Skessuhorn - 04.08.2004, Page 5
^&cssunu...
MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004
5
„Starf í björgunarfélagi er spurning um lífsstíl og því fylgir ábyrgð“
Nítján ára Skagastúlka kemur víða við
Birna ætlar að venda sínu kvæði í kross í vetur og læra eidamennsku í húsmæðraskóla og nema þar eitt-
hvað annað en að sjóða núðlur.
Birna og Bella vinkona hennar.
Mikið hefur verið um annir
hjá björgunarfélögum á Islandi
það sem af er sumri og varla líð-
ur sá dagur að ekki sé skýrt frá
því í fréttum að óskað hafi verið
eftir aðstoð björgunarfólks við
verkefni af ýmsu tagi. Björgun-
arfélag Akraness er þar engin
undantekning, en síðastu verk-
efni þess fólust í þátttöku í um-
fangsmikilli leit að Sri Rham-
awati sem ætlað er að ráðinn hafi
verið bani í Reykjavík aðfaranótt
4. júlí síðastliðinn og leit að hópi
franskra ferðamanna sem leitað
var á hálendi Islands. En hvers
konar fólk er það sem eyðir tíma
sínum og kröftum í sjálfboðinni
vinnu til hjálpar öðrum og hvað
er það við björgunarstarfið sem
heillar?
Krafa um þekkingu
og þjálfun
Birna Björnsdóttir er 19 ára
Akurnesingur sem þrátt fyrir
ungan aldur hefur starfað með
Björgunarfélagi Akraness í þrjú
ár, en hún gekk í félagið um leið
og hún hafði aldur til 16 ára
gömul. Hún situr nú í stjórn fé-
lagsins, en á síðasta aðalfundi var
hún kosin ritari. Birna segir að
það sem heillaði í fyrstu hafi ver-
ið útiveran og ævintýramennska
en hún hafi brátt komist að því
að þó starfið sé skemmtilegt er
það líka mjög krefjandi og því
fylgir ábyrgð. „Starf í björgunar-
sveit er fyrst og fremst spurning
um lífsstíl og vilja til að gefa tíma
sinn í sjálfboðavinnu. Það er
heilmikil ábyrgð sem fylgir því
að klæðast björgunarfélagsgall-
anum og á okkur sem það gerum
hvílir krafan um að búa yfir á-
kveðinni þekkingu og bregðast
fljótt við þegar kallið kernur."
Það gefur auga leið að til þess
að geta tekist á við þau mál sem
koma til kasta björgunarfólks
þarf mannskapurinn að vera vel
þjálfaður og mikið af starfi fé-
lagsins felst einmitt í þjálfun og
undirbúningi. Skyndihjálp, leit-
artækni, fjallabjörgun, rústa-
björgun - allt þetta og meira til,
eru þættir sem vel þjálfaður
björgunarmaður þarf að kunna
góð skil á og árangur starfsins
veltur á því hversu vel hefur tek-
ist til með þjálfunina.
Gaman og alvara
,fylargir halda að við í Björg-
unarfélaginu gerum lítdð annað
en sprikla á fjöllum, selja flug-
elda og fara í skemmtireisur á
öflugum bílum með rándýran
tækjabúnað,“ segir Birna.
„Reyndar eru ferðirnar oftast
mjög skemmtilegar, enda leggj-
um við mikið upp úr því að hafa
gaman af starfinu og andinn í fé-
laginu er mjög góður. En undir
niðri kraumar alvaran og mark-
mið þessara ferða er auðvitað
fyrst og fremst að þjálfa okkur til
björgunarstarfa og takast á við
raunveruleg verkefni sem því
miður dúkka alltaf upp á af og
til.“ Birna verður hugsi litla
stund og bætir því við að það
væri til lítils að eiga öflugan
tækjabúnað og vilja til að hjálpa
ef enginn væri þjálfaður til þess
að nota tækin og bregðast fljótt
og rétt við í erfiðum aðstæðum.
„Björgunarfélag Akraness held
ég að megi fullyrða að sé vel
þjálfuð sveit. Til marks um það
varð félagið í öðru sæti á Björg-
unarleikunum í fyrra, en það er
keppni á vegum Slysavarnafé-
lagsins Landsbjargar þar sem
sveitir keppa sína á milli í þeim
greinum sem við þurfum að
þjálfa okkur í. Þeim árangri náð-
um við auðvitað bara vegna þess
að við erum iðin við þjálfunina."
Undirdjúpin heilla
Auk þess að starfa ötullega
með Björgunarfélagi Akraness
hefur Birna tekið sér ýmislegt
fyrir hendur sem kannski telst
ekki hefðbundið fyrir 19 ára
stelpu. Til dæmis hefur hún ver-
ið í afleysingum hjá Landhelgis-
gæslunni, þó hún vilji sjálf ekki
gera mikið úr því. „Það er nú
ekkert hetjuverkefni," segir hún,
„ég hef hoppað inn og leyst af
sem messi í nokkra túra, þetta
hefur verið smá aukavinna í jóla-
og sumarfríum." I gegnum
björgunarstarfið fékk Birna líka
mikinn áhuga á köfun, en segir
þó að sér hafi eiginlega verið
hrint út í það sport. „Vinur minn
vissi að ég hafði eitthvað verið að
pæla í þessu og nánast skráði mig
á námskeið. Þá gat ég náttúru-
lega ekki annað en drifið mig.“
Birna hlær og segir að eftir þetta
námskeið, sem var bæði verklegt
og bóklegt, hafi hún öðlast rétt-
indi sem sportkafari en hún
stefnir ótrauð að því að halda á-
fram og ná sér í réttindi sem full-
gildur björgunarkafari. Til þess
þarf þó frekari þjálfun og fleiri
námskeið.
Skútusiglingar
Af öðrum ævintýraverkefnum
Birnu er rétt að nefna skútusigl-
ingu sem hún fór nýverið í, en
um var að ræða ferð á vegum
Ocean Youth Trust Scotland og
Siglingasambands Islands, þar
sem ungt fólk frá Skptlandi og
Islandi fékk tækifæri til þess að
spreyta sig á skútusiglingu á milli
landanna tveggja. Aðdragandinn
að þeirri ferð var sá að Birna sá
umfjöllun urn verkefnið í Morg-
unblaðinu og fannst tilhugsunin
um að taka þátt í því spennandi.
Hún var ekkert að tvínóna við
hlutina heldur hafði samband
við Siglingasambandið og
munstraði sig um borð, en alls
tóku 8 Islendingar þátt í verk-
efhinu.
Nýliðaþjálfun
A haustin auglýsir Björgunar-
félag Akraness eftir nýliðum og
þeirra sem skrá sig til þátttöku
bíður tveggja ára þjálfun áður en
þeir teljast fullgildir björgunar-
menn. Á síðasta ári sá Birna, á-
samt Gunnari Agnari Vilhjálms-
syni, Jóhanni Pétri Péturssyni og
Belindu Eir Engilbertsdóttur
um þjálfun nýliða og hún bendir
öllum þeim sem hafa áhuga á að
kynna sér starfið að kíkja á kynn-
ingarfund. „Þetta er kjörinn
vettvangur fyrir þá sem vilja fást
við skemmtileg og krefjandi
verkefni í góðuin félagsskap.
Auðvitað fylgir þessu ákveðin á-
byrgð, eins og ég vék að áðan, en
maður lærir líka hluti sem mað-
ur býr að alla ævi,“ fullyrðir
Birna. „Það hentar auðvitað
ekki öllum að sprikla um fjöll og
firnindi en það er fullt af verk-
efnum fyrir alla. Við þurfum til
dæmis fólk í heimahóp sem er í
húsi og er til staðar, bæði fyrir og
eftir úköll, þeir sem eru í svæðis-
stjórn sjá um skipulagningu og
framkvæmd björgunaraðgerða
og svona mætti lengi telja. Það
þarf að sinna verkefhum á mörg-
um sviðum og allir sem á annað
borð hafa einhvern áhuga á
svona starfi ættu að finna eitt-
hvað við sitt hæfi.“
Einhvers staðar verð
ég að læra að elda!
I sumar vinnur Birna á Upp-
lýsinga- og kynningarmiðstöð
Vesturlands í Borgarnesi, en í
vetur ætlar hún að venda sínu
kvæði í kross og skella sér í Hús-
mæðraskólann í Reykjavík. „Eg
útskrifaðist úr FVA í vor, ári á
undan jafnöldrum mínum og
ætla að nota þetta forskot til þess
að velta því fyrir mér hvað ég vil
gera í framtíðinni og læra að
elda. Eldamennska og svoleiðis
hefur ekki verið mín deild, en ég
vona að eftir fjóra mánuði í hús-
mæðraskóla geti ég klórað mig
fram úr því að elda eitthvað
flóknara en þriggja mínútna
núðlur. Einhverstaðar verð ég að
læra þetta!“ Að þessum orðum
sögðum er Birna roldn.
ALS