Skessuhorn


Skessuhorn - 25.08.2004, Síða 2

Skessuhorn - 25.08.2004, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 25. AGUST 2004 ontsðinui.. Til minnts Uppskeruhátíð a Brimils- völlum. kl 15 í Brimilsvallakirkju næstkomandi sunnudag. Árleg fjölskylduhátíb sem hefst meb guðsþjónustu kl. 15. Leikir og fjölda- söngur að guðsþjónustu lokinni. Grill og léttar veitingar í risatjaldi. Vechrrhorfikr Nú er útlit fyrir að veðráttan taki að breytast frá því sem verið hefur í sumar. Á fimmtudag er spáb austlægri átt og rigningu á Vesturlandi en norðlægari átt á föstudag og gæti þá hangið þurrt. Á laugardag snýst hann aftur til austlægrar áttar með vætu. Á sunnudag og mánudag verður til skiptis bjart veður en hætta á skúrum. Hiti verður á bilinu 11 til 17 stig. Spnrniwj vikifnnar Flestir vildu * Arna burt í síðustu viku var spurt: „Hvaða ráðherra Fram- sóknarflokksins finnst þér ætti að hætta 15. september?" Það er greinilegt að Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknarflokksins les ekki Skessuhorn því fæst- ir vildu að Siv hætti en sú varð samt niðurstaðan. Atkvæði féllu annars þannig: Árni Magnússon 29,3%, Guðni Ágústsson 14,7%, Jón Kristjánsson 18,7%, Siv Friðleifsdóttir 12%, Valgerbur Sverrisdóttir 25,3% í þessari viku spyrjum við: Hvað er mesta nátt- úruperla landsins? Svarðu fljótt og vel á skessuhorn.is. VestlenGÍtrujivr viKi^nnar Er Steinar Ragnarsson bif- vélavirki í Borgarnesi sem bjargaði sér á sundi þeg- ar hann fell um borð úr gúmmíbáti útaf Mýrum í síðustu viku. Sannarlega karlmannlega gert. Sauðíj árveikivamagirðing eyðilögð á Kaldadal Þegar Torfi Hannesson, girðingaeftirlitsmaður, var að líta eftir sauðfjárveikivarna- girðingunni milli Borgarþarð- ar og Árnessýslu við Kalda- dalsveginn í síðustu viku varð hann þess var að klippt hafði verið á girðinguna og jeppabif- reið ekið í gegn. Þá sáust greinileg merki þess að fé hafði farið á milli hólfa þar sem girð- ingin var rofin. Sigurður Sig- urðarson dýralæknir á Keldum sagði að þarna væri háalvarlegt mál á ferðinni ekki síst þar sem riða hefur ítrekað greinst í fé í Arnessýslu en Borgarfjörður hefur fram til þessa verið riðu- laust svæð. Tilgangurinn með skemmdaverkinu virðist eitt- hvað óljós því ef förin eru rak- in kemur í ljós að bifreiðinni hefur verið snúið við og ekið til baka eftir nokkra tugi metra. Þá hefði jeppamaðurinn ekki þurft að aka nema rúman kílómetra að pípuhliði sem er á girðingunni. Lögregla rannsakar málið en þess má geta að við broti af þessu tagi getur legið allt að tveggja ára fangelsi. GE Endurgerð hættulegs vegar Nú styttist í endurgerð eins af hættulegustu vegarköflum landsins, leiðinni frá Gljúfurá í Stafholtstungum og norður að Brekku í Norðurárdal. Nýlega var opnað útboð hjá Vegagerð- inni í fyrsta áfanga endurbóta þessa hluta hringvegarins. Tólf verktakar sendu inn tilboð í fyrsta áfangann, 6 km. leið frá Gljúfurá að Grafarkoti, skammt norðan Munaðarnessafleggjar- ans. KNH ehf. á Isafirði var með lægsta boð í verkið, 178 milljónir króna og er það um 77% af kostnaðaráætlun upp á 229 milljónir. Næstlægsta til- boð kom frá Berglín ehf í Stykkishólmi, tæpar 190 millj- ónir kr. Auk endurbóta á hringvegin- um felst í verkinu gerð nýrra gatnamóta við Borgarfjarðar- braut, 15 tenginga við aðra vegi og gerð bráðabirgðarvegar á meðan á framkvæmdum stend- ur næstu 2 árin. MM Stóra - Kroppsflugvöllur bikbundinn Stóra Kroppsvöllur í Borgarfirði eftir bikiagninguna. Ljósm.: Mats Wibe Lund. Nú í júlí stóð Flugmálastjórn fyrir tilraun með að bikbinda fyrsta malarflugvöllinn hér á landi þegar biklag var lagt á Stóra Kroppsflugvöll í Borgar- firði. Að sögn Heirnis Más Péturssonar upplýsingafulltrúa Flugmálastjórnar er hér um að ræða fyrstu tilraun með lagn- ingu ódýrs slitlags á malarflug- velli hér á landi. Það var verk- takafyrirtækið Arnardalur sem sá um framkvæmdina en á völl- inn var lagt svokallað Ralumak efni. Prófun á vellinum fer fram í haust og kemur þá í ljós hvort nægjanlegt sé að bik- binda malarflugvelli sem þenn- an. Flugbrautin á Stóra Kroppsflugvelli er um 700 metra löng og var kostnaður við verkið um 8,5 milljónir króna. MM Maraþonkonur Eins og kunnugt er fór hið árlega Reykjavíkurmaraþon ffam um síðustu helgi en með því hefst formlega dagskrá Menningarnætur þar á bæ. Þátttaka var með ágætum og hlauparar komu víða að af land- inu. Meðal þeirra sem þreyttu hlaupið að þessu sinni voru þessar galvösku konur af Akra- nesi. Frá vinstri: Bryndís Jóns- dóttir, Sveinborg Kristjánsdótt- ir, Sigríður Olafsdóttir, Sigur- veig Kristjánsdóttir, Guðlaug Sverrisdóttir og Sigríður Ragn- arsdóttir. Þær hlupu mislangar vegalendir, eða allt frá 7 kíló- metrum, hálft maraþon sem er 21 kílómeter og upp í lieilt maraþon; 42 kílómetra. MM. Ljósmynd: RÓ Urskurður Sindra í vil Urskurðarnefnd útboðs- mála hefur úrskurðað að Byggðasamlag Varmalands- skóla hafi brotið á Dagleið ehf, fyirtæki Sindra Sigur- geirssonar, þegar óskað var eftir viðbótargögnum frá öðrum bjóðendum í skólaakstur við Varma- landsskóla. Samkvæmt úr- skurði nefndarinnar átti Sindri eina gilda tilboðið og er það niðurstaða nefndar- innar að Byggðasamlagið beri að greiða honum skaðabætur þar sem samið hefur verið við annan aðila. GE Fíknieftii tekin l'öluvert annríki var hjá lögreglunni í Borgarnesi um s.l. helgi. Alls voru 3 teknir fyrir meinta ölvun við akstur, eitt fíkniefnamál kom upp og svo urðu þrjú umferðaróhöpp í umdæm- inu en öll án teljandi meiðsla. Fíkniefnamálið kom upp við hefðbundið eftirlit lög- reglu. Um var að ræða tvö ungmenni sem að voru með kannabisefni á sér sem sögð voru til eigin nota. Voru viðkomandi handteknir og færðir til yfirheyrslu og sleppt að þeini loknum. GE Hætt kom- inn í sjó útaf Mýrum Steinar Ragnarsson bif- vélavirki í Borgarnesi var hætt kominn þegar hann féll í sjóinn af gúmmíbát sínum við Knarrarnes á Mýrum á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Var hann svamlandi í sjónum í 30-40 mínútur áður en honutn tókst að ná landi. Steinar var einn á ferð á gúmmíbáti sínum með vistir út í Knarr- arnes þegar óhappið átti sér stað; bátur hans kippist til og hann fellur útbyrðis. Hann var ekki með tengda taug í ádrepara mótorsins og því sigldi báturinn frá honum. Hann var íklæddur vöðlum og fylltust þær af sjó. Samt sem áður tókst honum að halda sér á floti og svamla í land á Knarrar- nesi þar sem honum var komið til hjálpar. GE

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.