Skessuhorn - 11.08.2004, Qupperneq 4
4
MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 2004
SKESSUHO
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubrout 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501
SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf 433 5500
Framkv.stj. og blm. Magnús Magnússon 894 8998
Ritstjóri og úbm: Gisli Einarsson 899 4098
Augl. og dreifing: íris Arthúrsdóttir 696 7139
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir 437 1677
Prentun: Prentmet ehf.
skessuhorn@skessuhorn.is
mognus@skessuhorn.is
ritstjori@skessuhorn.is
iris@skessuhorn.is
gudrun@skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út olla miðvikudoga. Skilofrestur auglýsinga er kl. 14:00 ó
þrigjudögum. Auglýsendum er bent a oð panto auglýsingaplass tímonlega.
Skilofrestur smóouglýsinga er til 12:00 ú priðjudögum.
Ber gefið út i 4.000 eintökum og selt til úskrifendo oqí lausosölu.
arverð er 85Q krónur með vsk. ó múnuði en krónur 750 sé greitt með
greiðslukorti. Verð í lausosölu er 300 kr.
433 5500
Hýrir
ogdýr
Síðastliðinn laugardag bar svo við líkt og samskonar daga
síðustu ár að samkynhneigðir landar mínir komu út úr skápn-
um og tóku út úr skápnum hin margvíslegustu skrautklæði sem
þeir íklæddust og skreyttu sig ennfrekar með ýmis konar
glingri og gersemum. Að því loknu örkuðu þeir alsælir um
stræti og torg Reykjavíkurborgar undir yfirskriftinni gay -
pride sem í lauslegri þýðingu gæti staðið fyrir hýr og borgin-
mannlegur og allt gott og blessað með það.
Sem eins manns minnihlutahópur hef ég alltaf stutt heils-
hugar þá sem þurfa að berjast gegn straumnum og þora að
stíga á stokk og andmæla fjöldanum í krafti réttlætisins. Að vísu
má gera því skóna að samkynhneigðir Islendingar séu orðnir
meirihlutahópur ef marka má þátttöku í umræddri göngu
þennan umrædda laugardag og allt gott og blessað með það.
Þrátt fyrir samstöðu mína með minnihlutanum hýrum, jafnt
sem óhýrum þá kaus ég í þetta sinn að vera fjarri ys og þys
borgarlífsins og eyddi helginni hinsvegar meðal Vestfirðinga
sem voru bærilega hýrir að því er mér sýndist að undanskild-
um meintum hjólbarðaviðgerðarmanni sem ég leitaði til með
vindlítið dekk. Hann reyndist þá ekki með hýrri há og vildi lít-
ið fyrir mig gera og lét konu sína segja mér að hann væri ekki
við. Það vildi hinsvegar þannig til að hann misreiknaði radd-
styrk sinn í þetta sinnið, eða ekki gert sér grein fyrir hversu
hljóðbært var á Vestfjörðum umrætt skipti þannig að mér fyrir
vikið duldist ekki að fjarvera hans var stórlega orðum aukin.
Það kemur málinu svosem ekki við en svo vikið sé aftur að
hýrum göngumönnum þá komst það í hámæli í aðdraganda
göngunnar að samkynhneigðir eiga það til að vera leður-
hneigðir og allt gott og blessað með það. Það fór hinsvegar
eitthvað í taugarnar á öðrum minnihlutahópi, einhverjum hús-
dýravinum sem ég kann ekki að nefna. Var því mótmælt kröft-
uglega að rífa þyrfti eitt dýr úr hamnum til að annað gæti kom-
ið út úr skápnum. Umræddir dýraverndarar lögðu til að hýrir
göngugarpar íklæddust gervileðri til að hýsdýrum heimsins
yrði ekki fórnað fyrir einn laugardag á ári. En hver skildi svo
sem vilja vera gervihýr í gervileðri á gervigöngu. Að vísu er ég
ekki hýr, samt bærilega skýr og ær og kýr og önnur dýr eru
mínar ær og kýr. Samt sem áður sé ég ekki ástæðu til að amast
við einni kýrhúð í einar leðurbrækur ef það það gerir einn hýr-
ann mann hýrann og kátann á góðum degi.
Gísli Einarsson, minnihlutahópur.
Böm á ný í Laugaskóla
Ungmenna- og tómstundabúðir UMFI og Dalabyggðar
Laugar í Sælingsdal
Allt údit er fyrir að skólahús-
næðið að Laugum í Sælingsdal
fyllist af börnum að nýju en fyr-
irhugað er að þar verði ung-
menna- og tómstundabúðir í 30
vikur á vetri eða þann tíma sem
Laugar eru ekki nýttir sem sum-
arhótel. Fjögur ár eru síðan
Dalabyggð hætti skólarekstri á
Laugum og síðan hefur verið
leitað að hlutverki fyrir staðinn
yfir vetrartímann.
Það eru UMFÍ og Dalabyggð
sem munu reka ungmenna- og
tómstundabúðirnar á Laugum
en Dalabyggð og Saurbæjar-
hreppur leggja til mannvirkin
fyrir starfsemina. Búðirnar verða
ætlaðar unglingum á aldrinum
14 - 15 ára og er miðað við að
þeir dvelji þar frá mánudegi til
fösmdags. Miðað við fulla nýt-
ingu munu um 80 ungmenni
geta dvalið að Laugum í senn
eða um 2400 ungmenni ffá sept-
ember og fram í maí.
Ungmenna- og tómstunda-
búðirnar verða reknar í anda
hugmyndafræði UMFI. Þar
verður lögð áhersla á tómstund-
ir sem lífsstíl og sem mikilvægan
þátt í forvarnarstarfi.
Helstu markmið búðanna
verða eftirfarandi:
Að efla jálfstraust, samvinnu
og tillitssemi. Að hvetja ung-
I síðustu viku buðu stjórn-
endur Verkalýðsfélags Akraness
16 ára ungmennum til veislu í
félagsmiðstöðinni Arnardal.
Tilefni heimboðsins var að
fræða ungu kynslóðina, sem á
næsta ári fer á hinn almenna
vinnumarkað, um hlutverk og
skyldur verkalýðsfélaga, laun-
þega og vinnuveitenda. Að
sögn Vilhjálms Birgissonar, for-
manns VLFA, er um nýbreytni
að ræða í starfsemi félagsins.
„Við viljum efla tengsl okkar
við félagsmenn og ekki síst þá
yngstu sem eru við það að fara
út á hinn almenna vinnumark-
menni til sjálf-
stæðra vinnu-
bragða. Að kynna
heimavistarlíf. Að
fræða um sögu-
slóðir. Að kynna
landið og nánasta
umhverfi. Að
hvetja ungmenni
til að taka þátt í
félagsstörfum. Að
fræða ungmenni
um mikilvægi for-
varna. Að vinna
markvisst gegn
einelti. Að kynna ábyrg fjármál.
Að fræða um mikilvægi hollra
lifnaðarhátta. Að kynna jaðarí-
þróttir.
I tilkynningu frá UMFI og
Dalabyggð segir m.a. að: Rann-
sóknir hafa sýnt að þátttaka
barna í íþrótta- og tómstunda-
starfi hefur mikið fon'arnargildi.
Með tilkomu Ungmenna- og
tómstundabúðanna er kominn
vettvangur sem er kjörinn til að
þjálfa ungt fólk í félags- og tóm-
stundastörfum og gera það virkt
í félagsstarfi í víðasta skilningi
þess orðs. Eftir dvöl í búðunum
eiga ungmenni að vera fær um
að stofna og taka þátt í félagi
sem vonandi verður til þess að
blása enn ffekara lífi í félags-
starfsemi grunnskólanna."
Rekstur tómstundabúðanna á
að. Það er nauðsynlegt fyrir
þau sem einstaklinga og verð-
andi launþega að fræðast vel
um réttindi sín og ekki síður
skyldur á vinnumarkaði. Hlut-
verk verkalýðsfélaga er ekki síst
minna í dag en það hefur verið
undanfarna áratugi og því
fannst okkur tilvalið að bjóða
þessum hópi í heimsókn og
ræða þessi mál við þau,“ sagði
Vilhjálmur í samtali við Skessu-
horn. Eftir stutta kynningu var
öllum boðið í grill í félagsmið-
stöðinni Arnardal og var ljóst á
unga fólkinu að það kunni vel
að meta framtakið. MM
Laugum verður styrktur af ís-
lenska ríkinu og auk þess munu
búðirnar njóta faglegs samstarfs
við Kennaraháskóla Islands. GE
Framkvæmdir við nýja skóla-
húsiö eru nánast á áætlun.
www.fsn.is
opnar
Síðastliðinn mánudag
opnaði Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttír, menntamála-
ráðherra vef Fjölbrautaskóla
Snæfellinga á slóðinni
www.fsn.is. Við opnun nýja
vefjarins var stuðst við nýj-
ustu tækni þar sem ráðherra
opnaði vefinn ffá skrifstofu
sinni í Reykjavík en í anddyri
skólans í Grundarfirði fylgd-
ust með opnuninni þau Guð-
björg Aðalbergsdóttir, skóla-
meistari, ásamt starfsmönn-
um, skólanefnd og fulltrúa
menntamálaráðuneytisins. A
FSn-vefnum eru birt drög að
skólanámskrá skólans og
hvers kyns upplýsingar um
skólastarfið. Vefurinn er
unninn sem samstarfsverk-
efni Hugsmiðjunnar og Hex
og er hann hannaður með
það fyrir augum að vera bæði
aðgengilegur og notenda-
værm.
I samtali við Skessuhom
sagði Guðbjörg að fram-
kvæmdir við skólann væru
nánast á áætiun en iðnaðar-
menn vinna baki brotnu við
framkvæmdir. Einnig er
starfsfólk og kennarar farnir
að undirbúa skólastarfið en
ráðgert er að fyrsti skóladag-
ur verði 30. ágúst. Eins og
Skessuhorn hefur áður greint
ffá hafa yfir 100 nemendur
staðfest skólavist á þessum
fyrsta skólavetri nýja skólans.
MM
Hópurinn ásamt starfsfólki Verkalýðsfélagsins og Einari Skúiasyni í
Arnardal.
Frætt um réttindi
og skyldur