Skessuhorn


Skessuhorn - 11.08.2004, Síða 14

Skessuhorn - 11.08.2004, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 2004 L>iiiissinu>^ Úrslit úr Opna Grolsch mótinu Opna Grolsch mótið fór fram á Garðavelli 8. ágúst. Alls tóku 88 keppendur þátt í mótinu sem fram fór í blíðu veðri á „besta“ golfvelli lands- ins! Keppt var í flokkum með og án forgjöf og urðu úrslit eft- irfarandi: 1. án forgj. Þórður Emil Ólafsson, 73 högg 2. án forgj. Stefán Orri Ólafsson, 74 högg 3. án forgj. Kristvin Bjarnason, 76 högg 1. sæti með forgj. Hörður Svav- arsson, 69 högg 2. sæti með forgj. Snorri Þóris- son, 69 högg 3. sæti með forgj. Hjörtur Júlíus- son, 69 högg Nándarverðlaun unnu Ár- mann Vilhjálmsson, Heimir Bergmann, Júlíus Ingólfsson, Daníel Viðarsson. Góður árangur í skákinni UMSB á Unglinga- landsmóti UMFÍ Fimm skákmenn kepptu í skák á Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki og stóðu þau sig mjög vel - komu heim með gull, tvö silfur og brons. Þrír kepptu í flokki 11-12 ára stráka en það var jafnframt fjölmennasti flokkurinn. Fjölnir Jónsson lenti í öðru sæti og hlaut 5 vinninga af 7 möguleg- um, Jóhann Óli Eiðsson varð í 3.-4. sæti með 4 1/2 vinning og Haraldur Andri Stefánsson í 5.-6. sæti með 4 vinninga. Tinna Kristín Finnbogadóttir sigraði í flokki 13-14 ára stúlkna og Leifur Finnbogason varð í öðru sæti í flokki 15-16 ára. G.S. Keppendur UMSB í skák á Unglingalandsmóti UMFI á Sauðárkróki. F.v. Leifur Finnbogason, Tinna Kristín Finnbogadóttir, Fjölnir Jónsson og Jóhann Óli Eiðsson. Á myndina vantar Harald Andra Stefánsson. Borgfirðingar í boltagreinum á unglingalandsmóti Körfuknattleikslið UMSB í flokki 15-16 ára stúlkna Knattspyrnulið UMSB í flokki 11-12 ára drengja Ungmennasamband Borgarfjarðar safnaði liði fyrir körfubolta og knattspyrnu og var að- aldriffjöðurin í því Rósa Marinósdóttir á Hvann- eyri. Þátttaka á lands- móti er alltaf dálítið púsluspil, því margir krakkar keppa í ýmsum greinum og vilja aðrar greinar stundum falla á sama tíma og hóp- greinarnar eins og fót- bolti og karfa. Því er nauðsynlegt að vera með stóran hóp skráð- an í hvert lið svo öruggt sé að takist að manna alla leiki. UMSB átti tvö knattspyrnulið á mót- inu, í flokki 15-16 ára stúlkna og 11-12 ára drengja, Sverrir Heiðar stjórnaði liðunum á mótinu og náðu þau bæði bronsverðlaun- um. í körfubolta áttum við tvö stúlknalið sem Á- mundi Sigurðsson stjórnaði, í flokki 15-16 ára og svo var UMSB með sameiginlegt lið með USVS í flokki 13-14 ára og náði það lið þriðja sæti. Einnig átti UMSB lið í körfu 17-18 ára pilta. Þá var nokk- uð af UMSB krökkum skráðir til leiks sem einstaklingar í boltagreinar og voru þeir sett- ir í blönduð lið á mótinu og höfðu gaman af. Unglingalandsmót er verð- ugt verkefni fyrir sambönd eins og UMSB og um leið og við þökkum Skagfirðingum fyrir gott mót, foreldrum og krökkum fyrir góða helgi þá leggjum við til að stefnt verði að enn meiri þátttöku UMSB á næsta unglingalandsmóti sem verður í Vík í Mýrdal næsta sumar, með íþrótta- kveðju Rósa og Sverrir, Hvanneyri. Knattspyrnulið UMSB í flokki 15-16 ára stúlkna. Körfuknattleikslið UMSB og USVS í flokki 13-14 ára stúlkna Sjöunda Unglingalandsmót UMFI fór fram á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Umgjörð og framkvæmd mótsins var einstök og verður erfitt fyrir aðra að slá því við enda íþróttaaðstaðan á heims- mælikvarða. Er frjálsíþrótta- völlurinn t.d. lagður sama efni og ólympíuleikvangurinn í Aþ- enu. Um sjötíu keppendur frá UMSB tóku þátt í mótinu. Ríkti mikil fjölskyldustemning í tjald- búðunum enda komu margir foreldrar til að styðja börn sín. Helsti árangur Borgfirðinga var þessi: Frjálsíþróttafólkið stóð sig vel. Björgvin Hafþór Ríkharðs- son,11 ára, vann kúluvarp. Arnar Hrafn Snorrason, 12 ára, varð annar í hástökki. Orri Jónsson, 12 ára, varð þriðji í langstökki. Sveit 12 ára stelpna varð í öðru sæti í 5 x 80 m boð- hlaupi. í sveitinni voru Guð- finna Kristinsdóttir, Gunnhildur Björnsdóttir, Sara Dögg Davíðsdóttir, Rósa Stella Guðmundsdóttir og Lára Lárusdóttir. Bergþór Jóhannesson, 12 ára, náði mjög góðum árangri. Hann vann kúluvarp og varð annar í 100 m og 800 m hlaupum. Sigurður Sigurðs- son, 12 ára, varð annar í spjót- kasti og Valdís Hrönn Sig- marsdóttir, 13 ára, vann 800 m hlaup Sundfólkið stóð einnig vel fyrir sínu. Sveinn Flóki Guð- mundsson, 15 ára, keppti í fimm greinum. Hann vann 50 m bringusund á 36,82 sek og Bergþór Jóhannesson varð f 1. sæti í kúluvarpi pilta. varð annað í 100 m bringu- sundi. Þá var hann í sveit f 4x50 m skriðsundi 14-16 ára ásamt Sigurði Þórarinssyni og tveimur ÍA mönnum sem varð í öðru sæti á eftir sterkum Kefl- víkingum. Sigurður Þórarins- son, 13 ára, keppti í fimm greinum og varð í 4.-5. sæti í þeim öllum. Hann hefur æft best allra sundmanna UMSB og sýnir góðar framfarir. Hann myndaði sveit í 4x50 m skrið- sundi 11-13 ára ásamt Kristni Erni Sigurjónssyni, Tálknfirðingi og Fjölnis- manni. Varð sveitin í öðru sæti. Lilja Rún Jónsdóttir, 13 ára, keppti í fjórum greinum. Hún varð önnur í 50 m og 100 m bringu- sundi. Björg Guðlaugs- dóttir, 13 ára, varð fimmta í 50 m bringu- sundi. UMSB sveit telpna 11-13 ára varð í þriðja sæti í 4x50 m skriðsundi. Sveitina skip- uðu Lilja Rún, Bjarnfríður Magnúsdóttir, Björg Guð- laugsdóttir og Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir. Helgi Axel Dav- íðsson, 12 ára, varð þriðji í 50 m bringusundi og Kristinn Örn Sigurjónsson fjórði. Guðfinna Kristinsdóttir, 12 ára, varð fjórða í 50 m skriðsundi. Yngsti keppandi UMSB í sundinu, Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir 11 ára, kom heim með flest verðlaun. Hún varð önnur í 100 m skriðsundi, 50 m bringu- sundi og 200 m fjórsundi. Hlaut þriðja sætið í 50 m skrið- sundi og var einu handtaki frá bronsverðlaunum í 100 m bringusundi. // Sveit UMSB lennti í 2. sæti í 5 x 80 m boðhlaupi 12 ára stelpna.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.