má segja þetta strax, þarflaust virðist gaman, kristnum manni að kvelja lax klukkutímum saman. Ekki gengur nú alltaf svo vel hjá lax- veiðimanninum að það sé margra klukku- tíma verk að þreyta veiðina. Að afloknu misheppnuðu úthaldi við Haukadalsá í á- gúst 1973 orti Valgeir: Með öngul í rassinum, argur og sár og aflalaus kem ég til baka, vatnið er lítið og laxinn er smár - og Ijótir þeir fáu sem taka. Við líkar aðstæður í Flekkudalsá í júlí 1977 varð hugleiðingin á þessa leið: Renni ég hart og reyni margt með ríkri art að þreyt'ann. Fœ þó vart að finna nart þótt fallega skarti beitan Oðru sinni þegar betur gekk, að vísu eftir nokkra bið varð Valgeiri að orði: Loksins fékk ég laxinn þráðan lúsugan allsstaðar. Það heyrði enginn hvað ég hugsaði áðan - heppinn var ég þar. Það mun hafa verið Sveinn Valfells sem setti saman eftirfarandi hugleiðingu á bökkum Þverár: Kom ég hér í Kirkjustreng, kastaði flugu á grönnum þveng. Fyrr en varði fann ég strax að fengið hafði ég Þverárlax. Stóð ég þar með stöng í keng, starði ofan í Kirkjustreng færið allt þá fór í þveng og fór þá laxinn burt frá dreng. Af má sjá að oft er sýnd en ekki veiði gefin, Þó veiðimanni sé veiðin týnd er veiðimannsins gleðin. Það getur verið ekki minni vandi að gæta fengins fjár en að afla þess og enn á ný leitum við á náðir Valgeirs Runólfs- sonar og skyggnumst í gamla veiðihúsið við Andakílsá þar sem eftirfarandi mun hafa verið skrifað í gestabókina: Vissara tel ég þið vitið það strax sem verðið á Fossum að gista. Það er hér köttur sem þjófstelur lax og þyrfti að hengjast hið fyrsta. Þar sem þessi kveðskapur er tekinn upp úr mínum gömlu og slitnu heilasellum langar mig að biðja þá Akurnesinga sem kynnu að kunna þessa vísu réttari eða vita betur um tildrög hennar að hafa samband við mig. Nú er mál að venda sínu kvæði í kross og bjóða uppá tilbreytingu í andlegu mataræði. Á kreppuárunum orti Hjálmar frá Hofi og gildir þessi sannleikur enn: Ef þig brestur auð og völd ekki máttu gráta, óhöppin og örlög köld eru lífsins gáta. Ekki er nú lífið tóin óhöpp þó stundum sé erfitt að sjá fýrir hvað leiðir til hvers. Kristján Kristjánsson kvað fýrir margt löngu: Ennþá mótar Amor sig eins og Ijótur refur. ennþá snótin yndislig undir fótinn gefur. Svokölluð ,,PíuböU“ eða vinnukonu- dansleikir voru miklar og merkilegar skemmtanir í Reykjavík á næstsíðustu öld og kannske fram á þá síðustu og gáfu lít- ið eftir Jörfagleði Dalamanna nema þær stóðu ekki eins lengi. Pétur Olafsson hattari kvað að morgni til eftir eina slíka samkomu: Þetta kvöld er mér í minni, man ég varla þvílíkt rall, það skal verða í síðsta sinni sem ég fer á píuball. Pétur bjó um hríð í Effersey (Örfirirs- ey) og er hann flutti þaðan kvað hann fýr- ir hönd eyjarinnar: Einmana ég uppi stend aum og veðurbarin. Nú er mál að nefna Cvend, nú er Pétur farinn. Eftir snillinginn Jón Bergmann er svo þessi ágæta vísa sem við látum verða loka- orðin að sinni: Þó mig langi að leika frí laus af bangi kífsins verð ég fangi innan í öldugangi lífsins. Með þökk jýrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 dd@hvippinn.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.