Skessuhorn - 04.08.2004, Qupperneq 15
joJiaaunu...
MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 2004
15
Enskur
sóknar-
maður til ÍA
Skagamenn hættu við að
semja við júgósiavneska fram-
herjann Dragan Simovic sem
var til reynsiu hjá liðinu. Þess í
stað hafa þeir fengið til liðs til
sín enskan framherja, Richard
Michael Barnwell að nafni.
Hann hefur undanfarið leikið
með Eistneska liðinu FC
Levadia og skorað drjúgt en
Barnwell er sagður markhepp-
inn með afbrigðum og Ijóst að
sá eiginleiki á að geta nýst
Skagamönnum vel á loka-
sprettinum en þeim hefur ekki
gengið vel upp við markið í
sumar þrátt fyrir að skapa sér
urmul af færum.
Að öllum líkindum mun hinn
nýi framherji leika næsta leik
Skagamana í Landsbanka-
deildinni en hann verður gegn
KA á Akureyrarvelli næstkom-
andi sunnudag.
GE
Marka-
hrókar
Stelpurnar í ÍA hafa skorað 68
mörk í tíu leikjum eða 6,8
mörk að meðaltali í leik.
Markahæst skagastúlkna er
Helga Sjöfn Jóhannesdóttir
sem skorað hefur 16 mörk.
Magnea Guðlaugsdóttir er
með 12, Áslaug Ragna Áka-
dóttir, 10, Jónina Halla Víg-
laundsdóttir 10 og Hallbera
Guðný Gísladóttir 8.
GE
Staðan í B riðli 1.
deildar kvenna í
knattspyrnu
Félag L U J T Mörk Stig
1 ÍA 10 10 0 0 68:9 30
2 Þróttur R. 9 7 0 2 46:13 21
3 ÍR 10 4 0 6 28:34 12
4 Fylkir 10 3 0 7 27:43 9
5 Hv./Tind.st.9 0 0 9 4:74 0
Staðan í
2. deild karla í
knattspyrnu
Félag L U J T Mörk Stig
1 Leiknir R. 13 9 3 134:11 30
2KS 13 9 2 2 41:22 29
3 Vík. Ó. 13 8 2 324:10 26
4 Aftureld. 13 5 3 5 24:20 18
5 Leift./Dal. 13 5 2 6 23:27 17
6 Selfoss 13 4 4 5 28:29 16
7 ÍR 13 3 5 5 15:21 14
8 Víðir 13 3 3 7 16:34 12
9 Tindast. 13 2 5 6 21:32 11
10KFS 13 1 3 9 17:37 6
Skagamenn í aðra umferð UEFA bikarsins
Mæta Pétri Marteinssyni og félögum í Hammarby í Svíþjóð
Ellert Jón Björnsson skaut
Skagamönnum í aðra umferð
UEFA bikarsins síðastliðinn
fimmtudag en hann skoraði
bæði mörk liðsins í seinni
leiknum gegn TVMK Tallin í
Tallin í Eistlandi. Fyrri leikurinn
endaði sem kunnugt er 4 - 2
fyrir ÍA og unnu Skagamenn
því samtals 6-3.
Fleimamenn í Tallin byrjuðu
af miklum krafti og sóttu stíft
fyrsta stundarfjórðung leiksins.
Skagavörnin stóð hinsvegar
fyrir sínu og þegar leið á fyrri
háflleikinn sóttu Akurnesingar í
sig veðrið. Ellert Jón átti gott
færi um miðjan hálfleikinn en
hann var mjög ógnandi allan
tímann og lék sinn besta leik í
langan tíma. Fyrsta mark leiks-
ins kom rétt undir lok fyrri hálf-
leiks en þá var dæmd auka-
spyrna á Tallin eftir að Fljörtur
föstu skoti. Þrem-
ur mínútum síðar
skoraði Hjörtur
Hjartarson annað
mark ÍA en það
var dæmt af
vegna rangstöðu.
í síðari hálfleik
freistuðu Eistarnir
þess að jafna en
Skagamenn gáfu
sig ekki og á 51
mínútu skoraði
Jón annað
mark ÍA með góðu
skoti af löngu færi.
Heimamenn
gáfust þó ekki
upp og það sem
eftir lifði leiks
reyndi mikið á
Hjartarson hafði verið felldur vörn Skagaliðsins og ekki síst
rétt utan vítateigs. Ellert Jón Þórð markvörð sem stóð að
tók spyrnuna og skoraði með vanda fyrir sínu. Það kom þó
ekki í veg fyrir að heimamenn
næðu að minnka muninn undir
lok leiksins en það kom ekki að
sök því öruggur sigur Skaga-
manna var staðreynd og liðið
er komið í 2. umferð.
Mótherjar Skagamanna í 2.
umferðinni verður sænska liðið
Hammarby sem íslenski
Landsliðsmaðurinn Pétur
Marteinsson er á mála hjá.
Fyrri leikurinn verður í Svíþjóð
þann 12. ágúst en sá síðari á
Skaganum þann 26. ágúst.
Leikurinn í Eistlandi vartíma-
mótaleikur fyrir Pálma Haralds-
son sem lék þar sinn 400. leik
fyrir hönd ÍA. Þá má einnig
segja að þetta hafi verið merk-
ur áfangi fyrir Hjálm Dór
Hjálmsson sem lék sinn fyrsta
Evrópuleik frá árinu 2000 en þá
fór hann í fjögurra leikja bann.
GE
Góður sigur á
Aftureldingu
Víkingar úr Ólafsvík berjast
áfram harðri baráttu um sæti í
1. deild íslandsmótsins í knatt-
spyrnu en þeir eru sem kunn-
ugt er nýliðar í 2. deildinni í
sumar. Víkingar tóku á móti
Aftureldingu úr Mosfellsbæ á
miðvikudag á Ólafsvíkurvelli í
13. umferð deildarinnar. Vík-
ingar léku á alls oddi og höfðu
mikla yfirburði. Fyrsta mark
leiksins kom þó ekki fyrr en á
36. mínútu og þar var að verki
Helgi Reynir Guðmundsson
með sitt fyrsta deildarmark í
sumar. Kjartan Jóhannes Ein-
arsson skoraði annað mark
Víkinga á 58. mínútu og undir
lok leiksins innsiglaði Her-
mann Geir Þórsson sigur Vík-
ings með góðu marki. Her-
mann er markahæstur Víkinga
í sumar og hefur skorað sjö
mörk í deildinni. Þess má geta
að markahæstur í deildinni er
Þórður Birgisson, leikmaður
KS en hann fór á Siglufjörð í
vor frá ÍA.
Víkingar eru sem fyrr í 3.
sæti deildarinnar og hafa nú
26 stig en KS er í öðru sæti
með 29 stig og Leiknir úr
Reykjavík á toppnum með 30
stig. Það er því Ijóst að barátt-
an verður hörð í þeim fimm
umferðum sem eftir eru. Næsti
leikur Víkinga er gegn ÍR á úti-
velli á föstudag en 14. ágúst fá
þeir Siglfirðinga í heimsókn og
gæti það orðið úrslitaleikur um
sæti í 1. deildinni. Það er því
spennandi sprettur framundan
hjá Ólsurum.
GE
Ragnar formaður
Ragnar Gunnarsson hefur
tekið við sem formaður
körfuknattleiksdeildar Skalla-
gríms af Ólafi Helgasyni en
þeir ákváðu að hafa sætaskipti
í stjórninni og verður Ólafur rit-
ari í stað Ragnars.
Að sögn nýs formanns er út-
lit fyrir að vel gangi að manna
lið Skallagríms fyrir átökin í úr-
valsdeildinni í vetur en sem
kunnugt er tókst Sköllunum að
vinna sæti sitt meðal hinna
bestu á ný eftir eins árs dvöl í
1. deild. Einn íslenskur leik-
maður hefur gengið til liðs við
Skallana, Ragnar Steinarsson
úr Val en eini leikmaðurinn
sem yfirgefur herbúðir Borg-
nessinga er nafni hans Steins-
sen. Þá eru tveir Bandaríkja-
menn á leið í Borgarnes og
einn makedónískur leikmaður,
Ragnar Gunnarsson
Jovan Zdravevski, að nafni.
Hann er 23 ára gamall og 197
centímetrar á hæð. Ragnar
vildi hinsvegar ekki gefa upp á
þessu stigi hvaða Bandaríkja-
menn væri um að ræða en
samkvæmt heimildum
Skessuhorns mun annar þeirra
vera leikmaður sem er íslensk-
um körfuboltaáhugamönnum
er að góðu kunnur. GE
Ostöðvandi IA konur
ÍA konur unnu sinn tíunda
leik í B riðli 1. deildar kvenna í
síðustu viku þegar þær unnu
Fylki 4 - 0. ÍA er enn ósigrað í
deildinni og eru stelpurnar
nánast búnar að tryggja sér
sæti í úrslitakeppninni þar sem
fjögur lið munu bítast um eitt
laust sæti í úrvalsdeild. Nú
þegar hefur Sindri á Hornafirði
tryggt sér sæti í úrslitum og
nokkuð Ijóst er að Keflavík
verði þar einnig. Hinsvegar er
ekki útséð um hvort HK eða
Þróttur verði fjórða liðið í úr-
slitakeppninni.
Hallbera Guðný Gísladóttir
skoraði tvö mörk gegn Fylki og
þær Helga Ingibjörg Guðjóns-
dóttir og Helga Sjöfn Jóhann-
esdóttir sitt markið hvor. Næsti
leikur ÍA er gegn Þrótti Reykja-
vík á Akranesvelli næstkom-
andi fimmtudagskvöld. GE
^jKunð ninsætu
gjafiakoztin
Margar gerðir af
gallabuxum á bæði kynin
í öllum stærðum
TAKTU ÞATT I ASKRIFTARLEIK
Skessuhorns, ÞAÐ KOSTAR EKKERT
ANNAÐ EN AÐ STANDA í SKILUM
í þessum mánuði er vinningurinn frá
versluninni Nínu, Kirkjubraut 4,
Akranesi. Vöruúttekt að verðmæti
20.000 kr. og verður dregið 20. ágúst
rnllf af flnffi■ m knlnm
Fullt af flottum bolum
fyrir hann
MMIeikur