Skessuhorn - 25.08.2004, Blaðsíða 22
22
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2004
jntaaunu.^
Grunnskólinn í Borgamesi
Nýr gervigras-
völlur á skólalóð
Nemendum í Grunnskólan-
um í Borgarnesi fækkar á milli
ára. Samkvæmt skráningu
verða þeir 315 en voru 329 síð-
asta vetur. „Eg hef reyndar
grun um að það hafi ekki allir
lokið skráningu þannig að það á
væntanlega eftir að þölga eitt-
hvað,“ segir Kristján Gíslason
skólastjóri. „Helsta skýringin er
sú að það er mjög fámennur ár-
gangur sem kemur inn en við
vitum að næstu árgangar eru
stórir þannig að það á eftir að
íjölga aftur hjá okkur.“
Kristján segir að hlutfall rétt-
indakennara sé þokkalegt en
um tveir þriðju hafa kennslu-
réttindi en nokkrir til viðbótar
eru við það að ljúka réttinda-
námi.
„Skólahaldið verður með
hefðbundnu sniði en það eru
alltaf einhver sérverkefni í
gangi. Við höldum áfram að
vinna í því að fá grænfánann og
náum vonandi að flagga honum
í vor. Aðstaðan utanhúss fer
stöðugt batnandi hjá okkur og
það er verið að vinna í
sparkvelli á skólalóðinni sem
breytir mikið aðstöðunni fyrir
þá sem vilja djöflast í fótbolta.
Þetta verður upphitaður gervi-
grasvöllur sem hægt verður að
skipta í þrennt þannig að mun
fleiri komast að í vetur. Þá er
komið nýtt gólf í Iþróttahúsið
þannig að aðstaða til íþrótta-
iðkunar verður ekki mikið
betri,“ segir Kristján.
GE
Grunnskólinn í Stykkishólmi
Kennaraflakk á milli skóla
Grunnskólinn í Stykkishólmi.
Skólastarf Grunnskólans í
Stykkishólmi hófst í gær (þriðju-
dag) en þar stunda 215 nemend-
ur nám í vetur, eða jafn margir
og á síðasta skólaári. Kennarar
eru 25 og aðeins hefur orðið ein
breyting á kennarliðinu en allir
hafa þeir kennsluréttindi að
sögn Gunnars Svanlaugssonar
skólastjóra.
„Þetta verður ofsalega gaman
hjá okkur í vetur, það er enginn
vafi, „ segir Gunnar. Við erum
að endurvinna skólanámskrána
og vinnum í því í vetur. Síðan
erum við með mjög spennandi
verkefhi í gangi sem er samstarf
grunnskóla, leikskóla og tónlist-
arskóla og við höfum fengið
styrk til að halda því áfram.
Verkefhið gengur þannig fyrir
sig að skólarnir þrír skiptast á
starfsfólki og fá þannig nýjar
hugmyndir og reynslu hver frá
öðrum. Við höfum til dæmis átt-
að okkur á því hvað músíkin gef-
ur skólastarfinu mikið gildi.
Þetta er mjög spennandi verk-
efni og gefandi fyrir þá sem að
því koma.“
Gunnar nefnir einnig þá
breytingu að nú verður ekki boð-
ið upp á framhaldsskólanám í
Stykkishólmi frá FVA eins og
verið hefur undanfarin ár. „Við
komum vissulega til með að
sakna þeirra nemenda enda gerðu
þeir skólalífið fjölskrúðugra en
við væntum þess hinsvegar að í
staðinn séum við að fá góðan
framhaldsskóla í Grundarfirði
fyrir okkur Snæfellinga.“ GE
Nemendur í Grundaskóia
Grundaskóli:
Leiðarljósið er jákvæðni,
hrós og hvatning
Grundaskóli verður settur
fimmtudaginn 26. ágúst og
munu á bilinu 480 - 490 nem-
endur hefja nám í 24 bekkjar-
deildum, þar af um 50 í 1. bekk.
Guðbjartur Hannesson, skóla-
stjóri, segir skólastarfið fyrst og
fremst miða að því að veita
nemendum sem besta þjónustu
og eins og undafarin ár verður
skólastarfið grundvallað á hug-
myndinni um góða líðan sem
nauðsynlega forsendu náms.
Ný námsskrá skólans er í
vinnslu um þessar mundir, en
hún er endurskoðuð á hverju
hausti, og er væntanleg inn á
vef skólans í næstu viku.
I upphafi skólaárs sóttu kenn-
arar námskeið hjá Inga Gunnari
Jóhannssyni sálfræðingi um
lífsleikni og hvernig unnt er að
vinna með hana í öllum náms-
greinum. I vetur verður unnið
að því að hrinda þeim hug-
myndum í framkvæmd. „Við í
Grundaskóla höfum sett okkur
það markmið nú í skólabyrjun
að vinna sérstaklega með já-
kvæðni, hrós og hvatningu og
að kenna krökkunum að sam-
gleðjast öðrum. Svo höldum við
auðvitað áfram á þeirri braut
sem við höfum markað síðustu
ár þar sem áhersla er lögð á
góða líðan barnanna, gott sam-
starf milli allra þeirra sem koma
að skólastarfinu og gagnkvæma
tillitsemi auk þeirrar þema-
vinnu sem hefur fest sig í sessi.
Það er margt spennandi
framundan í vetur, en af nýj-
ungum í starfinu má nefna að
stefnt er að því að auka úti-
kennslu með það fyrir augum
að gera kennsluna rneira lifandi
og auka hreyfingu. Áfram verð-
ur unnið í þróunarverkefnum
sem fóru af stað síðastliðinn
vetur, en þar er um að ræða
verkefni í uppbyggingu um-
ferðarfræðslu sem unnið er með
styrk frá RANNUM og verk-
efni sem lýtur að foreldra-
fræðslu og auknu samstarfi við
foreldra. Undanfarin ár hefur
foreldrum barna sem hefja nám
í 1. bekk verið boðið upp á
námskeið þar sem fjallað er um
skólastarfið en í vetur verður
foreldrum barna í 6. og 8. bekk
einnig boðið upp á slík nám-
skeið svo þau geti glöggvað sig
á þeim breytinum sem verða á
skólastarfi barnanna þegar þau
færast á milli deilda.
Það hefur vakið nokkra eftir-
tekt á síðustu árum hversu
nemendur Grundaskóla hafa
ráðist í stór og metnaðarfull
verkefni sem þau hafa skilað af
sér með miklum sóma. I vetur
verður áfram unnið á þessum
nótum. Skipað hefur verið í fé-
lagsmálateymi sem hefur það
hlutverk að endurskoða félags-
starfið og efla nemendalýðræði
svo nýta megi betur þá auðlind
sem í nemendum býr. Þá hefur
og verið skipað teymi sem vinn-
ur að því að móta stefnu fyrir
breytta kennsluhætti á öllum
stigum, enda hafa ráðamenn í
Grundaskóla ekki verið ragir
við að reyna nýjar leiðir í
kennslunni.
Lítil hreyfing er á starfsfólki í
Grundaskóla og aðeins einn
kennari kemur nýr inn í vetur.
Allir kennarar skólans hafa
kennsluréttindi utan einn, sem
er er með háskólapróf í faginu
sem hann kennir. ALS
Grunnskólinn í Búðardal
Víkingar og skólavinir
Grunnskólinn í Búðardal var
settur síðstliðinn mánudag og
hófst hefðbundið skólastarf dag-
inn eftir. Nemendur skólans
verða 82 í vetur eða námkvæm-
lega jafnmargir og í fyrra. Tveir
nýir kennarar voru ráðnir fyrir
veturinn en allir kennarar skól-
ans eru með fullgild réttindi og
þannig hefur það verið lengi að
sögn Bergþóru Jónsdóttur að-
stoðarskólastjóra.
„Við sjáum fram á skemmti-
legan vetur og það er mikill hug-
ur í krökkunum," segir Berg-
þóra. „Skólalóðin var gerð fín í
sumar þannig að umhverfið er
orðið nijög huggulegt. Starfið
verður hinsvegar með svipuðu
sniði og síðasta vetur. Við höld-
uin áfram með skógræktina. Við
erum að vísu ekki alveg eins flott
á því og sumir af hinum skólun-
um en við erum ekki með í skóg-
arverkefninu heldur höfum okk-
ar eigin skólaskóg í jaðri þorps-
ins þar sem nemendur planta
trjám á haustin enda hentar það
okkur betur því nemendurnir
fara beint í sauðburðinn á vorin.
Síðan erum við að vonast til að
vera með í víkingaverkefninu á
Eiríksstöðum í tengslum við ný-
stofnaðar skólabúðir á Laugum
og einnig stefnum við að því að
verða móðurskóli í væntanlegu
víkingaþema þannig að það eru
spennandi tímar framundan."
Einnig segir Bergþóra að svo-
kallað skólavinaverkefni sem
hófst á síðasta vetri haldi áfram.
„Unglingarnir tóku að sér að
vera svokallaðir skólavinir og
skiptast á að vera í merktum úlp-
um frá Regnbogabörnum og að-
stoða yngri börnin í ffímínútum.
Þetta gekk mjög vel í fyrra og
það skemmtilega er að ungling-
arnir höfðu sjálfir ffumkvæði að
því að halda þessu áffam,“ segir
Bergþóra. GE