Skessuhorn - 11.08.2004, Side 6
6
MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 2004
Koppel, Andersson
og Magnússon
Hin frábæri danski saxófón-
leikari Benjamin Koppel er
væntanlegur til landsins 12. -
14. ágúst nk., ásamt félaga sín-
um, sænska bassaleikaranum
Tommy Andersson. Að þessu
sinni munu þeir leika með Agn-
ari Má Magnússyni píanóleik-
ara. Þeir félagar Benjamin og
Tommy koma hingað til lands
fyrir ári og léku þá og hljóðrit-
uðu disk með Eyþóri Gunnars-
syni píanóleikara. Diskurinn
hefur þegar komið út á norður-
löndum og hlotið góða dóma.
Nú verður leikurinn endurtek-
inn með Agnari Má.
Tríóið, Koppel - Andersson
Magnússon mun halda
tvenna tónleika. Þá fyrri í
Stykkishólmskirkju fimmtu-
daginn 12. ágúst. kl. 21:00 í til-
efni Danskra daga í Stykkis-
hólmi og síðari tónleikar tríós-
ins verða í Félagsheimilinu
Borg Grímsnesi föstudaginn
13. ágúst.
(f'éttatilkynning)
Orgel og selló í
Reykholti
Þriðju og síðustu tónleikar
sumarsins til styrktar orgeli
Reykholtskirkju verða þriðju-
dagskvöldið 17. ágúst kl. 20:30.
Þá munu Inga Rós Ingólfsdótt-
ir, sellóleikari og Hörður Ás-
kelsson, organisti Hallgríms-
kirkju í Reykjavík leika verk eft-
ir Jón Leifs, César Franck,
Camille Saint-Saéns og Kjell
Mork Karlsen ásamt íslensku
þjóðlagi.
Inga Rós Ingólfsdóttir lauk
einleikaraprófi frá Tónlistar-
skólanum í Reykjavík 1976 og
stundaði framhaldsnám í
Dusseldorf hjá Johannes
Goritzki frá 1976. Hún lauk
einleikaraprófi árið 1981 og frá
árinu 1982 hefur Inga Rós ver-
ið fastráðinn sellóleikari við
Sinfóníuhljómsveit Islands.
Arið 1998 naut Inga Rós starfs-
launa Islenska ríkisins.
Eftir að hafa verið í fram-
haldsnámi í orgelleik í Þýska-
landi þar sem hann lauk próf-
um með láði var Hörður As-
kelsson ráðinn organisti og
kantor Hallgrímskirkju árið
1982 þar sem hann hefur starf-
að síðan. Hann stjórnar
Mótettukór Hallgrímskirkju og
kammerkórnum Schola cantor-
um og er listrænn stjórnandi
Kirkjulistahátíðar og Sumar-
kvölds við orgelið. Hörður var
Borgarlistamaður Reykjavíkur
árið 2002, hefur hlotið Islensku
tónlistarverðlaunin og tvisvar
verið valinn tónlistarmaður árs-
ins af DV (fréttatilky?ming)
Lagið tekið við Tjarnariund.
Kvennareið á fermingaraldri
Gestgjafar heiðra frumkvöðlana: F.v. Sigurður Þóróifsson, Kristján
Finnur Sæmundsson, Erling Kristinsson, Inga Þorkelsdóttir, Sæmund-
ur Kristjánsson, María Eyþórsdóttir og Arnar Eysteinsson. Auk þeirra
sem á myndinni eru voru í veitingahópnum þeir Ásmundur bóndi í
Miklagarði, Gunnar Bender í Litla-Holti og Ingimar Sigurðsson f
Fagradal.
Hinn árlega kvennareið Dala-
kvenna og gesta þeirra fór fram
sl. laugardag í blíðskaparveðri.
Þátttaka var að venju góð, en um
120 konur voru í hópnum. Þetta
er í fjórtánda skipti sem konur í
Dölum safnast saman í þeim til-
gangi að ríða þægilega dagleið,
eiga skemmtilega stund saman
og láta karlpeninginn þjóna sér.
Að þessu sinni voru gestgjafarn-
ir Saurbæingar og voru konur
þar í forystuhlutverki en bændur
þeirra sáu um veitingar og við-
eigandi veigar fyrir konurnar.
Slíkir menn eru jafnan nefndir
Lautinantar með skírskotun í
áningarstaðina. Lagt var af stað
frá Bessatungu í Saurbæ, inn
Brekkudal og niður aftur og
meðfram Hvolsá og í Tjarnar-
lund þar sem áð var. Þar grilluðu
Saurbæjarbændur og þjónuðu
konunum, gítarinn var dreginn
fram og sungið svo undir kvað í
sveitinni. Þegar kvöldaði færði
hópurinn sig í gömlu Jónsbúð á
Skriðulandi, eða Dórubúð eins
og hún er nefhd nú en þar var
dansað ffam á nótt.
Að þessu sinni voru frum-
kvöðlar að kvennareið heiðraðar
sérstaklega en það voru þær Inga
Þorkelsdóttir og María Eyþórs-
dóttir sem áttu frumkvæði að
kvennareiðinni ásamt Astu Em-
ilsdóttur, en Ásta var fjarverandi
að þessu sinni. Þær stöllur fengu
sérstakar gjafir frá gestgjöfunum
í tilefhi þess að kvennareið er nú
komin á fermingaraldur.
MM/ Ljósmyndir:
SJök og GBender
Valdís Þóra
tvöfaldur
Islands-
meistari
stelpna
Valdís Þóra Jónsdóttir,
kylfingur í Golfklúbbnum
Leyni á Akranesi, vann sinn
annan Islandsmeistaratitil á
þessu sumri þegar hún varð
Islandsmeistari í höggleik í
flokki stelpna 14-15 ára á
Leiruvelli í Keflavík í lok
júlí. Hún hafði áður orðið
Islandsmeistari í holukeppni
sem fram fór á Strandavelli á
Hellu í júní.
Búist við fjölmenni á Danska daga
Undirbúningur að stórhátíð-
inni Dönskum dögum í Stykk-
ishólmi gengur vel að sögn
Andrésar Más Heiðarssonar
framkvæmdastjóra. „Við erum
á áætlun með allt og í raun
erum við þegar farin að bíða.
Að þessu sinni búumst við við
enn meiri fjölda en venjulega í
bæinn þar sem þetta er í fyrsta
skipti sem Danskir dagar stang-
ast ekki á við Menningarnótt í
Reykjavík og því gætum við átt
von á fleiri gestum af þeim sök-
um,“ segir Andrés. Undanfarin
ár hafa gestir á hátíðinni verið
4-6 þúsund talsins en sam-
kvæmt áreiðanlegum heimild-
um Skessuhorns er mikill fjöldi
fólks sem hyggst sækja Stykkis-
hólm heim að þessu sinni víða
af Vesturlandi og því margt
sem bendir til að hátíðin verði
fjölmennari en undanfarin ár.
Aðspurður um nýjungar á
hátíðinni þetta árið vildi Andr-
és helst nefna að í stað eins
stórs sölutjalds verða mörg
smærri og verður þeim tjaldað
niður Aðalgötuna sem um
Frá hverfagrilli í Silfurgötunni á sl. ári.
þessa helgi verður kölluð Strik-
ið. Þar verða hátt í 20 tjöld þar
sem hægt verður að kaupa allt
frá gæsareggjum til danskra
partýljósa.
Dagskrá hátíðarinnar hefst
fimmtudagskvöldið 12. ágúst
með jazztónleikum í kirkjunni
þar sem danski saxófónleikar-
inn Benjamín Koppel spilar á-
samt fleirum. A föstudeginum
verða m.a. hverfagrill og verður
götum bæjarins gefin dönsk
nöfn og þær skreyttar í tilefni
dagsins. Hefðbundin dagskrá
verður á laugardeginum sem
endar á bryggjuballi með flug-
eldasýningu um kvöldið.
Einnig verður
dönsk-íslensk þjóð-
búningamessa á
sunnudeginum og
golfmót verður
haldið á golfvelli
bæjarins. Stórtón-
leikar verða um
nónbil á sunnudeg-
inum í Stykkis-
hólmskirkju þar
sem Elísa Vilbergs-
dóttir og Hjördís
Elín Lárusdóttir,
sópransöngkonur,
sem eru báðar við
framhaldsnám í
söng í Bandaríkjun-
um, koma ferskar af
námskeiði á Italíu
og syngja í lok
Danskra daga við
undirleik Iwona Jagla, píanó-
leikari.
Veðurspá fyrir næstu helgi er
ágæt og enn eitt hitasvæðið er
væntanlegt yfir landið og er
gert ráð fyrir að það staðnæm-
ist yfir Stykkishólmi fram yfir
helgi. MM