Skessuhorn - 04.08.2004, Side 11
■jnCidsuiiui^
MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 2004
11
7^e/i/i//i/i~~ó
Þorvaldur T. Jónsson
kurl séu komin til grafar í
málinu. Það er ótrúleg
slembilukka ef hægt er að
komast upp með það að
bjóða út skólaakstur á þeim
grundvelli að taka lægsta til-
boði, ganga síðan framhjá
lægsta tilboði í Borgarnesi
með einhverjum óskiljanleg-
um rökum en láta þau sömu
rök ekki gilda í Varmalandi.
Þetta er enn eitt dæmið um
það þegar útboð er röng að-
ferð við að velja þjónustuað-
ila fyrir sveitarfélög. Ekki
síst af þeirri ástæðu að í út-
boði er að jafnaði gert ráð
fyrir því að samið sé við þann
sem býður lægsta verðið en
þegar til kastanna kemur
skipta fleiri þættir máli.
Niðurstaðan í þessu útboði
er því sú að auk þess að
meirihlutinn í Borgarbyggð
brýtur sínar eigin útboðs-
reglur, traðkar hann á rétti
þeirra sem skila inn gildum
tilboðum og mismunar til-
boðsgjöfum eftir geðþótta.
Þorvaldur T. Jónsson
Það er auðvitað bót í máli
að þeir traustu aðilar sem
hafa sinnt þessari þjónustu á
liðnum árum munu flestir
gera það áfram. Einn þeirra
situr þó eftir með verkefna-
lausa bíla og er það jafnframt
sennilega sá eini sem skilaði
inn gildum tilboðum á rétt-
um tíma í Varmalandsakstur-
inn. Kærunefnd útboðsmála
mun fjalla um hans mál og
e.t.v. fleiri sem varða útboðið
þannig að ekki er víst að öll
Utboð á skólaakstri í Borgarbyggð
Akstur barna til og frá
skóla er viðkvæmt og vand-
meðfarið mál. Börnin sitja í
bílnum tvisvar á dag í lengri
eða skemmri tíma, í misjöfn-
um veðrum og færð um mis-
góða vegi, nývöknuð á leið út
í daginn eða þreytt í lok
skóladags. Að ýmsu er að
hyggja þegar fyrirkomulag
skólaaskturs er ákveðið, m.a.
þarf kostnaður að vera hóf-
legur, bíllinn öruggur og bíl-
stjórinn þarf að hafa góð tök
jafnt á bíl sem börnum. I
Borgarbyggð höfum við átt
því láni að fagna undanfarin
ár að hafa góða þjónustu á
þessu sviði. Kostnaður hefur
verið lágur í samanburði við
aðra skóla og aðfinnslur við
skólaakstur nánast óþekktar,
hvort sem er af hálfu barna,
foreldra, skólayfirvalda eða
bílstjóra.
Það var því verið að ýfa
lygnan sæ þegar meirihluti
bæjarstjórnar Borgarbyggðar
ákvað á liðnu vori að bjóða út
skólaakstur við Grunnskóla
Borgarness og Varmalands-
skóla. Eftir mikinn vand-
ræðagang og mörg lögfræði-
álit um texta í útboðsgögnum
og gildi tilboða var ákveðið
að semja við Sæmund Sig-
mundsson um allan akstur
við Varmalandsskóla þar sem
hann var talinn eiga lægstu
gildu tilboð, þrátt fyrir að
hafa ekki á tilsettum tíma
skilað inn öllum þeirn gögn-
um sem áskilin voru sam-
kvæmt útboðslýsingu. Um
skólaakstur af Mýrum var
samið við þá firnm einstak-
linga sem hafa annað þeim
akstri undanfarin ár og áttu
óumdeilanlega lægstu gildu
tilboð þar. Þá var samið við
Þorstein Guðlaugsson um
akstur í Borgarnesi þrátt fyr-
ir að Sæmundur hafi átt
lægsta tilboð þar ef sömu
rökum er beitt eins og í
Varmalandi.
I Skessuhorninu þann 14.
júlí sl. er frétt um útboðsmál-
in og m.a. rætt við Helgu
Halldórsdóttur forseta bæj-
arstjórnar. Þar skýrir hún út
hvers vegna gengið var fram-
hjá lægsta tilboði í akstur í
Borgarnesi og samið við
þann sem átti næst lægsta til-
boðið. Utskýringin felst í því
að „það var ekki talið íþyngj-
andi fyrir rekstur Sæmundar
Sigmundssonar“.
Þetta er mjög athyglisverð
rökfærsla. Er það þá út-
gangspunkturinn í ákvörðun
um hvernig á að meta tilboð
í skólaakstur í Borgarbyggð
hvort niðurstaðan sé íþyngj-
andi fyrir þennan eina til-
tekna rekstraraðila? Hvers
eiga hinir að gjalda sem jafn-
vel fengu engan akstur?
Vissulega varpar þessi afstaða
forseta bæjarstjórnar ljósi á
niðurstöðuna í Varmalandi
þar sem samið er við Sæ-
mund þrátt fyrir að meiri-
hluti fenginna lögfræðiálita
bendi til þess að hans tilboð
séu ógild en gengið fram hjá
öðrum sem skiluðu inn til-
boðum sem eru óvéfengjan-
lega gild.
MINNING
MINNING
Jakob
Jónsson
- minning
Jakob Jónsson, bóndi á Varmalæk
lést á Sjúkrahúsi Akraness þann 22.
júlí sl. Jakob var fæddur 7. desem-
ber árið 1916. Hann var kvæntur
Jarþrúði Grétu Jónsdóttur og áttu
þau sex böm.
Kveðja frá
Kleppj árnsreykj askóla
Skóli heíúr verið á Kleppjárnsreykj-
um í rúm 40 ár, eða frá 1961, að far-
skólar vom lagðir af í Borgarfirði í
kjölfar þess að hrepparnir norðan
Skarðsheiðar sameinuðust um rekstur
eins skóla. Bygging skólans á Klepp-
járnsreykjum hefur staðið nær allar
götur síðan, en segja má að nú sé kom-
ið að lokaáfanga byggingarsögu hans
með áformum um frágang skólalóðar.
A þetta er minnst við andlát Jakobs
Jónssonar bónda á Varmalæk, að hann
var um langt árabil einn ötulasti for-
göngumaður bygginga skólans. Mér
kemur í hug atvik frá fundi með stjórn
S.S.B.N.S., en svo var það kallað
byggðarsamlagið um sameiginleg
málefni samtaka sveitarfélaga í Borg-
arfirði norðan Skarðsheiðar, að Jakob
ræddi næstu skref í byggingarmálum
skólans. Hann hafði ekki mörg orð um
fyrirhugaðar framkvæmdir, en sagði
allt í góðum farvegi, enda yrði að þoka
málinu áfram. I lok máls síns nefndi
Jakob það þó, að sér þætti vænt um, ef
oddvitarnir gætu leyst til hans hluta af
láni hans, til að hann gæti greitt á-
burðinn sem hann hafði pantað. Eftir
fundinn fékk ég útskýringu á ósk Jak-
obs og þá kom í ljós að hann hafði oft-
ar en ekki liðkað til með aðstandend-
um skólans þegar brýnt var að halda á-
fram framkvændum en fé skorti. Að
hann hafi á vissan hátt haldið bygging-
arframkvændum gangandi og notað til
þess innlegg bús þeirra hjóna.
Þannig var hann, hafði ekki mörg
orð um hlutina en lét verkin tala, og
víst er um það að hann var ötull og ó-
deigur áhugamaður um allt er styrkja
mætti byggðina. Skólamál voru þar
engin undantekning, og einlægur var
áhugi hans fram til hins síðasta.
Eg minnist þess enn er ég kom fyrst
að Varmalæk haustið 1970 hversu hlý-
legar móttökur þeirra hjóna voru. Eg
mun seint gleyma því er Jakob settist
það kvöld við hljóðfærið og lék afar
fallegt lag, og minnisstæð er líka
fræðslan um steinana sem hann hafði
safnað að sér.
Jakob var mikill bóndi, en einnig
ljóðskáld og hagyrðingur, tónlist-
arunnandi og fræðimaður. Hann var
héraðshöfðingi. Og margt fleira mætti
tíunda og allt gott, frá samskiptum við
þig í gegnum tíðina, en ég á það og
geymi fyrir okkur tvo.
Að leiðarlokum vil ég þakka þér allt
það sem þú áorkaðir fyrir Kleppjárns-
reykjaskóla, byggð í Borgarfirði til
hagsbóta.
Við hjónin biðjum Jarþrúði, hörn-
um ykkar og fjölskyldum Guðs bless-
unar.
Kleppjái-nsreykjum, 21.júlt 2004,
GuSlaugur Óskarsson,
skólastjóri