Skessuhorn


Skessuhorn - 04.08.2004, Page 9

Skessuhorn - 04.08.2004, Page 9
 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 9 ✓ Landshnitakerfi Islands allt endurmælt Mælingamenn prófa tækin og æfa sig við húsnæði LMI við Stillholt á Akranesi sl. þriðjudag. Landmælingar íslands munu á næstu dögum standa að endur- mælingu á landshnitakerfi ís- lands í samvinnu við fjölda stofnana og sveitarfélaga um allt land. hófst við mælistöð nálægt Reyk- holti í Borgarfirði miðvikudag- inn 4. ágúst kl. 9 og tók Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráð- herra fyrstu mælinguna. Að því loknu hafa 19 aðrir mælinga- víðsvegar á landinu, jafnt í byggð sem í óbyggðum. Notkun GPS kerfisins til staðarákvörðunar eykst með hverju árinu sem líður, og má á- ætla að yfir 200 GPS landmæl- ingatæki séu í notkun á landinu. GPS leiðsögutæki skipta þús- undum og fer þeim hratt fjölg- andi. Ferðamönnum er GPS kerfið mikilvægt til leiðsagnar og öryggis og mikilvægi þess við hverskonar framkvæmdir og skipulagsvinnu vex hratt. Áætla má að einungis flekarek Ameríku- og Evrópuflekanna sé um 2 cm á ári. Síðan bætast við miklar jarðskorpuhreyfingar eins og á Suður- og Norðaust- urlandi en þar 'ér hreyfing lands mest. Vöktun á hreyfingum er mikilvægt markmið og þess vegna vinna Landmælingar Is- lands náið með ýmsum stofnun- um. Sameiginleg viðleitni mun Ieiða til skilvirkara viðhalds grunnstöðvanetsins á Islandi sem kemur jafnt almenningi og hinu opinbera til góða. Mikilvægi grunnstöðvanets- ins kemur m.a. frarn í ýmsum verkefnum sem lúta að öryggi eða stórframkvæmdum í samfé- laginu og byggja á nákvæmni og áreiðanleika hnitakerfisins. Oll kortagerð og skipulagsvinna í landinu bæði í þéttbýli og dreif- býli byggir á grunnstöðvanetinu og sífellt eru gerðar meiri kröf- ur um nákvæmni. Með tilkomu landupplýsingakerfa er lands- hnitakerfið grundvöllur þess að bæjar- og sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki og almenningur geti unnið með samræmdum hætti við mælingar og kortagerð. Einnig má nefna að grunn- stöðvanetið er notað við land- mælingar sem Flugmálastjórn Islands gerir fyrir flugvelli landsins og tengjast aðflugi, leiðsögn og öryggisþáttum í flugi. Veðurstofa Islands vaktar stöðugt landbreytingar með GPS-mælistöðvum meðal ann- ars til að reyna að sjá fyrir jarð- skjálfta eða eldgos en sú starf- semi er hluti af bráðaviðvörun- arkerfi landsins. Landsvirkjun og Vegagerðin nýta grunn- stöðvanetið við allar mælingar sem gerðar eru vegna virkjana- framkvæmda, vegagerðar, gatnagerðar, og rannsókna vegna umhverfismats. Af þessari upptalningu að dæma, sést hve mikilvægt hnitakerfið er orðið fyrir ffamkvæmdir og hin ýmsu öryggiskerfi landsins. MM Alls munu 34 mælinga- og aðstoðarmenn vinna næstu daga að mæl- ingum landshnitakerfisins. Hér eru þeir á námskeiði hjá Þórarni Sig- urðssyni forstöðumanni mælingasviðs LMI sl. þriðjudag. Mælingamaður að störfum við skráningu hnita. Dagana 4. til 14. ágúst nk. verður hnitakerfi landsins, svo- kallað grunnstöðvanet, mælt upp á nýtt. Núverandi mæli- stöðvar sem eru 119 talsins voru mældar árið 1993, en vegna þess hve hreyfing landsins er mikil er talið nauðsynlegt að mæla allt netið á 10 ára fresti til að tryggja áreiðanleika og nákvæmni þess. Þetta umfangsmikla verkefni hópar hafið mælingar á 34 mælistöðvum á Norðurlandi. I mælingahópunum eru 34 mæl- inga- og aðstoðarmenn sem munu dreifa sér um landið á 19 vel útbúnum jeppum með 35 GPS landmælingatæki. Hóp- arnir munu mæla staðsemingu allra mælistöðva sem voru mældar 1993 auk 11 tilviðbótar. Fara þarf því á um 130 staði TJeíðihotníS Umsjón: Magmís Magnússon f Þrjátíu toppár landsins Veiðihornið verður af- brigðilegt að þessu sinni þar sem Gunnar Bender er fastur í leiðsögn við veiðimenn vestur í ísafjarðardjúpi og er víðs fjarri fjarsímasambandi og annarri nútíma fjarskipta- tækni. Því birtir Skessuhorn nýjustu samantekt Landssam- bands veiðifélaga af vef félags- ins; www.angling.is. Þar eru vikulega teknar saman upplýs- ingar úr fjölda veiðiáa á land- inu. Tölurnar sýna annarsveg- ar veiðina 21. júlí sl. og hins- vegar viku síðar, þ.e. um miðja síðustu viku. Blanda var fyrst veiðiáa í sumar til að rjúfa þúsund laxa múrinn, en fast á hæla hennar fylgja vestlensku árnar; Norðurá, Þverá og Langá. Til samanburðar eru einnig birtar Iokatölurnar frá því í fyrra. Einnig er fjöldi leyfilegra stanga í hverri á gef- inn upp og geta menn leikið sér að því að reikna veiðina per stöng skv. því. MM Veiðivatn 21/7/04 28/7/04 Lokat. 2003 # Stangir Blanda ..810. 1000. 504... 10 Norðurá ..815 .. 953. 1444... 14 Þverá og Kjarrá ..785 .. 916. 1872... 14 ..686 . 811. 2263... 10 Eystri Rangá ..340 . 661. 1720... 16 Haffjarðará ..490 .. 650. 1007... 6 Miðfjarðará ..530. 650. 577... 10 Laxá í Rjós ..510.. 609. 1457... 10 Víðidalsá ..430.. 590. 588 .. 8 Ytri Rangá ..248 .. 508. 1723... 12 ..362 .. 471. 1156... 8/10 Leirvogsá ..336.. 430. 558... 2 ..280.. 383. 472 ... 4-6 Hofsá í Vopnafirði ..215 .. 380. 1483... 8 Laugardalsá ..321 .. 324. 2-3 „205 .. 300. 308... 2 Selá „199 .. 300. 1558... 6 „185 .. 298. 624... 18 „172 .. 285. 448 ... 4-6 „216 .. 255. 334... 3 „165 .. 225. 547... 6 Laxá í Leirársveit „165 .. 213. 1133... 7 „134. 183. 379... 4 Hrútafjarðará og Síká.. „100. 140. 164... 3 Laxá í Dölum ....82 .. 136. 1394... 6 Breiðdalsá ....30.. 92. 202... 6 Stóra-Laxá í Hreppum ....50.. 86. 423... 10 Svartá í Húnaþingi ....47 .. 65. 276... 3 ....44. 55. 166... 8 Skógaá 8. 64... 4 Allt í veiðiferðina Hyman, bensínstöð sími 430-5565 piMatóaðk®1® MÍI| ailaflmmtudaga^ Irá kl. l8-°o (j L'ti- oq veilinqastaður Sími 437 2345 www.motelvenus.net Allíafmeð bestu pizzatilboðin..!

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.