Skessuhorn


Skessuhorn - 04.08.2004, Page 1

Skessuhorn - 04.08.2004, Page 1
Nýr framherji Nýr framherji er genginn til liðs við IA og verður lög- legur með liðinu fyrir næsta deildarleik. Sá heitir Richard Michael Barnwell og kemur frá Eistneska liðinu Flora Tallin. Sjá allt um bolta vikunnar á bls 14 og 15. Næg atvinna Atvinnuástand á Vestur- landi er með betra móti þessa dagana og víða vantar fólk til starfa. Sjá bls. 3 Það má teljast kraftaverk að ökumaður fullhlaðins malarflutningabíls sem tór út af brúnni á Laxá í Dölum um nónbil sl. þriðjudag skyldi sleppa lítið slasaður, eftir að bíll hans hafnaði á hvolfi á klöpp 10 metra undir brúnni. Tildrög slyssins voru þau að malarbíllinn lenti á jeppabifreið sem var að koma úr gagnstæðri átt á brúnni. Til að forða stórslysi sveigði bílstjóri malarbílsins útaf brúnni með fyrrgreindum afleiðingum. Jeppabifreiðin skemmdist talsvert við áreksturinn en ökumann, og farþega sem með honum voru, sakaði ekki. Hús malarflutningabílsins er mjög illa farið og eins og áður segir er kraftaverk að ekki fór verr. Malarflutningabíllinn var frá verktakafyrirtækinu Borgarverki í Borgarnesi. Ljósm.: GE ÞrefaÍt lengra frá Patreksfirði en Búðardal Maður sem talinn er hafa ver- ið undir áhrifum ffkniefna skaut á hús, bíl og bát á Reykhólum að morgni síðastliðins laugar- dags. Lögregla var kölluð til klukkan hálfellefú um morgun- in en hún kom ekki á staðinn fyrr en um þrjúleytið og sérsveit ríkislögreglustjóra um sjöleytið um kvöldið. Maðurinn var þá á bak og burt en hann náðist ekki fyrr en á mánudag í Reykjavík. Ibúar á Reykhólum eru óánægðir með að viðbragsflýti lögreglu skuli ekki vera meiri en raun ber vitni og gangrýna m.a. vinnubrögð Neyðarlínunnar. „Neyðarlínan er greinilega ekki að standa sig sem skildi og okkur hér á staðnum þótti und- arlegt að geta ekki fengið beint samband við lögregluna á Pat- rekstirði heldur aðeins Neyðar- línuna og þar virðast upplýsing- anar hafa farið hægt í gegn,“ segir Bjöm Samúelsson gisti- húsaeigandi á Reykhólum. Þá bendir hann á að þriggja tíma akstur sé frá Patreksfirði en Reykhólar tilheyra því lög- regluumdæmi en hinsvegar sé ekki nema þriggja kortera akst- ur frá Búðardal. lrMeiri sam- vinna á milli þessara löggæslu- umdæma er í það minnsta fyrsta skrefið. Það er allavega ótækt að fólk þurfi að búa við að það taki á fimmta tíma að fá lögreglu á staðinn ef eitthvað kemur uppá,“ segir Björn. Einar Thorlacius sveitarstjóri Reykhólahrepps sagði í samtali við Skessuhorn að hann hefði rætt við sýslumann og ríkislög- reglustjóra um málið og óskað eftir svörum við ákveðnum spurningum sem hann kveðst vonast til að geta kynnt á næsta hreppsnefndarfundi. „Eg vildi meðal annars fá að vita hvers- vegna lögregla bægði ekki fólki frá húsinu þar sem talið var að byssumaðurinn hefðist við á meðan beðið var eftir sérsveit- inni. Einnig viljum við að sjálf- sögðu fá að vita hversvegna bið- in var svo löng sem raun bar vitni. Það er mikilvægt að fara yfir málið til að allir geti lært af þessu atviki,“ segir Einar. GE Sony Ericsson - gæði í gegn med headsetti Zzriú. ynUcvmn! Hyrnutorgi Borgarnesi

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.